Tíminn - 12.11.1994, Qupperneq 11

Tíminn - 12.11.1994, Qupperneq 11
Laugardagur 12. nóvember 1994 Wímum - ÍSLENSKT, JÁ TAKK - 11 Þórarínn ásamt starfsfólki sínu. uð vel hvor til annars og átt- uðum okkur á að áhugamálin fóru saman. Þetta leiddi smám saman til þess að við fórum að hittast reglulega og ræða um hvað vaeri hægt að gera til eflingar atvinnulífsins. Þessir fundir urðu til þess að við stofnuðum fyrirtækið Úr- bótamenn hf., sem er eins- konar atvinnuskrifstofa þar sem markmið okkar er að leita atvinnutækifæra. Ég hef orðið þess áskynja að ýmsir hafa álitið að við ætluðum að fara fram með miklum krafti og stofna nokkur fyrirtæki — helst í einum hvelli. Vissulega væri æskilegt að aóstæður væru til slíkra hluta. En þær eru ekki fyrir hendi. Þó má nefna fyrirtæki sem beinlínis eru tilkomin vegna þessa sam- starfs okkar. Þar ber fyrst að nefnda Úrvinnsluna hf., sem nú framleiðir brettakubba úr plasti og dagblöðum, og einnig Hlutabréfasjóð Norður- lands, sem er fyrst og fremst ávöxtunarsjóður enn sem komið er, þótt í framtíðinni sé gert ráö fyrir að hann verði einnig fjárfestingarsjóóður er taki beinan þátt í atvinnulíf- inu. Þá erum við að vinna að uppbyggingu sumarhúsa- byggðar við Kjarnaskóg sunn- an Akureyrar, og fleiri mál eru í deiglunni en skemmra á veg komin. í þessum efnum höf- um við haft sömu hugsun að leiöarljósi og við stofnun og rekstur Gúmmívinnslunnar hf.: að fara rólega af stað og í- huga allar hugmyndir og möguleika vel, í stab þess að flana ab einhverju sem ef .til vill hefur engar forsendur til þess ab ganga upp. Ég tel að alltof margir hafi farið af stað með því hugarfari og mörg dæmin bera því vitni. Þarna liggur ef til vill einn megin- vandi atvinnuuppbyggingar hér á landi. Oft er farið af stað af fullkomnu fyrirhyggjuleysi, án nægilegra rekstrarfjármuna og markaðsmál eru í algjörri óvissu. En samt á gróðinn að koma strax, helst án allrar fyr- irhafnar. Við þremenningarn- ir erum allir í fullu starfi vib að reka okkar fyrirtæki, og starfsemi Úrbótafnanna er því einskonar tómstundamál. Hobbý, ef svo má að orði komast, en engu að síður hobbý sem getur látið gott af sér leiða í atvinnulegu tilliti, ef vib höfum biðlund til að láta málin þróast með skyn- samlegum hætti." Getum vib orbib samkeppnisfær? Útflutningsmöguleikar eru stór þáttur í atvinnulífi ís- lendinga. Þórarinn hefur leit- ab fyrir sér á þeim sviðum, einkum hvað varðar sölu á millibobbingum fyrir togveið- ar. Eru útflutningsmálin ef til vill sá meginvandi, sem þjóð- in þarf að takast á við á kom- andi tímum? Þórarinn hefur ákveðnar skoðanir á þeim og er ómyrkur í máli, er þau ber á góma: „Ég hef oft haldið því fram að undirstaða allrar fram- leiðslu í landinu sé að hún verbi sambærileg við það sem annarstaðar gerist. Hvað gæði varðar, höfum við alla burði til að standa mjög framarlega, nánast í hvaða atvinnustarf- semi og framleiðslu sem er. En þegar kemur að fram- leiðslukostnaði, er við aukinn vanda að etja. Vib erum fá- menn. Innlendur markaður er lítill og til að ná hagkvæmum framleiðslueiningum verðum við að treysta á útflutning. Ég er efins um að við getum orð- ið fyllilega samkeppnishæfir um verð á iðnvarningi og því verðum við að leggja alla á- herslu á gæði í því sambandi. Ef okkur tekst ekki að stand- ast allar gæbakröfur, eigum við lítið erindi inn á erlenda markabi. Því er gjarnan hald- ið fram, að innganga okkar í hina evrópsku samvinnu muni hjálpa okkur í þessu efni. Vel má vera að með henni myndu ákveðnir möguleikar opnast, ekki síst hvað sjávarútveginn varðar. En varöandi iðnaðinn er ýms- um spurningum ósvarað. Ég er einn af þeim, sem hafa efa- semdir um möguleika hans til að eflast við þær aðstæður. Við þurfum ekki annað en að líta til baka og gæta þess hvab gerðist, þegar ísland varð aðili að EFTA-fríverslunarsamtök- unum. Ýmiskonar framleiðsla lagðist af og við erum enn að berjast við afleiðingar þess að iðnaður