Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 6
Wamnu Mi&vikudagur 15. febrúar 1995 Hilmar Jónsson, einn frumherjanna í Þjóövaka, yfirgefur flokkinn meö látum. Suöurnesjamenn sœtta sig ekki viö Ágúst í efsta sœti og saka hann um yfirgang. Hilmar: Sorgarsaga Jóhönnu — búin ab missa stjóm á Þjóðvaka „Frá mínum bæjardyrum séb er þetta mikil harmsaga fyrir Jóhönnu Sigurbardóttur. Ég fæ ekki séð annab en aö hún sé búin ab missa tökin á Þjóðvaka. Völdin eru komin í hendur Kolkrabbanum eins og annab, altjent sé ég ekki annað. Enginn, sem fylgst hefur meb málunum og unniö ab þeim, botnar í því hvers vegna hún afhendir hreyfinguna þessum manni," sagbi Hilmar Jóns- son, rithöfundur í Keflavík, í samtali vib Tímann í gær. Hann starfabi í undirbún- ingsnefnd fyrir landsfund hreyfingar sem kennd var vib grasrótina. Hilmar telur ab í þab minnsta 20 manns í Reykjavík og á Reykjanesi yfirgefi Þjóbvaka vegna meints yfirgangs Ágústar Einarssonar. Hilmar yfirgaf Þjóbvaka með látum um helgina, þegar ljóst var að Ágúst Einarsson pró- fessor, eigandi stórfyrirtækja í sjávarútvegi, mundi leiða framboðslista Þjóbvaka í Reykjaneskjördæmi. „Strax og Jóhanna fór aö taka þennan mann meb sér út á land, fundum vib ab þab fór að fjara undan okkur. Þegar hann er orðinn ritari, þá telur hann ab hann eigi ab móta lögin eftir sínu höfði," sagði Hilmar Jónsson í gær. Ástæban fyrir brotthvarfi sínu úr Þjóðvaka segir Hilmar þá ab hann sé ósáttur við sjáv- arútvegsstefnu Ágústar Einars- sonar. Fjölmargir Suðurnesja- búar séu sama sinnis og hann og telji sig ekki eiga samleið með Þjóðvaka. Á föstudaginn héldu þrír fé- lagar í Þjóövaka kynningar- fund á Suburnesjum, sem um 60 manns sóttu. Uppistaðan var krókaleyfismenn, sem greinilega studdu Kristján Pét- ursson, fyrrverandi yfirtoll- vörö, sem barist hefur hat- rammlega fyrir málefnum krókaleyfismanna. Ágúst Ein- arsson sat fundinn og þar fauk heldur í hann. Hilmar segir að á laugardag um klukkan tvö hafi veriö hringt í hann og honum sagt af kunningja sínum ab mæta strax í Hafnarfirði. Þab eigi ab ganga frá listanum. Þetta kom Hilmar jónsson. Hilmari á óvart. „Ég hafði nú verið á fundi meb Ágústi kvöldið áður, en ekki hafði hann neina ástæðu til að boba mig, enda var ég ekki stuöningsmaður hans. Ég fór inneftir og þar var fá- menni, eitthvað kringum tutt- ugu manns. Ágúst sat þar í for- sæti og stýrði fundi. Hann tal- abi fyrir hönd uppstillingar- nefndar sem hann hafbi setib Töluverö andstaöa viö framkomnar tillögur Vegageröar aö hœtta viö aö byggja ferjubryggjur viö Djúp og leigja Fagranesiö í önnur verkefni: A skjön viö fyrri sam- þykktir Alþingis „Ég hef alltaf sagt ab mibað vib abstæbur þá verbi þessar ferjubryggjur ab koma og síb- an verbi unnib jöfnum hönd- um ab uppbyggingu Djúpveg- arins. í ööru lagi er þab örygg- isþátturinn, sem vib horfbum uppá í vetur og einnig í fyrra," segir Jóna Valgerbur Kristjáns- dóttir þingkona Kvennalista á Vestfjörbum, sem situr í sam- göngunefnd Alþingis. Töluverb andstaöa er á norb- anverðum Vestfjörðum vib framkomnar tillögur sem vega- málastjóri ab höfðu samrábi viö samgöngurábherra hefur kynnt í samgöngunefnd þingsins, þess efnis aö hætt verbi við byggingu ekjubryggja vib ísafjarðardjúp og Fagranesib verbi leigt Slysa- varnaskóla sjómanna. Þar er einnig lagt til aö 30 ára gamall bátur, gamla Fagranesib, verbi notaður til aö þjónusta íbúa vib Djúp. Á móti er lagt til aukib framlag til uppbyggingar Djúp- vegarins, eöa 300-350 miljónir króna á ári næstu fjögur árin. En talib er að uppbygging vegarins muni kosta 1,2 miljarða króna og veröi ekki lokið fyrr en eftir 12 ár. Athygli vekur ab þessi tillaga er lögö fram í samgöngunefnd- inni