Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 5. janúar 1995 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM HOFN I HORNAFIRÐI KASK veitir verb laun Brynhildur Björnsdóttir auglýsingateiknari hlaut fyrstu verölaun í samkeppni um afmælismerki KASK í til- efni 75 ára afmælisins á næsta ári. Verölaunin voru 30 þús- und krónur í peningum og 20 þúsund króna vöruúttekt í verslunum félagsins. Tvær aörar tillögur hlutu viöurkenningu, tillaga Helgu Erlendsdóttur og tillaga Jón- geirs Þórissonar. Formaöur af- mælisnefndar, Svava Krist- björg Guömundsdóttir, af- henti verðlaunin sl. sunnu- dagskvöld og Þórólfur útbýtti blómum. 1262 SELFOSSI Ný kvensjúk- dóma- og fæft- ingadeild tekin í notkun viö Sjúkrahús Suöur- lands Nýlega var tekin í notkun ný kvensjúkdóma- og fæö- ingadeild á Sjúkrahúsi Suður- lands. Þessi nýja deild er öll hin glæsilegasta, enda vandað til verksins. Starfsfólk sjúkra- hússins hannaði hana að öllu leyti í samráöi viö yfirsmiö- inn, Trausta Traustason, ásamt Jóni Péturssyni. Verkiö var unnið fyrir erfða- fé frá Guörúnu Sæmundsdótt- ur frá Stokkseyri, sem nú er látin, en innréttingar og tækjabúnað gaf Verkalýðsfé- lagið Þór á Selfossi. Meö til- komu þessarar aðstööu verða konur, sem fæða börn á sjúkrahúsinu, alveg út af fyrir sig, ekki innan um aöra sjúk- linga eins og áður. í tilefni af þessum tímamótum var fyrr- verandi og núverandi stjórn- armönnum sjúkrahússins boöiö aö skoöa nýju aðstöð- una og þiggja veitingar ásamt starfsfólki og öðrum velunn- urum stofnunarinnar. Krístbjörg, Brynhildur, Heiga og Þóróifur. EQB EGILSSTÖÐUM Umferöarslys í lofti Nokkrar gæsir hafa haldiö sig í grennd viö flugvöllinn á Egilsstöðum þaö sem af er vetri. Gæsirnar hafa virt að vettugi reglur og umferðar- stjórnun flugumferöarstjóra í flugturni á Egilsstöðum og lenti ein þeirra í árekstri við Fokker 50 nú á jólaföstunni með skelfilegum afleiðingum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sem kunnugt er eru fuglar illa séðir á flugvöllum, þar sem hætta er á að þeir lendi í hreyflum flugvéla og valdi skaða. Töluvert fuglalíf er við Egilsstaöaflugvöll og mikið um gæsir bæði haust og vor. Þab er hins vegar mjög óvana- legt að þær séu á þessum slóð- um á þessum árstíma og taldi Skarphéöinn Þórisson líffræð- ingur að þær hefðu af ein- hverjum orsökum ekki treyst sér í flug í haust. Að sögn Skarphéðins hefur verið mikið um flækingsfugla á Héraði í haust og hafa fugla- áhugamenn séð ýmsa sjald- gæfa fugla, svo sem dómpápa, silkitoppu og dvergtittling. Einnig hafa sést hér algengari gestir eins og svartþröstur og fjallafinka. Þórarinn Bjarna- son 100 ára Þann 23. desember sl. varð Þórarinn Bjarnason frá Búð- um, Fáskrúðsfirði, 100 ára. Hann fæddist að Kirkjubóls- seli í Stöbvarfiröi og ólst upp ab Löndum í sömu sveit. Þann 16. maí 1923 kvæntist hann Dagbjörtu Sveinsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur: Bjarnheiði, Kristínu og Stefan- íu og eru afkomendur þeirra hjóna 65 talsins. Þórarinn og Dagbjört hófu búskap að Grund í Stöövarfirði, en fluttu Þórarinn Bjarnason. síðan að Búðum. Dagbjört lést í mars 1990. Þórarinn hefur ekki lengur fótavist, en er andlega hress. Hann hefur síbastliðið ár ver- ið á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, ábur var hann um árabil á Dvalarheimili aldraðra á Búb- um. Slmnlt frium o-$ mmglýilngéklMÍIt * íuSurntijuM Hér má sjá Svanborgu Egilsdóttur yfiríjósmóbur, Hafstein Þorvaldsson framkvœmdastjóra, Abalheibi Cubmundsdóttur hjúkrunarforstjóra, Þorkel Gubmundsson kvensjúkdóma- og fœbingalœkni, og Kristján Má Cunnarsson stjórnarformann. KEFLAVIK Hitaveita Subur- nesja 20 ára Hitaveita Suðurnesja fagn- aði 20 ára afmæli 31. desem- ber sl., en stofndagur var á gamlársdag 1974. Tímamót- anna var minnst með ýmsum hætti, t.d. gaf veitan 20% af- mælisafslátt allan desember- mánuð og nemur sú lækkun um 5,5 milljónum króna. Hitaveitan hefur fært ýms- um abilum stórgjafir í tilefni afmælisins, s.s. Sjúkrahúsi Suöurnesja, björgunarsveitun- um á Suöurnesjum og Þroska- hjálp á Suðurnesjum. Hitaveita Suðurnesja er eitt af þremur stærstu fyrirtækjum á Suðurnesjum, ef tekið er miö af veltu sem var um 2 milljarbar á árinu. Gjaldskrár fyrirtækisins í rafmagni og vatnssölu eru með þeim lægstu og hitaveitan getur státað af því að vera meb yngsta, fullkomnasta og áreið- anlegasta raforkukerfi lands- ins. Fyrsta áratuginn var tap á rekstrinum um 2,6 milljarðar á núvirði, en frá 1985 hefur verið hagnabur á hverju ári. Nú er eigið fé fyrirtækisins um 5 milljarðar. 