Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Brautarholti 1 __________________________________________________STOFNAÐUR 1917___________________________________________________ 79. árgangur Miðvikudagur 15. febrúar 1995 32. tölublað 1995 Skuldir bílastœöasjóbs um 830 milljónir eöa 300.000 kr. á hvert stœöi: Bílhýsaskuldir 18.500 á hvem bíl í borginni Bílastæbasjóður Reykjavíkurborg- ar skuldaði kringum 830 milljón- ir króna í byrjun þessa árs. Þetta samsvarar um 300.000 króna áhvílandi meðalskuld á hvert þeirra 2.800 gjaldskyldu bíla- stæða sem sjóburinn rekur í mib- borginni. Þessi skuldasúpa mun þó fyrst og fremst tilkomin vegna byggingar nokkurra bílahúsa, sem hafa verið fremur lítið notuð og þannig skilað litlum tekjum. En tekjurnar til að borga af þess- um skuldum verba að koma frá bíleigendum í borginni. Miðað vib 44.800 fólksbíla í eigu borgar- búa (í upphafi síðasta árs) verður því hver þeirra að standa undir um 18.500 króna skuld aö meðal- tali. ■ Cunnlaugur M. Sigmundsson um framboö Péturs Bjarnasonar: Harmar sérframboöiö Gunnlaugur M. Sigmundsson, efsti mabur á lista Framsókn- arflokksins á Vestfjörbum, segist harma ab Pétur Bjarna- son alþingismabur skuli telja sig knúinn til þess ab fara í sérframbob. Pétur tapaði fyrir Gunnlaugi í prófkjöri Framsóknarmanna á Vestfjörðum fyrir jól. Gunn- laugur segir frambob Péturs hins vegar þverpólitískt og það sé þess vegna ekki fremur sitt mál en annarra frambjóðenda á Vestfjörðum. „Pétur er hinn ágætasti mað- ur og mér finnst leiðinlegt ab svona hafi fariö. Hann taldi sig knúinn til þess ab bjóða fram sérlista á Vestfjörðum, eftir að hafa orðið undir í prófkjörinu, en við því er í sjálfu sér lítið að segja," segir Gunnlaugur M. Sig- mundsson. Gunnlaugur segist ekki geta litið á framboö Péturs, sem Framsóknarframboð. Með hon- um á listanum sé nefnt fólk sem ekki hafi tekið þátt í störfum flokksins á Vestfjörðum. „Mér sýnist að þetta eígi ab vera einhverskonar þverpólit- ískt frambob hjá honum. Þetta er ekki meira mitt mál frekar en annarra," segir Gunnlaugur. Sjá vibtal vib Ólaf Þ. Þórbarson bls. 2. „ Vélhjóla- töffarar" á Alþingi Oddviti lista Framsóknarmanna á Reykjanesi, Siv Friöleifsdóttir, lítur alla jafna ekki út fyrir aö vera „vél- hjólatöffari". Þaö er hún þó engu aö síöur og ekur um á stóru Flonda 500 Magna hjóli í tilheyrandi mún- deringu ef svo ber undir. Siv mun því leysa Matthías Bjamason „járn- karl" af sem fulltrúi vélhjólakappa á Alþingi, en Matthías er sem kunn- ugt er heiöursfélagi í Vélhjólafélagi gamlingja. Formaöur þess félags lét svo um mœlt í Tímanum á laugar- dag aö Matthías vœri síöasti vél- hjólatöffarinn á Alþingi, en ýmislegt bendir til aö þetta sé hreint ekki rétt fullyröing og nœsti vélhjólatöffarí veröi þingkona. Raunar er Árni johnsen þ'mgmaöur líka vélhjóla- áhugamaöur sem á stórt hjól þann- ig aö hugsanlega gætu tveir þing- mannanna á næsta þingi veríö „vélhjólatöffarar". „járnkarlinn" Matti Bjarna er hreint ekki síbasti mótorhjólatöffarinn á þingi eins og haldiö var fram ílaugardags- blabi Tímans. Þessi mótorhjólakona, Siv Fribleifsdóttir, œtlar ab komast á þing og sama gildir um mótorhjóla- manninn Árna johnsen. Tímamynd: cs Ríkiö geröi stjómendum Landspítala oð