Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. janúar 1995 8Mkw 5 Sagaá Pétur Cunnarsson: EFSTU DACAR. Skáld- saga. Mál og menning. Reykjavík, 1994. 234 bls. Alltaf sér maöur þaö betur og betur hversu fyrsta bók Péturs Gunnars- sonar, ljóöabókin Splunkunýr dag- ur, gefur tóninn fyrir verk hans, stílmáta þeirra og einkenni. Pétur hefur að vísu ekki gefið út ljóðabók síðan, en í bókum hans öllum er linnulaust brugðið upp ljóðrænum svipmyndum. Auk þess hefur hann birt tvær bækur sem beinlínis hafa að geyma þess konar texta, Vasa- bók og Dýrðin á ásýnd hlutanna. Stööug viðleitni Péturs er að handsama smáatriði lífsins, þessi litlu reynsluspor sem mynda veg- inn og hversdaginn, samanber nafn næstsíðustu sögunnar, Hvers- dagshöllin. Það eru því ekki dram- atísk átök eða óvenjuleg reynsla sem sögur hans lýsa. — Annars varð Pétur fyrir því, sem á vissan hátt er þungbært hverjum höf- undi, að fyrsta sögubók hans sló svo rækilega í gegn aö allar hinar seinni lenda í skugga hennar. Ég á aubvitað vib upphafsbókina um Andra, Punktur punktur komma strik. Andrabálkurinn, fjórar bæk- ur, er nú tiltækur í einni Stórbók. Athyglisverð kortlagning á því hvernig kynslóð höfundarins finn- ur sér stað í tilverunni, en höfundi veittist örðugra er á leiö að ná utan um efnib til fulls og losnaði það al- veg úr reipunum þegar sagan var öll, — sem kannski var rökréttur endir á „póstmódernísku" verki. Hvað um það: í þessari nýju sögu tekur Pétur upp tilvistarlegar spumingar meir en áður. Það er gott og gilt, raunar vandséð til hvers annars menn eiga ab skrifa skáldskap. En mér finnst stíls- og skoðunarháttur höfundar ekki duga í þessa glímu. Sagan er, líkt og hinar fyrri eftir höfundinn, sett saman úr smámyndum, athuga- semdum, líkingum. Persónum bregður fyrir eins og skuggum á tjaldi, — síðan eru þær horfnar, gufaðar upp. Sagan sjálf leysist sundur í parta. Líkt og stundum áður, að minnsta kosti í Sögunni allri, klýf- ur höfundur söguvitundina sund- ur. Það er Flóki, fyrrum leikstjarna úr barnatímum, sem skrifar söguna af nafna sínum, Símoni Flóka presti, og konunni hans, Vem. Sögumaðurinn verður raunar furðu utangarna. Inn í söguna fléttast kunnugleg atriði úr samtímanum, sumt frá útlöndum, til dæmis Kaupmannahöfn, og hér bregöur fyrir ýmsum menningarsögulegum skírskotunum. Stundum eru þessar tilvísanir til ab skerpa myndina, stundum ab manni finnst bara til- fyndni sem litlum tilgangi þjónar, skraut eða „útstillingar" sem Þór- klippiborbi BÆKUR GUNNAR STEFÁNSSON bergur nefndi svo: „Ég er farirm að búa yður stað, segir Kristur eins og móðir sem ætlar rétt að skreppa í búðarleiðangur og börnin bíða í eftirvæntingu að hún komi með fullar hendur til baka." — Tökum líka dæmi af innkomu Vem í sög- una. Þetta er 28. atribi: „Út úr berangri spítalans mótast stúlkan með bókavagninn. Dante og Petrarka hafa báðir lýst því. Gísli Brynjúlfsson líka. „I'm sure it hap- pens all the time," söng Ringo Starr. Lengi var fyrirferbarmikill þáttur í skáldsögum að lýsa persónum. Því ítarlegar sem vægi