rúmu ári eftir afgreibslu vegalaga þar sem gerb var sér- stök samþykkt um Djúpferjuna. í þeirri samþykkt var kveöið sér- staklega á um byggingu ferju- bryggja vib Djúp, sem áætlaö er ab muni kosti um 60 miljónir króna. í sam- þykktinni er gert ráb fyrir því ab fjár- magna eigi b y g g i n g u ferjubryggj- anna að einum þribja af vega- áætlun, hafna- áætlun og ein- um þriöja af fjárlögurm Jóna Valgerbur segir að í fyrra- sumar hefbi verib unnið aö þessari áætlun og m.a. fór Hafnamálastofnun ab kanna aðstæbur og teikna bryggjur á viðkomandi stöðum. Það var svo tilbúið í ágúst-september í fyrra, en síöan þá hefur ekkert gerst í málinu. Hún vekur jafn- jóna Valgerbur Kristjánsdóttir. framt athygli á því aö fyrirhug- ub breyting á gamla Fagranes- inu er talin kosta um 80 miljón- ir króna. í síðustu viku ítrekabi bæjar- stjórn ísafjarðar samþykkt sína frá því í fyrra með öllum greidd- um atkvæðum, ab staöið veröi við fyrri áform um byggingu ekjubryggja viö Djúp. Sömu- leibis samþykktu Alþýðuflokks- félögin á norðanverbum Vest- fjörbum og sveitarstjórnarfull- trúar þeirra ályktun í síbustu viku þar sem skorað er á Sighvat Björgvinsson, ibnaðar- og vib- skiptaráðherra, ab beita sér fyrir því aö ferjubryggjumar veröi byggöar og bílferjan Fagranesið veröi áfram staðsett á ísafiröi. í. Ágúst stillti sjálfum sér í efsta sætib, kennara úr Hafn- arfirði, Lilju Gubmundsdótt- ur, í annað sæti, bróbir hennar var í uppstillingarnefnd. í þriðja sætið setti hann skóla- bróður sinn, Gubmund Ólafs- son, sem enginn þekkti haus né sporö á, en hafði verið í uppstillingarnefndinni. í fjórba sætið kom þó Suður- nesjamaður, Jörundur Guð- mundsson, þekktur skemmti- kraftur, búsettur í Vogunum. Viöbrögðin voru nú vægt sagt dræm við þessari uppstillingu. Kristján Pétursson var settur í 6. sæti listans. Það var eins og að nefna djöfulinn sjálfan ab nefna nafn Kristjáns vib þá Ágúst og Gubmund, sem fór mikinn á þessum fundi," sagbi Hilmar. „Síban var gert hlé á fundin- um, aballega til ab róa taugar fundarstjóra sem virtust mjög úr iagi gengnar. Síðan var sett- ur fundur og þá kom Ágúst meb tillögu um ab þab yrbi gengib frá fyrsta og öbru sæti listans. Kristján Pétursson kom strax meb breytingartil- lögu um að allur listinn yrbi til endurskobunar, enda höfbu flestir litib svo á ab þetta væru bara tillögur til umfjöllunar, vildu að fleiri en 20 manna hópur afgreiddi listann, víb- tæk könnun væri gerð á upp- stillingunni. En þab var nú ekki abferb Ágústar. Þessi til- laga var felld meb 12 atkvæb- um gegn 6. Þá kom tillaga prófessorsins um sig í fyrsta sætib. Ég stakk þá upp á Jóni Sæmundi Sigur- jónssyni, sem ég áleit ab hefbi miklu víbtækari stubning til ab leiba listann en Ágúst. Jón kom seint á fundinn, og neit- abi ekki ab vera í kjöri. Ágúst fékk 12, en Jón Sæmundur 6 atkvæði. Einn mabur sagbi sig úr flokknum þarna á fundinum, trúnabarmabur starfsfólks í Straumsvík. Hann hafbi lesib Ágústi pistilinn í lokin. Síban gerbist þab ab haldinn var stjórnar- og mibstjórnarfund- ur á sunnudag og þar var sjáv- arútvegsstefnunni frestab fram yfir kosningar. Á mánu- dag var ég búinn ab gera þab upp vib mig ab í þessi samtök hefbi ég akkúrat ekkert ab gera," sagbi Hilmar Jónsson, rithöfundur í Keflavík, og spá- ir hruni Þjóbvaka í komandi kosningum. ■ /ón Sœmundur gafekki kost á sér til framboös hjá Þjóbvaka á Reykjanesi, en þriöjungur uppstillingarnefndar gaf hon- um samt atkvœbi sitt í efsta sœti listans: „Allir vissu ab ég var ekki í 1~x’*í" „Þab var öllum ljóst á fundin- um aö ég vildi ekki gefa kost á mér á listann á Reykjanesi," sagbi Jón Sæmundur Sigur- jónsson, deildarstjóri í heil- brigbisrábuneytinu, í samtali viö Tímann. Þrátt