Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.B0 í gær) • Su&vesturmi&: NA-stinningskaldi og él í fyrstu. Léttir sí&an til, fyrst A-til. • Su&url. til Brei&afj, Faxaflóamib og Breibafj.mib: NA-stinnings- kaldi, en allhvasst N og V-til á mi&um. Víoast léttskýjaö. • Vestf., Vestfj.miö og NV-mi&: N og NA-hvassviöri e&a stormur. Vaxandi éljagangur. • Strandir og Norburland vestra: Allhvass NA me& éljum. Lægir sí&degis. • Nor&url. eystra og NA-mi&: NA-kaldi e&a stinningskaldi. Dregur úr éljagangi. • Austurl. ab Glettingi, Austfir&ir, A-mib og Austfj.mib: NA-gola e&a kaldi. El. • SA-land og SA-mi&: NA-kaldi í fyrstu, en N og NA-gola e&a kaldi sí&degis. Léttskýjaö. Suöurlandslisti Eggerts Haukdal var kynntur í gœr. Eggert segir þetta ekki klofningsframboö frá Sjálfstœöisflokknum: „Ég var klofinn frá flokknum, ekki öfugt" „Nei, ég er ekki aö kljúfa Sjálf- stæbisflokkinn. Þessi er öfugt farið. Sannleikurinn er sá a& efstu menn þess flokks hér á Suburlandi klufu mig frá flokknum og gegn þeim og Sjálfstæbisflokknum er Subur- landslistanum beint," sagbi Eggert Haukdal alþingismab- ur þegar hann kynnti í gær sérframbob sitt, Suburlands- listann — lista utan flokka. Málefnaáhersla Suðurlands- listans er mjög í anda hags- munamála dreifbýlisins og þess sem Eggert Haukdal hefur barist fyrir á Alþingi í gegnum árin. Þannig er t.d. inngöngu í ESB hafnað og hvatt til aö varúðar verði gætt í milliríkjasamning- um og erlendum fjárfestingum hér á landi. Ekki megi fórna hagsmunum landbúnaðar í viö- skiptasamningum milli ríkja eins og Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra hefur gert að mati Eggerts. Viðhalda verð- ur stöðugleika í efnahagsmál- um. Liður í því sé að afnema verðtryggingu skulda, enda sé hún meginorsök skulda heimil- anna. Endurskoða þurfi fisk- veiðistefnuna með bættan hag bátaflotans og útgerða einstak- linga að leiðarljósi. „Nei, ég hefu ekki sagt mig úr Sjálfstæöisflokknum og hef enn ekki ákveðið hvort ég geri það," sagði Eggert Haukdal. Framboð- inu beinir hann gegn þeim Þor- steini Pálssyni og Arna Johnsen sem hann segir hafa unnið skipulega gegn sér. Um þá sem skipa Suðurlandslistann segir Eggert að þeir hafi líklega kosið Sjálfstæðisflokkinn í gegnum tíðina en þetta eru auk Eggerts þessir: Sigurður Ingi Ingólfsson, Móeiður Ágústsdóttir á Stokks- eyri, Gísli H. Magnússon Ytri Ásum, María Leósdóttir á Sel- fossi, Kristinn Guðnason Skarði, Sigtryggur Þrastarson Vest- mannaeyjum, Hannes Sigurðs- son Þorlákshöfn, Örn Einarsson Flúðum, Ágúst Grétar Ágústs- son Vestmannaeyjum, Ragnar Jónsson Selfossi og Katrín Samúelsdóttir í Pulu. - SBS, Selfossi íslenskar sjávarafuröir: Heppilegt hús- næoi vandfundið Enn hefur ekki verib tekin ákvörbun um framtíbarstabsetn- ingu á höfubstöbvum íslenska sjávarafur&a, en samkvæmt kaupsamningi íslandsbanka á núverandi húsnæbi fyrirtækisins á Kirkjusandi þarf ÍS a& rýma þab í júlí næstkomandi. Kristinn Lund, framkvæmda- stjóri fjármála og stjómunarsviðs ÍS, segir að nú sé unnið að því að finna fyrirtækinu framtíðarstað á höfuðborgarsvæðinu. „Það kemur okkur í raun á óvart, að eftir allt umtal um að gífurlegt framboð sé á góðu skrifstofuhúsnæði hér á svæð- inu, þá hefur komið í ljós að lítið er til af húsnæði sem er það stórt að það myndi hýsa skrifstofur fyrir- tækisins," segir Kristinn Lund, en alls þarf fyrirtækið um 1200-1400 fermetra fyrir starfssemina. Krist- inn vildi ekki tjá um sig hvaða stað- setningar þeir væru að skoða fyrst og fremst en ákvörðun yrði tekin í lok næstu viku. ■ Nýja loönubrœöslan á Fáskrúösfíröi vœntanleg til landsins um 20. mars frá Japan. Loönuvinnslan hf.: Japanir gefa grænt ljos á frystingu Fulltrúar japanskra kaupenda stefnt að því að verksmiðjan gafu grænt ljos a loönufryst- ingu hjá Lobnuvinnslunni hf. á Fáskrúbsfirbi í gær eftir ab þeir höfbu tekib út afla Bergs VE sem kom meb um 500 tonn af lobnu. En ágætis veibi hefur verib á mibunum þar eystra. Haraldur Haraldson í Ándra hf. og einn af eigendum Loðnu- vinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði segir að hrognafyllingin hafi ver- ið um 14%. Hann segir að það hafi ekki komib ab sök þótt ein- hver áta sé í loðnunni vegna þess hve stuttur tími leiö frá því hún var