Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 17
Laugardagur 1. apríl 1995 étre.—t.._ wHwfwW 17 Þuríöur Jónsdóttir: Neytendur og bændur Því er stundum haldið fram ab Neytendasamtökin séu á móti ís- lenskum landbúnaöi og raunar bændum yfirleitt. Þetta er ekki rétt. Kvótakerfib þarf aö leggja ni&ur Neytendasamtökin hafa gagn- rýnt mjög það kerfi sem byggt hefur verib í kringum íslenskan landbún- að og ítrekab krafist þess að því verði kastað fyrir róba. Talið að þetta kerfi sé í raun jafn óhagstætt bændum sem neytendum. Flatur niðurskurður hefur þýtt ab bændur hafa ekki getað nýtt sér þá fjárfest- ingu sem þeir hafa lagt í og um leið hefur framleiðslan orðið óhag- kvæmari. Að sjálfsögðu leiðir þetta af sér hærra verb til neytenda. Þannig hefur kvótakerfið leitt af sér lakari lífskjör, bæði fyrir bændur og neytendur. Allt tal um hagræöingu hjá bændum er þannig hjóm eitt, þab getur ekki talist hagræðing sem eingöngu er fólgin í launalækkun til bænda. Neytendasamtökin telja óhjákvæmilegt að breytt verði um VETTVANGUR flutningsuppbóta. Samtökin hafa fallist á að landbúnaðurinn fengi eðlilegan aðlögunartíma. Víðast er spurt um gæði vörunnar og hvort verðið sé lágt, hvaðan hún komi skipti neytandann hins vegar minna máli. Neytendasamtökin hafa þó talið það skipta miklu máli að við íslend- ingar höfum í landinu öflugan landbúnað, landbúnað sem áfram byði upp á þær gæðavörur sem hann hefur gert fram að þessu. Bændum verbur að gera kleift að framleiða vörur sínar án fram- leiðslutakmarkana á eigin ábyrgð og jafnframt verður gerður skýr greinarmunur á framleiðslu og vinnslu búvara. Um leið verði tryggt með aðgerðum stjórnvalda að jarðnýting verði með þeim hætti, ab umhverfinu sé ekki hætta búin. Ef tryggja á að sú fjárfesting sem fyrir hendi er á einstökum bú- um verði fullnýtt, verður að afnema þær framleiðslutakmarkanir sem stjórnvöld hafa lagt á bændur, en þá þyrftu þeir sjálfir að bera ábyrgð á ákvörðunum sínum. Um leib væri tryggt að stærðarhagkvæmni nyti sín til hins ýtrasta. En þegar talað er um hagræðingu má ekki gleyma milliliðunum því þar er ekki síbur hægt að hagræða. Áfram er fram- leiðslugeta mjólkursamlaga langt umfram það magn mjólkur sem þau hafa til vinnslu. Og þrátt fyrir að stjórnvöld hafi reynt ab nota úreld- ingarsjóð sem beitu til ab óhag- kvæmustu mjólkursamlögin yrðu lögð niður, hefur árangur nánast enginn verið. Þab hlýtur einnig að teljast óásættanlegt, jafnt af hálfu neytenda sem bænda, að slátur- kostnaöur hérlendis sé margfaldur miðað við það sem hann er í ná- grannalöndunum. Það er eingöngu í svínaframleiðslunni þar sem hann er sambærilegur við nágrannalönd- in. Gæti skýringin verib sú að opin- ber afskipti af þessari grein hafa engin verib? Nýr GATT- samningur Meb GATT-samningnum verður innflutningur á landbúnaðarvörum heimill, en jafnframt er stjórnvöld- um heimilt að leggja á jöfnunar- tolla. Megin hugsun þessa samn- ings er að í upphafi verði verð inn- fluttra vara ekki lægra en þeirra inn- lendu, nema á mjög óverulegu magni. Á samningstímanum (6 ár) á að minnka bæði innlenda stuðn- ing í einstökum löndum og minnka útflutningsbætur, en samhliða á að draga úr jöfnunartollum. Þetta á ab tryggja ab landbúnaður í hverju landi fái umþóttunartíma, en jafn- framt að aukin samkeppni leiði til aukinnar hagkvæmni. En viö skul- um einnig hafa í huga að GATT- samningurinn færir okkur mögu- leika á erlendum mörkuðum. En til að svo verði, er nauðsynlegt að verbið hjá