Tíminn - 29.04.1995, Side 4
4
Laugardagur 29. apríl 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Baráttudagur
launamanna
Á mánudaginn er fyrsti maí, hátíðisdagur verka-
lýðsins í landinu. Á þeim degi er reynt eftir föng-
um að treysta samstöðuna, auk þess sem baráttu
liðinna ára er minnst. Hátíðarhöldin 1. maí eru
mikilvæg fyrir hreyfingar launafólks í landinu í
mörgu tilliti.
Verkalýðshreyfingin er sterkt afl, en vissulega
eiga forustumenn hennar við vandamál að etja,
sem eru keimlík þeim sem við er að glíma í öðrum
þjóðmálahreyfingum, til dæmis stjórnmálaflokk-
unum, sem er lítil þátttaka almennings í félags-
legu starfi. Þessi staðreynd breytir því þó ekki, að
samtakamáttur launafólks hefur komið ófáum
framfaramálum þess áleiðis. Þar er ekki síður um
að ræða félagsleg réttindi ýmiss konar, sem væru
fátækleg ef afls verkalýöshreyfingarinnar hefði
ekki notið við.
Núverandi vinnulöggjöf er frá því fyrir stríð, og
það er staðreynd að hún var samin við allt aðrar
aðstæður heldur en nú eru. Það gefur auðvitað
augaleið, að umhverfið á vinnumarkaðnum er allt
annað en þá var. Starfsstéttum hefur fjölgað,
tæknivæðing aukist og samkeppnisstaða íslenskra
fyrirtækja breyst. Efnahagskerfið er gjörólíkt.
Vinnulöggjöfin þarf því endurskoðunar við, og
fleiri en áður viðurkenna að svo sé. Sú endurskoð-
un þarf ekki að vera launafólki í óhag. Markmið
. þeirrar endurskoðunar á að vera að auka þátttöku
þess í starfi samtaka sinna og styrkja verkalýðs-
hreyfinguna í landinu. Það er lýðræðinu hollt að
samtök launafólks séu ábyrgt og sterkt afl í þjóðfé-
laginu.
Það, sem einkum hefur verið gagnrýnt í vinnu-
löggjöfinni, er réttur fámennra starfsstétta til
keðjuverkfalla í fyrirtækjum með flókna og marg-
þætta starfsemi, þar sem starfsfólk er í fjölmörgum
stéttarfélögum. Þessi umræða styrkir ekki stöðu
launafólks, heldur þvert á móti. Sama gildir um
verkfallsboðanir, sem teknar eru af mjög fámenn-
um hópi manna í stéttarfélögum. Leita þarf leiða
til þess að efla þátttökuna í hinu félagslega starfi.
Breytingar á löggjöf einar leysa vissulega ekki
þann vanda.
Það verður áreiðanlega seint hægt að skipta
þjóðarkökunni á þann veg að allir verði ánægðir.
Það er skylda samtaka launafólks í landinu að berj-
ast fyrir umbjóðendur sína, en gæta þess jafnframt
að hinir verst settu beri ekki skarðan hlut frá borði.
Með breyttri og flóknari atvinnustarfsemi í þjóðfé-
laginu og fleiri starfsstéttum verður þetta sífellt
flóknara verkefni.
Með svokallaðri þjóðarsátt árið 1989 lögðu hinir
svokölluðu „aðilar vinnumarkaðarins" grunn að
nýjum samskiptum sín á milli og við ríkisvaldið í
landinu. Árangurinn er sú lága verðbólga sem er í
dag. Þetta var umdeilt, en hefur tvímælalaust skil-
aö árangri. Áhrif þessara aðila á framvindu mála
hafa áreiðanlega ekki minnkað, heldur vaxið með
þessum starfsaðferðum.
Tíminn færir launafólki árnaðaróskir á hátíðis-
degi þess á mánudaginn. Megi hann auka sam-
stöðu þess og þátttöku í því að skapa betra og rétt-
látara þjóðfélag.
Birgir Guömundsson:
Sá hlær best...
Við stöndum frammi fyrir því að
gífurleg hætta steðjar að vistkerfi
jarðarinnar.
