Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 2
2 Uíœttm Miövikudagur 15. febrúar 1995 Tíminn spyr,.. Telurbu aö íslenskir stjórn- málamenn njóti trausts ungs fólks? Arnar Jónasson, nemandi í Menntaskólanum viö Sund: „Já ég held þa& a& un,gt fólk almennt treysti þeim. Eg held hins vegar aö ungt fólk spái ekkert vo&alega mikiö í þeim málum og stjórnmálum al- mennt, en ég held a& þeir sem á annað borö setja sig inn í það, treysti þeim." Hrafnhildur Gísladóttir nemandi í Menntaskólan- um vi& Sund: „Nei. Þeir gera svo margt í hinu pólitíska lífi sem gerir það a& verkum að þeir eru ekki traustsins verðir." Kjartan Nielson, nemandi í Menntaskólanum viö Sund: „Ég held ekki. Ég fylgist nú reyndar ekkert alltof mikiö meö stjórnmálum, svona yfir- leitt. Hins vegar virka þeir nú ekkert alltof traustvekjandi á mig þegar ég sé og heyri í þeim í fjölmi&lum, sérstak- lega í útvarpi og sjónvarpi." Ólafur Þ. Þórbarson kominn í slaginn meö nýja hjartaloku og 25 kílóum léttari. Sérframboðið var best úr því sem komið var Ólafur Þ. Þóröarson kominn til starfa á ný. Tímamynd: cs Ólafur Þ. Þór&arson er uppris- inn og tekur sæti á Alþingi í dag eftir aö hafa strítt viö veikindi fyrir hjarta frá því í haust. Hann leysir af Pétur Bjarnason, vara- þingmann sinn, en Pétur hefur ákve&iö a& fara í sérframboö eftir a& hafa orbi& undir í próf- kjöri á Vestfjör&um. Þar hafna&i Gunnlaugur M. Sigmundsson í fyrsta sæti, en Ólafur Þ. fer í baráttusætiö. Hann telur þó sér- frambob Péturs besta kostinn úr því sem komiö er. „Ég er búinn að fara í gegnum þjálfunarprógramm, sem hófst á Landsspítalanum og hélt síðan áfram á Borgarspítalanum og í Hveragerði," segir Ólafur Þ. Þórð- arson. „Ég hef náð lygilegum ár- angri aö mínu viti í að auka mitt þrek. Ég hef mun meira en tvö- faldað það frá því að ég kom úr aðgerð." Hjartalokan endist í 2000 ár -Nú ert þú nýlega risinn upp úr langri og erfiöri sjúkdómslegu. Hefur mótlœtiö breytt þér á einhvem hátt? „Þaö hefur kannski haft tvær afgerandi afæiðingar. Annars veg- ar er það, að mér er raun aö því hversu margir tala illa um íslensk- ar heilbrigðisstéttir. Viö eigum af- burðafólk á því sviði. Þaö er ekk- ert launungamál að ég á íslensk- um læknum líf mitt aö launa. Bjarni Torfason, skurölæknir á Landsspítalanum, ákvað að reyna á mér skurðaögerö við þær að- stæður, að ég var orðina.mjög þreklítill. Hann ásamt öðrum skurðlækni, Kristnijóhannessyni, leysti málið það snilldarlega að ég er bara með stálslegiö hjarta þessa stundina. Þaö er að segja aö í mig er komin hjartaloka sem endist sennilega í 2000 ár, ef með þyrfti. Hitt atriöiö er það, að þetta er harðasta megrunaraðferð sem til er aö mínu viti. Ég er búinn aö léttast um yfir 25 kíló. Það segir manni kannski aö þaö sé nauö- slynlegt að hafa einhvern forða utaná sér áður en maður fer inn á spítala, því þetta er varla nema fyrir fullhrausta menn að vera þarna inni þegar sjúkdómar herja á þá." -Mörgum kann að þykja það nokkuð djarft að taka baráttusœti á lista fyrir alþingiskosningar á Vest- fjörðum undir þessum kringumstœð- um? „Ég er út af fyrir sig í góðu jafn- vægi til þess að taka því sem aö höndum ber í þeim kosningaslag sem framundan er. Ég fór einu sinni vestur gagngert með það fyrir augum að vinna annað sæt- iö, sem flokkurinn hafði átt og þá var tapaö, og það vannst. Út af fyrir sig væri mjög gaman aö geta endurtekið það. Ég er ekki viss um að svo verði. Þar verða örlög aö ráöa. Mér þótti þaö mjög miöur, að Pétur Bjarnason, sem hlaut mjög góða kosningu í pófkjöri í annaö sætið, skyldi, að mínu viti í fljót- ræði, hafna því sæti. Þab er nú einu sinni svo að þaö er ekki gott aö reikna pólitíkina út. í þeirri stöðu, að Alþýðuflokkurinn er klofinn í tvær fylkingar, eru miklu meiri líkur á að ná þessu sæti núna heldur en hefur veriö nokk- un tíma áður. Ég verö aftur á móti aö segja það eins og er, aö úr því að búið er að ala á óánægju allt frá því að prófkjörið fór fram, og árangur