Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.02.1995, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 15. febrúar 1995 r mwmu 9 Hjörleifur spuröi beittra spurninga um vilja Noröurlandanna í umhverfismálum. Ráöherrar umhverfismála svara Hjörleifi: Aöeins Svíar draga lappimar Svíar ætla ab vera sér á báti og hafna samfloti meö öftrum Norö- urlöndum, sem vilja koma á laga- lega bindandi stjórntæki á ai- heimsvísu til aö ná tökum á mengun frá'landstöövum, þaö er frá ibnabi á landi, landbúnaöi og öörum mengandi greinum. íbúar á norðurhjara heimsins verba sí- fellt meira varir vib eiturefni úr ibnabi, landbúnabi og frá kjarn- orkuverum, eitri sem á uppruna víbs fjarri svæbunum. „Það er verulega athyglisvert ab Svíar skera sig nú frá öbrum Norð- urlöndum, og þab er nýlunda ab það komi svona skýrt fram eins og núna. Að baki liggur verulegur ágreiningur. Þarna eru Svíarnir ab setja sig í verulega slæmt ljós og erf- itt að skilja hvað ab baki liggur. Nýi umhverfisrábherrann þeirra, Ann Lindh, hefur reynt að sýna annað andlit. En hvort þetta er einhver aubsveipni við Evrópusambandið, það veit ég ekki. Svend Auken í Danmörku vill vinna þessu máli brautargengi og vísar í þessar fyrir- spurnir mínar. Hann hefur barist hart innan Evrópusambandsins og á heiður skilið," sagði Hjörleifur Guttormsson. Hjörleifur er ánægður með svar norrænu umhverfisráðherranna sem nú hefur borist. Hjörleifur lagði fram tvær fyrirspurnir í Norð- urlandaráði til Norrænu ráðherra- nefndarinnar í nóvember síðast- liðnum og bað um skriflegt svar. Ráðherrar umhverfismála hafa nú svarað og Hjörleifur segist ánægður með svarið. Ljóst er að Norðurlönd- in sýna samstöðu, utan það að Svíar draga lappirnar í málinu. „Hagsmunir okkar eru miklir. Mengun hafsins er úrslitamál fyrir Islendinga. Það verður að draga úr mengun af þrávirkum lífrænum efnum, sem safnast upp í lífkeðj- unni og eru farin að mælast í vax- Flugmenn: í læri hjá Halldóri B. Á skrifstofu Halldórs Blöndals sam- gönguráðherra í fyrradag var stað- fest samkomulag um lausn ágrein- ings Atlanta hf., Frjálsa flúgmanna- félagsins og Félags íslenskra at- vinnuflugmanna. Samkomulagið felur í sér ákvæði um vinnutilhögun og skilning á þeim kjarasamningum sem Atlanta hf. gerbi sl. haust við FFF og FÍA. ■ Framboðslisti Al- þýbuflokksins á Suðurlandi 1. Lúðvík Bergvinsson, lögfræðingur, Vestmannaeyjum. 2. Hrafn Jökulsson, ritstjóri, Eyrar- bakka. 3. Tryggvi Skjaldarson, bóndi, Þykkvabæ. 4. Katrín Bjamadóttir, hárgreiðslu- kona, Selfossi. 5. Jóhann Tr. Sigurðsson, iðnrekandi, Hveragerbi. 6. Sigþóra Gubmundsdóttir, nemi, Vestmannaeyjum. 7. Bergsteinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri, Selfossi. 8. Sólveig Adólfsdóttir, verkakona, Vestmannaeyjum. 9. Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hag- fræðingur, Reykjavík. 10. Erlingur Ævarjónsson, skipstjóri, Þorlákshöfn. 11. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri og fv. alþingismaður, Hvera- geröi. 12. Magnús H. Magnússon, fv. ráb- herra, Reykjavík. ■ andi mæli í Norðurhöfum og á heimskautasvæöinu, enda þótt þau séu upprunnin á allt öbrum stöð- um. Þarna eru efni eins og PCB, Toxaphen, DDT og lífræn klórsam- bönd, að ekki sé talaö um geisla- virknina sem stafar mikið frá Rúss- um," sagði Hjörleifur Guttormsson í gær. Hjörleifur sagði að ef menn horfðu svolítið fram í tímann, þá sæju þeir að þetta væri stærsta hags- munamál okkar á alþjóðavettvangi. Hann sagði að umhverfisráðuneyti okkar ynni vel að þessum málum, en hér þyrfti utanríkisráðuneytið einnig að koma til skjalanna og leggja sitt af mörkum. í nóvember næstkomandi fer fram Washington-ráðstefna Sam- einuðu þjóðanna um mengun frá landstöðvum. Hjörleifur sagðist gera sér góbar vonir um að þar ger- ist góð tíðindi varðandi umhverfis- vernd í heiminum. í næsta mánuði munu umhverfisráðherrar Norður- landa koma saman í Reykjavík og er það undirbúningsfundur fyrir Washington-ráðstefnuna. Þar munu menn stilla sarhan strengi sína. „Ég held ab umhverfisráðuneytið okkar hafi lagt fram margt jákvætt á alþjóðavettvangi og Össur hefur þar haft góðar áherslur," sagði Hjörleif- ur Guttormsson. „Þetta er auðvitað barátta til Iangs tíma, en ég gef ráö- herranum góba einkunn fyrir vib- leitnina." ■ Hjörleifur Cuttormsson. A I.MOÐI.KG 1 J A R !• HS l'l NtiARI-JON USTA LANDSBRHFA 1?. j'l tcmuu tiflQu. madmt^atTn] 1.1 Vatura trcýlitrallmtra. nlmfit oti , j o era eiujÉ .V, 4 töun fíiufi - með fj árfestingarábyrgð Alþjóðleg fjárfestingarþjónusta Landsbréfa er bylting í fjármálaþjónustu á Islandi. I fyrsta sinn býðst þér að haldið verði utan um fjárfestingar þínar sérstaklega, bxði í innlendum og erlendum verðbréfúm - vakað yfir þeim daglega og stöðugt lcitað bestu ávöxtunarleiða af sérfræðingum um allan heim. Clerical Medical Investment Group - virt alþjóðlegt fjármálafýrirtæki starfar við hlið okkar í þcssari nýju þjónustu. Sameinuð þekking, yfirsýn og reynsla stendur þér til boða ásamt persónulegri þjónustu og ráðgjöf okkar. Ef þú vilt: • Fjárfesta á faglegan og skipulegan hátt innanlands og erlendis • Nýta kosti alþjóðlegrar áhættudreifingar • Auka öryggi fjölskyldunnar meö fjárfestingarábyrgö • Spara þér tíma, kostnað af mistökum og ýmislcgt annað umstang • Fá reglulega ítarlegt yfirlit yfir verðbréfacign þína bæði í innlendum og erlendum verðbréflmi hringdu og fáðu tíma hjá ráðgjafa okkar. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavik, simi 91-889200, (ax 91-888598. Löggilt veröbrófafyrirtæki. Aðill að Veröbréfaþingi isiands. e HÉftNÚAUaf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.