Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.01.1995, Blaðsíða 10
10 —g—I.-- •raniw Fimmtudagur 5. janúar 1995 Líf og dauði Petru Kelly Sagna- karl Barnabókin Dordingull eftir Svein Einarsson hefur nú veriö gefin út hjá bókaútgáfunni Ormstungu. Sagan gerist á tímum seinni heims- styrjaldarinnar og segir frá ungum pilti, Tryggva, sem liggur á spítala. Þangað tekur Dordingull að venja komur sínar. Dordingull er sagna- karl, sem lýkur upp ævintýraheimi fyrir Tryggva. Hann segir honum sögur, sem eiga sér rætur í þjóðsög- um og ævintýrum. Dordingull er leyndarmál Tryggva og huggun í senn, því fjölskylda hans fer ekki varhluta af stríðinu, sem kemur víða við og heggur sín skörð. Sagan um Dordingul vakti óskipta athygli þegar höfundurinn las hana upp í Ríkisútvarpið síðast- liðið sumar. Þetta er heillandi frá- sögn fyrir 7-11 ára börn, sem full- orönir hafa ekki síbur gaman af að lesa. Höfundurinn, Sveinn Einars- son, er löngu þjóðkunnur leikhús- listamaður. Hann hefur áður kvatt sér hljóðs á svibi barnamenningar. Bókin Gabríel í Portúgal hlaut barnabókaverðlaun Fræðsluráös Reykjavíkur vorið 1986 og leikrit hans um Búkollu (1991), sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á annaö leikár, hlaut fádæma góðar vibtökur, jafnt hjá ungu kynslóðinni sem gagn- rýnendum. Bókin um Dordingul er 111 síð- ur. Myndirnar í bókinni hefur Magnús Valur Pálsson teiknað. Hann sá einnig um útlitshönnun og kápu. Bókin er prentub í Prent- smiðju Árna Valdemarssonar. ■ Góður vinur minn varpaði fram þeirri spurningu hverju ég myndi breyta og hverju ég myndi mest hneykslast á, ef svo ólíklega vildi til, að ég yrði í aðstöðu til að breyta einhverju, sem hann að vísu héldi að enginn gæti, ef breyta ætti ein- hverju til betri vegar, eins og dæm- in sönnuöu um ástandið í heimin- um í dag. Hann taldi hinsvegar ab ég gæti hneykslast á ýmsu eins og fleiri góbir menn, því að nóg væri úr að moða. En enginn tæki mark á því heldur. Við vorum sammála. Pétur og Páll fá engu breytt til betri vegar á þessum síbustu og verstu tímum. En sem betur fer getur mabur, ég meina hinn almenni Jón, rifið kjaft og hneykslast og þóst vera eitt- hvað, eins og hrópandinn í eyði- mörkinni. Ég hringdi einu sinn í virt dag- blað og spurði ritstjórann, hvort ég mætti senda honum greinarkom um eitthvað, sem mér lá þá á hjarta. Ritstjórinn forvitnabist ekki um efni greinarinnar, eins og ég hafbi búist vib og búib mig undir, heldur vildi ólmur fá að fræbast um ætterni mitt. Ég var hreinskilinn og sagði eins og var, að ég hefði ekki hugmynd um það. Ritstjórinn þrá- aðist vib og hneykslabist á van- kunnáttu minni. Lauk tali okkar á þann veg, ab ég fékk aldrei tækifæri til að greina honum frá efni grein- arinnar, og fór hún í ruslakörfuna þar sem hún var kannski best geymd. Ég lét ritstjórann í búra- hólfið. í New York er leikritagagnrýn- andi, sem ku hafa mikil völd í leik- húsheiminum og allir óttast, því að hann rífur niöur og tætir leiksýn- ingar, sem venjulegir gagnrýnend- ur kannski hrósa. Fyrir bragðið er hann orbinn best borgabi og fræg- asti leikhúsgagnrýnandi Bandaríkj- Sara Parkin: The Life and Death of Petra Kelly. Pandora. £ 15,99. í ritdómi í New Statesman & Society, 30. september 1994, sagöi: „Kelly fæddist í Bæjara- landi 1947. Móðir hennar var þýsk, en faðir hennar ungur Pól- verji frá Dresden. Þau skildu sjö árum síðar, og