Vandinn er ekki ósvipaöur því
þegar menn stóðu frammi fyrir
kjarnorkuvopnunum, að því leyti
að maðurinn og menning hans er
bæði þolandi og gerandi. Maðurinn
bjó sjálfur til hættuna og honum er
sjálfum ógnað, ekki síður en um-
hverfinu. Hann verður því að end-
urskoða samskipti sín við jörðina í
ljósi hinnar nýju stöðu.... En hin
raunverulega lausn hins vegar ligg-
ur í því að endurheimta tengslin
milli jarðarinnar og menningarinn-
ar og hlúa ab þessum tengslum,
þannig að sárin grói. ... Rétt eins og
menn laga sig ab tilvist kjarnorku-
vopna, þá mun þessi lausn á deil-
um manns og náttúru eflaust kalla
á breytta tækni og jafnvel minni
tækni á sumum sviðum. Mikilvæg-
asta breytingin felst þó í nýjum
hugsunarhætti og nýjum skilningi
á sjálfu eðli sambands okkar við
jörðina.
Ai Gore, varaforseti Bandarikjanna, í
bók sinni: „Jörðin að veði" (Earth in the
Balance)
Óvenjulegustu viðbrögðin í frétt-
um síðustu helgar, þegar stjórn-
armyndunin og stjórnarskiptin
gengu yfir, komu tvímælalaust
frá Jóni Baldvini Hannibalssyni,
fráfarandi utanríkisráðherra o§
formanni Alþýðuflokksins. I
flestum ljósvakamiðlum landsins
varð þjóðin vitni að löngum
hæðnislegum hlátri formanns-
ins, þegar hann var spurður um
þá ráðstöfun nýrra stjórnarherra
ab sami ráöherrann færi með
landbúnaðarmál og umhverfis-
mál. Össur Skarphéðinsson, frá-
farandi umhverfisráðherra, gerði,
eins og formabur hans, athuga-
semdir við þessa ráöstöfun, þó
það væri ekki með sama hroka-
fulla hættinum. Össur hefur lýst
þeirri skoðun sinni ab það sé
mjög óheppilegt að sami maður
fari með þessi tvö ráðuneyti og
kvebst hann óttast að umhverfis-
ráðuneytið veröi að „skúffuráðu-
neyti" í landbúnabarráðuneyt-
inu, sem vænatanlega þýðir að
hann óttist ab málefni landbún-
aðarráðuneytis muni njóta for-
gangs á kostnað umhverfisráðu-
neytisins. Samhliða þessum ótta
Össurar hefur mátt greina í mál-
flutningi hans það vibhorf að
landbúnabarráðuneytið og um-
hverfisrábuneytib ættu yfirleitt
ekki samleið. Hlátur Jóns Bald-
vins hefur almennt verið túlkab-
ur á svipaðan hátt.
Fram og aftur
fjárgötuna
Þessi viöbrögð krata valda hins
vegar miklum vonbrigðum. Ann-
ars vegar lýsa þau mikilli vantrú á
getu og þrótti umhverfisráðu-
neytisins sem slíks og hins vegar
lýsa þau ótrúlega gamaldags við-
horfum til umhverfismála. For-
ustumenn Alþýbuflokksins virð-
ast hafa, eins og raunar ýmsir
aðrir, fest í gömlu umræðunni
um að átakalínurnar í umhverfis-
málum lægju milli sauðkindar-
innar annars vegar og einhverra
náttúruverndarmanna, helst í
sérstökum náttúruverndarráð-
um, hins vegar.
Þessi gamla, djúpa fjárgata
virðist ætla ab verða fúrðu lífseig.
Hún er í það minnsta enn á
sveimi, þó svo að kalda stríöið,
sem geisaði meb og á móti sauð-
kindinni, sé löngu búib alveg
eins og hitt kalda stríðið. Jón
Konrábsson á Selfossi og Sauð-
fjárverndin hans em löngu hætt
að auglýsa í útvarpinu að menn
eigi að vera góðir við sauðkind-
ina. Gamaldags náttúmverndar-
menn em samt ennþá í rökræð-
um við hann!
Það em nýir tímar í landbún-
aði og það em nýir tímar í um-
hverfismálum. Umhverfismálin
em alveg jafnt upp á kant við
aðrar atvinnugreinar eða at-
vinnuvegaráðuneyti og landbún-
aðinn. Þab em verk ab vinna á
svibi umhverfismála í sjávarút-
vegi, iðnaði og þjónusm. Um-
hverfismál snúast ekki lengur um
íslensku saubkindina. Ef eitthvað
✓
I
tímans
rás
er, þá hefur landbúnaðurinn ver-
ið í fararbroddi aukinnar mebvit-
undar um vistvæna, ábyrga og
sjálfbæra notkun á landgæbum á
íslandi, bæbi varðandi fram-
leiðslu og ferðamannaþjónusm,
svo dæmi séu tekin. Það sem
meira er, mebvimð umhverfis-
málastefna er nánast sú öndunar-
vél sem gefur landbúnaðinum
von um framtíð.
