Tíminn - 19.04.1995, Side 4

Tíminn - 19.04.1995, Side 4
4 Miövikudagur 19. apríl 1995 ^1Í!É!IPÍ STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans -Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Viöræöur um nýja ríkisstjórn Þau tíöindi hafa nú gerst að Davíð Oddsson hefur beðist lausnar fyrir ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. Þetta skeði eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum þessara flokka um áframhaldandi samstarf. Ljóst er að ástæðan fyrir því að upp úr slitn- aði er sú að ekki var treyst á samheldni þing- liðs flokkanna til að halda ríkisstjórn gang- andi með eins atkvæðis meirihluta. Málefnaágreiningur mun ekki hafa orðið til trafala. Alþýðuflokkurinn mun hafa verið til- búinn til þess að leggja sín áherslumál í kosn- ingunum á hilluna fyrir ráðherrastóla. Ein- dreginn vilji virðist hafa verið til þess að starfa . áfram með Sjálfstæðisflokknum og eftirtektar- vert er að Jón Baldvin staðhæfði ítrekað að eins atkvæðis meirihluti stjórnarliða á þingi væri nægur. Kosningaúrslitin höfðu það í för með sér að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeirri lykilstöðu að mynda ríkisstjórn tveggja flokka með þremur flokkum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fengu ekki meirihluta. Það er einfaldlega staðreynd sem útilokar stjórnarmyndun stjórnarand- stöðunnar nema með Alþýðuflokknum. Hins vegar hefur komið skýrt fram að hugur Al- þýðuflokksins stóð ekki til slíks samstarfs fyrr en öll sund virðast vera lokuð til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Málin hafa nú þróast á þann veg að Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur munu ganga til viðræðna um stjórnarsamstarf. Þótt margt skilji þessa flokka að; ætti að geta feng- ist niðurstaða í þeim viðræðum sem leiðir til samstjórnar þeirra. Slík stjórn hefur öruggan þingmeirihluta, en hann segir ekki allt um styrkleika ríkisstjórna. Mestu máli skiptir að unnið sé af heilindum að lausn þeirra mála sem fyrir liggja. Á þau heilindi skorti í fyrri rík- isstjórn, þrátt fyrir góð áform um slíkt í upp- hafi. Næstu ríkisstjórnar bíða fjölmörg mál sem eru erfið úrlausnar. Atvinnuvandann ber þar hæst. Þar að auki er við mikinn vanda að etja í ríkisfjármálum, sem ekki verður auðvelt að leysa. Hin erfiða staða einstaklinganna í land- inu hlýtur að koma til kasta næstu ríkisstjórn- ar. Auk þess hlýtur næsta ríkisstjórn að taka til meðferðar frekari breytingar á kosningalög- um. Undir atvinnumálavandann heyra mál- efni allra atvinnuvega í landinu. Nauðsyn ber til að móta framsækna stefnu í atvinnumálum. Á árangrinum í þeim efnum byggist það fyrst og fremst hvaða úrbætur verða á öðrum sviðum þjóðlífsins. Vinstri stjórn fyrir Ólaf Þá er stjórnin fallin og kemur það víst fáum á óvart. Raunar verður að teljast ótrúlegt að menn hafi yfirleitt verið að tala um áframhaldandi stjórnarsam- starf. Á tímabili var einna helst að skilja á leiðtogum Viðeyjar- stjórnarinnar að kosningarnar hafi markað slík þáttaskil að líf- ið og pólitíkin væri að byrja upp á nýtt og allt væri nú að gerast í fyrsta sinn. Skyndilega var eins og ágreiningurinn um sjávarút- vegsmál, Evrópumál, landbún- aðarmál, Gatt, o.fl. o.fl. væri ekki til og kjörtímabilið hefði verið spólab til baka og allt væri eins og í Vibey forðum. Undir slíkum kringumstæðum var ekki við því að búast að Jón Baldvin tæki