Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 15. febrúar 1995 Wfímiritu 11 Lárus Hall Alexandersson Ytri-Fagradal Fæddur 2. febrúar 1897 Dáinn 6. febrúar 1995 Fannbreiöan hylur dalinn. Það er vetrarkvöld, tiltölulega kyrrt eftir stormasama tíö að undanförnu. Kyndilmessan er nýliöin, dimm og sólarlaus, og samkvæmt þjóötrúnni ættum viö ekki aö þurfa aö vænta mik- illa snjóa á næstunni. Skyldi þaö rætast? Eg sit viö sjónvarpiö og er aö horfa á síðustu fréttir dagsins. Þá hringir síminn. Hún Halla frænka mín í Fagradal er í sím- anum og segir: „Hann gamli afi minn var aö kveðja." Svo einfalt var þaö. Og þótt engum ætti aö koma á óvart að maður sem á skammt eftir í hundrað árin skuii segja skiliö viö þetta jarðlíf og kveðja, þá er eins og maöur sé aldrei viðbúinn aö fá þessa frétt. Allt mitt líf hefur Lárus í Fagradal veriö hluti af tilver- unni, og nú hefur hann kvatt. Lárus var fæddur á kyndil- messu, 2. febrúar áriö 1897, og var því nýlega orðinn 98 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Alexand- er Loftsson frá Víghólsstöðum á Fellsströnd og Jófríöur Jónsdótt- ir frá Hlein í Eyrarsveit. Lárus fæddist í Arney, en árið sem hann fæddist fluttu foreldr- ar hans aö Frakkanesi og bjuggu þar í 14 ár. en voru síðan á ýms- um stööum á Skarösströnd. Hann fór ungur úr föðurhúsum, og 14 ára að aldri fór hann í vinnumennsku og var á ýmsum t MINNING bæjum, aðallega á Skarösströnd. Aö þeirra tíma hætti var hann sendur til sjós og réri m.a. úr Bjarneyjum. Þaðan var mikið útræöi nokkuð fram á þessa öld, en nú er þar allt í auðn eins og í mörgum öðrum Breiðafjarðar- eyjum, sem mörgum stöðum fremur vom foröabúr þessara byggðarlaga. Lárus var eftirsótt- ur til vinnu, því hann var af- burða verkmaður og ósérhlíf- inn, hafði enda snemma vanist vinnu, og allt sitt líf var hann sí- vinnandi, gat einhvernveginn ekki unað sér öðruvísi, og hans kynslóð, sem fæddist fyrir og um síðustu aldamót varð fyrst og fremst að treysta á sig, atorku sína og fyrirhyggju til að yfir- stíga þá erfiðleika sem jafnan mættu fólki þá í erfiöri lífsbar- áttu, og það fer ekki hjá því, að slík barátta móti fólk til lengri tíma. Árið 1924 flyst hingað að Innri- Fagradal fjölskylda norð- an úr Bjarnarfirði. Þetta var fað- ir minn, systkini hans og for- eldrar. Tveimur árum síöar gift- ast þau Lárus og Borghildur föð- ursystir mín, Guðjónsdóttir, og hefja búskap í Ytri-Fagradal, þar sem þau bjuggu allan sinn bú- skap, fyrst ein en síðan í sam- býli meö Steinólfi, syni þeirra, og hans fjölskyldu. Þau Borghildur og Lárus eign- uðust þrjú börn: 1. Steinólfur, sem býr í Ytri- Fagradal. Kona hans er Hrefna Ólafsdóttir frá Hamri í Hamars- firði. Þau eiga fjögur börn: Ólöf Þóra, býr í Reykjavík, Sesselja, býr á Höfn í Hornafirði, Halla Sigríður, býr í Ytri-Fagradal, og Stefán Skafti, einnig til heimilis í Ytri- Fagradal. 2. Alda, sem búsett er í Reykjavík. Hennar sonur er Andri Jón. 3. Erla, sem býr í Ósló. Henn- ar sonur er Stefán Hrafn, hrein- dýrabóndi á Grænlandi. Þeim fer nú óðum fækkandi, sem mótuðust á fyrstu áratug- um þessarar aldar og voru sér- stæðir persónuleikar, bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn, og sköpuðu sér með því þá sérstæðu eigin- leika sem gera þá minnisstæða. Láms var einn þeirra. Hann var einstaklega góöur granni, hjálpsamur og greiðvik- inn hvenær sem á þurfti aö halda. Aö vísu vorum við ekki alltaf sammála, enda var það kannski einn af eðlisþáttum hans að vera ekki endilega á sömu skoðun og viðmælandinn hverju sinni. Hann tók engum sannindum sem sjálfgefnum, hafði sínar skoðanir á flestum hlutum og krufði mál til mergj- ar. Það þýddi engum aö segja að svona væri þetta