Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. janúar 1995 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Alain Juppé, forseti Evrópusambandsins, harborbur í garb Borisar Jeltsin: Krefst samninga í stab ofbeldis París — Reuter Franski utanríkisráðherrann og settur forseti Evrópusambands- ins, Alain Juppé, fordæmir að- gerðir Rússa í Téténíu og hefur hvatt aðildarríki Evrópusam- bandsins til að láta Boris Jeltsin standa skil á hernaðarumsvifun- um í Grozny, höfuöborg Téténíu. Juppé sagði í gær að Rússum bæri að virða samkomulag al- þjóðlegu ráðstefnunnar um ör- yggis- og friðarmál, sem haldin var í Búdapest í síðasta mánuði. „Téténía er í raun innanríkis- mál Rússlands, en í Búdapest var samþykkt aö aðildarríki sam- komúlagsins hefðu ákveðinn rétt til að skipta sér af innanríkismál- um annarra ríkja, ef svo bæri und- ir," sagði Juppé, sem tók tíma- bundið við forsetastöðu Evrópu- bandalagsins 1. janúar sl. „Við höfum rétt á að krefja Rússa svara um aðgerðir þeirra," bætti hann við. Hundruð manna hafa látið lífiö í umsátri rússneska hersins um höfuborg Téténíu, Grozny. íbúar Téténíu vilja losna undan yfirráð- um Jeltsins og virðist baráttuþrek þeirra mun meira en rússnesku hermannanna, enda hafa þeir veitt öfluga mótspyrnu. Jeltsin hefur verið gagnrýndur bæði heima fyrir og erlendis fyrir hern- aðaraðgerðirnar og magnast þær raddir sem krefjast þess að hann dragi herafla sinn til baka. í fyrstu þegar átökin hófust, fyrir rúmum þremur vikum, töldu flest aðildar- ríki Evrópusambandsins að um innanríkismál væri að ræða, en nú hefur þrýstingur aukist á Vest- urlönd að láta málið til sín taka og sá þrýstingur vex eftir því sem fleiri láta lífið í hinum blóðugu bardögum. Juppé sagði ennfremur í gær að þróunin í Rússlandi gæfi til kynna að afturhaldssemi og harð- línustefna færðist í vöxt og menn væru uggandi yfir þeirri þróun. „Rússar hafa sótt um inngöngu í Evrópusambandið. Þeir njóta gíf- urlegs fjárstuðnings erlendis frá, og þeir verða að skilja að ef þeir ætla að gerast aöilar að ESB, veröa þeir að fara samningaleiðina, ekki leið ofbeldis," sagöi Juppé. Þá tóku danskir og sænskir for- ustumenn í sama streng og Alain Juppé í gær og hótuðu Danir m.a. að hætta efnahagsaðstoö sinni viö Rússa, ef þeir stöðvuðu ekki blóöbaðið í Grozny. ■ Eldsvoði í flóttamanna- búbum í Þýskalandi Bonn — Reuter Tvær stúlkur af serbneskum uppruna, tveggja og fjögurra ára, létust í eldsvoða á flóttamanna- hæli í suðvesturhluta Þýskalands í gær. Ekkert bendir enn til aö um pólitískt hermdarverk hafi verið að ræða, en þó er rannsókn ekki lokið á eldsvoöanum. Stúlkurnar tvær bjuggu með foreldrum sínum á efstu hæö fjöl- býlishúss í Wiesenthal, sem hýsir flóttafólk frá Alsír, Sri Lanka og fyrrum Júgóslavíu. Móðir þeirra og systur voru einnig fluttar á sjúkrahús. Nýnasistar hafa síðastliöin 4 ár ítrekaö beint spjótum sínum að erlendu flóttafólki eftir samein- ingu Þýskalands árið 1990. Talið er að um ört vaxandi vandamál sé að ræða, en yfirvöld segja að að- eins mjög lítill hópur standi ab baki þessum ofsóknum. ■ Fjöldamorbinginn Frederick West: „Umhyggjusamur heimilisfabir" Lundúnum — Reuter „Sá Fred, sem við minn- umst, var góður og umhyggju- samur heimilisfaðir. Hann var vinnufíkill og þetta líkist helst Þrír lífstíöarfangar sluppu úr hámarksöryggisgceslu. Bretar cefir vegna ófremdarástands í fangelsismálum: Heimta af- sögn innan- ríkisráöherra London — Reuter Lögreglan leitaði í gær ab þremur hættulegum föngum, sem struku úr „hámarksöryggis- gæslu" í Parkhurst- fangelsinu. Þetta nýjasta klúöur hefur kallaf\ á hörð viðbrögð almennings, enda örfáir dagar síðan dæmdum fjöldamorðingja, Frederick West, tókst ab hengja sig í klefa sínum. Þremenningarnir afplánuðu allir lífstíðardóm, tveir fyrir morð og einn fyrir sprengjuárás. Allt tiltækt