persónunnar var meira. Augu hár munnur nef, lík- amsbygging, sérkenni. í Stríði og friði koma fyrir á áttunda hundrað karaktera, hvert með sinn svip. í dag heyrir til undantekninga ef manni er lýst í sögu. Ekki nema eitthvað sé athugavert. Með til- komu kvikmynda snýr skáldsagan sér ab öbru. í ljós kemur að það þarf ekki ab lýsa persónu, hver les- andi er með mynd í huganum sem hann varpar í eyöuna. Jafnvel Nýja testamentið spanderar ekki einni línu á útlit Krists — og samt veit hvert mannsbarn hvernig hann leit út. í hverju voru töfrar Vem fólgnir? Nærsýnt fasib? Limaburburinn? Hvernig hún mjólkabi hárið í tíkar- spena og brá um þá teygju? Hráki fuglsins? Fótatak kattar- ins? Málrómur fisksins?" Þetta er að ég ætla gott sýnishorn af stílshætti Péturs. Vandlega unn- inn texti, þab leynir sér ekki, og slíkir eru margir textar í bókinni. Valin smáatriði sem eiga að ýta við vanahugsun. En þau ná engu flugi. Megininntak bókarinnar er saga Símonar Flóka, hins unga mennta- manns sem fer að stunda guðfræði í Kaupmannahöfn, kemur síðan heim og gerist prestur þar til hann deyr á miöjum aldri. Það ber nýrra vib ab mabur úr þessari starfsstétt verði aðalpersóna í skáldsögu. Er ekki Gub „hið eina sanna tabú", eins og hér segir, á þessum trúlausu (og andlausu) tímum? Glíma mannsins við Guð, sem svo margir gáfaðir höfundar um og upp úr aldamótum háðu af fullri alvöm og djörfung (ég nefni aðeins hið sænska skáld Pár Lagerkvist) — hvar sér hennar stað nú í bók- menntum okkar? Það er víst of mikiö að nefna glímu Péturs Gunnarssonar við Guð í Efstu dögum. Söguna vantar alla dramatík og sálræna spennu til þess. Hvers vegna gerist Símon Flóki prestur? Hvaða uppgjör fór á undan svo örlagaríkri ákvörðun? Ekkert svar við því. Var þab kannski frekar af hreinum húman- Pétur Gunnarsson. isma, umhyggju fyrir manneskj- unni? Það er ekki að sjá ab boðun orðsins stríði á þennan prest. Samt er það þessi boðun sem er æðsta skylda prestsins. Símon er blóðlaus kennimabur. í eitt skipti bregst hann vib afhelgun samtímans, þegar hljóðmaður frá Sjónvarpinu opnar kókdós í kirkjunni eins og hann væri í sjoppu. Hann hendir sjónvarpsgenginu út, en iðrast svo umburðarleysisins og leitar hljóö- manninn uppi. Sá er þá kominn með samviskubit og ætlar í guð- fræði! Staða prestsins í sögunni er dálít- ið vandræðaleg — rétt eins og í þjóöfélagi okkar núna. Að þessu leyti er sagan skilgetiö afkvæmi samtímans, — bergmálar þab and- lega tómahljóð sem hvarvetna kveður við. En um leið gerir trúar- þörfin greinilega vart við sig. Hitt er annað mál að okkar settlega ev- Saga 17. júní Hátíð í hálfa öld. Lýðveldi fagnað í Reykjavík 1944-1994 heitir ný- útkomin bók, sem íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Lýðveldishátíðarnefnd Reykja- víkur gefa út. Þetta er sérlega fal- leg bók, sem hefst á ávörpum Vigdísar Finnbogadóttur, for- seta íslands, Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur borgarstjóra og Júlíusar Hafstein, formanns Lýöveldishátíðarnefndar í Reykjavík. Rakin er forsaga 17. júní