Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 10
10 SÍMltifH Laugardagur 27. maí 1995 Kirkjuhátíö haldin í Reykjavík í fimmta sinn Kirkjulistahátíb '95 verbur haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík 3.-18. júní. Frum- samib íslenskt efni, frábærir erlendir gestir og sérstök á- hersla á efni fyrir og eftir börn eru einkenni á hátíb- inni í ár. Kirkjulistahátíb í Reykjavík hefur verib haldin annabhvert ár síban 1987. Abstandendur hátíbarinnar eru Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra og vestra, List- vinafélag Hallgrímskirkju og Þjóbkirkjan. Nýir íslenskir barnasálmar Kirkjulistahátíb 1995 verður sett við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju laugardaginn 3. júní kl. 14:00. Frumfluttir verða nýir íslenskir barna- sálmar og opnaðar tvær sýn- ingar. Við setninguna verður leikin tónlist eftir þá Hafliða Hallgrímsson og Þorkel Sigur- björnsson. Að beiðni hátíðarinnar hef- ur séra Kristján Valur Ingólfs- son ort níu sálma sem ætlaðir eru til söngs í barnakórum. Hjálmar H. Ragnarsson hefur samið ný lög við sálmana, sem verða fluttir af samkór barnakóra í Reykjavíkurpró- fastsdæmunum báðum, af alls rösklega 200 börnum. Aðal- stjórnandi samkórsins er Þór- unn Björnsdóttir t>g undirleik- ari Jón Stefánsson. Þessir nýju sálmar eru ætlaðir til söngs í kirkjum hver í sínu lagi. Vib setningarathöfnina í Hall- grímskirkju verða þeir tengdir saman í eina heild með þeim ritningartextum sem þeir vísa til. Hjálmar H. Ragnarsson hefur tónsett ritningartextana og verða þeir sungnir af karla- kór úr Mótettukór Hallgríms- kirkju undir stjórn Harbar Ás- kelssonar. Tónmenntasjóður kirkjunn- ar gerði Kirkjulistahátíð '95 kleift ab panta þessi verk, sem væntanlega munu heyrast í kirkjum víða um land á næst- unni. Englar upp um alla veggi Englar eru þemað í mynd- listarsýningu barna og ung- linga, 6-16 ára, úr Myndlistar- skólanum í Reykjavík. Góð samvinna hefur tekist milli Myndlistarskólans og Kirkju- listahátíbar '95, og er sýningin í Hallgrímskirkju ávöxtur hennar. Mynd af engli sem þeytir lúður eftir Ólöfu Ólafs- dóttur, 14 ára nemanda Myndlistarskólans í Reykjavík, prýbir auglýsingar og dag- skrárrit hátíðarinnar. Englar eru kunnuglegt myndefni úr listasögunni og var það heild- arverkefni allra barnadeilda skólans á haustönn, en þar voru 110 nemendur. Verkefn- ið var lagt fyrir með fyrirlestr- um og voru fyrirlesarar þeir séra Karl Sigurbjörnsson og Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur. Myndlistarkennar- ar voru þær Margrét Friðbergs- dóttir, Katrín Briem, Þóra Sig- urðardóttir, Harpa Björnsdótt- ir og Guðrún Nanna Guð- mundsdóttir. Afraksturinn var mikill fjöldi englamynda, sem Abstandendur sýningarinnar á „Síbustu heimsókn Cubríbar Símonardóttur íkirkju Hallgríms" eftir Steinunni jóhannesdóttur fóru og cefbu í Hvalsnes- kirkju. F.v. Helga E. jónsdóttir, Steinunn jóhannesdóttir, Helga Bachmann, Elín Edda Árnadóttir og Þröstur Leó Cunnarsson. Nýir íslenskir bama- sálmar verða frumfluttir l pfisif ‘—] M jw . fp$!*" á k g n 3 jjBWKí/ ; - cji I » IWæ l**i 1 .iM' sagt að verk hennar dragi fram nýjar og áður duldar víddir í því rými sem þeim er ætlaður staður. Þetta tvennt — boð- skapurinn og rýmisáhrifin — er sagt vera skýringin á því að henni hafi tekist að skapa eft- irtekarveröustu kirkjuskreyt- ingar í Noregi. Sýning Else Marie Jakobsen er á Kirkjulistahátíð '95 fyrir milligöngu Kirkjulistaviku á Akureyri, Myndlistarsafns Ak- ureyrar og sendirábs Noregs í Reykjavík. Myndlistarkonan aðstoðaði sjálf við uppsetn- ingu verkanna og valdi þeim stað í nýuppgerðum safnaðar- sal Hallgrímskirkju. Arftaki Saint-Saéns og Faurés vib orgelib Á hvítasunnudag er hátíðar- messa í Hallgrímskirkju kl. Konunglega sœnska hirbhljómsveitin á tónleikum. gerðar eru meb fjölbreytileg- um aðferðum í ýmis efni, og var hann sýndur á nemenda- sýningu sumardaginn fyrsta. Urval úr þessu myndefni verð- ur upp um alla veggi á engla- sýningunni í Hallgrímskirkju. Sterkur bobskapur í vefnabi Else Marie Jakobsen Opnun veflistarsýningar norsku listakonunnar Else Marie Jakobsen er mikill feng- ur fyrir þá sem unna veflist og trúarlegum viöfangsefnum í myndlist. Hróður Else Marie Jakobsen hefur borist víða um lönd og sterkt myndmál hennar, sem tekur afstöðu til vanda manns og samtíma, vekur alls staðar mikla eftir- tekt. Hún er fædd í Kristian- sand 1927 og útskrifaðist frá norska Handíða- og listibnað- arskólanum 1950. Verk eftir hana er ab finna í mörgum kirkjum og opinberum bygg- ingum í Noregi og þar á meðal eru ellefu ofnar altaristöfiur. Hún hefur haldið einkasýn- ingar í Noregi og annars stað- ar á Norðurlöndum og átt verk á farandsýningum í Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi. Það hefur alla tíb verið mik- ilvægast fyrir Else Marie Jak- obsen að koma á framfæri boðskap í verkum sínum og taka afstöðu. Þá hefur verið Anne-Lise Berntsen mun túlka „Örvar englanna", konsert sem vakib hefur feikna athygli víba í N.-Evrópu. |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.