okkur lækki og aö viö markaðssetjum vöruna á réttan hátt. Við skulum þar hafa í huga að við erum með hágæöavöru undir höndum og þannig ber að selja hana. Það er því mjög raunhæft að fullyröa, að eftir naubsynlega hag- ræðingu geti komið þeir tímar aö hægt sé að auka framleiðsluna á nýjan leik til að uppfylla eftirspurn á erlendum mörkuðum. Framtíð ís- lensks landbúnaðar er því björt, en þá verðum við að hafa kjark og þor til að gera nauðsynlegar breytingar og aö láta markaðinn ráða eins og raunar aðrar atvinnu- greinar hafa þurft að gera og gengið bara vel. Höfundur er varaformabur Neytendasam- takanna. stefnu í landbúnaðarmálum. Sam- tökin telja nauðsynlegt að núver- andi kerfi verðstýringar, kvóta og verðmiblunar verði afnumið. Röng stjórnun og óheppileg safskipti af málefrium þessarar atvinnugreinar hafa haft þau áhrif, aö sveitir lands- ins eru víða að leggjast í auðn og innlendar búvörur eru almennt mun dýrari en búvörur sem boðnar eru neytendum í nágrannalöndum okkar. Þjó&ernissinnu5 Neytendasmatök Neytendasamtökin hafa hins vegar gert sér þab ljóst ab þegar bú- ið er að byggja upp slíkt kerfi í kringum eina atvinnugrein eins og er meb landbúnað, er ekki hægt ab breyta því á einni nóttu. Þetta á við um sjálft kvótakerfið og innflutn- ing landbúnaðarvara. Stefnubreyt- ing í landbúnaði er ekki síður mikil- væg til að auðvelda íslenskum land- búnabi ab mæta þeirri samkeppni sem alþjóðlegir viðskiptasamningar munu leiða til á næstu árum. Til ab tryggja eðlilega samkeppni hafa Neytendasamtökin lagt áherslu á að innflutningur búvara hæfist fyrst með alþjóblegum samningum eins og GATT-samningnum. Þó ekki þannig að allt yrði galopnab í einu vetfangi og að hingað streymdu inn niðurgreiddar landbúnaðarvörur sem rústa mundi íslenskum land- búnaöi. GATT-samningurinn geng- ur hins vegar út á að gera viðskipti landa á milli með þessar vörur sanngjarnari, m'.a. með lækkun út- Ná ttúrulagaflokkurinn Mótmælir áhugaleysi Ríkissjónvarps Náttúrulagaflokkur Islands hef- ur sent útvarpsrábi bréf þar sem mótmælt er meintu áhugaleysi Ríkissjónvarpsins á flokknum. Bent er á að samkvæmt skob- anakönnun í DV mælist flokk- urinn meb 2% fyigi í Reykjavík. Þessa hafi ekki verib getib einu orbi í frétt sjónvarpsins um könnunina. „Meb sama áframhaldi verbur flokkurinn kominn með þing- mann þann 8. apríl," segir Helgi Jóhann Hauksson, útbreiðslu- stjóri flokksins, og segir að á stuttum tíma hafi fjöldi fólks ákveðið að kjósa flokkinn. ■ Arnþrúbur Karlsdóttir: íþróttir gegn afbrotum Þab má öllum vera ljóst ab ung- lingsárin eru mjög mikilvæg, þar sem unglingar eru ab breyt- ast úr börnum í fullorbna. Gæfa eba ógæfa á þessum árum getur rábib júrslitum um hvers- konar einstakling vib fáum í samfélagib. Áhugamál í frí- stundum hafa afgerandi áhrif á framtíb þessara barna. Ekki hægt aö tryggja sig gegn af- brotum Stöbugt berast fréttir af af- brotum unglinga og er þá verib ab tala um aldurinn frá 11-16 ára og því mibur fer þeim fjölg- andi sem bætast í hóp þeirra ógæfusömu einstaklinga. Eink- um eru þaö brotaflokkar s.s. þjófnabir, hnupl, eignasþjöll, ölvun á almannafæri, líkams- árásir og fíkniefnamisferli sem mest ber á þar sem unglingar eiga hlut ab máli. Þaö er alveg VETTVANGUR ljóst ab þeir unglingar, sem hafa komist í kast viö lögin, eiga um sárt ab binda og þeir hinir sömu þurfa verulegan stubning og abstob. Þar reynir fyrst og fremst á heimilin, á uppalendur, en reynslan sýnir aö þar er víba pottur brotinn. í