Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 4
4
Fimmtudagur 5. janúar 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Óvissa á innlendum
fjármagnsmarkabi
Ríkissjóður hefur nú um langt skeið verið rekinn með
halla og á yfirstandandi kjörtímabili nemur þessi halli
hátt á fjórða tug milljarða króna. Afleiðingin af þessum
hallarekstri eru lántökur innanlands eða erlendis til
þess að mæta hallanum.
Það er vissulega þjóðhagslega hagkvæmara ab jafna
halla ríkissjóðs með innlendum lántökum. Hins vegar
er vegurinn vandrataður í þessu efni, vegna þess að fyr-
irferb ríkisins á innlendum fjármagnsmarkaði þrýstir
upp vöxtunum, en erlend lántaka eykur skuldsetningu
þjóðarbúsins út á vib. Þetta eru þau hættumerki sem
fylgja langvarandi ríkissjóðshalla.
Núverandi rábamenn settu sér á sínum tíma þab
markmið að fjármagna húsnæðiskerfið á almennum
markaði með sölu svokallaðra húsnæðisbréfa. Á síðasta
ári brast það fyrirkomulag og húsnæðisbréfin seldust
ekki á þeim vöxtum sem ríkisvaldið setti sér, það er að
segja 5% vaxtamarki. Fjármögnun byggingarsjóðanna
er því komin til ríkisins aftur og bætist við aðra lánsfjár-
þörf þess. Innlendur fjármagnsmarkaður hefur því í
raun hafnað þeirri vaxtastefnu sem opinberir aðilar
ráku fyrri hluta síbasta árs. Ríkisvaldiö brást við þessu
með því að bjóða ECU-tengd skuldabréf, sem selst hafa
á innlendum markaði, en virka í reynd sem erlend verð-
bréf.
í umræðum um lánsfjárlög á Alþingi fyrir jól kom
fram að 10 milljaröar króna kæmu til innlausnar í
febrúarmánuði af fimm ára spariskírteinum ríkissjóðs.
Þessi staðreynd, auk fjármögnunar byggingarsjóðanna,
gerir það að verkum að lánsfjárþörf ríkissjóðs verður 18-
19 milljarbar króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Ljóst er
aö fjármálaráöuneytið mun leggja mikið kapp á það að
bjóða eigendum þessara bréfa upp á kjör, sem verða til
þess að halda þessu fjármagni hjá ríkissjóði. Þá er spurn-
ingin hvaða áhrif slíkt hefur á vaxtakjörin í landinu.
Það fara því viðkvæmir tímar í hönd á fjármagns-
markaði hér á landi, og ekki má mikið út af bera til þess
að vextir fari upp á við.
Eitt, sem veldur nú óvissu, er það ab um áramótin
falla úr gildi hömlur á fjármagnsflutningum til annarra
landa. íslenska ríkið lendir því ásamt öbrum verðbréfa-
sölum í beinni samkeppni vib vaxtakjör sem bjóðast á
alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Sú opnun, sem átt
hefur sér stað hingað til á fjármagnsflutningum til og
frá íslandi, hefur einungis leitt til útstreymis fjármagns,
en erlent fjármagn hefur ekki leitað hingað, hvorki til
fjárfestinga né að verðbréf hafi selst.
Þetta hlýtur að valda áhyggjum og sýnir að ekki hef-
ur tekist ab vekja tiltrú erlendra fjárfesta eba fjármagns-
eigenda á íslensku atvinnulífi, sem nægi til þess ab laða
að erlent fjármagn. Hallinn á viðskiptunum í fjár-
magnsflutningunum mun því veröa allt ab 10 milljarb-
ar króna á árinu 1994, áður en hömlur á þessu sviði
hurfu endanlega.
Við þetta bætist að sveitarfélögin hafa verið fyrirferð-
armeiri á lánamarkaði árið 1994, heldur en áður, og
fram kemur í upplýsingum frá Seblabankanum í nóv-
ember síðastliðnum að ávöxtun fjármagns í útboðum
sveitarfélaga hefur verið um 5,7%, hjá stórum fyrirtækj-
um 4,9- 6,5% og hjá lánastofnunum 5-6%.
Þab er því ljóst að hin opinbera stefna í vaxtamálum
um 5% vaxtahámark er sprungin, og óvissa er framund-
an á þessu sviði.
Hagstofan verbi samningsaöili
Eins og jafnan ábur má finna það
sem skiptir máli í þjóöfélagsum-
ræðunni í Tímanum. í gær birti
blaðið samantekt, sem byggbi að
hluta til á grein eftir Pétur Blön-
dal um þab ab lágmarksbætur til
ellilífeyrisþega frá Trygginga-
stofnun væru mun hærri en kaup
sem greitt er verslunarfólki sam-
kvæmt taxta eftir 5 ára starf.
