Tíminn - 12.11.1994, Síða 10
10
glwíntl - ÍSLENSKT, )Á TAKK -
Laugardagur 12. nóvember 1994
Athafnamaöurinn Þórarinn Krisfjánsson, framkvœmdastjóri Cúmmívinnslunnar á Akureyri, rœbir atvinnumálin
í opinskáu viötali:
Endurvinnsla í fyrirrúmi
Endurvinnsla er orð síö-
ustu tíma. Fleiri og fleiri
láta mál, er snerta endur-
nýtingu og vinnslu, til sín
taka. Að endurnýta hin ýmsu
efni, sem áður voru lögð til
hliðar, er liður í viðleitni
mannsins við að spara auð-
lindir og ekki síður aö vernda
umhverfið fyrir margvíslegum
úrgangi — efnum sem eitt
sinn höfðu þjónað ákveðnum
tilgangi. íslendingar mega
ekki verða eftirbátar annarra í
þessum efnum, ef hliðsjón er
höfð af mikilvægi matvæla-
framleiðslu fyrir þjóðarbúið.
Því eru frárennslismál, förgun
sorps og jafnvel endurnýting
ýmissa endurvinnanlegra efna
nú á borðum og í fram-
kvæmdaáætlunum margra
sveitarfélaga og ýmsir einstak-
lingar hafa hugað aö þessum
málum með atvinnusköpun í
huga. Endurvinnsla er þó ekki
ný af nálinni hér á landi. Fyr-
ir rúmum áratug hóf áhuga-
samur athafnamaður rekstur
endurvinnslufyrirtækis á Ak-
ureyri. Rekstur þess hefur vax-
ið og dafnað á sama tíma og
frumkvöðullinn hefur unnið
að undirbúningi annars end-
urvinnslufyrirtækis á sama
stað.
Þessi athafnamaður er Þór-
arinn Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Gúmmívinnsl-
unnar hf. á Akureyri, en í
upphafi þessa árs hélt hann
upp á tíu ára afmæli fyrirtæk-
isins, sem hann hefur byggt
upp með nokkuð óvenjuleg-
um hætti, ef horft er til ís-
lenskrar athafnasemi á und-
anförnum áratug. Hann byrj-
aði smátt með ákveðnar hug-
myndir og nokkurt fjármagn,
sem fékkst með stofnun
hlutafélags, en strax í upphafi
var ákveðið að takmarka lán-
tökur. Ásamt starfsmönnum
sínum hefur Þórarinn lagt sig
eftir að þróa fyrirtækið stig af
stigi, og dæmigert er fyrir
starfsstíl hans að hitta hann
fyrir einan á vinnustaðnum
undir kvöld, þegar aðrir eru
farnir til síns heima.
Hreifst af endur-
vinnsluhugmynd-
um erlendis
En af hverju hóf Þórarinn
Kristjánsson að starfa við end-
urvinnslu? Hafði hann hrifist
af umhverfismálum á undan
öðrum landsmönnum, eða
var hann aöeins haldinn þrá-
hyggju sem varð að veruleika?
Hvað segir hann um tildrög
þessarar starfsemi?
„Eftir að hafa búið erlendis í
nokkur ár hóf ég rekstur
smurþjónustufyrirtækis á Ak-
ureyri. Þetta var lítið fyrirtæki
og ég starfaði þar einn að
miklu leyti. Úti hafði ég
kynnst öðrum viðhorfum til
endurvinnslu en viðtekin
vom hér á landi, og þegar ég
var farinn að reka þjónustu-
starfsemi fyrir bifreiöaeigend-
ur, hvarflaöi hugurinn æ oftar
ab því hvað unnt væri aö
spara meb því ab endursóla
hjólbarða. Þessar hugsanir
urðu til þess að ég fór að
kanna áhuga manna á hvort
þeir væru tilbúnir ab leggja
hlut ab fyrirtæki, er myndi
vagnar og langferðafólksbif-
reibar — á sóluðum hjólbörð-
um og nokkur aukning er
einnig í notkun sólabra hjól-
barða undir einkabíla. Þetta
stefnir allt til réttrar áttar, því
staðreyndin er sú að með því
að nota sólaða hjólbarða spar-
ast bæði náttúruleg verömæti
og einnig fjármunir. Höfum
við gert okkur grein fyrir, að í
hvert skipti sem endurunnir
hjólbarðar eru settir undir bíl
sparast 17 lítrar af olíuforða
heimsins? Það þarf 26,5 lítra
af olíu til ab framleiða hjól-
barba undir venjulegan fólks-
bíl. Einnig má benda á að
þegar 17 lítrar af olíu brenna,
sleppa ýmis efni út í and-
rúmsloftiö sem skaðleg eru
öllu lífríkinu. Þannig kemur
aukin notkun sólabra hjól-
barða beinlínis í veg fyrir að
mengun vaxi í heiminum.
Við drögum úr umhverfis-
mengun um leið og við spör-
um verðmæti með því að
endurnýta gúmmí sem til fell-
ur, og sama á við um ýmis
önnur efni sem nauðsynleg
eru í nútíma atvinnu- og
mannlífi.
Plastvlnnsla í
kjölfariö
Þórarinn hefur ekki látið
sitja við orðin tóm, þegar
endurvinnsla er annars vegar.
