Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 8
8 VuKiim Fimmtudagur 5. janúar 1995 Fremur gott ástand í efnahagsmálum Tékklands dregur aö sér innflytjendur, en þeir sœta harönandi viömóti af hálfu stjórnvalda og al- mennings Af fyrrverandi fylgilöndum Sovétríkjanna í austan- verðri Mið- Evrópu og á Balkanskaga er það víst án vafa Tékkland sem stendur sig best í efnahagsmálum. Á þeim vett- vangi er gróska þarlendis og at- vinnuleysi lítið, eftirspurnin á vinnuafíi meira að segja sum- staðar miklu meiri en framboð- ið. Þannig er það í Prag, höfuð- borg Tékklands. Þar vantaði fyr- ir fáeinum vikum menn í um 15.000 störf, en aöeins um 2000 manns voru á sama tíma skráðir atvinnulausir þar í borg. 300.000 ólöglegir? Mikil atvinna og á austurevr- ópskan mælikvarða góð lífskjör hafa leitt til þess ab til Tékk- lands sækir fjöldi fólks, einkum frá öðrum löndum fyrrverandi austurblokkar. í sumar voru þar um 35.000 vinnandi útlending- ar með atvinnuleyfi, þar af um 13.500 Úkraínumenn. Þab segir þó ekki alla sögu um þetta, því að í landinu er fjöldi manns, sem komist hefur inn í þab ólöglega og/eða dvelst þar án tilskilinna leyfa. Einhverjir sér- fræbingar um þetta segja ab það fólk sé vart færra en 300.000. Einnig meðal þess eru Úkraínu- menn fjölmennir, en í þeim hópi er og margt Hvítrússa, Rúmena, Víetnama og annarra. Tékknesk stjórnvöld voru um hríð umburðarlynd við ólög- legu innflytjendurna, enda töldu þau sig hafa þörf á miklu af láglaunavinnuafli fyrir efna- hagsundur sitt. En ét því er. nú orðin breyting. Kemur ýmislegt til, ekki síst að almenningur er farinn að verða órólegur út af vaxandi fjölda útlendinga í landinu. Annað er að Þýskaland stendur innflytjendum ekki al- veg jafn opið og var. Fjölmargir innflytjendur á leið þangaö fóru gegnum Tékkland, en nú hefur Tékkland með samningi við Þýskaland samþykkt að þýsk yf- irvöld sendi til Tékklands ólög- lega innflytjendur, sem komi þaðan til Þýskalands. Samning- ur þessi mun hafa verið gerður að frumkvæbi Þjóbverja og segir þýskt blað þá hafa borgað Tékk- um 60 milljónir marka fyrir að gangast undir þetta. Þetta þýbir að sumir innflytj- endanna, sem ætluðu lengra vestur, komast ekki lengra en til Tékklands og verða þar um kyrrt, því að flest virðast þeir frekar vilja en að snúa aftur til föburlanda sinna. Vera kann að enn ein ástæða til vaxandi óróa meðal Tékka út af innflytjend- um sé að þeim lítist ekki á „múltikúltúralisma" Vestur- landa sem að öllu leyti gæfulegt fordæmi. Ungir Bandaríkja- menn Tékkneska útlendingalögregl- an gerir nú meira ab því en var „ Róttœkir" snobhöfbar á samkomu í Prerov á Maeri: 40% segja þá meina hlutina vel. „Annars verðum við kaffærð" Sígaunum ógnab í Pardubice í Bæheimi: Lýbveldisflokkur hefurþá á hornum sér ásamt meb gybingum og Þjób- verjum. til skamms tíma að leita ólög- lega útlendinga uppi og er harb- ari við þá en vaninn hefur verið í Vestur-Evrópu. Hver sá útlend- ingur, sem lögreglan stendur ab því ab vera án tilskilinna papp- íra, er umsvifalaust rekinn úr landi. Þetta er skelfilegt í augum þeirra ólöglegu. Meðal þeirra eru t.d. Úkraínumenn með há- skólamenntun, sem eru í bygg- ingarvinnu sem