Tíminn - 01.04.1995, Page 6

Tíminn - 01.04.1995, Page 6
6 futtfim Laugardagur 1. apríl 1995 Kosningabarátta meö nýjum blœ: Flokkamir nálgast málefnalega og því vegur ímynd þyngra en inntak Þegar ekib er upp Hverfisgötu, biasa þessar brosmildu ásjónur vib vonarpeningnum. Úrslitalota baráttunnar fyrir alþingiskosningar er hafin og sem jafnan fyrr nær slagurinn um atkvæbin hámarki síb- ustu vikuna. Athygli vekur ab kosningabaráttan nú er öllu heflabri en ábur hefur verib. í öllum meginatribum er hún rekin eins og hver önnur söluherferb. Handbragb fag- manna á „markabssetning- unni" leynir sér ekki og svo- köllub ímynd skiptir megin- máli, rétt eins og þegar sölu- menn eru ab koma þvottaefni eba nýrri árgerb af bíl á fram- færi vib væntanlega kaup- endur. Umfram allt skal ímyndin vera „jákvæb" og öll áferb söluátaksins í full- komnu samræmi vib hana. Þessar breyttu áherslur í kosn- ingabaráttu eru í takt vib tím- ann, en ástæðan er líka eflaust ab verulegu leyti sú að stjórn- málasamtök á Islandi hafa nálg- ast mjög málefnalega, þannig ab dregið hefur úr vægi pólitískra baráttumála þegar kemur ab orr- ustunni um atkvæöin. Þannig má benda á gjörbreytta aðstöbu á vettvangi kjaramála eftir ab „þjóbarsátt" kom til sögunnar, lát varb á kapphlaupinu um kaupgjaldib og bönd voru sett á verbbólguna. Þetta hefur orbib til þess að slá beitt vopn úr höndum stjórnmálamanna, vopn sem þeir beittu lengst af óspart í hita leiksins. Þannig hafa flokkarnir ekki átt annarra kosta völ en að taka upp nýjar baráttuabferðir og skal ósagt lát- ib hvort sú leið ab persónugera átökin, eins og nú er gert, og færa áherslurnar yfir á stjórn- málaforingja, er vænleg til ár- angurs á tímum þegar æ fleiri ab- hyllast dreifingu valdsins og benda á ab stjórnmálamenn séu ekki örlagavaldar á öllum svib^ um þjóðlífsins. Persónudýrkun og sálnaveibar Allir flokkar, nema þá helst Kvennalistinn, tengja ímynd sína vib ákveðna persónu. Má það heita sérkennileg þróun í lýbræbisríki í lok 20. aldar, þegar kommúnismi er libinn undir lok og önnur einræðishyggja, sem þarf á persónudýrkun að halda, á hvergi upp á pallborðið í þessu heimshorni. Nærtækt er ab benda fyrst á Ólaf Ragnar Grímsson, formann Alþýðubandalagsins, í þessu sambandi. Svo áberandi er hann í kosningabaráttunni, að hann yfirgnæfir gjörsamlega efsta mann á lista flokksins í Reykja- vík. Á þessu kunna að vera þær skýringar ab flokksformaburinn er manna vaskastur í því að koma sjálfum sér að, og svo hitt ab þrátt fyrir allt verbur persóna hans ekki tengd við hina myrku pólitísku fortíb Alþýbubanda- lagsins, sem enn er því fjötur um fót og mun líkast til verba það uns undanbragbalaust uppgjör fer fram. Vart getur heitib ab annarri persónu en Davíð Oddssyni for- sætisráðherra bregöi fyrir í þeim áróbri sem Sjálfstæðisflokkurinn sendir frá sér, enda sýnir reynsl- an aö hann er afkastamikill sálnaveiðari eða „vote-getter" eins og þab heitir á amerísku. Og svo mikla áherslu leggja fram- sóknarmenn á formann sinn, aö margir reykvískir kjósendur vita ekki betur en Halldór Ásgríms- son sé í framboði í höfuðborg- inni. Alþýbuflokknum er mikill vandi á höndum í þessum kosn- ingum vegna sviptinga innan forystusveitarinnar á síðustu misserum, annars vegar vegna brotthvarfs Jóhönnu Sigurðar- dóttur og hins vegar afsagnar Guðmundar Árna Stefánssonar. Brugðið hefur verib á það ráð að láta Jón Baldvin ekki standa ein- an í eldlínunni ab þessu sinni. Sér við hlib hefur hann Rann- veigu Guðmundsdóttur, sem bar sigurorb af Guðmundi Árna í prófkjöri, og nær í senn að milda flokksímyndina og létta nokkub þann bagga sem varaformaður flokksins og fyrrverandi rábherra óneitanlega er í þessum kosning- um. Þjóðvaki varð til í kringum eina manneskju og gerir beinlín- is út á hana í öllum kjördæmum. Frambobiö gerir sér fyrst og fremst vonir um árangur í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi þar sem efsti maður er Ágúst Ein- arsson, en svo vill til að hann er einn helsti „sægreifi" landsins. Af þeirri ástæðu einni er hæpib aö tefla honum fram sem sér- stökum fulltrúa jafnabar og sið- bótar í stjórnmálum, og því er Jóhanna Sigurbardóttir sjálfkjör- inn persónugervingur hreyfingar sinnar. Kvennalistinn er eini flokkur- inn sem heldur ekki fram ótví- ræöri persónulegri ímynd, enda er þaö mjög í anda þeirra stjórn- málaaðferba sem flokkurinn hef- ur prédikab allt frá upphafi. Ab- eins ein forvígiskona Kvennalist- ans hefur náb að skapa sér þá persónulegu ímynd leiðtoga sem þarf til ab bera uppi kosninga- baráttu. Þaö er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, en tómarúmið sem varð í þingliöi Kvennalistans, er hún