Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 12
12 Wmmm Laugardagur 27. maí 1995 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND NATO tekur af skarib í Bosníu Sarajevó, Brussel — Reuter í gær og fyrradag ger&u herflug- vélar NATO árásir á vopnabúr Bosníu-Serba í Pale, ekki langt frá Sarajevó. Serbar svöru&u me& því aö varpa sprengjum á borgina Tuzla, me& þeim af- lei&ingum a& yfir 70 manns lét- ust og hátt á anna& hundra& sær&ust, og hafa auk þess teki& allt a& tíu starfsmenn Samein- u&u þjó&anna í gíslingu. Meö þessum atbur&um hafa málin í Bosníu tekiö nýja stefnu og óvíst er hvert framhaldib verö- ur. Willi Claes, aðalritari NATO, sagöi loftárásirnar hafa verið gerðar að beiðni Sameinuðu þjóðanna, en NATO hefur þrá- faldlega hafnaö því að gera árásir á Bosníu-Serba nema Sameinuðu þjóöirnar fari fram á það. Willi Claes sagði ennfremur að NATO ætlaöi sér ekki að taka af- stööu í átökunum í Bosníu, held- ur muni bandalagiö halda áfram að starfa í fullu samræmi viö Bosnískur hermaöur aöstoöar sœröa konu viö aö komast út úr íbúöarhúsi í Sarajevó í gœr eftir aö nokkrar sprengjur höföu falliö á svœöinu. Sprengjunum var varpaö á borgina um þaö bil klukkustund eftir aö herflugvél- ar NATO geröu árás á Bosníu-Serba íþriöja sinn á tveimur dögum. Sjálfskiptur Accent ^iiíe álfelgur • vindskeið • geislaspilari og útvarp með 4 hátölurum • rafmagn í rúðum • samlæsing í hurðum • styrktarbitar í hurðum • vökva- og veltistýri • bein innspýting • 1500ccvél • 90 hestöfl ÁRMÚLA 13, SÍMl: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 ákvarðanir Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Árásirnar voru gerðar vegna þess að Bosníu-Serbar hafa ekki virt griðarsvæði Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu, þar sem óbreyttir borgarar eiga að geta verið óhult- ir fyrir hernaðarátökum. Bosníu- Serbar hafa ítrekað varpað sprengjum á þessi svæði, þeir hafa rábist á friðargæsluliða Sam- einuðu þjóðanna og hindrað á kerfisbundin hátt að nauðsynleg aðstoð og aðhlynning gæti átt sér stab. Með þessu framferði sínu segir Claes ab þeir hafi stefnt aðgerð- um Sameinuðu þjóðanna í Bo- sníu í hættu og grafið undan viljastyrk og trúverðugleika sam- félags þjóðanna. Hann sagði ennfremur ab ríki heims gætu ekki þolað þessa auö- mýkingu lengur og því heföu að- gerðir þessar veriö óhjákvæmileg- ar. Ljóst er að NATO hefur tekið töluverða áhættu með þessum aðgerðum. William Perry, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagðist efast um að jafnvel mjög kröftugar loftárásir frá NATO á hendur Bosníu-Serbum gætu í bráð stöbvað sprengjuárásir Serba á griðarsvæbin í Bosníu. Forsætisráðherra Bosníu, Haris Silajdzic, hvatti í kjölfar atburð- anna ríki heims til að nema vopnasölubannið á Bosníu úr gildi, og sagði að annars yrbu þau samsek um þjóðarmorð í land- inu. Boris Jeltsín sagðist mjög ósátt- ur vib að ákvöröun um árásirnar hefbi verið tekin án samráðs við sig. Rússar virtust þó vera að missa þolinmæbina gagnvart Bo- sníu-Serbum, rússneskir ráða- menn sögðu þá hegöa sér óskyn- samlega og að þeir hefðu átt að taka mark á aðvörunum Rússa og láta af sprengjuárásum sínum á griðarsvæðin, því einungis þann- ig heföu þeir getað komist hjá loftárásum NATO. ■ Borgar- og hérabsstjórnar- kosningar á Spáni á morgun: Gætu haft áhrif á ríkisstjórn Sósíalista- flokksins Barcelona — Reuter Á morgun, sunnudag, fara fram kosningar til borgar- og héra&s- stjórna á Spáni. Búist er við því a& sósíalistar komi frekar illa út úr þessum kosningum, en hvergi er spennan eins mikil og í Barcel- ona, höfu&borg Katalóníu. Tapi sósíalistar meirihluta sínum í Barcelona, yrði þab mikib áfall fyr- ir flokkinn, en Barcelona er síðasta borgin þar sem þeir hafa enn meiri- hluta. Úrslitin í Barcelona gætu einnig haft áhrif á landsstjórnina, því tapi sósíalistar meirihlutafylgi sínu þar, eru allar líkur á að Al- mannaflokkurinn, sem er hægri- miðflokkur, setji mikla pressu á stjórn Sósíalistaflokksins að flýta þingkosningum í landinu. Nái katalónski flokkurinn Con- vergencia i Unio völdum í Katalón- íu, sem yrði væntanlega með stuðn- ingi Almannaflokksins, kæmi það sér illa fyrir stjórn Felipe Gonzal- ez, sem hefur meirihluta á þingi með stuðningi Convergencia i Unio. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.