Umhverfismálin eru mál mál-
anna og hafa fyrir löngu varpað
af sér þeim hlekkjum, sem saub-
kindin setti á umræðuna. Það
hlýmr því að teljast nokkuð
háöuleg niðurstaba, ef forustu-
menn krata ætla að halda áfram
ab labba fram og aftur gömlu
fjárgömna — nú þegar sauðkind-
ur em nánast að verða safngripir.
Þannig aö sárin grói
Umhverfismálin snúast heldur
ekki um það hvort umhverfis-
rábuneytib er í skúffu í landbún-
aðarráöuneytinu eba ekki. Um-
hverfismálin em lifandi mála-
flokkur, sem snertir nánast öll
samskipti mannsins og jaröar-
innar. Þau snúast um það að
halda þessum samskipmm í eðli-
legu jafnvægi, „þannig ab sárin
grói" eins og varaforseti Banda-
ríkjanna hefur orðaö það. Um-
hverfismálin em því ekki stofnun
sem hægt er að kæfa í skúffum,
ekki heldur í stjórnsýslulegum
skilningi. Það er búið að setja
umhverfisráðuneytið á fót og þab
er búið að festa það í sessi. Verk-
svið ráðuneytisins er að vera
bæði aflstöð og bakland fyrir hin
ýmsu svið og verkefni umhverfis-
mála. Þess vegna er þab ekki mál-
ið að standa vörð um stofnunina
umhverfisráðuneyti og gæta þess
eins og það sé dýrgripur á borö
við myndina af Mónu Lísu.
„Móna Lísan" er til staðar og
næsta skref er ab tryggja aö hún
taki til óspilltra máíanna, láti ab
sér kveða sem víðast og með sem
virkustum hætti. Það er slík útrás
sem er á dagskrá, en ekki dyra-
varsla við listasafn.
Libur í þessari útrás er að eyða
leifum togstreimnnar, sem skap-
ast hefur í kringum stofnanir eins
og Landgræðsluna og Skógrækt-
ina milli Iandbúnaðarráðuneytis-
ins og umhverfisrábuneytisins.
Sú togstreita er arfur frá sauð-
kindarsýninni á umhverfismálin
og henni þarf að breyta í takt við
nýja tíma, því í raun hefur hún
ekkert með umhverfismál að
gera. Snjallt skref í þá átt ab eyða
togstreitunni milli umhverfisráð-
herra og landbúnaðarráðherra í
slíkum málum er að hafa sama
mann í báðum embættum!
Umhverfismebvitund
alls staðar
Stóra verkefnið er þó aö ná
fram þeirri stöðu, að umhverfis-
meðvitund gegnsýri allt ákvörb-
unarferlið í stjórnkerfinu jafnt
sem daglegt líf manna. A1 Gore,
núverandi varaforseti Bandaríkj-
anna, skrifabi merkilega bók um
umhverfismál fyrir nokkrum ár-
um og hlaut fyrir frægð og frama,
vegna þess ab hann þótti fylgjast
vel meö tímanum og vera fram-
sækinn. Varaforsetinn leggur í
bók sinni mikla áherslu á sam-
hengi hlutanna og heildarsýn
varöandi umhverfismálin jafnt í
smáu sem stóru. í því felst hin
nýja hugsun, sem hann telur ab
geti skapað börnum okkar og
barnabörnum framtíð og „endur-
heimt tengslin milli jarðarinnar
og menningarinnar". Hér á ís-
landi eiga svipub sjónarmib vax-
andi skilningi ab mæta og menn
em að hætta að líta á umhverfis-
mál sem afmarkað, sérskilgreint
fyrirbæri, sem heyri undir um-
hverfisráðuneytið og ekkert ann-
að, sé einkaviðfangsefni náttúru-
verndarráðsmanna, landvaröa
eba annarra þar til bærra sérfræð-
inga. Það eru þó þessi stofnana-
kenndu kyrrstöðuviðhorf sem
endurspeglast að nokkm leyti í
áhyggjum Össurar, en þó sérstak-'
lega í hæðnishlátri Jóns Baldvins.
En hlátur Jóns breytir þó ekki
þeirri staöreynd, ab þegar allt
kemur til alls er það hann sjálfur
sem stendur á saubskinnsskón-
um í fortíbinni og rífst um nátt-
úruvernd á forsendum sauðkind-
arinnar. Og sem betur fer er það
nú rétt, sem sagt er, að sá hlær
best sem síbast hlær. ■