Tíminn - 06.01.1995, Page 6

Tíminn - 06.01.1995, Page 6
6 Föstudagur 6. janúar 1995 Skilabob kríunnar: Náttúruöflin láta ekki ab sér hœba: Brú yfir Borgarfjörð liggur undir skemmdum Utblástur frá bíl í lausagangi mengar. Er ekki óþarfi ab f menga, ef bíll er ekki í notkun? Borgarfjarbarbrúin, sem þrátt fyrir ungan aidur er farin ab láta á sjá undan náttúruöflunum. er blandað svokölluöu loftblendi til þess aö fá loftbólur í hana. Loftbólurnar gefa hugsanlegu vatni í steypunni rými þegar það frýs og þenst út. í Borgarfjaröar- brúnni eru þessar loftbólur í ysta lagi steypunnar á stöplunum full- ar af einhverju seti, þannig aö vatnið í steypunni hefur ekkert rými og sprengir því útfrá sér í frosti. Þannig flagnar ysta lagið af steypunni á stöplunum. Þetta vandamál er fyrir hendi í öllum brúm sem standa í sjávarföllum við landið. Það er ekki vitað nákvæmlega hvað það er sem fyllir loftbólurn- ar, en talið að það geti jafnvel ver- ið salt sem síast inn í steypuna með sjónum, en fer ekki út aftur. — skín í bert járnib á köflum Á fjórtánda ár er síban umferð var hleypt á brúna yfir Borg- arfjörð. Þrátt fyrir ab þab sé ekki hár aldur fyrir mann- virki af hennar gerb, þá hefur hún látib á sjá undan átökun- um vib náttúruöflin. Þó und- arlegt megi virbast, þá eru þab ekki ógnarkraftar sjávarfall- anna, sem hafa unnib mest á brúnni, heldur er þab dropinn sem holar steininn. Nýlega urðu menn varir við að ysta lag steypunnar á stöplum brúarinnar er fariö að flagna af, og er farið að skína í bert járnið á köflum. Flögnunin á sér stað á því bili sem gætir flóðs og fjöru, sem er um tveir metrar. Fyrst og fremst mun vera um að ræða frostskemmdir, þó klakaburður úr Hvítá og þverám hennar hjálpi eitthvab til við eyðinguna. Á vegum Vegagerðarinnar er verið að vinna að skýrslu um skemmdimar á brúnni og mun hún verða tilbúin í byrjun febrú- ar. Samkvæmt heimildum Tímans mun eftirfarandi skýring vera efst á baugi hjá mönnum: I steypuna Einn af stöplum Borgarfjarbarbrúarinnar sem orbib hafa fyrirsteypu- skemmdum. Ofsöltun I. Umhverfi okkar í borginni og bæj- um á íslandi er viðkvæmara en margan grunar. Tveir lítrar af terpentínu (tjöru- leysi) ofan í mölina heima vib eða bílar í lausagangi viö aðra hverja verslun í miðbæjunum eru meiri tjónvaldar en við höldum. En hvab þá meb nokkur þúsund tonn af óhreinsuöu salti sem boriö er á götur, einkum í Reykjavik? II. Tilgangur saltburðarins er sá aö minnka hálku og losa samþjappaöan snjó á götum, í því skyni að fækka slys- um í umferðinni. Saltið bætist við náttúrulegt salt, sem berst meö vindi og úrkomu (einkum skúrum og éljum) yfir SV- hornib. Og saltburöinum fylgja ýmsir annmarkar. Þá op umhverfisáhrif þeirra verbum viö ab meta á móti auknu umferöaröryggi, sem saltið á ab tryggja. III. Helstu annmarkar eru þessir: Mik- il bleyta (vont útsýni úr bíl) og háll snjóþæfingur dvelst á götunum, þykk húö salts og tjöru safnast á bíla og er hreinsuö með leysiefnum, salt tærir málma, mýkir gúmmí og gerviefni, bindingur milli tjöru og salla í malbiki minnkar og saltupplausnin heröir á rofi og vebrun malbiksins og steypu. Þar kemur við sögu 15-20 stiga frost, sem verður meðan salt „bræöir" snjó, í bland viö síendurtekna þíðu. Frekari ann- UM- HVERFI Ari Trausti Gubmundsson jarbeblisfræbingur markar: Skemmdir á fatnabi, skóm, teppum, meiri mengun frárennslis en ella og ber aö gæta þess að hrásaltib, sem notað er, inniheldur fleiri efni en hreint matarsalt. Ekki má svo gleyma fölsku öryggi þeirra, sem nota lélega hjólbaröa í skjóli saltbílanna og eru bæði hættulegir sjálfum sér og öörum í umferðinni. I þurru veðri veröur mikil rykmengun vegna uppleystra eöa rof- inna þurrefna á götunum þar sem salt og dekkjanaglar hafa komið við sögu. IV. Allt þetta eru fylgifiskar mikillar umferðar og rangrar notkunar salts, sands og dekkjanagla í Reykjavík. Ann- markarnir vega líklega upp öryggið sem saltib (eins og það er nú notað) skapar. Peningum, sem sparast t.d. meö því aö dekkja strætó eins og gert er eða meö því aö komast hjá hálkueyðingu meö flóknari aðferðum en saltaustri, er í raun eytt annars staðar. Almenningur greiðir nefnilega aukið viðhald bíla, ónýta skó o.s.frv., en situr upp með mengunina og sóöaskapinn. Auðvitaö á að athuga heildina og endurskoða al- menningssamgöngur, útbúnað strætis- vagna, snarminnka notkun saltsins, leita fleiri (og velþekktra) leiöa til þess að auka umferöaröryggi í frosti og snjó og stýra notkun grófmynstraðra og negldra hjólbarða. M.a. þyrfti aö styrkja suma bíleigendur til þess að bæta búnað bíla sinna og mæta breyttum akstursaö- stæbum sem af hlytust. Mokstur, salt, sandur, skynsamleg naglanotkun, breyttir strætisvagnar, hægari umferð eru meöal atriða sem koma skulu, ef Reykjavík á aö verða eitthvaö annað en samsafn af brúnum tjörusaltrákum hve- nær sem frýs eða snjóar. Raunkostnaður fólks af saltaustri og tjónakostnaöur í umferöarslysum eru alvörumál, sem þarf ab gaumgæfa þegar borgaryfirvöld móta starfshætti sína. Og umhverfismál eru líka mikilvæg, þannig að vilji örfárra „salttrúaðra" má ekki ráöa skipan þeirra. Breskir gestir á ráðstefnu í fyrravetur göntuðust meö nafn borgarinnar: Tar Bay hét hún eða Tjöruvík. Þeir voru svo- lítið fúlir vegna þess aö Burberry- frakk- arnir höföu nuddast við leigubíl og Bally-skórnir voru ónýtir. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.