móðir hennar gift- ist brátt bandarískum liðsfor- ingja, John Kelly. Sex mánuðum áður en þau fluttust til Fort Benn- ing í Georgíu fæddist Grace, hálf- systir Petru ... Petra Kelly bjó ekki aftur í Þýskalandi fyrr en hún var kjörin til sambandsþingsins 1983." „í Bandaríkjunum varð Kelly brátt dæmigeröur framagjarn bandarískur unglingur. Á lokaári sínu í gagnfræðaskóla var hún kjörin „besti nemandinn" ... Parkin dregur vel fram metnað hennar til að skara fram úr... sem varð til þess að hún, verðandi rót- tæklingur, gerðist virkur félagi í samtökum ungra kvenna sem nefndust Dætur amerísku bylt- ingarinnar. Hún gekk líka í ung- liðasamtök demókrata. Þegar stóð á námsstyrk hennar 1967 skrifabi hún bréf til Roberts Kennedy öld- ungadeildarþingmanns. Hann bauð henni til viðtals á skrifstofu sinni, en áöur en til þess kom hittust þau í boði utanríkisráðu- anna, en um leib sá hataðasti. Eins og allir kannski vita, einkennir frekja og ruddaskapur bandaríska fjölmiblamenn og -konur. Hefur það verið svo í gegnum tíðina, enda samkeppnin gífurleg og um lífið ab tefla. Hérna á íslandi ætti að vera óþarfi að herma þetta eftir þeim bandarísku, eins og því miður margir fjölmiðlamenn og -konur hérna gera. Annars er erfitt að tjá sig um hvers konar gagnrýni, bæði þjóðfé- lagslega og bókmenntalega. Það sem einum finnst ágætt, finnst öðr- um kannski ómögulegt. Ég las til dæmis eina af hinum svonefndu jólabókum og var lítt hrifinn af henni. Fannst hún bæði dauf og langdregin. Þessari sömu bók var hrósað í hástert af einum frægasta gagnrýnanda eins fjölmiðilsins. Kannski voru þau kunningjar. Annars furðar maður sig á bókun- um sem finna náð í augum bókaút- gefendanna. Flestar þessara bóka yrðu hvergi gefnar út þar sem markabslögmálið ræður. En ísland er í sérflokki. Hér er það kunnings- skapurinn og klíkuskapurinn sem ræður. Kannski er það ofur eðlilegt og í stakasta, lagi. Allir, sem ein- hverju ráða í þjóðfélaginu, eru hæstánægðir meb status quo, með hlutina eins og þeir em. Ef þú klór- ar mér á bakinu, klóra ég þér, svo ab maður vitni í enskan málshátt. Gamla fyrirgreiðslu- og hafta- kerfib er enn við lýði héma á ís- landi, eins og allir hugsandi menn vita. Mikil breyting hefur þó orðib til batnaöar. Nú þurfum við ekki lengur ab rjúka til útlanda til þess að drekka sterkan bjór. Allir geta eignast bíl. Nægir ávextir em til allt árið um kring, veitinga- og kaffihús em á hverju horni, eins og hjá öll- um siðuðum þjóðum, þar sem eðli- leg samkeppni, hið svokailaða Fréttir af bókum neytisins fyrir útlenda stúdenta. Hún bauðst til að taka þátt í kosn- ingabaráttu hans, og í ársbyrjun 1968 vann hún að því að halda uppi samstarfi á milli stuðnings- hópa viö Kennedy á meðal stúd- enta." „Viðbrögð hennar vib dauða Grace (úr krabbameini) voru í senn raunhæf og huglæg. Hún setti 1973 á fót Grace P. Kelly- stofnunina til að rannsaka tengsl á milli umhverfis og krabbameins í börnum og til að koma upp hæli fyrir börn með krabbamein. En öðmm þræöi brást hún við af hjá- trú: Hún safnaði minjum um Grace og hét að búa henni sér- stakan stab hvar sem hún byggi." „Þýsku græningjarnir misstu öll sæti sín á sambandsþinginu 1990 í fyrstu kosningunum eftir sam- einingu Þýskalands. Parkin dreg- ur upp mynd af Kelly sem ein- angraðri manneskju, sem reiddi sig æ meira á henni eldri, en tryggan, sambýlismann, Bastian. Hann var líka