bara, það varð að vera rökstutt. Hann varð aö finna sinn sannleik sjálfur, og var þá jafnan sama hver í hlut átti, því hann var þeirrar skoð- unar að menntun ein út af fyrir sig og háar stöður í embættis- stiga sköpuðu mönnum ekki óskeikulleika í skoöunum og ákvarðanatöku. Hann var eðlisgreindur, hnyttinn í tilsvörum og skemmtilegur í viöræðum og naut þess að eiga skoðanaskipti viö menn um hin ólíkustu efni. Lárus var um tvítugt þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaöur og ég hygg að hann hafi þá strax gengið til liðs við flokkinn, a.m.k. man ég ekki eftir Lárusi öðm vísi en :,em ein- lægum framsóknarmanni og jafnvel að sumra dómi nánast örlítið öfgakenndum á stund- um. En samvinnuhugsjónin og stefnumál Framsóknarflokksins voru þau lífssannindi sem hann fylgdi af heilum hug og honum var mikið í mun að þau fengju sem mestan hljómgrunn hjá þjóðinni. Honum hefur því ef- láust orðið þungbært þegar sam- vinnuhreyfingin varð fyrir því áfalli á síöustu árum að liðast í sundur og tapa þeim krafti sem hún hafði verið samvinnu- mönnum um allt land til sam- vinnu og atvinnuuppbyggingar. Lárus var góður bóndi og hafði góðan arð af búi sínu og þar naut hann konu sinnar, sem var forkur til vinnu og svo natin við skepnur að einstakt mátti teljast. Síðustu árin dvöldu þau hjón- in á Dvalarheimilinu Barmahlíö á Reykhólum og nutu þar góðr- ar umönnunar. En hann þráði alltaf dalinn sinn fagra og þótt hann blasti við sjónum hir sunnan fjarðarins var þaö ekki nóg, hugurinn var jafnan á heimaslóðum. Lárus hafði lengst af verið heilsuhraustur, en hafði þó iengi þjáðst af gigt og síðustu árin var hann orðinn slæmur í fótum. Það lýsir hon- um kannski vel þegar hann fyrir nokkru var spurður um heils- una, er hann svaraði: „Hún er góð nema lappirnar. Ég væri góður ef ég fengi nýjar lappir, jafnvel þótt þær væru af íhalds- manni!" Og svo hló hann hátt með hrekkjablik í augum. Þessar fáu línur voru aldrei hugsaðar sem úttekt á lífshlaupi Lárusar í Fagradal, heldur til aö þakka langa samfylgd og gott nágrenni og óska honum vel- farnaðar á nýjum brautum þar sem gigtin hamlar ekki för. Ég bið honum, Boggu minni og fjölskyldum þeirra blessunar. Sigurður Þórólfsson Minningarsjobur um Pál H. Asgeirsson Norska handbókin. Á stjórnarfundi Félags íslenskra mótívsafnara, þann 26. nóvem- ber á síðastliðnu ári, var tekin sú ákvörðun að stofna sérstakan sjóð til minningar um Pál H. Ásgeirs- son, flugumferðarstjóra og flug- póstsafnara. Skipulagsskrá sjóðs- ins var síðan samþykkt á jóla- fundi sama félags, þann 20. des- ember síðastliðinn. Þá var einnig skipuö stjórn fyrir sjóðinn, en hana skipa: Guðný Einarsdóttir, ekkja Páls heitins, Hlöðver B. Jónsson og Sigurður R. Pétursson. Ekki er að efa aö þarna hefir Garðar Jóhann Guðmundsson gengið fram fyrir skjöldu til að minnast Páls. Er það vel og á hann þakkir skildar fyrir það, en Garðar Jóhann er formaður ís- lenskra mótívsafnara. Þegar þetta er skrifað, er vitað um nokkuð marga stofnendur sjóðsins. Sýnir það best þann hlýhug er íslenskir frímerkjasafnarar bera til Páls heitins. Umsjónarmaður þáttar- ins kynntist honum fyrst fyrir rúmum tveim áratugum, er við unnum saman að stofnun Klúbbs Skandinavíusafnara og einnig í Félagi frímerkjasafnara í Garðabæ og Hafnarfiröi. Var samstarf okk- ar alla tíð einstaklega gott og vilji hans til að hjálpa bæði við út- breiðslustarf, kennslu og söfnun meðal þeirra yngri var alltaf mik- ill og starfið fúslega unnið. Síð- ustu árin starfaði hann til dæmis meðal unglinga þeirra, er koma saman í Seljakirkju vikulega til að leika sér meö frímerki. Svo að lesendur þáttarins viti nánar um tilgang sjóðsins, þá skal Páll H. Ásgeirsson. