Tíminn - 17.01.1995, Page 1

Tíminn - 17.01.1995, Page 1
SIMI 631600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 191 7 79. árgangur Þriðjudagur 17. janúar 1995 11. tölublað 1995 fógfjlp VHþ; "l; • ny 5* -7®*; U| v" rv<V»'' 1Mlm • ’mTXtUKffl* Varöskipiö Týr fór um miöjan dag í gœr meö á annaö hundraö manns, björgunarsveitarmenn, hjúkrunarfóik og annaö hjálparfólk. Einnig voru um borö ýmis björgunartæki, s.s. þrír snjóbílar, en á þessari mynd má einmitt sjá hvar veriö var aö hífa einn þeirra um borö. Tímamynd cs Þjóöarsorg á íslandi í kjölfar mannskaöa í snjóflóöi sem reiö yfir kauptúniö í Súöavík í gœrmorgun: Harmleikur í Súðavík Fimm hafa fundist látnir og sjö slösuöust í miklum harm- leik í Súbavík, þegar snjóflób féll á stóran hluta kauptúns- ins um klukkan hálfsjö í gaer- morgun. Þegar blabib fór í prentun í gærkvöldi, var enn ellefu manna saknab. Alls lentu 26 einstaklingar í snjó- flóbinu, en sumir þeirra kom- ust af sjálfsdábum út úr því. Alls lentu fimmtán hús í flób- inu og þar af eru tíu stór- skemmd. Eftir ab flóbib féll var öllum íbúum bæjarins safnab saman í húsakynnum hrabfrystihúss Frosta hf. Strax í gærmorgun var leit hafin ab fórnarlömbum flóbsins og í gær var unnið ab því ab flytja björgunarmenn og annaö hjálparlib til Súðavíkur og í gær- kvöldi voru þegar komnir um 140 björgunarsveitarmenn á staðinn, en þá var enn verið að safna saman fleiri sjálfboðalið- um. T.d. voru á annaö hundrað manns á leið frá Reykjavík með varbskipinu Tý, sem ætti að vera á slysstaðnum undir há- degi í dag. Aðstæður til leitar voru mjög erfiðar, vegna veðurs, en blind- bylur og hvöss norðanátt var í Súðavík í gær. Af þessum völd- um áttu leitarmenn erfitt með að meta umfang snjóflóðsins. Leit var haldið áfram í nótt og verður svo næstu daga, ef með þarf. Samhliða aðflutningum var unnið aö því að flytja íbúa s Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir: „Missir eins er missir okkar allra" Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, flutti þjóðinni stutt ávarp í gær í kjölfar harm- leiksins í Súðavík, þar sem hún sagði að á stundum sem þeirri, sem þjóöin hafigengið til móts við í gær, finni Islendingar hve mikil ítök þjóðin eigi í hjörtum hvers annars og hve samstaða hennar og samhugur sé einlæg- ur á raunastundum. Ennfremur segir hún: „Hvort sem við erum nær eða fjær því svæði, sem orð- ið hefur fyrir miskunnarlausum náttúruhamförum, dvelur hug- urinn hjá öllum þeim sem að hefur verið höggvið. Missir eins er missir okkar allra. Við lifum í von um að enn verði mannslífum bjargað og ég bið blessunar öllum þeim sem um sárt eiga að binda." Súðavíkur til ísafjarðar, þar á meðal konur, börn og slasaða, og í gærkvöldi var búið að flytja 126 Súðvíkinga á brott. Um eitt hundrað íbúar voru þá eftir í kauptúninu. Húsin, sem lentu undir snjó- flóöinu í gær, voru ekki talin á hættusvæði. Það voru hins veg- ar önnur hús innar í bænum og þessa örlagaríku nótt voru ein- mitt nokkur þeirra rýmd vegna snjóflóðahættu. Þau hús, sem lentu í flóöinu, voru Túngata nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 12, Nesvegur nr. 1, 3 og 7 og Njarðarbraut nr. 10. Fólks var í gærkvöldi enn sakn- að úr eftirtöldum húsum: Tún- götu nr. 3, 4, 5, 6, 7 og 8 og frá Nesvegi nr. 7, alls ellefu manns. Það var einnig slæmt ástand annars staðar á Vestfjarðakjálk- anum og í gærkvöldi hafði ver- ið lýst yfir hættuástandi á Pat- reksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Bolungarvík, Flateyri og Drangsnesi, vegna snjóflóða- hættu. Alls höfðu um fimm hundruö íbúar verið beönir um að rýma hús sín á þessum stöð- um, þar af um 300 á Patreks- firði. Aftakaveður var á flestum þessara staöa, hvöss norðanátt og blindbylur. Sjá nánar blabsíbu 2-3 Bessi frá Sú5a- vík stranda&i Togarinn Bessi frá Súbavík strandaði í Skutulsfirði í fjörunni við ísafjaröarflug- völl í gærkvöldi. Togarinn var að koma frá Súbavík á leiö til ísafjarðar, eftir að hafa aðstoðað við björgun- arstörf í Súðavík, en vegna dimmviðris vildi ekki betur til en svo að hann strandaði. Togarinn Haffari kom taug um borö í Bessa í gær og átti ab freista þess að koma hon- um á flot á flóbi. ■ Beöiö fyrir íbúum Súöavíkur Fjöldi brottfluttra Súövíkinga, vina, ættingja og venslamanna, fylltu Dómkirkjuna í Reykjavík ígœrkvöldi á bænasamkomu sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, boöaöi til síödegis vegna náttúruhamfaranna vestra. Séra jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkjuprestur, flutti hugvekju og hughreystingarorö til kirkjugesta, Súövíkinga og landsmanna allra. Séra Jakob var um árabil sóknarprestur Súövíkinga og búsettur á ísafiröi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.