fyrir þab fékk hann þriöjung atkvæba hjá uppstillingarnefnd Þjób- vaka í Reykjaneskjördæmi í efsta sætib. í sjónvarpinu um helgina var frá því greint aö Jón Sæmundur hefbi farib halloka í atkvæða- greibslu og tapab illilega fyrir Ágústi Einarssyni. Jón Sæmundur sagbi ab hann hefbi komib inn á uppstilling- arfund sem þá stób yfir á kosn- ingaskrifstofu Þjóbvaka í Hafn- arfirbi, seinni partinn á laugar- dag. Hann segir ab þar hafi ver- ib upplýst ab hann ætlabi sér ekki fram á Reykjanesi. „Síban þegar farib er í at- kvæbagreibslu um fyrsta sætib, kemur fram tillaga um mig ab mér forspurbum. Ég horfi á þetta í undrun, því allir sem ég ræddi vib í pásunni voru ab segja ab þab væri leitt ab ég vildi ekki vera meb, þannig ab þab var öllum ljóst hver minn vilji var. Sjálfum fannst mér sjálfsagt mál ab Ágúst Einars- son fengi stubning í efsta sætib. Niburstaban var svo sú ab Ág- úst hlaut stubning 12 manns, en ég fékk 6 atkvæbi og greiddi ekki atkvæbi sjálfur. Þab fannst mér hin ágætasta niburstaba. Þessi frétt af fundinum í sjón- varpinu um ab ég hefði tapab í æsilegri atkvæbagreibslu meb 2/3 atkvæba, þar sem atkvæbi féllu 12:6, sérstaklega þar sem ég var ekkert inni í myndinni, var aubvitað hin furbulegasta. Ég var ekki á höttunum eftir neinu sæti," sagbi Jón Sæ- mundur. Skýringin á þessu óvænta gengi Jóns Sæmundar, sem ætl- aði sér ekki fram, mun vera sú að fulltrúar Suburnesja eiga í sjávarútvegsdeilu vib Ágúst Einarsson innan Þjóðvaka og geta þeir meb engu móti fellt sig vib hann sem alþingismann sinn. Þarna er á ferbinni bull- andi ágreiningur, sem erfibleik- um kann ab valda fyrir hib nýja stjórnmálaafl. Atkvæbi þeirra Þjóbvakamanna af Suburnesj- um og reyndar víbar, gefin Jóni Sæmundi, sem var alls ekki í frambobi, lýsa því ágreiningi sem getur orbib Þjóbvakanum dýr í Reykjaneskjördæmi. ■ Össur segir Alþýöuflokkinn aö rísa upp úr öskustó skoöanakannana. Össur: Stefnt á þrjá menn á þing „Fyrir einungis örfáum vikum var útlitib dökkt fyrir Alþýbu- flokkinn. Skobanakannanir gáfu til kynna nánast hrun í Reykjavík, vib vorum í 2 til 3 prósentum. Síbustu tvær kann- anir sýna ab vib erum í stór- sókn, erum komin í 10-12 pró- sent hérna í Reykjavík. Þetta er þrumusókn. Bæbi þessi sterki listi sem vib teflum fram og aukaflokksþingib, sem vakti athygli fyrir róttækar hug- myndir, sýna þab baráttuþrek og hugmyndalegan þrótt sem ég tel ab Álþýbuflokkurinn búi yfir umfram abra flokka," sagbi Össur Skarphébinsson, umhverfisrábherra og annar mabur á lista Alþýbuflokksins í Reykjavík. „Á listanum okkar eru fjórir ný- ir meðal sex efstu. Ég tel þab mik- inn styrk ab fá Ástu B. Þorsteins- dóttur hjúkrunarfræðing til liös vib okkur í þribja sætiö. Það væri mikill styrkur fýrir þingið að fá manneskju með slíka yfirburða- þekkingu á sínum málaflokki til starfa." Össur sagði að flokkurinn legði áherslu á verkalýðsmálin, fjórir verkalýðsleiðtogar eru á listanum; einnig velferðarmálin, þrátt fyrir brotthvarf Jóhönnu. Og málefni ungs fólks sem áberandi væri á listanum, meöal annars fulltrúa beggja fylkinga í Háskólanum, Röskvu og Vöku, sem sitja hlið við hlið í 4. og 5. sæti listans. „Við stefnum á þrjá menn inn á þing," sagði Össur. Meðal þekktra nafna úr þjóðfé- laginu, sem ekki hafa til þessa ver- ib vibruð við pólitík, eru þessi: Einar S. Einarsson, framkvæmda- stjóri VISA- ísland, Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Signý Sæ- mundsdóttir, óperusöngkona, Kristjana Geirsdóttir, veitinga- maður, og Viggó Sigurðsson, handboltakappi og þjálfari. Listinn í heild verður birtur í Tímanum næstu daga, eins og aðrir framboðslistar eftir því sem þeir berast. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.