fór í framboð á eigin vegum sem borgarstjóraefni R-listans, hefur ekki veriö fyllt og er óhætt að fullyröa að það verði flokkn- um ab fótakefli nú. Veröskyn og gæba- vitund neytandans Flestir málsvarar þeirra stjórn- málaflokka, sem bjóða fram fyrir þessar kosningar, staöfesta að gripiö sé til þeirra aðferöa sem best hafi gefist í verslun og við- skiptum. Þá er það væntanlega undir því komib hversu upplýst- ur neytandinn er, hvort hann kaupir köttinn í sekknum eða ekki, og einnig hvað hann vill gefa fyrir vöruna. Ógerlegt er ab mæla hversu mikil áhrif niburstöður viðhorfs- kannana, ímyndir, slagorð og áferb auglýsinga hafa á úrslit kosninga. Þó má ljóst vera að söluabferöir skipta þar æ meira máli, á kostnað frammistööu á vettvangi sjálfra stjórnmálanna, svo ekki sé minnst á efndir þeirra loforða sem gefin eru í hita kosningabaráttu. Kostnaður á bilinu 12-25 milljónir? Á fjárlögum ársins eru 98 milljónir ætlaðar í kynningar- og útgáfustarf þeirra flokka sem eiga fulltrúa á þingi. Þessi framlög skattþegnanna skiptast eftir at- kvæbastyrk flokkanna og eru mikilvægur tekjustofn, einkum og sér í lagi þegar kemur ab út- gjöldum vegna kosninga. Af þessu fé renna um 15 millj- ónir til Alþýöuflokks og Alþýðu- bandalags hvors um sig, um 19 milljónir til Framsóknarflokks, um 11 milljónir til Kvennalista og um 33 milljónir til Sjálfstæb- isflokks. Þeir, sem bera ábyrgb á rekstri stjórnmálaflokka, telja sumir hverjir aö kosningabaráttu sé ekki hægt aö reka af þeim krafti sem til þarf fyrir minna en 15-20 milljónir, og þaö þótt ýtrustu hagsýni og útsjónarsemi sé gætt. Ámundi Ámundason sem er hnútum kunnugur á þessu sviði, ekki síst hjá Alþýðuflokknum, fullyrðir að lágmarkskostnabur flokks í kosningabaráttu sé 12 milljónir, en sumir flokkar leggi allt að 25 milljónir í hana. „Viö sögðum í upphafi kosningabar- áttunnar: Við reiknum með 20 milljónum í þetta og þab þýöir ab viö verðum í fjögur ár að borga þetta niður. Fimm milljón- ir á ári. Einfalt mál. Þaö er ekkert að marka þótt menn segist ætla að setja í þetta 4-6 milljónir, eins og R- listinn geröi, en hann fór þó meö 18 milljónir," segir Ámundi og rétt er aö taka fram að talsmenn tveggja flokka, sem stóöu aö R- listaframboðinu í fyrra, gerðu ekki athugasemd viö þessa niðurstöðutölu. Ámundi er nú framkvæmdastjóri Alþýðu- blaösins, en þegar ummæli hans voru borin undir Sigurð Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins, vildi hann ekk- ert við þetta kannast. Valddreifb kosninga- barátta Þegar forvígismenn þeirra stjórnmálaflokka, sem taka þátt í kosningabaráttunni af fullum þunga, eru spurðir um heildar- kostnað af þessari útgerð, veröur fátt um svör. Ástæðan er eflaust sú helst, aö þeir hafa þessar upp- lýsingar ekki á takteinum, þar sem hvert framboð ber fjárhags- lega ábyrgð á kosningabarátt- unni í kjördæmi sínu. Þannig segir Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæöisflokks- ins: „Kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins er afskaplega valddreifð og háð kjördæmisráðum flokks- ins um allt land. Þau afla sjálf fjár til að reka hana og við höf- um ekkert eftirlit með því starfi. Þess vegna tökum viö hvorki ábyrgð á því að greiða skuldirnar fyrir þá sem stjórna kosningabar- áttu í kjördæmunum, né heldur að takmarka útgjöldin. Þab verð- ur hver aö gera fyrir eigin reikn- ing. Það, sem flokkurinn gerir svo sjálfur, er nú ekki mjög mikið. Það er þá helst að auglýsa, en eins og menn hafa tekið eftir, þá auglýsir Sjálfstæðisflokkurinn af- ar lítið fyrir þessar kosningar og eyðir sáralitlu fé í það. Við höf- um t.d. ekkert auglýst í sjónvarpi ennþá, en þaö getur verið að við eigum eftir að gera það," segir Kjartan Gunnarsson. Sömu sögu hefur Egill Heibar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, að segja: „Við vinnum þetta ekki mib- stýrt. Við látum kjördæmunum þab alfarið eftir ab sjá um sig sjálf hváð útgjöld varðar, en er- um frekar í þessum sameiginlegu þáttum og sjáum um aö sam- ræma þá. Flokkurinn sem slíkur sér líka um að auglýsa þætti í sjónvarpi þar sem okkar fólk kemur fram, við sjáum um út- gáfu á ákvebnum bæklingum Framkvæmdastj ori Bændasamtaka íslands Bændasamtök íslands óska eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri í höfuðstöðvum samtakanna. Umsækjandi þarf að hafa kandídatspróf í búfræði eða sambærilega menntun, auk reynslu af stjór nunarstörfum. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Umsóknum ber að skila til for manns Bændasamtaka íslands, Ara T eitssonar, sem veitir nánari upplýsingar í síma 91-630300 eða 96-43159 ÍSLENSKUR LANDBUNAÐUR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.