Tíminn - 01.04.1995, Síða 14

Tíminn - 01.04.1995, Síða 14
14 Laugardagur 1. apríl 1995 Fólk í fyrirrúmi Brýnustu verkefni næstu ára. Kjörtímabili ríkisstjórnar Sjálfstæöisflokks og Alþýðuflokks er aö ljúka, kjörtímabili sem einkennst hefur af stöönun og samdrætti, skattahækkunum og kjaraskeröingu, atvinnuleysi og ríkissjóöshalla. Þessari stjórnarstefnu hafnar Framsóknarflokkurinn. Vegna aögeröa ríkisstjórnarinnar er neyöarástand á þúsundum heimila í landinu og gjaldþrot blasir viö mörgum þeirra. Þetta ástand hefur til viöbótar viö atvinnuleysiö skapaö margvísleg félagsleg vandamál. Þrátt fyrir hagstæö ytri skilyröi, hækkandi verö á erlendum mörkuöum, met loönuvertíö og aukinn afla á fjarlægum miöum erum viö enn föst í vítahring stöönunar og samdráttar. Viö þurfum aö losna viö þessa ríkisstjórn. Út úr þessum vítahring vill Framsóknarflokkurinn koma þjóöinni. Hann gengur því til komandi alþingiskosninga undir kjöroröinu „fólk í fyrirrúmi". Auka þarf bjartsýni þjóöarinnar og efla trú hennar á þá stórkostlegu möguleika sem landiö og þjóöin hafa upp á aö bjóöa. Til þess þarf nýja ríkisstjórn, ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í fyrirrúmi. Brýnasta verkefni stjórnmálanna á komandi kjörtímabili veröur aö vinna bug á atvinnuleysinu; skapa því fólki sem nú er atvinnulaust og því unga fólki sem kemur inn á vinnumarkaðinn á næstu árum atvinnu. Hér í þessum blaöauka er því nákvæmlega lýst meö hvaöa hætti Framsóknarflokkurinn vill taka á greiösluerfiöleikum heimilanna og koma hjólum atvinnulífsins af staö. Veröi rétt á málum haldið á næstu árum geta landsmenn gengiö meö reisn til móts viö nýja öld. Finnur Ingólfsson ;

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.