Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 15. febrúar 1995 13 Astfanginn háskólaborgari Skuggalendur (Shadowlands) ★★★1/2 Handrít: William Nicholson. Byggt á leikriti hans. Leikstjóri: Richard Attenborough. Abalhlutverk: Anthony Hopkins, Debra Winger, Edward Hardwicke, John Wood, Peter Firth og Joseph Mazzello. Háskólabíó. Öllum leyfb. Þaö er einkennilegt aö þessi gæöamynd skuli vera svo seint á ferö hérlendis, en hún er oröin rúmlega ársgömul. í dag þykir þaö seint því vel flestar myndir, sem á annaö borö eru sýndar hér á landi, eru ekki mikiö meira en mánaöargamlar ef ekki yngri. Hér segir af rithöfundinum og háskólaprófessornum C.S. Lew- is (Hopkins), sem býr með bróö- ur sínum, Warnie (Hardwicke), og er tekinn aö eldast. Kvenna- málin hafa ekki verið hátt skrif- uö hjá þessum enska séntil- manni þegar hann kynnist Joy Gresham (Winger), bandarískri skáldkonu. Hún er andstæöa hans aö mestu leyti, segir það sem henni býr í huga og kemur miklu róti á huga hans. í fyrsta skipti í lífinu tekur ástin völdin hjá Lewis og þessar ólíku per- sónur finna fiamingjuna sam- an, þótt ýmis ljón séu á vegin- um. Hér er um virkilega vandaða mynd að ræöa þar sem Anthony KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON Hopkins og Debra Winger fara bæöi á kostum í hlutverkum sínum. Tilfinningaríku sam- bandi þeirra eru gerö góð skil án allrar væmni og samræöur þeirra eru vel skrifaðar og trú- verðugar. Þetta tekst þrátt fyrir aö efniö bjóði upp á aö væmnin taki yfirhöndina. Leikstjórn Richard Attenboroughs ber að þakka fyrir þetta en hann hefur mikla reynslu í aö koma dramatískum efnivið á filmu, sbr. Gandhi og Cry Freedom. Sagan er e.t.v. nokkuð fyrirsjá- anleg á köflum en frábær leikur aöal- og aukaleikara bætir mikiö fyrir þaö. Anthony Hopkins bætir hér enn einni skrautfjööur í hattinn með túlkun sinni á C.S. Lewis en Debra Winger stendur hon- um síst að baki, vinnur mikinn leiksigur og fékk Óskarsverö- launatilnefningu fyrir vikiö á síöasta ári. Skuggalendur er falleg, vönd- uö og sérlega vel leikin mynd, sem á köflum ristir mjög djúpt og skilur mikið eftir sig. ■ ||U FRAMSÓKNARFL0KK0R1NN Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundurverbur haldinn mibvikudaginn 15. febrúarkl. 20.30 á kosningaskrifstofunni ab Hverfisgötu 31. Fundarefni: Konur á frambobslista. Kynning — Umraebur. Fjölmennib — takib meb gesti. Stjórn Framsóknarvist Spilum félagsvist á Hvoli, Hvolsvelli, sem hér segir: Sunnudag 19. febrúar kl. 21.00 Cób kvöldverblaun öll kvöldin. Mætum öll. Framsóknarfélag Rangceinga r ---\ Elskuleg móbir okkar, tengdamó&ir, amma, lang- amma og langalangamma Áslaug Lilja Árnadóttir frá Krossi Lundarreykjadal lést aö Sólvangi, Hafnarfir&i 13. febrúar. Jarösett veröur aö Lundi, Lundarreykjadal, föstudag- inn 17. febrúar kl. 14.00. Rúta frá Sæmundi fer frá Umferöarmiöstööinni kl. 10.00 fyrir þá sem þess óska. V. Sigrún Halldórsdóttir Guöný Halldórsdóttir Arndís Halldórsdóttir Guörún Halldórsdóttir Hulda Halldórsdóttir Benóný Halldórsson Óskar Halldórsson Siguröur Halldórsson Jón Halldórsson Kári Friöriksson Finnbogi Kr. Arndal Reynir Bjömsson Guömundur Karlsson Bjarni Þorláksson Elísabet Benediktsdóttir Sigrún Siguröardóttir Karí Berg jófríöur Leifsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ótrúleg saga af fœbingardeild í Kanada: Barniö úrskuröaö látiö, en lifnaöi viö í örmum móöurinnar Deborah Goodwin og Taryn ídag. Sennilega vandfundnar hamingju- samari mæbgur. Deborah Goodwin var harmi slegin þegar fæðingarlæknir tjáði henni eftir fæöingu að dóttir hennar hefði fæðst and- vana. í örvæntingu bað hún um aö fá að halda á litlu stúlk- unni eitt augnablik og krafta- verkiö átti sér stað. Stúlkan lifnaöi við í örmum móöur sinnar. „Taryn er kraftaverkastúlka," segir yfirhjúkmnarkona fæö- ingardeildarinnar á Victoria- spítalanum í Bresku Kólumb- íu, Kanada. „Þaö eru engin læknisfræðileg rök sem geta útskýrt af hverju stúlkan lifn- í SPEGLI TÍIVIANS aöi viö." Þessi furöulega saga hefst þegar Deborah fékk blæðingu eftir aöeins 22 vikna meö- göngutíma. „Líf sjálfrar mín var í hættu, en öll orkan beindist aö því aö bjarga lífi barnsins míns," segir Deborah sem var flutt í skyndingu meö þyrlu á Victoria-sjúkrahúsið. Næstu tvær vikur fóru í aö reyna að fresta fæðingunni og missti Deborah u.þ.b. helming af blóði sínu. 8. október 1994 varö ekki aftur snúiö, en þá fékk Deborah fæðingarhríðir. Henni var tjáö að lífslíkur barnsins væru 0-5%. Þaö kom því engum á óvart aö stúlkan skyldi fæðast andvana, en hinsta ósk Deborah var aö halda á litla krílinu um stund. Barnib var rúmlega tvær merk- ur og um 30 cm á lengd. Hún hélt barninu um stund og sá þá skyndilega augun opnast. Deborah hrópaöi upp yfir sig: „Hún lifir, hún lifir", og hjúkrunarfólkið kom hlaup- andi í þeirri trú að Deborah heföi fengið taugaáfall. Vib tóku erfiðir mánuðir á sjúkrahúsinu, en 5 mánuðum seinna var litlu stúlkunni, Taryn, leyft að fara heim til forelda sinna og er hún viö hestaheilsu í dag. „Þetta kenn- ir okkur aö sumt veröur aldrei skýrt út frá vísindalegum for- sendum," segir Bob Parker, fæðingarlæknir á Victoria- spítalanum, og þvertekur fyrir að mannleg mistök hafi átt sér staö er barnið var úrskuröað látið. Tími kraftaverkanna er sem sagt ekki liðinn enn. ■ Hin örsmáa Taryn, kraftaverkabarnib átta vikna gamalt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.