Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. maí 1995 13 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Tveir hópar vísindamanna geröu rannsóknir á sjálfboöaliöum, sem allir þurftu aö nota hjartagangráö: Farsímar geta valdið truflunum á hjartagangráöum Þeir, sem eru meb hjartagangráb, ættu að sýna nokkra abgát þegar GSM- farsímar eru annars vegar. Ab minnsta kosti ættu þeir ekki ab geyma farsímann sinn í brjóstvasanum. Nýju stafrænu farsímarnir gefa nefnilega frá sér merki, sem geta haft þau áhrif ab gangrábur sleppi úr takti eba breyti um takt. Áhrifin eru þó ekki mjög alvarleg og gangráðurinn fer ab starfa eöli- lega strax og síminn er kominn í hæfilega fjarlægð aftur. Þetta eru niðurstöður úr tveimur rannsóknum, sem gerðar voru í Bandaríkjunum. Frá þessum rann- sóknum er greint í tímaritinu New Scientist, en báöir rannsóknarhóp- arnir kynntu niöurstöður sínar ný- lega á rábstefnu í Boston. „Enn sem komið er sé ég ekki ástæöu til þess ab hafa miklar áhyggjur, en þaö væri erfitt aö gefa einhverja almenna læknisfræbi- lega yfirlýsingu fyrr en fullvissa er fengin," sagöi David Hayes frá Mayo Clinic í Rochester í Minnes- ota, en hann haföi yfirumsjón meö annarri rannsókninni. í Mayo Clinic fylgdist hópur vís- indamanna með hjartslætti 30 sjálfboðaliða meöan þeir notuöu mismunandi tegundir farsíma. All- ir sjálfboðaliöarnir voru með gang- ráö. Hin rannsóknin fór fram í læknamiöstöðinni Mount Sinai á Miami-strönd í Flórída. Þar voru svipaöar athuganir gerðar á 59 sjálfboöaliðum. Engra truflana varö vart þegar sjálfboöaliðarnir héldu farsímun- um upp að eyranu. En ef vissum tegundum farsíma var haldiö ná- lægt líkamanum, þar sem gang- HEILSUEFUNC - hefst hjá þér Fjölskyldudagur laugardaginn 27. maí am land allt Reykjavík, Akureyri, Akranes, Húsavík, Hafnaifjörður, Hveragerði, Hornafjörður, Isafjörður, Þingeyri, Selfoss, Hvammstangi, Klaustur, Laugaland í Holtum og víðar. Leiðsögn, leikir og léttar œftngar. Heilsuefling hefst hjá þér ráðnum hafði verið komið fyrir, þá mátti stundum greina truflanir á gangi þeirra. Oftast voru truflan- irnar þær aö gangráöurinn sleppti úr einum og einum takti. Truflanirnar voru aldrei það miklar að sjálfboðaliðunum stafaöi hætta af, að sögn Hayes, og margir þeirra tóku ekki eftir neinu, þótt vísindamennirnir gætu meö tækj- um sínum séð breytingarnar sem uröu á gangi gangráðanna. Gömlu farsímarnir, sem ekki eru stafrænir, höfðu engin áhrif á gangráðana. Niðurstöbur þessara rannsókna ganga í sömu átt og niðurstööur annarra rannsókna, sem geröar hafa verið á áhrifum farsíma á gangráða. Hins vegar hafa allar rannsóknir á þessu hingað til verið smáar í sniðum, einungis fáar teg- undir gangráða og farsíma hafa verið prófaðar. ■ MITSUBISHI L2QO 4x4 STERKUR OG STÆÐILEGUR MITSUBISHI L 200 ER STERKBYGGÐUR BÍLL, MEÐ MARGREYNDUM OG VIÐURKENNDUM ALDRIFSBÚNAÐI. HANN ER KRAFTMIKILL, EINKAR ÞÆGILEGUR OG EINSTAKLEGA RÚMGÓÐUR. í HONUM SAMEINAST MÝKT OG MIKIÐ BURÐARÞOL, SEM GERIR HANN JAFNVÍGAN Á VEGUM EÐA VEGLEYSUM. L 200 ER ÞVÍ GÓÐUR KOSTUR HVORT SEM HANN ER ÆTLAÐUR TIL ALMENNRA NOTA EÐA SEM VINNUÞJARKUR. L 200 4X4 KOSTAR 2.050.000 TILBÚINN Á GÖTUNA ! MITSUBISHI MOTORS HEKLA -ti/Áei//a /fCrS'// Laugavegi 170-174, sími 569 5500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.