vel í að ganga til bandalags við stjórnarandstæð- inga enda kom á daginn ab hann hafði ekki áhuga á því. En lífið byrjaði að sjálfsögðu ekki upp á nýtt í kosningunum og þegar menn settust niður og fóru ab hugsa málin komu upp málin frá síðasta kjörtímabili þeirra; gamla þreytan, pirring- urinn, kalkúnalappir, málefni Kanada á Miklabanka og öll hin. Þessi ágreiningsmál bloss- uðu upp og geröu mönnum ljóst ab áframhaldandi stjórnar- samstarf yrði ekki einvörðungu þjóðinni óbærilegt heldur líka stjórnarherrunum. Kvöl og pína En eftir ab tíðindin um fráfall stjórnarinnar spurðust út hafa þau undur gerst að stjórnmála- foringjar A-flokkanna hafa rek- flokkur og skiptir þá engu máli hvort þeir eru í innilegu sam- krulli við íhaldið eða langt til hægri við það. Kjósendur ráöa Þótt blaðamenn hafi verið að gamna sér við að sýna alla mögulega stjórnarmöguleika hafa þeir flestir verið gjörsam- lega ómögulegir nema sem tölur og tölvumyndir á pappír. Smáflokkakraðakið ' hefur hvorki tiltrú kjósenda né þeirra stjórnmálamanna sem eitthvab kveður að. Sögulegar sættir komma og íhalds eru hvergi taldar vænlegur kostur nema af ritstjórnum Morgunblaðsins og þeim vonarpeningi sem telur sig vænleg ráðherraefni allaballa. Meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags vek- ur flestum öðrum hroll og verð- ur aldrei annað en hugarfóstur fyrrnefndra aðila. Öllum er ljóst að þær viðræður sem boðaöar eru milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks geta leitt til nánast eina stjórnarsamstarfsins sem ein- hvers árangurs er að vænta af. Óleyst verkefni eru mörg og um þau mikilvægustu verður að tak- ast samstaða og víðtækur stuðn- ingur á Alþingi. Sólóleikur ein- stakra þingmanna og jafnvel ráðherra undanfarin ár og kjör- tímabil hlýtur ab hætta þegar þingmeirihluti er jafn ótvíræður og hann verður ef sú stjórnar- samvinna tekst sem nú er stefnt að. Einu má gilda við hvaða hug- tök ríkisstjórn er kennd ef hún aöeins reynist starfhæf og þjóð- inni holl. Og pólitískir veöurvit- ar ættu að fara að átta sig á að nú blása flestir vindar inn á miðj- una. OO Pólitískar veöurspár Loks er farib að blása um stjórn- málalífið eftir lognið sem datt á fyrstu dagana eftir stormasamar kosningar. Eftir að úrslit lágu fyrir — sem voru engan veginn afgerandi nema ljóst var að Framsókn hafði unnið umtals- verðan sigur og fylgi Kvennalist- ans hrapað — vissu fæstir hvern- ig túlka átti vilja kjósenda. Stjórnin hélt velli en féll. Þjóð- vaka varð fótaskortur á loka- sprettinum og Alþýðubandalag- ib hjakkar í gömlu fari og sýnist hvorki hafa átt erindi sem erfiði eöa farið erindisleysu í kosn- ingabaráttunni. En - Þaö er svo bágt aö standa í stað - kvað þjób- skáldiö. Sjálfstæbisflokkurinn fór svo- lítið öfugur út úr slagnum, en er hvorki sár né móður, eins og Al- þýbuflokkurinn, sem fyrir löngu var farinn að fara sínar eigin leibir í stjómarsamstarfinu, eins og ráðherrar hans sem hver af öbrum stungu af úr ríkisstjóm- inni af ýmsum ástæðum og hlupu út um víðan völl. Var við- skilnaður þeirra flokknum síst til vegsauka. Stjórnin fyrir löngu fallin Löngu fyrir lok síðasta kjör- tímabils stefndu stjórnarflokk- arnir hvor í sína áttina í öllu veigameiri stefnumálum og kosningabaráttuna háðu þeir á gjörólíkum forsendum. Því var undarlegt að verða vitni aö því ab því var haldiö blákalt fram eftir að úrslit voru ljós að stjórn