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON skipulagsskrá hans birt hér: 1. grein Sjóðurinn heitir Minningar- sjóður Páls H. Ásgeirssonar og er heimili sjóðsins í Reykjavík. 2. grein Stofnfé Minningarsjóðs Páls H. Ásgeirssonar skal teljast það fé er sjóönum hefur áskotnast fyrir 1. janúar 1995, en það eru framlög úr félagssjóði íslenskra mótífsafn- ara og frá félögum þess. Stofnfé sjóösins, ásamt öðru fé sem sjóðnum áskotnast, skal ávaxta í viðurkenndri bankastofnun. 3. grein Tekjur Minningarsjóðs Páls H. Ásgeirssonar eru vextir og verð- bætur af stofnfé, sem og öðru því fé sem sjóðnum kann að áskotn- ast, svo sem gjöfum og áheitum. Stjórn sjóðsins er heimilt að afla honum tekna með hverjum þeim hætti sem stjórnin telur við hæfi. 4. grein Tilgangur Minningarsjóðs Páls H. Asgeirssonar er að gefa á hverju ári heiðursverðlaun til unglingadeildar á landssýningu Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara. Þessum heiðurs- verðlaunum skal úthlutað af dómnefnd hverrar sýningar. Við- takandi heiðursverðlaunanna skal einnig hljóta sérstakt verð- launaskjal frá stjórn sjóðsins. Stjórn sjóðsins er einnig heim- ilt að veita aðrar viðurkenningar fyrir frímerkjasöfnun til ung- linga, ef stjórnin telur til þess sér- staka ástæðu og fjárhagur sjóbs- ins leyfir. Stjórn sjóðsins skal varðveita sérstaka bók þar sem í eru skráðar allar gjafir til sjóðsins, ásamt nafni verðlaunahafa hvers árs, heiti safns hans og árangur á landssýningunni. Bók þessi skal liggja frammi á hverjum jóla- fundi íslenskra mótífsafnara. 5. greln Stjórn Minningarsjóðs Páls H. Ásgeirssonar skipa þrír menn til- nefndir af stjórn íslenskra mótíf- safnara. Skulu þeir tilnefndir til tveggja ára í senn og fylgir starfs- tími almanaksári. Stjómarmenn sjóðsins skipta sjálfir með sér verkum. Stjórnin skal fyrst skipub frá 1. janúar 1995. 6. grein Stjórn Minningarsjóðs Páls H. Ásgeirssonar semur árlega reikn- inga sjóðsins, sem endurskoðend- ur íslenskra mótífsafnara skulu endurskoða. Reikningar sjóðsins skulu bornir upp á abalfundi ís- lenskra mótífsafnara ár hvert. 7. grein Skipulagsskrá Minningarsjóðs Páls H. Ásgeirssonar verður ekki breytt nema á aðalfundi íslenskra mótífsafnara. Ný handbók Nýlega er komin út í Noregi handbók um fyrsta norska frí- merkið, fjóra skildinga skjaldar- merkið bláa. Bókin er skrifub af Tore Gjelsvik og gefin út af honum í vönd- uðu litprenti og góbu bandi. Bókin er 112 blaðsíður og kostar eintakið NKR 300,00. Þá er innifalið burðar- gjald innan Evr- ópu. Þess má geta að heimilisfang Gjelsviks er: Ran- heimsliveien 29, N- 7053 Ranheim, Norge. Bókin er skrifuð á ensku og þarf ekki að taka fram að vinnubrögð Tores Gjelsvik eru mjög fullkomin. Hann hefir áður skrifaö bækur um frímerkjafræði og auk þess hefir hann í sölu margar fleiri bækur eftir aöra höfunda, ef hann er beðinn um bókalista. Bókin er samansett af 8 aðal- köflum. Eftir kynningu kemur kafli um frímerkið sem slíkt með stórri litmynd, þá um hvernig það varö til með myndum af tillögum og svo fjórði kaflinn um lokanib- urstöðurnar í gerð þess. Þarna er allt tekið fyrir: pappírinn, blek og litur, lím, plötuafbrigði og kennt að þekkja staösetningar í plötu meb stækkuðum litprentunum. Næst er svo tekin fyrir notkun frí- merkisins og dreifing. Þá er skrá yfir allar þekktar stimplanir merk- isins, innanlands og utan. Loks er svo kafli um endurprentanir og endurgerðir og loks er kafli um falsanir, gamlar og nýjar, góðar og slæmar. Loks er svo heimilda- skráin, þrjár blaðsíður, og svo allra síðast þakkir til samverka- manna. Bókin er einstaklega vel unnin og nákvæm sem handbók. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.