Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. maí 1995 Tímamynd CS Jón Kristjánsson: Fiskveiðistefnan og Morgunblaðið Vibtal vib Davíö Oddsson forsætisrábherra, þar sem hann stabhæfbi ab Morgunblabib væri ekki lengur málgagn Sjálfstæbisflokks- ins, hefur vakib verulega athygli. Áreiban- lega má til sanns vegar færa ab samskipti flokks og blabs hafa breyst. Myndirnar af foringjunum eru ekki eins vibhafnarmiklar og umfjöllunin hefur breyst í samræmi vib þær breytingar sem hafa orbib á fjölmibl- um í landinu. Morgunblabib er áhrifamikib málgagn, og ritstjórar þess finna til þess. Þó er blabiö ekki eitt um hituna. Fjölmiölaflóran er orö- in fjölskrúöug, og fréttir, þótt í minni blöb- um séu, fara í umræbu í þjóöfélaginu veki þær áhuga og séu ferskar. Fjölmiblar sam- anstanda af blööum og tímaritum, ljós- vakamiölum og ótal fréttabréfum, sem þykja orbiö sjálfsagöur þáttur í kynningar- starfsemi samtaka og ■ fyrirtækja. Þessi fréttabréf, ef til þeirra er vandaö, eru oft uppspretta frétta og umfjöllunar um ýmis þjóöfélagsmál. Stikkprufa Morgunblabiö hefur hins vegar mesta útbreiöslu íslenskra blaöa og skákar í skjóli þess í umfjöllun sinni um ýmis mál. í ein- staka málum hafa ritstjórar blaösins ákveb- ib ab berjast fyrir skoöun sem gengur þvert á flokka. Sjávarútvegsmálin eru dæmi um þetta. Ulaöiö hefur barist hart á undanförn- um árum fyrir veibileyfagjaldi eöa auö- lindaskatti og fundib kvótakerfi í sjávarút- vegi flest til foráttu. Þetta mál viröist hafa veriö valib sem nokkurs konar stikkprufa á áhrifamátt blaösins. Takmarkiö er aö brjóta kvótakerfib á bak aftur og leggja gjald á veiöileyfi. Botninn er hvar? Þab sem athygli vekur í þessu sambandi er hvaö umræöan er botnlaus. Ef einhver opnar munninn og mælir meö veiöiieyfa- gjaldi í ræöu eöa riti, á hann greiöa leib inn í ritstjórnarskrif Morgunblabsins, og gjarn- an er þá talaö um tímamótaskrif eöa tíma- mótaræbur viökomandi. Svo var um ræöu Árna Vilhjálmssonar á aðalfundi Granda. Títt hefur verið vitnaö til hennar í Morgun- blaöinu, en efni hennar var þess eðlis aö greiöa eingreiöslu, hóflega þó, og eignast svo kvótann. í skrifum Morgunblaösins er botninn suöur í Borgarfirði. Þaö er mér aö minnsta kosti ráðgáta, eftir öll þau skrif sem birst hafa frá ritstjórn Morgunblaösins um fisk- veibistjórnun, hver stefna blaðsins í raun og veru er. Þegar Vestfirðingar settu fram sín sjónarmið um sóknarmark, fyrir kosn- ingar, var því tekib meb miklum fögnubi, vegna þess aö þetta var andstætt aflamarks- kerfi. Hin raunverulega stefna blaösins kom þó hvergi fram. Eign þjóbar- innar Kvótakerfinu hefur verið fundið það til for- áttu að með því eigi nokkrir sægreifar í raun auðlindina, þrátt fyrir aö hún sé samkvæmt lögum eign þjóðarinnar. Með framsalsréttinum safnist þessar veiðiheimildir á fárra hendur, og afkomendur þeirra manna sem eignast hann erfi þennan rétt. Heilu byggðarlögin sjái síðan á eftir veibiheim- ildunum og sitji eftir slypp og snauö. Vissulega eiga röksemdir eins og þessi greiða leið að fólki. Hins vegar veröur aö geta þess aö veruleikinn er ekki svona ein- faldur. Aflaheimildum var á sínum tíma úthlut- aö til þeirra, sem höfðu undir höndum skip til þess að sækja aflann og höföu einhverja veiðireynslu. Kvótinn er ekki eign, heldur. afnotaréttur af auðlindinni. Vegna þess að þessi afnotaréttur er takmarkaður veröur hann verðmæti. Heimilt er aö framselja þessi verðmæti gegn greiðslu. Sá háttur er hafður á til þess að auka hagkvæmni í greininni, og hann hefur tvímælalaust gert þaö. Sóknarmark er á hinn bóginn þannig uppbyggt aö fiskveibiárinu er skipt niður í tímabil og heildarafli ákveðinn fyrir hvert þeirra og síðan er sóknin frjáls. Þetta kerfi tekur ekkert tillit til vinnslunnar í landi og kemur ákaflega misjafnlega