Davíðs og Jóns Baldvins hafbi haldið velli. Það var enginn vegur að endurnýja Viðeyjarsáttmálann. Einkaframtak Ólafs Ragnars að semja stefnuskrá fyrir þá flokka sem hann telur greinilega að séu undirdeild í Alþýðubandalaginu og birta hana í Mogga var slíkt klámhögg að það eitt dugði til ab fæla þau stjórnmálaöfl sem hann ætlaði að ráðskast meb frá honum. Frammistaða allaballana síðan til að veita sjálfum sér umboð til stjórnarmyndunar hafa ekki ver- ið beysnari, svo sem eins og að boða stjórnmálaforingja til einkafundar, kalla á blabamenn þangab og skella svo huröum Á víbavangi þegar sýndarmennskan um að verið væri að mynda vinstri stjórn gekk ekki upp. Mikið er talað um að stjórnar- andstöðuflokkarnir ættu að mynda ríkisstjórn en því gleymt að þeir lentu í minnihluta í kosningunum. En þá er líka látið eins og Alþýðuflokkurinn hafi einnig verið í stjórnarandstöðu. Sú skynvilla stafar líklega af því að þegar það hentar valda- rembufólki, mega kratar kallast vinstrisinnar eða félagshyggju- ið upp slíkt harmakvein að einna helst minnir á kvöl og pínu syrgj- andi pílagríma á föstudaginn langa. Einkum er sorg Ólafs Ragnars mikil og hefur hún raunar brotist út í mikilli reiði yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn kaus að tala vib Framsókn frekar en allaballa um myndun meiri- hlutastjórnar. Nú talar Ólafur um mikil svik Halldórs Ásgríms- sonar sem hyggi á samstarf við íhaldið þrátt fyrir að hafa gefib út yfirlýsingar um að hann myndi fyrst tala við stjórnar- andstöbuflokkana í fyrirsjáan- legum stjórnarmyndunarvið- ræðum. Ólafur er í raun að krefjast þess að Halldór beiti sér fyrir minnihlutastjórn, því stjórnarandstaðan hefur ekki GARRI meirihluta á þingi nema taka annan stjórnarflokkinn með. Minnihlutastjórn er hins vegar ekki á dagskrá og verður varla fyrr en aðrir möguleikar teljast fullreyndir. Kratar vitlaust skil- greindir Ólafur gerði nefnilega ákveð- in grundvallarmistök þegar hann var ab semja stjórnarsátt- mála fyrir nýja vinstristjórn fyr- ir kosningarnar. í sáttmálanum sínum gerði hann ekki ráð fyrir að Alþýðuflokkurinn væri fé- lagshyggjuflokkur og hafði hann ekld með í sáttmálanum. Þar með gerbu niðurstöður kosninganna þetta að sáttmála fyrir minnihlutastjórn en ekki meirihlutastjórn. Olafur hlýtur nú að naga sig í handabökin fyrir að hafa klikkað á þessu því eflaust metur formaður Alþýðu- bandalagsins — sem fyrstur manna gerði stjórnarsáttmála einn síns liðs fyrir þrjá flokka fyrir kosningar — stöðuna þannig að það sem skorti sé aukinn þingstuðningur við vinstristjórn og það hefði redd- ast með því að skilgreina krat- ana öðruvísi. Nú hins vegar er þetta orðið of seint þótt Olafur Ragnar megi eiga það ab hann reynir. Tilraunir hans eru þó ekki trúverðugar því menn eru almennt sammála því sem Ólaf- ur sagði sjálfur fyrir kosningar að Alþýðuflokkurinn væri í rauninni hægra megin við Sjálf- stæðisflokkinn. En í ljósi þess- ara yfirlýsinga Ólafs sjálfs ætti hann að geta vel unað við þá niðurstöðu sem nú er í burðar- liðnum. Hann vill jú flokka Framsókn til vinstri og ef krat- arnir eru hægra megin við íhaldið er íhaldið vinstra megin vib kratana. Þannig er í burðar- liðnum eins konar vinstristjórn Framsóknar og íhalds og þótt Ólafur sé ekki sjálfur í henni getur hann eiginlega ekki kvart- að með sannfærandi hætti. Garri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.