Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 5. janúar 1995
Tíminn
spyr...
Væri eblilegt a& einhverjar
reglur giltu um flugeldaskot
og áramótabrennur á íslandi
eins og víba tíbkast í öbrum
löndum?
Hrólfur Jónsson,
slökkvilibsstjóri:
„Vissulega eru dæmi þessi að
kviknað hafi í húsum vegna ára-
mótaflugelda, og sinubrunar hafa
valdiö tjóni. Þaö er hins yegar ára-
löng hefð fyrir þessu á íslandi og
erfitt að setja bönn eða reglur um
þessa hluti þó auövitaö megi hugsa
sér þaö. Þetta er víða bannað en þó
veit ég um einhverja flugeldadaga í
öörum löndum, til dæmis í Bret-
landi. Fræösla um meðferð flugelda
mætti vera meiri, og drukkið fólk
ætti ekki að koma nálægt fram-
kvæmdinni, né heldur ungir krakk-
ar. Innflutning á líka að skoða, tí-
volíbombur komast á markaðinn,
fluttar inn sem sýningarvara. Eftir-
litiö er lítið og mætti vera virkara."
Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir
Slysadeildar Borgarspítalans:
„Þetta er nú viðkvæm spurning og
gæti breytt áralangri hefð. Ég er
ekki mikiö fyrir bönn. En það er já-
kvætt aö fariö er að selja gleraugu
með flugeldunum, það þyrfti líka
að stórauka fræðsluna, og þeir full-
orðnu þurfa að vera gáðir við flug-
eldaskotin og leiöbeina þeim yngri.
Varla gæti lögreglan sinnt því að
standa yfir öllum sem ætla að
skjóta flugeldum. Það hafa vissu-
lega komið fyrir alvarleg slys, ekki
síst út af heimatilbúnum sprengj-
um sem eru stórhættulegar. Eg legg
áherslu á fræðslu í þessum málum,
ekki reglur eða bönn."
Björn Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbjargar:
„Sums staðar í fylkjum Bandaríkj-
anna er þetta bannað, en grasserar í
öðrum. Ég veit ekki um bann eða
sérstakar reglur í öðrum löndum.
Það sem þarf að koma til er eftirlit
með innflutningi. Alls konar fólk
er að flytja inn gáma með ýmis-
konar jukki, sem jafnvel þrautþjálf-
aðir björgunarsveitarmenn þora
ekki að koma nálægt, svo hættu-
legt er þetta dót. Öll boö og bönn
af þessu tagi eru út í hött, en yfir-
völd mættu hafa strangt eftirlit
með innflutningnum."
Cetum átt von á staöbundnum faraldri berkla, segir Björn Magnússon, lœknir á Reykjalundi.
Hrafnkell Helgason, yfirlœknir á Vífilsstööum er ekki eins svartsýnn:
„Meira gert úr hættunni
en efni standa til"
Úr myndinni Hvíti dauöinn.
„Þab eru um þab bil 10 til 15 til-
felli af berklum sem koma upp
á íslandi á hverju ári. Þetta fólk
getum vib læknab hér á landi,"
sagbi Hrafnkell Helgason, yfir-
Iæknir á Vífilsstöbum, í samtali
vib Tímann í gær.
Hann segir töluvert meira gert
úr hættunni af berklaveiki hér á
landi en efni standa til. „Ég held
við höfum ekkert að óttast í þess-
um efnum, við höfum góða heil-
brigðisþjónustu hér á landi og
ekki þetta stórborgavandamál
sem Bandaríkjamenn hafa. Það er
afar ótrúlegt að berklar verði
vandamál á Islandi eins og var áð-
ur fyrr," sagöi Hrafnkell.
Björn Magnússon,
læknir á Reykjalundi:
Hættan vofir yfir
í sérriti sem fylgdi Morgunblað-
inu í fyrradag á vegum Happ-
drættis SÍBS segir Björn Magnús-
son, læknir á Reykjalundi, að ís-
lendingar verði að vera viðbúnir
staðbundnum berklafaraldri.
Bendir Björn á að á árunum 1985
til 1990 hafi aukning á tíðni
berkla í Bandaríkjunum veriö
18%. Vart hafi orðið við sams
konar þróun í Noregi og víðar í
Evrópu. Bendir Björn á að eftirlit
hér á landi sé öflugt og að þeir
sem greinast með berklasmit séu
aðallega innflytjendur og feröa-
menn, en auk þess stundum gam-
almenni sem sýktust fyrir áratug-
um.
„Þótt eftirlit sé gott, megum við
þó ekki sofna á verðinum, því
annars er viðbúið að illa fari,"
segir Björn Magnússon og telur
hættuna vofa yfir. Menn hafi
slakaö á klónni og álitið hættuna
liðna hjá og að tekist hafi að út-
rýma berklum hér á landi. Við
getum átt von á staöbundnum
faraldri ef viö gætum okkar ekki,
segir hann. Björn segir þab stórt
vandamál aö sjúkdómar séu ekki
rétt greindir. Það vanti sárlega
aukna fræðslu meðal heilbrigðis-
stétta í greiningunni á sjúkdómn-
um.
Karl G. Kristinsson,
dósent: Tími krafta-
verkanna libinn?