þessum efnum er ekki spurt um peningalegar eignir fólks, því enginn getur tryggt sig fyrir því ab barn viökomandi geti ekki villst af leiö. Börn þeirra efna- minni falla ekkert frekar fyrir freistingu afbrota, þaö er mis- skilningur. íþróttir geta hjálpab Þab er margsannaö mál ab börn og unglingar, sem leggja fyrir sig hvers kyns íþróttir, leiöast miklu síöur út í óreglu og afbrot, sem oft vilja haldast í hendur á þessum árum. í frí- stundum sínum hafa þessir krakkar aö einhverju ab stefna, þeir hafa markmiö sem vert er aö ná. íþróttaiökun kemur í veg fyrir tómleika og þaö afskipta- leysi, sem fjölmargir unglingar búa vib heima hjá sér. Þá sýna erlendar rannsóknir ab ung- lingum, sem stunda íþróttir, gengur mun betur í námi. Iþróttir eru líka hollar í líkam- legu tilliti og hafa ekki hvab síst áhrif á andlegt atgervi einstak- lingsins. Þab er hollt ab læra ab tapa leik og unna öbrum vel- gengni og þaö er ennfremur mjög gott ab læra aö sigra og meöhöndla sigur. Unglingar, sem upplifa þetta, fá góban undirbúning fyrir framtíöina, því þaö reynir margoft á þessa þætti seinna í lífinu. í lífi sem er stööugum breytingum und- irorpiö. Afbrotavarnaráb Þab er mikilvægt aö næsta ríkisstjórn láti málefni ung- linga til sín taka og setji á lagg- irnar afbrotavarnaráb, sem heföi yfirumsjón alls forvarna- starfs. Slíkt ráö yröi ab starfa í nánum tengslum m.a. vib lög- regluna, skólana, íþróttafélögin og ýmis önnur félagasamtök. Þaö er vel þess viröi ab kanna þann möguleika ab semja vib íþróttafélögin um ab þau taki aö sér félagsstarf unglinga í mun ríkara rnæli en nú er, gegn þóknun. Þeim fjármunum væri vel variö og kæmi öllum til góba, því helsti vandi íþróttafé- laganna í dag er fjárskortur. Þaö leibir af sér aö æfingagjöld eru baggi á sumum heimilum og þab bitnar auövitaö á þeim sem síst skyldi, börnum og ungling- um sem eiga aö fá aö sitja vib sama borö og njóta hæfileika sinna, auk þess aö forba þeim frá óhæfuverkum götulífsins. Höfundur er fyrrverandi lögreglumabur og skipar 3. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík til alþingiskosn- BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRING UM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Skýrsla um samfélag, bók Tómasar Ounnarasonar, ar un leyndarbróf Hmstaróttar, matot lögbrat ssóstu smbmttlsmanna eg þtfgn ksrfislns. Verð kr. 1.980. Frambjobendur í hrakningum Frambjóbendur til alþingis- kosninga á Vesturlandi lentu í hrakningum á Snæfellsnesi vegna mikillar ófærbar í vik- unni. Þeir héldu sameiginlegan framboösfund sinn á þriöju- dagskvöld í Grundarfiröi. Þar voru mættir frambjóbendur frá öllum flokkum nema Nátt- úmlagaflokki. Eftir fundinn hugsubu frambjóbendurnir sér til heimfarar, en þeir búa vítt og breitt um kjördæmib. Um kvöldiö hafbi brostiö á meb snjókomu og byl á Snæfells- nesi og geröi töluveröa ófærö. Mun ferbin hafa sóst þeim seint og eftir næturlangan barning komust frambjóbend- urnir viö illan leik til Stykkis- hólms og beiddust þar nætur- gistingar á hótelinu. Fregnir herma aö frambjóbendur bæbi Framsóknar og Alþýöubanda- lags hafi þurft ab láta fram- bjóbanda Sjálfstæbisflokksins. draga sig á Ieiöarenda. Hvort þab gefur einhverjar vísbend- ingar um komandi stjórnar- myndunarvibræbur skal ósagt látib. Veburstofan hafbi spáb sunnan golu og höfbu menn á oröi aö þaö þyrfti ab skilgreina oröiö gola upp á nýtt, a.m.k. á Snæfellsnesi .- TÞ, Borgamesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.