Verslunarmaður á 5 ára taxta fær í
útborgað kaup á mánuði 52.431
kr., en ef þessi aöili færi á eftir-
laun og nyti aðeins lágmarkslíf-
eyris, þá fengi hann 55.420 kr. á
mánuði. M.ö.o. þá myndi launa-
maðurinn hækka við það aö fara
á lífeyrisbætur. Og samkvæmt
frétt Tímans í gær er þetta ekki
einskorðað við lægstu launin, því
fólk sem er með í kringum 80.000
kr. á mánuði — og það eru ófáir í
þessu landi — myndi líka hækka í
launum vib það að fara á lífeyris-
greiðslur. Niöurstaðan er semsé sú
að þeir launamenn, sem standa
eiga undir þessu þjóðfélagi, skapa
auðinn og borga skatta til að
standa undir lífeyrisgreiðslunum,
eru á lægra kaupi við að vinna en
þeir fengju ef þeir gætu hætt því
og farið á eftirlaun.
Kröfur í komandi
viöræöum
Nú eru framundan miklar og
flóknar kjaramálaviðræður, þar
sem nánast allar stéttir þjóðfé-
lagsins, nema hjúkrunarfræðing-
ar, eru með lausa samninga.
Helsta viðfangsefni þessara samn-
inga verður — eins og svo oft áb-
ur — að hækka lægstu launin „án
þess að það leiði til kebjuverkandi
áhrifa og endi í óðaverðbólgu og
efnahagskollsteypum", eins og
það heitir á tungumáli stjórn-
málamanna og verkalýðsrekenda.
Garri fær ekki betur séð en fréttin
í Tímanum í gær vísi loks á aug-
ljósa lausn og gefi í leiðinni tón-
inn um það hvert á að beina
kröfugerbinni fyrir láglaunahóp-
ana. Vinnuveitendur og fjármála-
ráðuneytið eru nú ekki íengur í
lykilhlutverki, enda fullreynt aö á
þeim bænum verbur ekki hægt að
fá fyrir salti í grautinn. Kröfugerð
launamanna hlýtur að beinast ab
Hagstofu íslands og hún krafin
um aö gera breytingar í bókhaldi
sínu, þannig að allar launastéttir,
GARRI
sem eru meb 80 þúsund krónur
eða minna í mánaðarlaun, verði
skrábar sem eftirlaunaþegar og
hækki í launum fyrir vikið og geti
hætt að vinna þessi vanþakklátu
störf, sem svo illa hafa verið borg-
uð. Slíkt ætti að koma sér afskap-
lega vel fyrir fólk, ekki síst vegna
þess að þá þyrftu t.d. einstæðar
mæður, sem þannig færu á eftir-
laun, ekki ab borga dagheimilis-
pláss fyrir börnin sín og ekki að
lenda í ýmsum útgjaldahremm-
ingum, sem fylgir því að hendast
milli vinnustaða, barnaheimila,
heimilisins og matvörumarkaða
o.s.frv.
Skortur yröi á
láglaunafólki
Með þessari ráðstöfun áynnist
það líka að mjög erfitt yrði að fá
fólk í láglaunastörfin í stab allra
þeirra sem fara á eftirlaun. Mjög
ótrúlegt er að hingað kæmi útlent
ódýrt vinnuafl í stórum stíl,
þannig ab samkvæmt lögmáli
markaðarins, sem allt á víst aö
laga nú til dags, myndi eftir-
spurnin kalla á verulega launa-
hækkun í þessum störfum. Þann-
ig gæti kröfugerðin á hendur Hag-
stofunni orsakab uppstokkun á
kerfinu meb tilheyrandi endur-
mati á láglaunastörfunum og nýtt
og heilbrigðara jafnvægi skapast.
Þá væri líka loksins hægt að tala
um að spilin hafi verið gefin upp
á nýtt, „A New Deal" eða „Nýr
díll" fyrir launamenn í íslensku
samfélagi. Það er víst ekki svo lít-
ið búiö að tala um slíka samfé-
lagsbót á umliðnum misserum og
árum. Garri
Hverjum er skemmt?
„We are not amused" eru fleyg
orö Viktoríu Bretadrottningar,
þegar farið var með spé sem
henni þótti óviöeigandi. Ábúðar-
fullir menn og konur taka undir
orö gömlu hátignarinnar, þegar
látið er í ljós álit á áramótaskaupi
ríkissjónvarpsins, sem misjafn-
lega ódrukknir íslendingar streitt-
ust vib að horfa á áður en þeir
pubruðu hálfum milljaröi upp í
himininn undir ávarpi útvarps-
stjóra.