Auk þess að byggja rekstur
Gúmmívinnslunnar upp, hef-
ur hann tekið þátt í þróun
annars endurvinnslufyrirtækis
á Akureyri, Úrvinnslunnar
hf., sem nú er að hefja rekst-
ur. Hvab kom til ab hann
kaus að hafa afskipti af fleiri
^áttxim endurvinnslunnar?
„Ýmis önnur efni en gúmmí
falla til sem má endurvinna,
þar á meðal plast. Eftir reynsl-
una af endurvinnslu gúmmí-
efna töldum við, nokkrir fé-
lagar hér á Akureyri, að tíma-
bært væri að hefja sambæri-
legan vinsluferil hvað plastið
varðar. Því fórum við að
kanna möguleika á slíkri end-
urvinnslu og leiddi það starf
til þess að nú hefur verið
komið á fót öðru fyrirtæki hér
í nágrenninu; fyrirtæki sem
vinnur brettakubba úr plast-
efnum og pappír. Uppistaðan
í hráefni þess er plastið sem
bændur nota til að pakka
heyrúllum, auk dagblaða og
annarra pappírsefna. Pappír-
inn og plastiö er brætt saman
og við það myndst hart efni,
sem unnt er að búta í kubba
og nýta við samsetningu á
vörubrettum í stað trékubba.
Meö þessu móti er verið að
nýta hreinan úrgang, sem
erfitt er að losna við, jafn-
framt því að spara trjávöru
sem framleidd er úr skógum
jarbar."
Atvinnumál í tóm-
stundum
Nokkrir félagar hafa hist
reglulega á undanförnum
árum til að ræba atvinnumál.
Nú hafa þeir stofnað fyrirtæki
um þetta áhugamál. Þeir eru
auk Þórarins, Hólmsteinn
Hólmsteinsson, framkvæmda-
stjóri steypustöðvarinnar Mal-
ar og sands, og Sveinn Heiðar
Jónsson byggingameistari.
Þremenningarnir kalla sig Úr-
bótamenn og umræða þeirra
um atvinnumálin hófst á
kaffihúsum og í ökuferðum
um Akureyrarbæ, en þróaðist
síbar í formlegan félagsskap.
En hvernig varð þessi félags-
skapur til og hverju hefur
hann komið til leibar?
„Það er rétt að þessi um-
ræða byrjaði á kaffihúsum —
að minnsta kosti í kaffitímum
og mjög óformlega. Vib þre-
menningarnir þekktum nokk-
„Höfum viö gert okkur grein fyrir aö í
hvert skipti sem endurunnir hjólbaröar
eru settir undir bíl sparast 17 lítrar af
olíuforöa heimsins? Þaö þarf 26,5 lítra af
olíu til aö framleiöa hjólbaröa undir
venjulegan fólksbíl. Einnig má benda á aö
þegar 17 lítrar afolíu brenna, sleppa
ýmis efni út í andrúmsloftiö sem skaöleg
eru öllu lífríkinu."
algengt er hér á landi. Hug-
myndin að þessum rekstri er í
raun sótt til Svíþjóðar, þótt ég
hafi aldrei farið út í fram-
leiðslu á gólfdúk úr end-
urunnu gúmmíi, eins og Sví-
arnir gera. Auk upplýsinga frá
Svíþjóð leitaði ég faglegrar
ráðgjafar hér heima, bæði hjá
Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar
og einnig hjá Fjórðungssam-
bandi Norðlendinga, sem
hafði iðnráðgjafa að störfum á
þeim tíma. Þetta undirbún-
ingsstarf leiddi til þess að við
hófum rekstur á hjólbarðasól-
un haustið 1983."
4-5 þúsund, tonn
af gúmmíi
Á þeim rúmum tíu árum,
fyrirbæri en að verkin tali
sínu máli?
„Þessi umræða er trúverð-
ugri í dag en fyrir nokkrum
árum. Meiri hugur fylgir máli,
því fólk skilur betur nauðsyn
hreinna umhverfis og einnig
þörfina á að nýta sem best
þau efni, sem notuð eru til
framleibslu nytjahluta. Hér
falla til á bilinu fjögur til
fimm þúsund tonn af gúmmíi
á hverju ári. Þetta gúmmí er
unnt að nýta með því ab sóla
hjólbarða aftur og aftur, auk
þess að framleiða ýmsa aðra
hluti á borð við básamottur
fyrir húsdýr, öryggisreiti á
barnaleikvelli og milli-
bobbinga til togveiba. Nú eru
flestar stærri bifreiðar — vöru-
flutningabifreiðar, strætis-
Þórarinn Kristjánsson ásamt sýnishornum af framleiöslunni.
hefja starfsemi af þessu tagi.
Áhuginn reyndist fyrir hendi.
Með stofnun hlutafélags tókst
að ná nokkrum fjármunum
saman og hefjast handa og ég
lagði því ekki alveg tómhent-
ur upp í þessa för. Þab hefur
eflaust skipt sköpum um
hvernig til hefur tekist að ég
þurfti ekki að taka hverja
krónu ab láni til uppbygging-
ar fyrirtækisins, eins og alltof
sem Gúmmívinnslan hf. hef-
ur starfað, hafa orðib miklar
breytingar á hugarfari og af-
stöðu manna hvað endurnýt-
ingu og endurvinnslu varðar.
Háværar umræður um um-
hverfismál og trú manna á ab
umhverfið sé ein helsta auð-
lind manna eru í fyrirrúmi.
En er þetta einungis í nösum
fólks? Eru umhverfis- og end-
urvinnslumálin fremur tísku-