okkar stóðst ekki hina erlendu samkeppni. Við komum enn og aftur að því hversu smá við erum, hversu smár markaður okkar er og við náum ekki eins hagkvæm- um framleiðslueiningum og unnt er á meðal stórþjóð- anna. Þess vegna set ég ákveð- in spurningarmerki vib að galopna landið fyrir innflutn- ingi á sama tíma og aðstæður okkar til að byggja upp öflug- an útflutningsiðnab eru tak- markaðar; mebal annars vegna fámennis þjóðarinnar. Við höfum ákveðna sérstöðu á flestum sviðum og verðum að þora að viöurkenna hana." Abgát og gæbakröf- ur ab leibarljósi Með hliðsjón af vanhæfni íslensks iðnaðar gagnvart er- lendum iðnfyrirtækjum og á margan hátt misheppnaðri fjárfestingarstefnu undanfar- inna ára, vakna spurningar um getu okkar til að takast á við það breytta viðskiptaum- hverfi, sem þjóðin er að ganga inn í með ákveðnum milli- ríkjasamningum. „Við höfum ekki haft nægi- legan heimil á fjárfestingum á undanförnum árum. Lána- stofnanir hafa heldur ekki ver- ib í takt vib raunveruleikann og lánab fjármuni til verkefna sem hafa reynst óarðbær. Af- leiðingarnar eru öllum ljósar. Bankarnir hafa þurft að af- skrifa mikla fjármuni í formi útlánatapa. Og hvar taka þeir peninga til að fjármagna þessi útlánatöp? Auðvitað af okkur hinum, sem reynt höfum að standa okkur. Af fyrirtækjum og heimilum í landinu í formi munar inn- og útlánsvaxta. Þannig er atvinnulífið og ein- staklingar ekki aðeins aö greiöa fjármuni úr rekstri sín- um vegna mistaka ýmissa at- vinnurekenda í gegnum tíð- ina, heldur einnig og ekkert síður bankanna sjálfra. Auðvit- að verðum við að læra af þess- um mistökum og byggja at- vinnulífið upp með hliðsjón af því hvað við getum gert; það er að segja hvaða starf- semi getur orðið arbbær hér á landi. í því efni verðum við að leggja okkur fram og athuga vel alla möguleika áður en haldið er af stað. Aðgát er ekki þaö sama og að draga lappirn- ar. En hennar er engu að síður þörf í öllum rekstri. Ef við höf- um aðgát í fjárfestingum og gæðakröfur í framleiðslu að leiðarljósi, getum við vænst þess að standast samkeppni, sem að okkur mun snúa í auknum mæli í framtíðinni."* Myndir og texti: Þórður Ingimarsson. Saumastofurnar Rebekka á Hvammstanga og Fislétt í Reykjavík: íslensk hönnun á fatnabi fyrir óléttar konur Saumastofan Rebekka á Hvammstanga hefur ný- lega fest kaup á verslun og saumastofu Fislétt í Reykjavík, en Fislétt sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir ó- léttar konur. Dóra Eðvaldsdótt- ir, einn eigenda Rebekku hf., segir að hér sé um alíslenska hönnun að ræba, en hjá fyrir- tækjunum tveimur vinna nú fjórir starfsmenn. Saumastofurnar tvær sérhæfa sig, eins og áður sagði, í hönn- un og framleiðslu á fatnaði fyr- ir ófrískar konur undir vöru- merkinu „Lauflétt", en fyrir- tækið framleiðir einnig rúm- fatnað og handklæði undir vörumerkinu „Rebekka". Fram- leiðslan byggist upp á hefð- bundnum kvenfatnaöi, kjólum, pilsum, buxum og bolum ýmis- konar, en einnig hefur fyrirtæk- ið flutt inn þær flíkur sem erf- iðari eru í framleiðslu. Auk þess að reka saumastofur í Reykjavík og á Hvammstanga og verslun á Grettisgötu í Reykjavík, hyggja eigendur Rebekku á frekari landvinn- inga, því til stendur að hefja sölu á framleiösluvörum fyrir- tækisins á Vopnafirði. Dóra segir markaðinn fyrir fatnað fyrir þessar vörur ekki vera stór- an, en hún segist hafa orðið vör við mikinn áhuga á lands- byggðinni. „Það virðist vera aö þessar vörur hafi hvergi verið til á landsbyggöinni, þannig að þab má segja að við stefnum kannski ekki síður á þann markað," segir Dóra. Hún segir ennfremur að þau séu með ýmsa aðra stabi í huga, enda séu konur um allt land sem þurfi á fatnaði sem þessum að halda, en ekki hafi verib teknar neinar ákvaröanir um þab. ■ Birgir Karisson í húsnœbi Fislétt vib Grettisgötu í Reykjavík, ásamt sýnis- hornum af framleibslu fyrírtœkisins. rímamynd Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.