Tíminn - 22.10.1994, Qupperneq 8
8
9múmu
Laugardagur 22. október 1994
Hagyrbinaaþáttur
Hugsab til pistlahöfunda
Aflúsa skal útvarpslið,
óþrifin á burtu þvo,
vammlausir svo virðist þið.
En — verður nóg að reka tvo?
Smugukviöa
Heyrðust yfir höfin gjalla
hávœr púðurskot,
við það margir fuglar falla,
flestallir í rot.
Skemmdarverka skrattakollum
skelfilega brá,
geystust burt á gúmmídollum
gamla Hágang frá.
í þungu skapi þegnar Gróu
þrá að hefha sín.
Úr hrceðslu ncestum dátar dóu
við djöfuls hrekkjusvín.
Skjótum niður skrattans dallinn,
skelfum bófana.
Hengjum árans íslandskallinn
og alla þjófana.
Úr Smugunni veiða margir menn
og mikið er þar affiski enn.
Norðmenn blóta
og Norðmenn hóta
að skjóta niður þœr skepnur senn.
Þorsteinn Daníelsson
Á biölista meö aldraöri konu
Ég var aldrei stofustáss
og staða þín er ekki vís.
Fyrir okkur er ekkert pláss
ennþá laust í Paradís.
Varasöm ást
Ástin er fógur að allra dómi,
þó enginn sjái 'ana
óholl en bragðgóð eins og rjómi
þegar aldraðir fá 'ana.
Aöalsteinn Ólafsson
Bjartsýni
Haustar að og sígur sól,
sálar dofnar kraftur.
Hún mun eftir heilög jól
hcekka ganginn aftur.
Seinna þreytir fuglinn fcer
flug til norðurstranda,
og á velli grasið graer
grcent og þétt að vanda.
Verum hress og vílum ei,
þó vetrar þyngist sporin.
Aftur munu gömul grey
gerast ung á vorin.
Búi
Eftir blaöalestur
Engum vill hann gefa grið,
gjörla þekkir fagið.
Hann er bara hrceddur við
hrceðslubandalagið.
SMF
Botnar og vísur sendist til Tímans
Stakkholti 4
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA
Rugl í kvennabaráttunni
Árekstrar milli karla og kvenna
vegna breyttra umgengnisvenja
eru þreytandi og óþarfir, ef rétt
er á málum haldið. Hefðum og
siðum er kastað fyrir róða, án
þess aö neitt komi í staöinn, og
karlar og konur eru álíka rugluð
í hvernig koma á frarri hvert við
annað.
Heiðar: Það~hefur komið fram
rugl í kvennabaráttunni. Eitt af
veikum viðbrögðum karla er að
fyrst konurnar vilja jafnrétti, þá
hætti þeir að opna fyrir þeim
dyr. Þetta er eitt af ótal smáat-
riðum sem valda pirringi og
óþægindum í samskiptum kynj-
anna nú til dags.
Ég fer eftir þeirri reglu og kenni
hana, aö ef konan er spariklædd
og farið er eitthvað til að halda
upp á eitthvab, þá gilda náttúr-
lega allar herramennskureglur.
En ef hún er í jogginggallanum
að kaupa í matinn, en þannig
klædd á hún ekkert aö vera að
fara í búöir, þá getur hún sjálf
eða önnur kona allt eins opnab
dyrnar ef karlmaðurinn er ekki
tilbúinn á sínum staö.
Svona hlutir breytast. Ég býst
ekki viö að karlmaöur fari úr
jakkanum og leggi yfir poll,
þótt kona á háum hælum þurfi
að ganga yfir hann. Þetta þótti
einu sinni fínt, en er þab tæpast
lengur.
Sú regla aö kona hringdi ekki í
mann, heldur átti karlinn ein-
hliða aö hringja í konu, er orðin
úrelt og er fólki í sjálfsvald sett
hver hringir í hvern. En þab er
tilfinningamál hverrar konu
hvernig hún lítur á þessa hluti.
Það eru margar konur sem enn
lifa eftir gömlum stöblum um
umgengni. Svo eru aðrar sem
brussast áfram og eru sífellt ab
láta í ljósi aö þær þurfi ekkert á
körlunum að halda.
Hvab er áreitni?
Þetta eru ekki stór vandamál.
En hitt sé ég sem stórt vanda-
mál, þar sem er offariö í sam-
bandi við áreitni. Einkaritarinn,
sem er búinn að vera lengi hjá
sínum yfirmanni og er orbin
vön því að hann styðji hönd á
öxl hennar, þegar hann útskýrir
fyrir henni eitthvert form og
breytingar á því, ab það sem var
í öbrum dálki fari nú í þriðja
dálk og allt fór vel. Nú er þessi
aumingja maður í fimm metra
fjarlægð hinum megin við
boröib og stóll þar á milli og
reynir með bendingum aö leið-
beina hvar dálkaskiptin eiga ab
vera.