há- tíðarhalda, sérstakur kafli er um lýðveldisárið 1944 og sagan síð- an rakin nokkurn veginn í tíma- röð. Miðar kaflaskiptingin einn- ig við breytingar sem verða á hátíðarhaldinu, t.d. fyrstu árin í Hljómskálagarðinum, Miðbæj- artímabilið fyrra, hátíðarhöldin í Laugardalnum, skemmtanir í úthverfunum o.s.frv. Bókin skiptist í tíu slíka þætti, auk bókarauka og ítarefnis. Það var frá upphafi ákveðið að Fréttir af bókum vanda til þessarar bókar. Kle- menz Jónsson var ráðinn rit- stjóri til að afla fanga til þessa verks snemma árs 1993. Rit- nefnd bókarinnar hóf störf í árs- lok 1993 og skipuðu hana Lýður Björnsson formaður, Böðvar Pétursson, Gísli Árni Eggerts- son, Eyjólfur Halldórs og Oskar Guðmundsson. Ritnefndin sá um vinnslu og gerð bókarinnar og útgáfu fyrir hönd Lýðveldis- nefndar Reykjavíkur og á veg- um íþrótta- og tómstundaráðs. Þessi bók er að mörgu leyti einstæð meðal íslenskra bóka. Hér er verið að rekja eftirminni- legan þátt íslenskrar menning- arsögu — sögu hátíðar sem tek- ur yfirleitt einn dag á ári hverju og allir uppvaxnir Reykvíkingar eiga einhverjar minningar um. Að minnsta kosti þrjár kynslóð- ir borgarbúa eiga að muna lýð- Ásgeir Ásgeirsson forseti og Ólafur Thors forsœtisrábherra vib athöfn á 17. júní 1956. veldisfagnaði — minningar frá hátíð í hálfa öld. Brugðið er upp skemmtileg- um myndum allt frá forsögu þjóðhátíðar til hinnar litríku nútíðar og eftir því sem frásögn- inni vindur fram er öðru hverju rifjað upp með myndum hvern- ig var umhorfs fyrr á dögum. Með kveðskaparbútum, brotum angelíska þjóðkirkja virðist ekki geta svalað henni. Það er fremur mænt upp á allskyns mannkyns- frelsara sem lofa sjúkum lækningu og þykjast hafa svör viö öllum gát- um. Raunar koma þess háttar einkaleyfishafar við sögu í Efstu dögum. Ekki hafa þeir frekar erindi að rækja en þjónar þjóðkirkjunnar, samkvæmt sögunni. Niðurstaðan verður sem áður hjá höfundi: lífið er hversdagslíf, laust undan stórum ástríðum og hugsjónum. Þetta er alltof mikið mál til að ræða í stuttri bókarumsögn. Þegar komið er út í svona hugleiðingar er lesandinn víst farinn að biðja um annarskonar bók. í lokin segir sögumaðurinn, Flóki, að sagan sé klippiborð. Hver rammi filmunnar er óheyrilega langdreginn, en um leið og hún er komin í sýningarvél gerist allt með eðlilegum hætti. „Ég lít á mig sem klippara." Er það nægilegur metnaður söguskálds? Vonandi tekur Pétur Gunnarsson fastar á tilvistarvandanum í næstu bók. Hann ætti að hafa burði til þess. Að endingu: Ein söguleg skír- skotun í sögunni er til meinlegrar afmælisvísu Steins Steinars um Tómas Guðmundsson. Þá vísu hef ég lært öðruvísi en Pétur, og víst óhætt að þrykkja hana hér í þeirri mynd, sem ég trúi að sé hin rétta, úr því hún er prentuð á annað borð: Hér situr Tómas skáld með bros á brá, bjartur og hreinn sem fyrsta morguns- áríð. Ó, hvað rnig, vinur, tekur sárt að sjá, að sál þín skyldi grána fyrr en hárið. úr blaðafrásögnum og frásögn- um listamanna er rifjað upp hvernig til tókst. Á sjötta hundrað ljósmyndir eru í bók- inni og