Mér er skemmt, eða eitthvað á
þá leið sagði Vigdís aftur á móti,
ab því er höfundar skaupsins
segja, en þeir sendu vinkonu
sinni handrit af hennar þætti í
gríninu. Einn höfunda segir í DV
að ísland sé eina landið í heimin-
um sem hefð væri fyrir að gera
ekki grín að þjóðhöfðingja. Þetta
er ekki alls kostar rétt, því sama
hefö er í heiðri höfð í Alþýðulýð-
veldinu Kóreu og grannríkjunum
íran og írak. í þessum ríkjum er
ekki heldur gert gys að mennta-
málaráðherrum sem eru nískir á
framlög til að búa til bíó.
Apakattarlæti
Grínaktugt áramótaskaup er
orðið hið grafalvarlegasta mál þar
sem mætast stálin stinn, eins og
útvarpsstjóri og dagskrárstjóri
sjónvarps, sem ekki eru á einu
máli um hvort menntamálaráð-
herra sé apakattarlegur eða ekki.
Það er flókin spurning hvort
þab sé sannfærandi að mennta-
málarábherrann segi um sjálfan
sig ab hann sé apaköttur og hvort
samlíkingin sé vingjarnleg eða
ærumeiðandi. Um þetta þjarka
helstu menningarforkólfar Ríkis-
útvarpsins og gera ekki annað af
sér á meðan.
Fjölmiðiar eru fullir upp með
tíðindi af skaupinu, sem ætla
mætti að liöið sé í aldanna skaut
eins og árið sem það fjallaði um.
En það er öðru nær, skemmtunin
er rétt að byrja og mikið grín og
gaman eftir.
Ábyrgöarkona gamanmálanna
afgreiðir málið meb afgerandi
hætti. Skipta má sjálfstæðis-
mönnum í tvo flokka, þá sem
hafa húmor og þá sem hafa hann
ekki. Geta má nærri í hvorum
hópnum aðdáendur hennar eru.
Afstaðan til skaupsins hennar fer
eftir því hvort íhaldsmenn eru
fýlupokar eba skemmta sér yfir
húmornum.
Einn húmorleysinginn segir
skaupið óskemmtilegt af því að
Á vfóavangi
það sé búið til af kommúnista í
Mosfellssveit og að hann sé eng-
inn hlægilegur barbípabbi. Yfir-
húmoristi menntamála segir ska-
upið rætið og dónalegt í sinn
garð, forsetans, Færeyinga og
borgarstjóraefnis íhaldsins. Auk
þess sé afar óskemmtilegt að kalla
sjálfan sig apakött. Það skilja allir
nema sá sem er útvalinn að stýra
menningu ríkisrekna sjónvarps-
ins. Honum finnast apakettir svo
krúttlegir, ef mark er takandi á
DV.
Húmorinn í bænum
Það veröur að segjast eins og er,
að eftir að fariö var að út- og sjón-
varpa þingfundum er spaugurum
áramótaskaups mikill vandi á
höndum. Þegar ljósið kviknar á
myndavélinni og útsending byrj-
ar, hefst spuni 63 leikara í beinni
útsendingu. Grínið verður ekki
betra, þótt eftirhermur fari með
það.
Þjóðhátíðarskaupið var sent út
beint og endursýnt á sínum tíma.
Var engu þar við að bæta sem til
skemmtilegheita má telja, nema
að leita að menntamálaráðherra,
sem húmorlausu sjálfstæðis-
mennirnir telja ófyndið.
Áramótaskaupin eru fyrir löngu
orðin hápunktur sjónvarpsárs
Ríkisútvarpsins. Ekkert er til spar-
ab að gera nefskattgreiöendum
útvarpsins glatt í geði í klukku-
stund eða svo, og vænta þeir sér
mikils af þeim sem þar fara með
háð og spé í ókristilegum anda.
Oft hefur verið deilt um skaup-
in, hvort þau séu leiðinleg eða
skemmtileg. En aldrei eins og nú,
þar sem allir taka grínið alvarlega
og halda ab þaö sé pólitík og gefn-
ar eru línur um hverjum finnst
þaö skemmtilegt og hverjum sví-
virðilegt.
Það vantar ekki húmorinn í
þennan bæ, sagði Jón í Hlíð þegar
fylliraftur vék sér að honum til að
slá hann um peninga.
Eitthvað svipab má segja um
það húmorleysi sem tröllríður
umfjölluninni um skaupið, sem
getur sem best orbið uppistaban í
brábskemmtilegu glensi í sjón-
varpinu í lok ársins, verði vel á
málum haldið.
OÓ