Karl G. Kristinsson, dósent í
sýklafræði, lætur ennfremur í ljós
áhyggjur af þróun mála í nýút-
komnum Lyfjatíðindum. Hann
segir meðal annars um aukningu
berklatilfella í Bandaríkjunum og
í Evrópu:
„En samfara þessum vexti
berklasýkinga hefur farið að bera
á stofnum sem eru fjölónæmir,
þ.e. aö þeir eru ónæmir fyrir öll-
um virkustu berklalyfjunum, sem
við höfum yfir að ráða. Þetta gerir
meðferðina afar erfiða jafnframt
því að ef meðferðin er ekki virk
strax í upphafi og áður en niður-
stöbur næmisprófa liggja fyrir er
hugsanlegt ab viðkomandi ein-
staklingi sé enn að versna og að
hann sé enn að dreifa bakteríum.
Er það auðvitað hið alversta ef
sjúklingur er ab dreifa fjölónæm-
um bakteríum. Síðustu árin hafa
þessar fjölónæmu berklabakteríur
einkum fundist í N-Ameríku, en
vitab er að þær hafa verið vanda-
mál lengur annars staðar, svo sem
í Asíu. Hefur það þá verið tengt
því að menn hafa ekki haft nægj-
anleg lyf eða gefið þau rangt eða í
of stuttan tíma. Hefur það auð-
veldað bakteríum að mynda
ónæmi," segir Karl.
Hann segir menn vera að vakna
upp við vondan draum. Lyfja-
framleiðendur hafi misst áhuga á
þróun lyfja gegn berklaveiki, allt
þar til nú að veikin ágerist á Vest-
urlöndum. Segir Karl að ekki líti
út fyrir að nýir sýklalyfjaflokkar
„Ég get vitaskuld ekki útilokab
neitt slíkt fyrirfram en ég vil þó
taka skýrt fram a& hugmynd af
þessu tagi hefur ekki komib til
umræbu í okkar hópi hér, fram-
sóknarmanna, og ekkert erindi
af þessu tagi hefur heldur borist
frá Kvennalistanum," sagbi Siv
Fri&leifsdóttir, oddviti á lista
séu væntanlegir á næstu árum,
tími kraftaverkanna kunni að
vera liðinn.
Hrafnkell Helgason
á Vífilsstö&um: Ekki
neitt nýtt vandamál
„Við erum ekki með vandamál
varðandi berkla eins og Banda-
ríkjamenn til dæmis hafa, það eru
félagsleg vandamál, sem við
þekkjum naumast. Þessi fjölgun
þar í landi er fyrst og fremst hjá
AIDS-sjúklingum, eiturlyfjasjúk-
lingum, heimilislausu fólki og
alkóhólistum stórborganna. Þetta
fólk tekur ekki lyfin, þess vegna er
það með ónæmi. Það er ekkert
nýtt vandamál að ef fólk tekur
ekki lyfin sem það fær, eða tekur
kannski bara eitt þeirra, þá fær
það bakteríuónæmi.
Hér er ekki á ferðinni ný teg-
und af berklum. Þetta eru berkla-
sýklar sem hafa myndað ónæmi
gegn lyfjunum. Þaö er ekkert
nýtt, þaö hefur þekkst frá því að
berklalyf komu til sögunnar
1944. Það er töluvert meira gert
úr þessu en ástæða er til," sagði
Hrafnkell Helgason yfirlæknir í
gær. ■
framsóknarmanna í Reykjanesi,
um þá hugmynd ab samstarf
yr&i milli Framsóknarflokksins
og Kvennalistans í kjördæminu
í komandi kosningum.
Eftir því sem næst verður kom-
ist fóru hugmyndir um slíkt sam-
starf á kreik eftir aö ljóst var
hversu stór hlutur kvenna varö á
listum framsóknarmanna á sama
tíma og kvennalistinn virtist í
vandræbum með uppstillingu á
lista í kjördæminu. Framboösmál
Kvennalistans í Reykjanesi verða
til umræðu á félagsfundi í dag og
er fastlega búist viö að þar verði
tekin afstaða tii þess hvort Kristín
Halldórsdóttir, starfskona
Kvennalistans og fyrrum þing-
kona, leiöi listann, en Kristínu
mun nú hafa snúist hugur og vera
tilbúin í framboö þó hún hafi ekki
viljað taka þátt í forvali á dögun-
um, en engin bindandi niöur-
staða fékkst þá í niðurrööunina.
Siv Friöleifsdóttir kannaðist í
samtali við Tímann í gær viö að
hafa heyrt samstarfshugmyndum
fleygt en ekki talið að mikil alvara
væri þar að baki. Hins vegar hlyti
að vera eðlilegt að umræða af
þessu tagi kæmi upp þar sem þrjú
af fjórum efstu sætum Framsókn-
ar í kjördæminu væru skipuð kon-
um sem m.a. hafi unnið af krafti í
jafnréttismálum og slagurinn
stæöi um að koma slíkum baráttu-
konum á þing. Hins vegar sagði
Siv þetta mál alveg órætt og því
erfitt að segja nokkuö um það auk
þess sem skriður virtist kominn á
framboðsmál Kvennalistans. ■
Hugsanlegt samstarf um framboöslista í Reykjanesi
milli Framsóknar og Kvennalista:
Skiljanleghug-
mynd ennefur
ekki veriö rædd