Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 5. janúar 1995
13
Liðhlaupi og
lostafullar konur
Glæstirtímar (Belle Epoque) ***1/2
Handrit: Rafael Azcona.
Leikstjóri: Fernando Trueba.
Abalhlutverk: Jorge Sanz, Ariadna Gil,
Fernando Fernan Gomez, Penelope
Cruz, Miriam Cruz-Aroca, Gabino Diego
og Michel Galabra.
Háskólabíó.
Öllum leyfb.
Liðhlaupinn Fernando (Sanz)
kemur til smáþorps á Spáni í
upphafi fjórða áratugarins og
eignast þar vin, eldri mann, sem
skýtur yfir hann skjólshúsi.
Hann tekur því feginshendi,
ekki síst eftir að hann kynnist
fjórum gjafvaxta dætrum hans.
Eftir það er ekki aftur snúið, því
þær verða allar ástfangnar af
honum á einn eða annan hátt
meb tilheyrandi losta í hitan-
um. Meöan á öllu þessu stendur
eru síðan blikur á lofti í stjórn-
málum Spánverja, sem rugla
þorpsbúa mikiö í ríminu.
Leikstjórinn, Fernando
Trueba, er vel að Óskarsverð-
laununum kominn, sem hann
hlaut fyrr á árinu. Glæstir tímar
er sérlega fyndin og vel skrifuð
saga, þar sem ástir, afbrýði og
losti takast á í flestum persón-
um, jafnvel prestinum, og inn í
þetta blandast síðan stjórnmála-
átök fylkinga, sem virðast óra-
fjarri raunverulegum löngunum
og þrám þorpsbúa. Ástarmálin
eru tekin fyrir í gamansömum
KVIKMYNDIR
ÖRN MARKÚSSON
tón, sem þrátt fyrir öll stjórn-
mál eru meginþemað. Það er
e.t.v. hæpið að mæla með þess-
ari mynd sérstaklega fyrir kven-
menn, en þrátt fyrir að karl-
menn ættu að skemmta sér vel
yfir henni líka, þá eru nokkur
drepfyndin „feminísk" atriði,
sem allar konur ættu að hafa
gaman af.
Leikararnir standa sig allir
með ágætum, en Fernando
Fernan Gomez er þar fremstur
meðal jafningja í hlutverki föð-
ur stúlknanna og vinar Fern-
andos.
Glæstir tímar er vel gerð
mynd, en umfram allt afbragðs-
skemmtun og ein af bestu
myndunum í annars dræmri
jólavertíð. ■
M FRAMSÓKNARFLQKKURINN
I. FUF-AN
Almennur félagsfundur í Félagi ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni
(FUF-AN) verður haldinn á flokksskrifstofunni ab Hafnarstræti 90 næstkomandi
föstudagskvöld 6. janúar kl. 21.00.
Gestir fundarins veröa: Gubmundur Bjarnason, varaformabur Framsóknarflokksins.
Framkvæmdastjórn SUF.
Almennur fagnabur ab fundi loknum.
Allir velkomnir. Stjórnin
II. Stofnfundur FUF-Þing-
eyjarsýslum
verbur haldinn í Garbari vib Garbarsbraut á Húsavík, laugardaginn 7. janúar
næstkomandi kl. 14.00.
Á fundinn mæta m.a. Gubmundur Bjarnason, varaformabur Framsóknarflokksins,
og Framkvæmdastjórn SUF.
Fjölmennum. Undirbúningsnefnd
III. FUF-Dalvík og nágrenni
verbur haldinn sunnudaginn 8. janúar næstkomandi kl. 14.00 í Sæluhúsinu á
Dalvík.
Á fundinn mæta m.a. Gubmundur Bjarnason, varaformabur Framsóknarflokksins,
og Framkvæmdastjórn SUF.
Fjölmennum. Undirbúningsnefnd
Framsóknarfélög Kópavogs
Bæjarmálafundur verbur haldinn ab Digranesvegi 12, mánudaginn 9. janúar
kl. 20.30.
Á dagskrá verba umferbar- og umhverfismál. Stjórn bcejarmóiarábs
Hypjaöu
þig -
Sumir segja að með þessari einu
ljósmynd af Díönu prinsessu sé
hægt að lýsa árinu 1994 í
hnotskurn. Mikiö gerningafár
gekk yfir bresku konungsfjöl-
skylduna og urðu Díana og fyrr-
verandi eiginmaður hennar,
Karl Bretaprins, þar verst úti.
Svipbrigði Díönu á myndinni
lýsa vonbrigðum hennar og
reiði, eða jafnvel örvæntingu,
þegar hún gekk af tennisvelli
síðasta sumar og sá rétt áður en
hún yfirgaf leikvanginn að
óprúttinn blaðaljósmyndari Iá í
leyni og hafði beint að henni
stórri aödráttarlinsu. ■
TIIVIANS
Glæsileg jólaskreyting
Valentinos
Elle Macpherson var nýlega á
ferð í Ítalíu að kynna kvik-
myndina Sirens, en hún leik-
ur eitt aðalhlutverkið í þeirri
mynd. Þetta er frumraun
hennar á leiklistarsviðinu, en
fyrst og fremst hefur Elle ver-
ið þekkt sem fyrirsæta. Því
þótti við hæfi að hún heim-
sækti tískukónginn Valent-
ino, sem býr í Róm.
Valentino tók henni með
kostum og kynjum, enda
hafa þau hjálpað hvort öðru
að ná heimsfrægö í tísku-
bransanum, hvort á sínu
sviði. Það, sem Elle þótti
skemmtilegast við heim-
sóknina, var sérkennileg jóla-
skreyting tískukóngsins, en
hann hafði látið garðyrkju-
meistara sinn útbúa listaverk
úr stórum runna utan viö
heimili sitt, konu í gulli
bryddum kjól með sylgju um
sig miðja.
Elle og Valentino hafa unnib
saman ab ýmsum verkefnum og
aukib hróbur hvors annars.
Hin nýstárlega jólaskreyting Valentinos.