á lausum kili, því að hann hafði ekki fundið sér pólit- ískt hlutverk eftir að hann sagði sig óvænt úr þýska hernum í mót- mælaskyni við uppsetningu Atl- markaðslögmál, ræður. Nýlega óku leigubílstjórar í borg- inni að Alþingishúsinu til þess að mótmæla einhverju. Ég leitaði upp- lýsinga hjá fróðum mönnum um hvað hér væri á seyði. Enginn gat gert sér í hugarlund hverju leigubíl- stjórar væru að mótmæla. Flestir, ef ekki allir, viðmælendur mínir vom þeirrar skoðunar, aö stétt leigubíl- stjóra væri ein fárra atvinnustétta í landinu, sem enn nyti gamla fyrir- greibslu- og haftakerfisins, sem öllu reib hér á landi á meðan sovéskra áhrifa gætti hér enn. Sem betur fer er þab nú að mestu liðin tíð. Einhvern tímann í fyrndinni, þab er að segja fyrir mína tíð, sennilega á fimmta áratugnum, ákváðu velviljabir rábamenn þjóð- arinnar að takmarka fjölda leigubif- reiða í bænum með útgáfu vissra fjölda leyfa, til þess að létta róður- inn fyrir vini og vandamenn, sem flust höfðu á mölina og vildu aka leigubílum. Var nú bitlinga- og nefndaskúffan opnuð, dregnar upp úr henni gamlar prímadonnur stjórnmálaflokkanna og stofnuð nefnd til þess ab úthluta leyfum til aksturs leigubíla. Skyldu vissar kröfur gerðar til umsækjenda um akstursleyfi, mebal annars skyldu þeir hafa meira bílstjórapróf og hafa ekiö leigubílum, rútum eða strætisvögnum í fjögur ár. En að sögn fróbra manna voru þessar kröfur bara til málamynda og lítið eöa ekkert eftir þeim farið. Kunn- ingsskapur og gamla klíkustarfsem- in réðu og ráða að mestu störfum hinnar svokölluðu úthlutunar- nefndar leyfa til leigubílaaksturs. Hlaðast klögumálin upp hjá ráb- herra, sem fer með þessi mál, en hann að sögn hvorki getur né þorir að láta til sín taka, þar eð vina- og vandamannafjöldi leyfishafanna eftir öll þessi ár er orbinn gífurlegur antshafsbandalagsins á banda- rískum eldflaugum í Evrópu." „Bastian kvartaði undan því að Kelly treysti um of á hann, en vinum hans sýndist hann gefa henni undir fótinn með þaö. Sex mánuöum ábur en hann drap Kelly beið sjálfstraust Bastians hnekki þegar hann varð fyrir leigubíl í Múnchen, þegar hann fór yfir götu. Hann virtist ná sér, en eltist vib slysib. Parkin veltir líka vöngum yfir, hvort hann hafi óttast það sem í ljós kæmi um hann, þegar skjalasafn austur- þýsku leyniþjónustunnar, Stasi, yrði opnað. Þegar hann hafði af- ráðið ab svipta sig lífi kann hann, sakir sjálfbirgingsháttar, ab hafa talið að Kelly gæti ekki lifab án hans." ■ Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, hefur gefið út nýja Barnabiblíu. Biblían geymir áleitna sögu, sem um aldir hefur hrifið jafnt fullorðna sem börn, sögu sem er undirstaða menningar okkar. í Barnabiblíunni eru sögur LESENDUR atkvæðafjöldi, þegar að kosningum kemur. En af hverju sækjast ungir menn svo stíft eftir að veröa leigubílstjór- ar, sem hjá flestum þjóbum eru á meðal hinna lægst launuöu í þjób- félaginu? Svarið er ósköp einfalt. Þetta er vernduð stétt, sem nýtur engrar samkeppni, býr við einskon- ar einokunarstöðu, sem bitnar auð- vitað á notendum þessarar þfón- ustu. Einn stöðvarstjórinn tjáði mér, að algeng vikulaun leigubíl- stjóra, sem stundubu störf sín eðli- lega, væru um eitt hundrað þúsund krónur á viku. Fjöldinn allur af leyfishöfum starfar enn við þau störf, er þeir störfuðu við er þeim var útbýtt leyfunum. Má sjá leigu- bíla sitja og bíða eftir