Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 15. febrúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Veljum íslenskt Þaö er kunnara en frá þurfi að segja að íslensk út- flutningsframleiðsla byggir mjög á sjávarútvegi og íslendingar eru háðari utanríkisviðskiptum en margar aðrar þjóðir. Innflutningur til landsins á hvers konar iðnaðarvörum er mikill. Heimamark- aðurinn hér er lítill, sem eðlilegt er, en grundvöll- ur öflugs iðnaðar er stór heimamarkaður. Það sýnir sig að hvers konar iðnaður tengdur sjávarútvegi hefur þróast hér á landi. Hann hefur náð að festa rætur á erlendum mörkuðum og ástæðan er ekki síst þróaður sjávarútvegur hér á landi og öflugur heimamarkaður sem fylgir hon- um. Þrátt fyrir að annar útflutningsiðnaður hafi átt erfiðara uppdráttar, berast við og við góð tíðindi af þeim vettvangi. Nýlega birtust um það fréttir að lyfjafyrirtæki hérlendis hefði gert stóra samninga um útflutning á hjartalyfjum til Þýskalands. Þetta sýnir meðal annars þýðingu greiðra og hindrunar- lausra viðskipta fyrir útflutning okkar og mögu- leika smárra aðila þegar einkaleyfi falla úr gildi, eins og í þessu tilviki. Nýlega hefur birst viöhorfskönnun um afstöðu neytenda á íslandi til íslensks iðnvarnings í sam- anburði við innfluttar vörur. Þessi könnun var gerð á-vegum átaksins „íslenskt — já takk". Niður- stöðurnar eru athyglisverðar. 81% landsmanna samkvæmt könnuninni velja íslenskt ef vörurnar eru sambærilegar, en hins vegar stendur almenn- ingur í þeirri trú að þær vörur séu dýrari en þær innfluttu. Lauslegar verðkannanir benda til þess að svo sé ekki og verð íslenskra vara hafi farið lækkandi undanfarin ár. Aukin markaðshlutdeild íslenskra iðnaðarvara er ekkert smámál. Um 6000 manns á íslandi eru án atvinnu að jafnaði. Þar að auki kemur fjölmargt fólk inn á vinnumarkaðinn á næstu árum. Tækni- þróun, sem nauðsynleg er til þess að halda velli í erlendri samkeppni, ýtir fólki út úr störfum. Það er alveg ljóst að ef takast á að halda uppi atvinnu á komandi árum, verður iðnaðurinn að koma inn í þá mynd. Aukning í þjónustugreinum kemur ekki ein til hjálpar. Við íslendingar flytjum inn iðnaðarvörur, sem framleiddar eru í landinu, fyrir um 20 milljarða króna árlega. Það þarf ekki mikla efnahagsspek- inga til þess að sjá hvaða þýðingu það hefði að koma þessari upphæð niður í 10 milljarða króna með átaki alls þorra almennings í kaupum á inn- lendum vörum. Það mundi þýða atvinnu fyrir þúsundir manna. Því ætti að vera lag til þess fyrir þá, sem reka áróður fyrir íslenskum iðnvarningi, að gera það á forsendum þess að þar sé um góð viðskipti fyrir neytendur að ræða. Góð viðskipti þýðir einfald- lega að það sé betra fyrir efnahaginn að kaupa inn- lendar vörur og síðan komi allur þjóðhagslegur ávinningur að auki. Kannanir benda til þess að efnahagslegur ávinningur fyrir einstaklinginn og þjóðhagslegur ávinningur fari saman, ef sem flest- ir taka íslenska framleiðslu fram yfir þá erlendu. Tekist a 1 Sjálfstæðisflokknum Garri hefur fyrir satt ab Árni Johnsen, alþingismabur á Sub- urlandi, neiti stabfastlega ab trúa því ab sólin hafi blindað Eggert Haukdal á bílastæbi Al- þingis, þegar sá síðarnefndi ók utan í fellihlið á bílastæbinu í beinni útsendingu á Stöb 2. Heimildir Garra herma ab Árni telji Eggert einfaldlega slappan bílstjóra og eigi þess vegna ekk- ert erindi