80 manns starfa hjá hitaveitunni. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari: gamall draumur hans rœtist í kvöld. Osmo Vanska, hinn finnski stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem stöbugt sýnir góbar framfarír. Sinfóníutónleikar í kvöld — verölaunakonsert Atla Heimis meöal verka á efnisskránni: 129 manna hljómsveit, sú stærsta til þessa Hvorki fleiri né færri en 129 hljóbfæraleikarar koma fram á sinfóníutónleikunum í Há- skólabíói í kvöld. Auk Sinfón- íuhljómsveitar íslands koma þar fram sem gestir Sinfóníu- hljómsveit æskunnar. Þetta verbur fjölmennasta hljóm- sveit sem fram hefur komið á tónleikum í Háskólabíói. Má því segja aö áriö hefjist af glæsibrag hjá Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Einleikari í kvöld verður Kol- beinn Bjarnason flautuleikari. Kolbeinn hóf flautunám 6 ára. Kornungur hlýddi hann á flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar og segist hafa beð- ið allar götur síðan eftir að fá tækifæri til að flytja það verk. Sá draumur rætist í kvöld. Flautukonsert Atla Heimis afl- aði honum tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs á sínum tíma. Á efnisskránni eru auk þess verk eftir Edgard Varese og Hec- tor Berlioz. Stjórnandi er Osmo Vánska. Réttur atvinnulausra til aö hafna vinnu og til náms veröi aukinn og bótaréttur veröi rýmkaöur. Miö- stjórn BHMR um málefni atvinnulausra: Hækkun dagvinnu- launa gegnir lykil- hlutverki í tillögum miðstjórnar Banda- lags háskólamanna um mál- efni atvinnulausra, sem send- ar hafa verib félagsmálaráð- herra og Alþingi, kemur m.a. fram að atvinnuleysi sé sam- tvinnuð afleiðing hagsveiflna og hagstjórnar þar sem hækk- un almennra taxtalauna fyrir dagvinnu gegnir lykilhlut- verki. Miðstjórnin telur að hækkun dagvinnulauna muni nánast sjálfkrafa leiða til endurmats á bótafjárhæðum til atvinnu- lausra. Jafnframt muni hækkun dagvinnulauna, þannig að þau dugi til framfærslu og séu í samræmi viö menntun og ábyrgð starfsmannsins, draga úr tilhneigingu atvinnurekenda til að kaupa yfirvinnu og fjölga þar með störfum. Bandalagið telur ennfremur brýnt aö leitað verði lausnar á vanda atvinnu- lausra á heildrænan hátt, þann- ig aö atvinnulausir séu ekki látnir leita réttar síns.á mörg- um stofnunum eba eftir flókn- um kerfum, heldur búi við lág- marksöryggi um framfærslu sína og sinna. í tillögunum er m.a. lagt til að réttur til atvinnuleysisbóta verði rýmkabur, þannig að þeir sem eiga nám að baki en enga starfsreynslu fái viöurkenndan rétt til atvinnuleysisbóta. Lagt er til að réttur atvinnulausra til að hafna vinnu verði aukinn og m.a. verði atvinnulausum heimilt að hafna vinnutilboði, ef þab felur í sér búferlaflutn- inga eða um er aö ræða vinnu í óskyldri faggrein. Einnig er lagt til aö réttur atvinnulausra til að hefja reglulegt nám verði auk- inn, komið verði á sérstöku styrkjakerfi fyrir þá sem vilja ljúka óloknu námi, atvinnu- leysisbætur verði hækkaðar þannig að þær taki mib af kostnaði við lágmarksfram- færslu einstaklings og barna yngri en 18 ára, sem hann hef- ur á framfæri. Skerðingar- ákvæði vegna fyrri launatekna verði rýmkuð eba felld niður, afnuminn verði biðtími eftir bótarétti og tekib verbi upp skilvirkara og réttlátara kerfi við úthlutun og afgreibslu bóta, þar sem umsjón og ábyrgð veröi í höndum sérhvers stétt- arfélags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.