veidd og komið var með afl- ann til vinnslu. En innan við fjögurra tíma sigling er frá mið- unum og inn til Fáskrúðsfjarðar. Búist er við ab nýja loðnu- bræðslan sem keypt var í Japan komi til landsins seinnihluta næsta mánuðar, eða 20. mars nk., en hún var lestuð um borð í skip þann 4. febrúar sl. Upphaflega var kæmi hingaö til lands í ágúst í fyrra en vegna seinagangs í „kerf- inu" eins og Haraldur orðar það, varð ekkert úr því. Hann segir að verksmiðjan verði tilbúin næsta haust, en þangað til verður notast við gömlu bræbsluna á Fáskrúðs- firði. Nýja verksmibjan með öllu er fjárfesting uppá 600 miljónir króna og mun hún geta brætt um eitt þúsund tonn á sólarhring. Án mikils tilkostnabar á ab vera hægt að auka afköst hennar í tæp 1400 tonn á sólarhring. Með tilkomu hennar mun afkastageta loðnu- verksmiðja fyrir austan aukast töluvert frá því sem nú er. Ef ekk- ert lát verður á loðnuveiðum er skammt í það ab erfitt verði að fá löndun á Austfjaröahöfnum og því viðbúið að loðnuskip fari að sigla með aflann norður fyrir land, eöa til útlanda. Súöavík: Landburbur af rækju Landbur&ur af rækju hefur verib hjá Frosta hf. í Sú&avík í vikunni. í vikubyrjun kom Bessi meb 90 tonn af rækju eftir fimm daga veibiferb og nam aflaverbmætib um 8 miljónum króna. í gær kom Banaslys varb þegar vörubifreið og fólksbifreiö lentu harkalega saman við bæinn Stóru-Þúfu, sem stendur vib Laxá í Mikla- holtshreppi, um klukkan 16.00 í gær. Þrír voru í bílunum og lést einn, en hinir tveir voru fluttir slasabir á sjúkrahús. Slys- ið varö þegar bílarnir mættust við ánna og eru bábir bílarnir mikið skemmdir. ■ Haffari meb 40 tonn og í dag er búist vib Kofra meb annab eins af Vestfjar&ami&um. Ingimar Halldórsson fram- kvæmdastjóri Frosta hf. segir að unnið sé á tveimur vöktum við rækjuvinnsluna í stab einnar þegar vinnslan var gangsett ab nýju í lok janúar. Hann segir að þótt íbúar Súbavíkur muni eflaust verða lengi að ná sér eftir hörmungar snjóflóðs- ins, þá sé vinnan komin á fullt og fólk að skila sér smátt og smátt tii baka. Það séu einna helst fjölskyld- ur með börn sem dvelja enn á ísa- firði og það helgast öðru fremur af skóla- og dagvistunarmálum. Framkvæmdastjórinn segir að af- uröaverö á rækju sé enn á uppleið á erlendum mörkuðum og rækjunni sé skipaö út nánast jafnóðum og búið sé að vinna hana. ■ Banaslys í Mikla- holtshreppi Frá fundi nemenda íMS ígœr. Fjölmennur stjórnmálafundur í Menntaskólanum viö Sund: Fjörugar umræður um menntakerfiö Tímamynd: CS Nemendafélag Menntaskólans við Sund hélt í gær stjórmála- fund þar sem þingmenn allra stjórmálaflokka, auk fulltrúa Þjóbvaka til a& flytja erindi og svara spurningum. Ab loknum framsöguerindum, urbu fjörugar umræður um stefnu flokkanna í menntamálum, nið- urskurð til menntamála, yfirvof- andi kennaraverkfall og hvernig flokkarnir hyggöust fjármagna ís- lenska menntakerfið í framtíð- inni. Nemendur fjölmenntu á fundinn, sem haldinn var í há- deginu og má gera ráb fyrir að alls hafi mætt á bilinu 250-300 nem- endur. Fulltrúar flokkanna voru þeir Finnur Ingólfsson, Framsóknar- flokki, Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki, Fribrik Sophusson, Sjálfstæðisflokki, Ágúst Einars- son, Þjóðvaka, Kristín Ástgeirs- dóttir, Kvennalista, og Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi. Á fundinum kom fram í máli fulltrúa minnihlutaflokkanna á þingi að niðurskurður til mennta- mála á yfirstandandi kjörtímabili væri um tveir milljarðar og þá væri aðeins verið að tala um grunnskóla og menntaskólastig.' Finnur Ingólfsson sagöi ab þessari þróun yrði að snúa vib og þáttur í því væri að auka hagvöxt í land- inu, skapa þannig fólki atvinnu, stefna að hallalausum rekstri rík- issjóðs og með þessum hætti fengist aukib fé til ab leggja í ís- lenska menntakerfið. Hins vegar lægi það ljóst fyrir, að engu að síb- ur og þrátt fyrir að þessar abstæb- ur væru fyrir hendi, að þab yrði að setja aukið fé til menntamála nú, því þeir peningar væru grund- völlur fyrir framförum og verð- mætasköpun í framtíöinni. Það yrbi að komast út úr þeim víta- hring stöbvunar sem núverandi ríkisstjórn hefði komið þjóbinni í. Sjá einnig „Tíminn spyr ..." bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.