þeirrar iðju er að sumum fram- sóknarmönnum hefur orðið það heitt í hamsi að þeir munu trú- lega ekki styðja flokkinn, þá tel ég betra úr því sem komiö er, að Pét- ur fari fram með lista. Ástæðan er sú, aö það er þó skárra að þessir menn kjósi Pétur og hann fái einnig fylgi frá öðrum stjórn- málaflokkum, sér í lagi frá sjálf- stæöismönnum á sunnanverðum Vestfjöröum. Þeir sem hafa glaðst yfir því að Pétur hafi ákveðiö að fara í framboð ættu að skoða hvaðan líklegast er að hann taki fylgiö." Pétur tekur mest frá Sjálfstæðisflokki -Þú vilt meina að hann taki fylgi ftá örðum en Framsóknarmönnum? „Hann tekur að mínu viti mun minna fylgi frá framsóknarmönn- um heldur en frá sjálfstæðis- mönnum. Ástæðurnar eru tvær. Önnur er sú að það er mikil óánægja á sunnanverðum Vest- fjöröum meb framboð sjálfstæöis- manna. Þeir líta svo á að það séu fimm ísfirðingar — og þá kalla ég menn ísfiröinga, hvort sem þeir eru Norður-ísfirðingar eða Vestur- ísfirðingar — í efstu sætunum. Hin ástæðan er sú, ab sá maður, sem átt hefur hvað mestan stuðn- ing meðal sjómanna í röðum sjálfstæðismanna, var færöur nið- ur um eitt sæti eftir að hann hafði fariö í gegnum prófkjör. Ég er al- veg handviss um það, að sjálf- stæðismenn skaða si§ á því. Með allri viröingu fyrir Ólafi Hanni- balssyni, þá er það nú einu sinni svo aö sjómannastéttin er fjöl- menn á Vestfjöröum, og sé mönnum sýnd óvirðing sem að hafa unniö að heilindum aö hennar málefnum, þá taka vest- firskir sjómenn því óstinnt." Áróður á lágu plani -Núverandi kvótakerfi, sem ekki er vinsœlt á Vestfjörðum, hefur verið eignað núverandi formanni Fram- sóknarflokksins. Hver er staða flokksins fyrir vestan? „Staða Framsóknarflokksins er sterk á Vestfjöröum. Núverandi ríkisstjórn hefur skaðað atvinnu- líf Vestfjarða svo mikiö, að þaö þarf að fara aftur til þeirra tíma þegar hruniö varð í lok Viöreisnar til aö finna einhverja hliðstæbu. Kvótakerfið er ekki vinsælt á Vestfjörðum. Vissulega hefur þaö verulega galla og ekki skynsam- legt að mínu viti að festa það í sessi meb því ab taka út m.a. end- urskoðunarákvæði úr kvótalög- unum. Hinu er ekki að leyna aö það er ákaflega billeg lausn, að styja kvótakerfið á Alþingi, eins og Einar Kristinn Guðfinnsson gerði, en ætla síðan að koma meb einhverjar tillögur fyrir kosningar sem honum er manna best ljóst aö veröa aldrei samþykktar af Sjáfstæðisflokknum. Sjávarútveg- stillögur þingmanna Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum eru í reynd fyrst og fremst kosninga- áróður á mjög lágu plani." Hikubu ísfiröingar? -Þetta er erfitt fyrirþig að þurfa að berjast gegn þeim manni sem þú vannst með fyrir síðustu kosningar? „Menn hefðu gjanan vilja kom- ast hjá því aö lenda í þessari aö- stöðu. Hinu er ekki aö leyna, að eftir að Pétur var búinn að hafna öðru sætinu í vitna viðurvist, þá var nokkur vandi á höndum. Menn á Vestfjörðum, sem höföu spurnir af því aö mér heföi batnað hraöar«n búist var við, leituðu til mín og báöu mig að taka annað sætið. Ég met marga þessa menn mikils og svaraði því til að ef þeir héldu aö þetta yröi til sátta meöal framsóknarmanna á Vestfjöröum myndi ég gefa kost á mér." -Hvor ykkar hefur meira persónu- fylgi, þú eða Pétur Bjarason? „Því er erfitt að svara. Niður- stööur þeirra kosninga sem nú fara í hönd munu í reynd byggj- ast á þessu. Á vissan hátt er mitt eigiö persónufylgi þekktari stærö fyrir mig og þægilegra að svara fyrir þaö heldur en hvert persónu- fylgi Pétur Bjaranson muni hafa. í því prófkjöri sem fór fram á Vest- fjöröum kom eitt mér meira á óvart en nokkuð annaö og þaö var hversu lítil þátttakan var á Isa- firöi. Ég gat ekki skilið þaö á ann- an veg en þann, ab þessi mikli munur á stuðningi flokksins í sveitarstjórnarkosningum og þátttökunnar í prófkjörinu hafi verið af hálfu ísfiröinga nokkurt hik um að meta þaö hvorn þeir vildu heldur, Gunnlaug Sig- mundsson eða Pétur Bjarnason."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.