eigendum sínum þar sem þeir eru við banka- störf, veitingamenn, rútubílstjórar, strætisvagnastjórar o.s.frv. Ungir menn, sem aka leigubílum um helgar, segja mér að til þess að öðlast tilskilin fjögur ár í akstri verði þeir að greiða leyfishöfunum himinháar upphæðir, og aka bílun- um ekki minna en 18 tíma á sólar- hring og stundum meira. Viku- greiðslur til leyfishafa í orlofs- eða veikindafríi eru um 30 þúsund á viku fyrir bílinn. Nú kynni einhver að spyrja: Hvað um skattamál þessarar stétt- ar? Þeir hljóta ab greiba gífurlega skatta. Er annars ekki kominn tími til að hætta að hampa þessum hópi, leggja niður hib spillta nefndar- fargan og fara að dæmi Svía, þó að þeir séu ekki alltaf til fyrirmyndar. Markaðslögmálið, frambob og eft- irspurn, ætti að rába í störfum leigubílstjóra, eins og hjá öllum öðrum stéttum þjóðfélagsins. Ab endingu óska ég öllum árs og friðar. Borgari Náttúrusýn Safn greina um siöfrœöi og náttúru Bókin Náttúrusýn, safit greina um siðfraeði og náttúru er nú komin út á vegum Rannsóknarstofnunar í siðfræði vib Háskóla íslands. Rit- stjórar eru Róbert H. Haraldsson, heimspekingur, og Þorvarbur Árnason, líffræðingur. í bókinni eru á þriðja tug greina eftir jafn- marga höfunda, en greinarnar fjalla um samskipti manns og náttúru og falla í fimm megin- flokka: náttúra og trú, náttúra og siðfrœði, náttúra og samfélag, nátt- úra og listir og náttúra og vísindi. Páll Skúlason, prófessor, ritar inn- gang og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, lokaorð. Meðal greina í bókinni er áður óbirtur fyrirlestur sem dr. Sigurður Þórar- insson, jarðfræðingur, samdi árið 1977. í bókinni er jafnframt fjöldi náttúruljóða eftir nítján íslensk skáld og eftirprentanir af nokkrum landslagsmálverkum. Bókin er 356 blaðsíður að stærð og kostar kr. 3.200 (innbundin) og kr. 2.700 (kilja). ■ Gamla og Nýja testamentisins færðar í búning fyrir börn, svo foreldrar geti lesið fyrir börn sín eða börnin lesið sjálf, er þau hafa aldur til. Barnabiblían er fallega skreytt fjölda mynda, sem skýra enn betur innihald og merkingu hinnar helgu bókar. í inngangi segir m.a.: „í upphafi var Guð. Hann skapaði heiminn og allt sem í honum er. Hann skapaði fyrsta mannfólkið. Svo þegar allt fór að snúast á verri veg í veröld- inni, þá fann Guð leið til bjarg- ar. Hann valdi sér mann, og síð- an þá þjóð sem átti ætt sína að rekja til hans. Af þeirri þjóð fæddist svo frelsarinn." Bókin er 256 bls. að stærð, lit- prentuð. Þýðinguna gerði sr. Karl Sigurbjörnsson. Bókin var prentuð í fjölþjóðaprenti í Slóv- eníu. Verð kr. 1550. ■ Barátt- an um brauöið Nú er hörð kjarabarátta í nánd og er enginn vafi á því að það veröur hart barist og mikil átök munu eiga sér stað. Mun engan heilvita mann undra, þar sem kjarasamningar hafa verið hundsaöir svo mánuöum skipt- ir, samanber baráttumál sjúkra- liða, sem á sér enga hliðstæöu í sögunni á þessari tæknivæddu öld. Þeim hefur verið sýnd mik- il óbilgirni og hroki. Ég vil því hvetja alla hugsandi og réttsýna menn að standa saman sem ein heild í næst- komandi kjarabaráttu. Munum það að sundraðir föllum við, en sameinaðir stöndum við. Það er dauði og djöfiuls nauð þegar dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð þegar aðra brauðið vantar. (Gubmundur Hagalín) Matthildur Matthíasdóttir Tæpt á ýmsu Ný Bamabiblía

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.