þúsundir Reykvíkinga geta þekkt sjálfa sig á myndun- um. Hér eru kallaðir til sögu fulltrúar íþróttahreyfingar, skáta, lúðrasveita, leikara og fjölmargra annarra listamanna. Nafnaskrá með um 600 manns heyrir einnig til bókarinnar. Ef til vill er þessi bók merkust fyrir það hvernig tekist hefur að fanga augnablikið, ná tíðarand- anum frá upphafi og fram á okkar daga og koma honum til skila í máli og myndum. Les- endum kemur á óvart hvernig þessi hátíð hefur breyst ótrúlega mikið — og þó svo lítið í þessa hálfu öld. I bókinni er verið aö rifja upp og segja sjaldgæfa sögu í meginmáli, myndum og myndatextum, og saman mynda þessi minningarbrot einstæða heild, samfellda menningarsögu sem allir Reyk- víkingar eiga hlut í. Saga sautj- ánda júní er saga þín. Bókin er 360 bls. aö stærð, unnin í Prentsmiöjunni Odda. Útsöluverð kr. 5000. ■ Fyrirmyndir Kjöri íþróttamanns ársins var lýst í síðustu viku. Að vanda tókst vel til, íslend- ingar eiga margan góðan íþróttamanninn og má þessi fá- menna þjóð vera stolt af afreks- fólki sínu. Að þessu sinni varð fyrir val- inu sá íþróttamaður, sem hvað mest og best hefur hrifið ís- lenska æsku með íþrótt sinni og framkomu á síðasta ári. Magnús Scheving Eyjólfsson höfðar ekki aöeins til æskunnar, hann hefur unnið hug og hjörtu allra landsmanna fyrir einlæga framkomu, bjartsýni og dugnað, enda hefur hann kom- ið fram í fjölmiölum og leyft okkur aö skyggnast inn í þann heim afneitunar og aga sem menn verða að beita sjálfa sig til þess að ná settu marki. Þessi geðþekki íþróttamaður hefur kynnt íþrótt sína ötullega fyrir æskunni og hrifið margan unglinginn um leið og hann hefur undirstrikað að mikil vinna er ávallt að baki góðum árangri. Lexía frá mönnum eins og Magnúsi Scheving er mikils virði. Það eru nefnilega allt of margir sem vilja aö árangur ná- Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE ist án fyrirhafnar og allt of margir nenna ekki að leggja neitt á sig, en kvarta svo og kveina af minnsta tilefni og jafnvel að tilefnislausu. Ég er viss um að íþróttamaöur ársins á enn eftir að bæta við já- kvæðum straumum með þjóð- arsálinni. Sama dag og kjöri hins sanna íþróttamanns var lýst, birtist í Morgunblaðinu frásögnin „Árs- fundur vindlamanna". Frásögninni fýlgdi mynd af þéttholda, miöaldra vindlareyk- ingamönnum, sem auk þess að reýkja vindla dreyptu á koníaki. Öll bar frásögnin það með sér að þarna færu menn sem mætu lífsins lystisemdir á allt annan hátt en þann sem íþróttamaður ársins eða aðrir íþróttamenn gera. Þarna var sagt frá „íslenska vindlaklúbbnum", og meðal annars: „... koma meðlimir sam- an árlega til að reykja vindla og njóta annarra viðeigandi þæg- inda." Það vakti athygli mína, aö þessi setning er ekki tilvitnun í einn eða neinn, nei, þarna er eitthvað sem Morgunblaðið seg- ir frá eigin brjósti, ef svo má að orði komast. Þetta er með öðr- um orðum greinileg skoðun rit- stjórnar blaðsins: Vindlareyk- ingar og koníaksdrykkja eru þægindi. Já, ólíkt höfumst við að. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.