ófaglærðir verkamenn á meira en helmingi lægri launum en tékkneskir samverkamenn þeirra. En þeir prísa sig sæla meb þau kjör, mibað við þau sem bjóbast í ættlandinu, og geta jafnvel sent talsvert af peningum heim til fjölskyldna sinna. Einnig auka Tékkar gæslu á BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON landamærum sínum. Þá sam- þykkti þing þeirra nýlega að landamæravöröum skuli heim- ilt að kanna hve mikib reiðufé útlendingar, sem til landsins koma, hafi með sér, og megi vísa þeim frá hafi þeir ekki sem svarar um 1300 ísl. krónum til ráðstöfunar á dag, meðan þeir dveljast í landinu. Þessi regla gildir þó ekki enn fyrir vestur- landamenn. „Við þurfum strangari reglur, annars verðum vib kaffærb," er haft eftir einum fulltrúa tékkneskra yfirvalda. Ergelsi Tékka út af útlending- um er raunar ekki bundið við þá sem að austan koma. Það nær einnig til um 20.000 ungra Bandaríkjamanna, sem starfa þarlendis sem enskukennarar, veitingaþjónar og pizzubakarar, flestir ólöglega. Þessi innflytj- endastraumur frá nýja heimin- um til þess gamla mun að ein- hverju leyti stafa af því, aö Prag hefur eftir að járntjaldið féll komist í tísku hjá bandarískum æskulýð sem háborg glæstrar og gamalgróinnar Mið-Evrópu- menningar. „Þeir láta oft eins og við ættum ab vera þakklát fyrir að þeir auðsýni okkur þann heiður að vinna hér," segir kona ein í Prag um Bandaríkjamenn þessa. „Barnaskapur" Meðal útlendinga í Tékklandi og fólks, sem til þeirra er taliö, eru um 10.000 Víetnamar (þar af tæplega 400 með atvinnu- leyfi), Slóvakar, sem frá því á miðju ári 1994 geta ekki lengur fengið tékkneskan ríkisborgara- rétt fyrirhafnarlítiö og um 100.000 sígaunar (ágiskun). Margir þeirra komu frá Slóvakíu eftir formlegan skilnað hennar við Tékkland 1. janúar 1993. í Tékklandi sem víðar ber orð- ið talsvert á þesskonar stjórn- málahópum, sem gjarnan eru kenndir við hægrikant og þríf- ast einkum á óánægju, ótta og óvild gagnvart innflytjendum. Slíkir hópar tékkneskir fara ekki leynt með sjálfa sig og áhuga- mál sín, enda eru tékknesk yfir- völd vægari við þá en vesturevr- ópsk yfirvöld við hliðstæða hópa hjá sér. Fimm snoðhöfðar af því tagi kveiktu fyrir skömmu í húsi í Jablonec nad Nisou þar sem sígaunar bjuggu, og brenndust tvær konur illa. Rannsóknardómari, sem fékk málið til meðferbar, lét sleppa tilræðismönnunum, á þeim for- sendum að þeir hefðu framiö verknað sinn „af barnaskap". Tékkar almennt virðast sam- mála stjórnvöldum sínum um aukinn strangleika gagnvart út- lendingum/innflytjendum. Margt snoðhöfða er í hópunum á hægrikanti og eru þeir sagbir fljótir til ógnana og ofbeldis, einna helst gegn sígaunum. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar telja næstum 40% landsmanna ab snoðhöfö- um þessum gangi gott til með nýnefndri breytni sinni. Einn sá helsti af nefndum samtökum á hægri kanti er Lýð- veldisflokkur svokallaður. For- ingi hans er Miroslav nokkur Sládek, vinur Vladímírs Zhír- ínovskíjs í Rússlandi að sögn eins blabs. í áróbri sínum vand- ar Sládek öðrum þjóðum ekki kveðjurnar og verða helst fyrir því sígaunar, gyöingar og Þjóð- verjar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.