Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 5
Mibvikudagur 15. febrúar 1995 5 Jóhann Ársœlsson: Til stuðningsmanna Framsóknarflokksins Á síðasta landsfundi Framsóknar- flokksins lýsti formaður flokksins þeirri afstöðu sinni og flokksins að núgildandi kvótakerfi væri í aöalat- riðum gott og hældi sér og flokkn- um sérstaklega af því að hafa átt stærstan hlut í því að koma þessu fyrirkomulagi á í íslenskum sjávar- útvegi. Á formanninum var ekki annað að heyra en að einungis þyrfti að sníða lítilfjörlega vankanta af þessu „fyrirmyndarfyrirkomulagi". Þó að Framsóknarflokkurinn hafi stutt kvótakerfið á undanförnum árum, hafa öðru hverju komið fram efasemdir um að þetta væri heppi- legt framtíðarfyrirkomulag við stjórnun fiskveiða, t.d. frá fyrrver- andi formanni flokksins, Steingrími Hermannssyni (sem ítrekað lét koma fram að hann væri jú enginn kvótamaður), og reyndar einstaka öðrum þingmönnum flokksins líka. Það er þess vegna ástæða fyrir þá, sem láta sig þessi mál nokkru skipta, að gefa gaum að þessari yfir- lýsingu Halldórs Ásgrímssonar. Hún getur væntanlega ekki þýtt annað en það að Framsóknarflokk- urinn ætli aö verja áfram í aöalat- riöum aflahlutdeildarkerfið og frjálst framsal aflaheimilda ásamt sérabstöðu stórútgerðarinnar í landinu til að eignast auðlindina. Lítib eitt um afleib- ingar af hinu „frjálsa framsali" Eitt af því allra svívirðilegasta, sem vibgengst í kvótakerfinu, eru hin svokölluðu tonn á móti tonni viðskipti, sem fara þannig fram að öflugur kvótaeigandi semur vib út- gerðarmann, gjarnan í öðrum landshluta, um ab hann fiski fyrir viðkomandi. Fiskkaupandinn leggur fram eitt tonn í kvóta, en fær í stabinn tvö VETTVANGUR „Hin sameiginlega auðlind er nú þegar meðhöndluð sem séreign útgerðar- manna. Þeir mega kaupa hana og selja. Þeir mega afskrifa kaupin eins og hverjar aðrar eignir. Fái þeir sérstaka lagasetningu um að þeir megi veðsetja tiltekinn hlut úr tilteknum fiskistofni, eins'og cetlunin er með frumvarpinu um samningsveð, verður það varla skilið öðru vísi en að ígildi eignarréttarins skuli fullkomnað. Nýting fiski- miðanna skuli algerlega meðhöndluð sem séreign kvótaeigendanna. Hvers virði yrði þá sameign þjóð- arinnar?" tonn af fiski á verbi, sem fundib er út með því að draga gangverð á kvóta frá gangverði á fiski. Dæmi frá des. 1994: Þorskverð á markaði kr. 110 á kíló x 2 kíló = 220 kr. Frá dragast 77 fyrir kvóta kaup- andans = 143:2 = meðalverö í við- skiptunum 71,50 kr. Hib raunverulega verð, sem út- gerbarmaðurinn fær fyrir það tonn- ið sem hann veiðir fyrir kvótaeig- andann, verður þess vegna 143 - 110=33 kr. ákíló. Svo mikil er neyð útgerbarmanna ab þeir gera samning eins og þenn- an. Hin skelfilegu áhrif af þessum viðskiptaháttum eru margvísleg: 1. Fiskurinn, sem veiddur er á heimamiðum viðkomandi byggðar- lags og áður var seldur á staðnum, er nú fluttur ab miklum hluta og jafnvel allur í burt til vinnslu ann- ars staðar. Grundvellinum er kippt undan fiskvinnslunni á staðnum og þar með viðkomandi byggbarlagi, sem hefur byggst upp vegna hagstæbrar legu sinnar vib góðum fiskimiðum. 