á þing fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, en sem kunnugt er mótast pólitík Árna mikib af bílum og akstri, eins og stóra mál hans á þessu kjörtímabili — einstaklingsbundin bílnúm- er — ber vott um. Eggert, sem í gær kynnti Suðurlandslista sinn, er sannfærður um að framboö hans sé pólitískur Suðurlandsskjálfti og hafi tvö- falt erindi við boöun fagnaðar- erindisins eftir að hann, eins og Sál forðum, var sleginn sól- arblindu í bíl sínum á dögun- um. ✓ Isjakatoppurinn En væringar Árna Johnsen og Eggerts Haukdal eru þó ekki nema toppurinn á ísjakanum í því ótrúlega bandaíagi sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Leið- togi flokksins í þessu kjördæmi er enginn annar en sjálfur Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra og fyrrum formaður flokksins, og það kemur að sjálfsögðu illa út fyrir hann að hafa ekki meiri stjórn á og meiri forustu fyrir sínu liði en svo, að allt logar í illdeilum og opinberum átökum, sem enda í sérframboðum. Það kom því ekki á óvart að Draumsýn sósíalista Alþýbubandalagsmennirnir, sem eru að gera sig að brjóstvörn skoð- anafrelsisins í landinu meb því ab gera alla fjölmiðla tortryggilega og starfsmenn þeirra að leiguþýjum peningavalds og jafnvel taldir hafa lent í tröllahöndum, fengu góðan liðsauka og meðreiðarmann í sið- væðingunni. Þar fór Gubmundur Árni, listelskur maður úr Hafnar- firði, sem taldi sig fylgjandi hug- myndum Allaballa um prentfrelsib. íslensk Pravda er draumsýn sósí- alista sem vafalítið verður hrint í framkvæmd. Guðrún Helgadóttir sagbi á Alþingi að það væri fullt eins mikil þörf á ríkisreknu dag- blaði og ríkisreknu útvarpi. heyra af því í fréttum, meðan framboð Eggerts var í gerjun, ab maður eftir mann og félag eftir félag í Sjálfstæðisflokkn- um hafi gengib á Eggert til að reyna að fá hann til að hætta GARRI við framboð. Allir nema einn. Einn er sá maður í Sjálfstæðis- flokknum sem ekkert var að reyna að fá Eggert til að hætta við, en það er Sunnlendingur- inn sem í æsku bað guð um tyggjó á Selfossi, sjálfur Davíö Oddsson. Vissulega eru það at- hyglisverb tíðindi, sem nú hafa verið staðfest af Eggerti sjálfum í viðtali í Alþýðublaðinu, að formabur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki talib ástæðu til að beita sér gegn því að flokkur- inn klofnaði á Suburlandi. En í ljósi þeirra viövarandi væringa, sem blunda alltaf í samskipt- um Þorsteins og Davíðs, kemur þetta þó ekki svo mikið á óvart. Blaðið verður stórt og öflugt, því það verður sent inn á hvert heimili, hverja stofnun og fyrirtæki og nef- skattur lagður á hvert mannsbarn og kallaður áskriftargjöld. Starfslib mun skipta hundruðum og þúsundum manna, ef hlutastörf eru talin. Ríkisviljinn mun neyta aðstöbu sinnar til að soga til sín auglýsingatekjur og hamra á því að hvergi eigi að auglýsa nema í hon- um, því útbreibslan sé svo ofboðs- leg. Ég er mestur, stærstur, bestur verður kjörorðið og haganlega til- reiddar skobanakannanir staðfesta hug almennings til eignar sinnar, því þab liggur í augum uppi að þjóbin á Ríkisviljann. En af því að ríkiö hefur mikla reynslu af að reka Tefla fram Eggerti og Árna Hitt virðist þó nokkub augljóst að þegar formenn flokka hreyfa hvorki legg né lið til þess að koma í veg fyrir klofning í sínum eigin flokki, er viðkomandi formanni klofningurinn ekki mikið áhyggjuefni. í