Hann þorir ekki ab koma nærri
konunni, því þá á hann á hættu
ab hún kæri hann fyrir áreitni.
í mínum huga er þetta mjög
stórt vandamál og verðum viö
íslendingar að taka okkur á og
koma okkur saman um hvab sé
Hvernig
áég ab
vera?
Heibar jónsson, snyrtir,
svarar spurningum lesenda
áreitni og hvað ekki og hver sé
eðlileg nálægð í mannlegum
samskiptum.
Það á helst ekki að láta lög-
reglu og dómstóla skera úr um
þab.
Smáatribin
mikilvæg
Þetta meö að opna hurðir og
svoleiðis er dálítill prófsteinn á
hvernig æskilegt er að kynin
umgangist hvort annað. Ég tel
til dæmis sjálfsagt að þótt kona
keyri bílinn þegar farið er í leik-
hús, að maöurinn fari út á und-
an, aftur fyrir bílinn og opni
fyrir konunni áður en farið er
inn í leikhúsið og gangi á und-
an henni inn í bekkinn.
En hvort þetta á við þegar farib
er að versla í Kringlunni eða far-
ið er í berjamó verður hver og
einn að gera upp við sig. Þaö er
auðvitað mjög góður sibur að
maburinn opni alltaf fyrir sinni
konu þegar þau eru á ferð sam-
an, en ekki naubsynlegt.
Nú er þab svo að oft þegar karl-
maður er ab sýna konu kurteis-
legt viðmót, stendur hann uppi
sem dóni vegna þess að hún
kann ekki að taka hegðun hans
eins og hún er meint, svo sem
eins og aö leyfa honum ekki að
opna dyr eða standa upp fyrir
henni.
Þegar kemur að skemmtana-
menningunni vandast málin.
Þá halda margir karlmenn að ef
þeir bjóða konu upp á glas, séu
þeir að borga fyrir næturgreiða.
Konur hafa brennt sig dálítið á
þessu og karl, sem býður
ókunnri konu upp á glas, á jafn-
vel von á löðrungi.
Ég er vanur að segja konum,
sem þiggja drykk, að segja
hreinskilnislega að þær ætlist
ekki til að honum fylgi neinar
kvaðir.
Svona árekstrar eru annars allt-
of algengir. Ég býst við að engin
þjóð hafi gengið eins ört gegn-
um breytingar og við íslending-
ar. Vib fórum úr torfbæjunum í
seinni heimsstyrjöldinni,
veiddum síld og eignuöumst
peninga og fórum í alla þessa
fermetra. Það er ekki lengra síð-
an en þegar ég hóf búskap að
ekki var algengt að konur ynnu
utan heimilis. Nú vinna konur
úti og vilja að sjálfsögðu jafn-
rétti og það er ekkert undarlegt
þótt eitthvað riðlist í umgengn-
isvenjum kynjanna.
Mikill áhugi
Hitt sé ég í umgengni við mína
nemendur, að unga fólkið er
kurteisara en þeir sem nú teljast
miöaldra. Herramennskan er að
vakna.
Ef farið er í dag á skemmtistað
þar sem fólk milli þrítugs og
fimmtugs er ab skemmta sér, sér
maður ýmislegt sem er ekkert
vobalega sniðugt að verba vitni
að.
En það er hægt að fara á heljar-
mikið ball með tvítugu fólki í
dag og sjá alla skemmta sér eins
og engla. Unga fólkið kann bet-
ur mannasiði og áreynsluiitlar
umgengnisvenjur en þeir eldri.
Maður á mínum aldri hlammar
sér á stólinn, þótt konan sé ekki
einu sinni komin að borðinu.
Þetta sér mabur tvítugan strák,
sem býður átján ára stúlku út,
ekki gera.
Hinar klassísku umgengnis-
venjur kynja eiga við þegar fólk
er ab gera sér dagamun, en á
heimili hleypur eiginmaðurinn
ekki um og opnar klósettdyrnar
fyrir konunni eba bíbur enda-
laust eftir því að hún setjist á
undan honum.
Það er áreiðanlega full þörf á
að kenna fólki umgengnisreglur
og flestir vilja læra þær og
kunna mannasiði. Eg flyt
stundum fyrirlestra um kurteisi
og fæ alltaf góða eftirtekt og
spurningarnar dynja á mér,
þegar þær eru leyföar, og er
áhuginn ótrúlega mikill. ■