2. Verð á aflaheimildum ákvarð- ast af þessum viðskiptaháttum, þ.e.a.s. þeir aðilar, sem notfæra sér aflaheimildir sínar meb þessum hætti til aö keyra niður fiskverbib og vinna þess vegna með miklu lægri hráefnisverð, geta notab mis- muninn Hl að kaupa sér enn meiri veiðiheimildir og geta af sömu ástæðum borgað langtum hærra verð fyrir varanlega kvóta. Venjulegir bátaútgerðarmenn eiga engan möguleika til að keppa um veiðiheimildir við aðila eins og þessa. Afleiðingin er sú ab allur varan- legur kvóti, sem losnar, endar hjá aðilum sem notfæra sér abstöðu sína með þessum hætti. 3. Öll önnur fiskvinnslufyrirtæki en þau, sem notfæra sér kerfið til að þrýsta niður hráefnisverðinu (þ.e. þau sem ekki eiga aðild að útgerð sjálf og kaupa á fiskmörkuðum eða beint af útgerðum) eiga mjög undir högg að sækja og hafa fjölmörg hætt starfsemi og í sumum byggðar- lögum er nú enginn fiskur unninn lengur. 4. Með þessum tonn á móti tonni viðskiptum eru samningar sjó- manna í raun og veru brotnir vegna þess að kvótaviðskiptin koma hvergi fram, einungis er látið heita að verið sé ab semja um fiskverð. En margir sjómenn láta blekkjast af sínum stundarhagsmunum, þ.e.a.s. ab meb því að báturinn fái að fiska meira fái þeir hærri heildar- tekjur. En sé litið á tekjur stéttarinnar sem heildar, þá minnka tekjur sjó- manna um auölindaskatt kvótaeig- endanna. Þetta þýðir, miðað viö dæmið hér á undan, að fyrir hvert þorsktonn, sem veitt var í des. sl. af kvóta þeirra sem stunda svona viðskipti, borg- uðu sjómenn hlut úr 77 krónum og útgerðarmenn þeirra það sem upp á vantaði. Ástæðan fyrir þessari óheillaþró- un er sú, aö í núgildandi kvótakerfi hafa þeir sem fá úthlutab kvóta, ígildi eignarhalds á því að draga fisk úr sjó. Þeir geta keypt og selt þennan rétt án tillits til hagsmuna annarra íbúa vibkomandi byggðarlags. Önnur byggðarlög geta eignast rétt- inn til að yrkja mið byggðarlagsins, en þaö sjálft veslast upp og deyr. Þessa þróun erum vib að sjá víða um landið. í Snæfellsbæ hafa átta fiskverk- unarfyrirtæki hætt starfsemi á síð- ustu fjórum til fimm árum. í Stykk- ishólmi er enginn botnfiskur unn- inn, þaban er fiskurinn keyrður norður á Árskógsströnd til vinnslu um þessar mundir. Þessa dagana eru fylgjendur þessa óheillafyrirkomulags að gera til- raun til ab lögfesta rétt kvótaeig- enda til að vebsetja heimildir. Verði það gert, er þab enn ein vís- bendingin um það hvert stefnt er. Hin sameiginlega auðlind er nú þegar meðhöndluð sem séreign út- gerðarmanna. Þeir mega kaupa hana og selja. Þeir mega afskrifa kaupin eins og hverjar abrar eignir. Fái þeir sérstaka lagasetningu um að þeir megi veðsetja tiltekinn hlut úr tilteknum fiskistofni, eins og ætlun- in er með frumvarpinu um samn- ingsveð, verður það varla skilib öbru vísi en að ígildi eignarréttarins skuli fullkomnað. Nýting fiskimið- anna skuli algerlega meöhöndluð sem séreign kvótaeigendanna. Hvers virði yrði þá sameign þjóðar- innar? Hér er abeins fjallað um fá af þeim vandamálum sem fylgja þessu stórhættulega fyrirkomulagi, en þau sem hér eru nefnd skipta sköp- um um framtíð byggðanna, sem byggst hafa upp vegna nærliggjandi fiskimiða. Fólkið í þessum byggbum hlýtur að hlusta grannt eftir