spara 250 milljónir til viöbótar á þessu ári. Lœknaráö Landspítalans í gœr: Fjársveltið óásættanlegt Æbstu stjórnendum Landspít- alans var gert ab skrifa undir yfirlýsingu seint í janúar síb- astlibnum um ab stjórn Ríkis- spítala skilabi af sér tillögum og hugmyndum um allt ab 250 milljón króna sparnab á rekstri spítalans á þessu ári. Læknaráb Landspítalans lýsir yfir furbu sinni á „því virbing- arleysi og skorti á skilningi á þeim störfum, sem Ríkisspítal- ar/Landspítalinn leysa af hendi innan heilbrigbiskerfis landsins" og felast í þessari kröfu á hendur forsvarsmönn- um stofnunarinnar. Guðmundur Karl Jónsson, for- stjóri Fríhafnarinnar í Leifsstöð, er formaður stjórnarnefndar Ríkis- spítalanna. Hann sagöi í samtali við Tímann í gær að rétt væri að sumu leyti að þeim hefði verið gert að skiia þessum sparnaöi. „Þetta var ekkert sem viö gátum hafnað að gera. Þetta er nákvæm- lega sama sagan og 1992 þegar gerður var flatur 5% niburskurö- ur, sem var meiri en þetta. Við veröum auövitað að fara eftir þeim fjárlagatillögum sem fjár- málaráðherra setur fram og sam- þykktar eru frá Alþingi. Viö höf- um sett fram tillögur okkar, en ekki fengib viðbrögð enn frá heil- brigðisráðherra," sagði Guð- mundur Karl í gær. Læknar Landspítalans segja spítalann í stöðugu fjársvelti og sé nú í raun kominn út fyrir ásætt- anleg mörk. Stjórn læknaráðsins hefur undir höndum niburskurö- arplaggið og hefur skoðað inni- haldið gaumgæfilega. í því er raunar talað um hugmyndir en hvergi kemur fram að stjórnar- nefndin treysti sér til þess að gera ákveðnar tillögur. Enda væri slíkt í algjörri andstöbu við þann veru- leika sem spítalarnir og stjórnend- ur þeirra standa frammi fyrir. Hugmyndirnar eru þrjár. Sú fyrsta að hús Heilsuverndarstöbv- ar Reykjavíkur verði fært til Land- spítala og þar rekin öldrunarlækn- ingaþjónusta, sem nú er rekin við slæm skilyröi í Hátúni. Þessari til- lögu eru læknar sammála. Hinir tveir liöirnir eru ekki ab skapi lækna Landspítalans. Þar sé annars vegar gerð grein fyrir því hvernig hugsanlegt væri ab loka heilum deildum á spítalanum, eða draga á annan hátt úr þjóö- hagslegri og lífsnauðsynlegri starfsemi. „Greinargerö meö þessum hug- myndum undirstrikar fáránleika þeirra, mebal annars með því að benda á, að meb slíkum aðgerð- um væri veriö að stórauka raun- kostnaö heilbrigbiskerfisins, en afleiðingin yrði annars vegar öþolandi biðlistar, skert þjónusta viö alla landspienn á sérhæfðum svibum og flutningur fjölda rán- dýrra aögerða og rannsókna úr landi," segir Læknaráð Landspít- alans. Lokakaflann kalla læknar „gamlar og löngu úr sér gengnar lummur," en þær lúta að aukinni lokun sjúkradeilda um lengri eða skemmri tíma. Þessar árvissu leið- ir skili engu í raunkostnaði rekstr- ar, en valdi sjúklingum og starfs- mönnum og raunar öllum er mál- ið snerti hugarangri og leiðind- um. Læknar Landspítalans taka undir með lokaorðum yfirmanna sinna sem segja í bréfinu til Sig- hvatar Björgvinssonar: „Meiri- háttar lokanir og samdráttur í rekstri er pólitísk ákvörðun, sem snertir heilsu og hagsmuni fjölda einstaklinga og starfsmanna sem myndu missa atvinnu sína. Ákvörðun um slíkt er því ekkl á færi stjórnarnefndar." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.