þab minnsta er slíkum formanni ekki eins leitt og hann lætur, þó hlutirnir gangi ekki alveg upp hjá flokknum í vibkomandi kjördæmi. Þetta virðist einmitt vera að gerast í Suðurlandskjördæmi og greinilegt að skotgrafahernaði forsætis- og sjávarútvegsrábherra er hvergi nærri lokib. Þessa dag- ana há þeir sínar orustur þó „a proxi" með því aö takast ekki beint á, heldur tefla þeir fram tindátunum Eggerti og Árna og berast átök þeirra vítt um Su&ur- land og inn á bílastæði Alþingis í Reykjavík. Enn er eftir ab sjá hver á síðasta orbið í snerru þeirra Egg- erts og Árna, hvort það verður Þorsteinn eða Davíð. Gani þarf tröllaukinn fjölmiðlarisa verður miðstýringunni ekki skotaskuld úr því að efla upp dagblaö og nauðga því upp á hvern mann til að útlista sannleikann ómengaðan. Það gerði sannleiksboðberinn Pravda með sóma og sann og var með víðlesnustu blöðum þegar skobanabræöur Allaballa og Guð- mundar Árna máttu sín einhvers í fjölmiðlaheiminum. Þar sem engin tengsl mega vera milli útvarps og blaðaútgáfu, eins og Ólafur Ragnar og Svavar bentu útþrykkilega á í umræbunum um hlutabréfasölur í fjölmiðlafyrirtækj- um, verður Ríkisviljinn ríkisrekið bákn við hliðina á Ríkisútvarpinu og bætast við nokkrar ríkisreknar fréttastofnanir, sem eru í fullum gangi á Rás eitt og Rás tvö og í sjón- varpi. Fréttastofurnar tvær eru að- eins hluti af ríkisrekna fréttaflutn- ingnum, þegar betur er að gætt. Vonandi dregst ekki úr hömlu að fram komi frumvarp um ríkisblað til ab það komist sem fyrst á kopp- inn og taki til við að flytja áreiðan- legar upplýsingar. Annars er ekki víst ab þess þurfi, því ríkib rekur blab sem kemur út næstum daglega. Væri nóg að efla Lögbirtingablaðið, skipta um nafn á því og setja lög um skylduáskrift og ráða nokkur hundruð starfsmenn til að bera sannleikanum vitni. Þá mun þjóbin eignast sinn Ríkis- vilja og Alþýðubandalagið mál- gagn, ef vel tekst til. OÓ Rikisvilji er allt sem Umbrot í fjölmiðlaheiminum eru með fjörugra móti um þessar mundir og ber þar fleira til. Eigna- tiifærslur með hlutabréf í útvarpsfé- lagi og blaðaútgáfu urðu tilefni um- ræðu á Alþingi þar sem Allaballar lýstu yfir enn einn ganginn þung- um áhyggjum yfir ab nú væri skoð- anafrelsið endanlega fyrir borb bor- ið. Það er annars undarlegt hve erf- ingjar gamla kommaflokksins eru ákafir formælendur rit- og skoðana- frelsis þegar þeir álíta aö þab sé í höndum annarra en þeirra sjálfra. Umræðan um fjölmiðlunina var hin merkasta og upplýsandi í besta lagi. Það athyglisveröasta var nátt- úrlega tillaga þingmanns Alþýbu- bandalagsins-um að Alþingi kæmi upp dagblaði sem ríkið á ab reka. Guðrún Helgadóttir mælti fyrir hugmyndinni og vill fá Ríkisdag- blab eins og Ríkisútvarp og sagðist enda ekki treysta flokksblöðum, en það eru samkvæmt skilgreiningu öll blöð sem Allaballar hafa ekki öll tögl og hagldir í og ráða efnistök- um. Áhugamenn um ríkisrekstur gáfu einu sinni út Þjóðviljann og til minningar um hann verður heiti nýja blaðsins að sjálfsögðu Ríkisvilj- inn. Stjórn Ríkisviljans verður kosin af Alþingi og flokkatengsl og kunn- ingsskapur við ráðherra sem sitja hverju sinni mun ráða hverjir velj- ast á ritstjórn og í aðrar stöður. Á vfóavangi Ríkisviljinn veröur ebli sínu sam- kvæmt rekinn á sama grundvelli og Ríkisútvarpið. Eflum ríkisbáknin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.