afstöbu frambjóöenda og flokka til mála, sem varða svo miklu um lífsgrund- völl þess, í aðdraganda þessara kosninga. Núverandi formaöur Framsókn- arflokksins er harður stuðnings- maður kvótakerfisins og kvótakerf- ið er nú sem fyrr á stefnuskrá flokksins. Framsóknarflokkurinn getur ráðið mjög miklu um hvort hægt verður að snúa þróuninni við. Þessu fyrirkomulagi verður ekki hrundið nema með pólitískum að- gerðum fólksins í sjávarbyggðun- um. Fólkið í sjávarútvegsbyggðunum umhverfis landið hlýtur að verða að gera upp við sig hvort það er tilbúið að styðja kvótastefnu Framsóknar- flokksins með atkvæbi sínu í kom- andi kosningum. Höfundur er alþingismabur. Halldór Kristjánsson: Lífseig vitleysa um vægi atkvæða Kokhraustur maður komst í útvarp- iö 23. janúar. Hann átti að tala um daginn og veginn. Þar kom tali hans að hann ræddi um „þann minnihluta þjóðarinnar sem réði meirihluta Alþingis". Ekki er það ætlun mín að verja sérstaklega kosningalög þau sem nú gilda hér á landi. Annab mál er þab að hvorki er dyggð né skylda aö þegja vib hvaða bulli sem sagt er um þau og áhrif þeirra. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningarnar 1991 var heildartala atkvæða þingflokkanna og þingmannatala þessi: Fyrir 30 árum hóf Sögufélag Skag- firðinga útgáfu á Skagfirskum ævi- skrám. Náðu þær til búenda á tíma- bilinu frá 1890-1910. Urðu þau bindi fjögur. Áriö 1981 var svo haf- in útgáfa á þáttum fyrir tímabiliö frá 1850-1890. Eru þau bindi orðin sex og fleiri munu væntanleg, þótt einhver bið kunni á því ab verða. þJú er hafin þriðja lotan og tekur hún til tímabilsins frá 1910-1950. í formála Hjalta Pálssonar héraðs- skjalavarðar, sem annast ritstjóm og umsjá með útgáfunni, segir svo m.a.: „í þessum flokki æviskráa verður fjallað um húsbændur, sem bjuggu eba héldu heimili á fyrri hluta ald- „Svo geta menn reiknað sjálfir fram og aftur. Hér skal bent á það að núverandi stjómar- flokkar fengu 85.295 atkvœði. Það er ekki minnihluti af 160.142 atkvceðum." Alþýðuflokkur 24.459 atkvæði, þingmenn 10. Framsóknarflokkur 29.866 atkvæði, þingmenn 13. Sjálfstæðisflokkur 60.836 atkvæöi, arinnar og í sumum tilfellum allt fram á síbasta áratug. Hér munu einnig koma ýmsir þeir, sem átt hefðu heima í flokknum 1890- 1910, en var ekki skrifað þá um af einhverjum ástæðum. Hér verður einnig, eftir því sem ásíæður leyfa, tekið með fólk, sem hélt sjálfstætt heimili, j)ótt ekki hafi búið á lög- býli, t.d. húsfólk eða húsrábendur á Hofsósi og Sauðárkróki o.v.". Bókin hefst á tveimur þáttum um látna velunnara útgáfunnar. Hinn fyrri er um Pál Sigurðsson frá Lundi í Stíflu. Páll bjó á Hofi í Hjaltadal frá 1945-1963, en var jafnframt íþróttakennari vib Bændaskólann á Hólum. Hafði þá lokib prófi við þingmenn 25. Alþýöubandalag 22.706 atkvæði, þingmenn 9. Kvennalisti 13.069 atkvæði, þing- menn 6. Greidd atkvæði voru alls 160.142. Þegar þessar tölur eru athugaöar ættu flestir þeirra, sem teljast mega með réttu ráði, að geta séb að eng- inn minnihluti þjóðar ræður meiri- hluta Alþingis. Sennilega eru þó ýmsir sömu skoðunar og hinn mál- glaði maöur var í útvarpinu. Þessi orð eru skrifuð og tölur festar á blað í