lögreglulið var kallað til leitarinnar og var m.a. notast við þyrlur og sporhunda. Verulega er farib ab hitna und- ir breska innanríkisrábherranum, Michael Howard, en hann hefur tekið á sig ábyrgð á málunum tveimur. Margir krefjast afsagnar hans, en hann segist bíöa meb ákvörbun uns rannsókn mál- anna lýkur. „Aubvitab geri ég mér grein fyrir alvöru málsins, en vib verb- um að reyna að finna nákvæm- lega orsakirnar fyrir því að svona atburður á sér stað og koma í veg fyrir ab hann endurtaki sig," sagði Howard viö BBC í gær. ■ sögunni um Jekyll og Hyde," segir Christine, mágkona Fre- dericks West, sem var ákæröur fyrir morð á tólf konum, en fannst hengdur í klefa sínum í fangelsi í Birmingham á nýárs- dag. Yfirheyrslur í málinu áttu að hefjast í febrúar, en nú er ljóst að Frederick West tekur leyndarmál fortíðarinnar með sér í gröfina, hvernig svo sem hann endaði ævi sína. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvort hann framdi sjálfsmorð eða var drepinn af einhverjum innan fangelsismúranna. Hann var afar illa þokkaður meðal annarra fanga og mörg dæmi eru um að haft hafi ver- ið í hótunum við hann. Geölæknir, sem hefur tekib þátt í rannsókn málsins, sagði í vibtali við The Daily Tele- graph að ekki væri ofmælt að lýsa manninum sem óskapn- abi, er lifað hafi lífinu utan allra siðgæðismarka samfé- lagsins, en furðu gegni hvern- ig slíkum manni hafi þrátt fyr- ir allt tekist ab láta líta svo út sem hann væri ofurvenjuleg- ur. West var 52ja ára. Meðal fórnarlamba hans voru, ab því er talið er, fyrri kona hans og tvær dætur, átta og sextán ára að aldri. Seinni kona hans, Ro- semary, er talin vera samsek og átti hún að koma fyrir rétt- inn ásamt manni sínum í febrúar nk. Reglulegir fundir Borgarstjórnar Reykjavíkur eru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl. 17:00. Fundirnir eru opnir almenningi og er þeim jafnframt útvarpað á AÐALSTÖÐIININI FM 90.9. Skrilstota borgarstjóra FJÖIBRAUTASXÚUNN BREIÐHOUI Kvöldskóli FB — matvælasviö Á vörönn 1994 stendur þér til boða eftirfarandi nám í kvöld- skóla FB — matvælasviði: Grunnnám í matreiðslu og framreibslu — tveggja anna nám. Námib er metib sem 1. önn í Hótel- og veitingaskóla íslands. Sjókokkanám — tveggja anna nám. Námið veitir réttindi til starfa á fiski- og flutningaskipum minni en 100 rúmlestir. Matartæknanám — þriggja ára nám. Námið býr nemendur undir störf í mötuneytum heilbrigbis- stofnana. Nánari upplýsingar veittar við innritun í Kvöldskóla FB 4., 5. og 7. janúar nk. Skólameistari RIÖLBRAUTASXÚUNN BRE1ÐH0UI Markvisst fjölmiölanám Hvar: Fjölbrautarskólinn í Breibholti. Hvenær: Á vorönn 1995, mánudaga og fimmtudaga kl. 21.10- 22.30 frá 9. janúar - 27. apríl. Fyrir hvern: Nemendur þurfa að hafa haldgóða undirstöðu í ís- lensku og ensku. Nemendafjöldi er takmarkabur. Efni: Farið verður yfir alla helstu þætti fjölmiblunar, s.s. sögu, siðamál, lög og reglugerbir. Fjallab um dagblöb, tfmarit, sjón- varp, útvarp, blaðaljósmyndir, umbrot o.fl. o.fl. Raunhæf verkefni. Greinaskrif fyrir dagblöb. Fréttavinnsla fyrir sjónvarp. Umsjónarmabur: Sigursteinn Másson, fréttamabur Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fjöldi gestafyrirlesara. Verð kr. 12.500 greiðist vib innritun. Jólatrésskemmtun V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jóla- trésskemmtun fyrir börn félagsmanna, sunnu- daginn 8. janúar n.k. kl. 16:00 á Hótel íslandi. Mibaverb er kr. 600,- fyrir börn og kr. 200,- fyrir fullorbna. Mibar eru seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæb. Nánari upplýs- ingar í síma félagsins, 568-7100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. TOLVUBOND OG DISKLINGAR VARÐVEITA GÖGNIN Lífstíðarábyrgð. Útsölustaðir: Tölvu- og ritfangaverslanir. ÁRVlK ÁRMÚL11 • REYKJAVI'K • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.