niður eftir landshlutum, þar sem aflabrögb geta veriö misjöfn á hverjum tíma. Kerfi þab sem gildir á krókabátunum er í raun sóknar- markskerfi. Þessi einkenni koma einkar vel í ljós um þessar mundir, þegar mokafli hef- ur veriö viö suövesturhorniö hjá krókabát- unum, meöan afar tregt fiskirí hefur veriö til dæmis fyrir austan þar sem ég þekki til. Auðlindaskatturinn Þaö er ekki úr vegi ab íhuga nánar auð- lindaskattinn. Hann þarf ekki ab neinu leyti aö raska kvótakerfinu. Hann felst þvert á móti í því aö viðhalda kerfi, en rík- isvaldið innheimti gjald af þeim sem nýta kvótana. Þetta er því miklu fremur skattlagn- ing og efnahagsaðgerð heldur en kerfisbreyting í fiskveiðum. Veiöileyfa- gjald er því skattlagning á sjávarútveginn, og margir hafa viðurkennt ab þab þýöi gengisbreyt- ingu ab leggja það á, og þaö sé í raun aðgerð til þess aö bæta samkeppnisaðstööu iðnaöar- ins í landinu. Auðlindaskattur er engin trygging fyrir því að kvótinn komist ekki á fáar hendur. Hann mundi lenda hjá þeim sem eru borg- unarmenn fyrir skattinum. Öll þessi atriði hafa legið utangarðs í umfjöllun Morgunblaðsins um þessi mál, og satt aö segja er mikið undrunarefni hvað blaðið hefur komist upp með losara- leg ritstjórnarskrif um hvernig þeir í raun vilja stjórna fiskveiöum. Vilja pistlahöf- undar Morgunblaðsins hefta framsal veiöi- heimilda, og leggja veiöileyfagjald á núver- andi kvóta? Vilja þeir só'knarmark? Þessum spurningum hefur ekki veriö svarað. Ab vita ab hverju menn eiga ab ganga Stuðningsmenn kvótakerfisins hafa lagt áherslu á þaö að útgeröaraðilar viti að hverju þeir ganga meö stjóm fiskveiöa og geti skipulagt sig í samræmi viö það. Stöö- ug umræða um að kollvarpa núverandi kerfi er ekki leiö að því marki. Hagsmunir eru ákaflega misjafnir í þessum málaflokki, sem er ofurvibkvæmur. Þegar þetta er ritað, em umræöur um aö setja aflamark á króka- báta. Vissulega mun sitt sýnast hverjum um það, vegna þess hvaö aflareynsla króka- báta er misjöfn, þar sem sums staðar hefur verið tregur afli síöustu árin, en annars staðar mokafli, þar sem jafnvel hafa veriö notaðar skiptiáhafnir til þess aö ná sem mestu á land. Þaö mælir hins vegar margt meö því aö aðeins eitt kerfi gildi í sjávarút- veginum, þótt vissulega kosti mikil átök ab koma því á. Það er þörf á því aö lagfæra hlut aflamarksbáta, bæði smábáta og ver- tíðarbáta, og þeir sem hafa stundaö veiðar í krókakerfinu verða aö hafa afkomu áfram. Þær breytingar sem veröa á fiskveiðikerfinu verða aö tryggja þetta. Vandinn í öllu kerfinu er aö afli í bol- fiski er takmarkaður. Baráttan verður þess vegna hörö um þær aflaheimildir sem fyrir eru. Miklir hagsmunir eru í húfi, og seint verður sátt um kerfiö. Hins vegar er það grundvallaratriöi að gera sér grein fyrir meginlínum þess og undirstöðuatriðum eins og þeim aö kvótinn er afnotaréttur en ekki eign. Blekkingar í þessu efni eru ekki til þess fallnar að upplýsa fólk um hina raunverulegu stööu málsins. Afstaba stjórnmála- flokkanna Það vekur vissulega athygli nú aö sam- staöa virðist vera aö aukast í stjórnarand- stöbuflokkunum um aö leggja á veiöileyfa- gjald. Alþýöuflokkurinn hefur þessa stefnu, Þjóövaki hefur hana líka, og fulltrú- ar Kvennalistans hafa talað í þessa veru. Af- staða Alþýöubandalagsins er óljós sem fyrr, en erfitt er aö átta sig á heildarstefnu flokksins í málinu. Vegna þessa er enn meiri ástæöa til þess að ræba þessi mál ofan í kjölinn, svo að fólk átti sig í raun á því hvað er um að vera. Eins og nú háttar til, hlyti þessi skattlagning að koma fram í versnandi afkomu sjávarútvegsins, gengis- fellingu 'og hækkandi verðlagi af þeim sök- um. Afkoma sjávarútvegsins er ekki meö þeim hætti aö hann geti tekið á sig viöbót- arskattlagningu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.