tilraunaskyni til að leibrétta þann misskilning. Fólk hefur verið glapið íþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Frá Hofi flutti Páll til Akureyrar þar sem hann vann hjá Kaupfélagi Eyfiröinga í 20 ár. Síð- ustu árin bjó hann á Sauðárkróki. Á efri árum vann hann ómetanlegt starf að söfnun heimilda fyrir ævi- skrárnar, fyrst á Akureyri og síðan á Saubárkróki, og þá ekki eyri fyrir. Fyrir þessi störf og önnur í þágu skagfirskra fræða var Páll gerður ab heiðursfélaga Sögufélags Skagfirð- inga, er félagiö minntist 50 ára af- mælis síns 27. okt. 1987. Hinn þátturinn er um þau mætu og hugljúfu hjón, Sölva Sölvason og Lilju Jónsdóttur ab Hlíöarstíg 4 á Sauðárkróki. Lilja andabist 1987, en með upphrópunum um hróplegt misjafnt vægi atkvæða, en því hefur láðst að kynna sér málin og athuga stabreyndir. Mér sýnist að vægi atkvæða megi meta eftir tölu kjósenda eða at- kvæða bak við hvern alþingismann. Lítum á þær tölur: Alþýðuflokkur 2.445,9 atkvæöi. Framsóknarflokkur 2.297,4 at- kvæði. Sjálfstæðisflokkur 2.339,8 atkvæði. Alþýðubandalag 2.522,9 atkvæbi. Kvennalisti 2.623,8 atkvæbi. Hér verður þó að geta þess að tal- an bak við þingmenn Kvennalist- Sölvi 1993. Er ekki ófyrirsynju aö þeirra er hér minnst, því sama árið og Sölvi andaðist barst Sögufélag- inu dánargjöf frá systkinum og erf- ingjum þeirra hjóna, 750 þús. kr., og skyldi upphæðinni varið til út- gáfu æviskráa frá tímabilinu 1910- 1950. Er þetta bindi fyrsti ávöxtur þessarar höfðinglegu gjafar. í þessu bindi birtast 104 þættir. Eru höfundar þeirra 22, eðlilega fleiri en endranær, þar sem við er- um hér raunverulega staddir í nú- tíðinni og heimildir því fleiri og nærtækari en áður. Af því leiðir ab þættirnir eru yfirleitt mun Iengri og ítarlegri en í hinum fyrri bókum. Að sjálfsögðu er nú, sem áður, tilgreint fæðingar- og dánarár viðkomandi, hvar hann hafi fæbst og hvar and- ast, getið foreldra, uppvaxtarára, dvalarstaba, hjúskapar og afkom- enda. En auk þess er gjarnan greint ans er tekin áður en sæti flakkarans svonefnda er ráðstafað og því er heildinni skipt í fimm staði. En þeg- ar alls er gætt og deilt með 6 í heild- artölu Kvennalistans, verða 2.178,4 atkvæði bak við hvem þingmann Kvennalistans. Svo geta menn reiknað sjálfir fram og aftur. Hér skal bent á það að núverandi stjórnarflokkar fengu 85.295 atkvæði. Það er ekki minni- hluti af 160.142 atkvæbum. Að öðru leyti er svo lesendum lát- iö eftir ab reikna þessi dæmi. Höfundur er rlthöfundur. BÆKUR MAGNÚS H. GÍSLASON frá útliti manna, líkamlegu og and- legu atgervi, störfum þeirra og ein- kennum og ýmsum viðburðum er tengjast þeim, beint eða óbeint. Því eru þættir þessir býsna greinagóðar og ítarlegar æviminningar og er það síst að lasta. í stuttu máli: bæði fróðlegir og skemmtilegir aflestrar. Myndir fylgja flestum þáttunum. í bókarlok er skrá um heimildir, prentabar og óprentaðar, skrá um heimildarmenn, sem eru hvorki fleiri né færri en 76, og loks er svo mannanafnaskrá. Allur er frágangur bókarinnar ágætur og hafi þeir, sem hönd hafa lagt að útgáfu hennar, bestu þakkir fyrir. ■ Skagfirskar æviskrár

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.