Tíminn - 27.05.1995, Side 15

Tíminn - 27.05.1995, Side 15
Laugardagur 27. maí 1995 15 Ágj örn ekk j a Klukkan 10 mínútur yfir 9 aö morgni 20. nóvem- ber 1990, gekk fanga- vör&ur í Maidstone-fangels- inu í Kent inn á skrifstofu fangelsisstjóra. Svipur hans var alvarlegur og því vakna&i strax illur grunur hjá fangels- isstjóranum um a& eitthvaö væri ö&ruvísi en þa& ætti a& vera. „Hvað er a&?" spurði hann. „Rútan er komin," sagði vörb- urinn. „Cook var ekki meö henni og enginn hefur séð hann." Viöbrögð fangelsisstjórans lýstu undrun og vonbrigðum. Hann lauk við aö ganga frá skjölum sem hann var meö á skrifstofuborðinu, var um stund eins og annars hugar og sagöi síðan: „Það finnst mér mjög undarlegt. Mér hefur aldrei dottið í hug að hann myndi reyna að strjúka. Auk þess er ör- stutt í reynslulausn hjá hon- um." Lögreglan var látin vita, menn voru kallaðir á aukavaktir og öll gögn um Cook voru grandskoðuð. Um það bil hálf- tíma seinna voru tveir rann- sóknarlögreglumenn mættir á teppiö hjá fangelsisstjóranum. Þeir vildu fá allar upplýsingar um Ronald Cook. Ferillinn Hann var 55 ára og sannur at- vinnumaöur í glæpastarfsem- inni. Hann hafði fæðst og alist upp í austurhluta London. Göt- urnar voru heimili hans í fyrstu og hverfið svo skuggalegt að verslunareigendur þurftu að greiða foringja stærstu glæpaklí- kunnar skatt til að fá að stunda sín viðskipti óáreittir. Cook gekk í þennan félagsskap, ungur að árum, og þótti bæði sterkvax- inn og greindur. Áður en langt um leið stofnaði hann sína eig- in glæpaklíku og brátt var hann orðinn umsvifamikill glæpa- höfðingi í London. En þrátt fyr- ir góða skipulagsgáfu og vel- megun í bransanum fór að bera á kæruleysi hjá Cook, sem end- anlega hafði þær afleiðingar í för með sér að veislunni lauk. Cook rændi brynvarinn pen- ingaflutningabíl. Hann náði sér í 800 milljónir íslenskra króna, en Adam var ekki lengi í Parad- ís. Lögreglan komst á slóð hans og brátt var Cook á bak við lás og slá, ákærður fyrir að bera ábyrgð á vopnuðu ráni. Árið 1981 var hann dæmdur í 16 ára fangelsi, en það var í sjálfu sér ekki slæmur kostur fyrir Cook. Hann átti möguleika á reynslu- náðun, sýndi hann góða hegð- un, eftir helming afplánunar- tímans og það sem best var: lög- reglan náði aldrei að hafa upp á þýfinu úr stóra ráninu. Því var ljóst að Cooks biðu náðugir dagar, þegar hann lyki afplán- un. Fullt traust Fangelsisstjórinn lauk við að skýra frá forsögu Cooks og sagði síðan: „í ljósi alls þessa er óskilj- anlegt af hverju Cook ætti að strjúka. Þaö er aðeins rúmur mánuður þar til honum verður sleppt og því ætti að hann að taka slíka áhættu?" Cook hafði fengið frídag einu sinni í viku og þeim degi hafði Cook yfirleitt varið hjá kærust- unni sinni. Hann hafði farið til SAKAMAL hennar í gærmorgun og hefði átt að skila sér aftur með morg- unrútunni. Þetta frjálsræði, sagði fangelsisstjórinn, væri umdeilt, en skilaði sér að hans mati í betri líðan fanganna og þarafleiðandi betri hegöun, sem auðveldaði allt starf innan fang- elsisveggjanna. „Þessi fríðindi eru að sjálfsögðu einungis fyrir þá fanga sem við treystum full- komlega," sagði hann. Búið var að reyna að hafa símasamband við Lindu Calvey, kærustu Cooks, en enginn hafði svarað. Þegar lögreglan kom upplýsingunum áleiðis til höf- uöstöðvanna, kom á daginn að nafn Lindu Calvey var vel þekkt innan spjalda lögregiunnar. Ekkjan Hún var 43 ára gömul og ætt- uð úr góðri fjölskyldu, en hafði á táningsárunum leiðst út í „hið ljúfa líf", sem fylgir þeim sem engum telja sig vera háðir og leita oft út fyrir lög og rétt. Hún heillaðist af glæpamönnum og spennandi lífi þeirra. Árið 1972 hafði hún gifst stórglæpa- manni, Michael Calvey, sem hún bjó með í miklu ríkidæmi í sex ár. Þar vandist hún hvers konar munaði, svo sem límósín- um, skartgripum og rándýrum utanlandsferðum. En allt tekur endi. Eftir sex ára hjónaband var Michael Calvey skotinn af lögreglunni, er hann gerði tilraun til vopnaðs ráns. Sorg Lindu var ekki meiri en svo að aðeins þremur vikum eftir jarðarförina flutti hún inn til Ronnies Cook. Lúxuslíf Munaður var hennar ástríða. Hún hafði misst allt eftir að maöurinn hennar dó, og kunni því vel að vera undir forsjá vel þekkts glæpamanns sem Cook óneitanlega var. Hann skaffaði vel og líf hennar hélt áfram á sama máta og fyrrum. En líkt og í fyrra skiptið reyndist gæfan henni fallvölt. Eftir aðeins þriggja ára sambúð var Cook handtekinn og dæmdur í 16 ára fangelsi. Cook hafði komið því til leið- ar að Linda fékk vænan lífeyri á meðan hann sat í fangelsi, en hann grunaði að mikið vildi meira. Því olli þaö honum áhyggjum að Linda vissi hvar góssið úr vopnaða ráninu var geymt og því fékk hann vin sinn til aö fylgjast með Lindu eftir að hann fór í afplánun. Peningar höfðu sama aödráttar- afl fyrir Lindu eins og hunang fyrir býflugu. Alfie Robertson fékk það hlut- verk að gæta hennar. Þótt Cook treysti honum ekki fullkomlega, fremur en nokkrum öðrum, þá fannst honum það skásti leikur- inn í stööunni að Robertson flytti inn til Lindu. Hann von- aðist auðvitað til að samband þeirra yrði einungis platónskt, en vissi þó að allt gat gerst. Lögreglunni fannst undarlegt hversu hátt Linda lifði. Hún klæddist rándýrum fötum, ferð- aðist mikið til útlanda og lifði sem blóm í eggi. Þetta var skrýt- ið í ljósi þess að einu opinberu tekjurnar, sem hún hafði, vom mánaöarleg ávísun frá Félags- málastofnun. Grunur læddist að þeim að byrjað væri að ganga á peningana sem Cook hafði falið. Endalokin Lögreglan útvegaði húsleitar- heimild og upp úr hádegi þenn- an dag voru löggæslumenn mættir fyrir framan íbúð henn- ar. Hún virtist vera mannlaus. Þeir útveguðu sér lykla að aðal- Linda. Ronnie Cook. dyrunum og réðust til inn- göngu. Ronnie Cook var í eldhúsinu, en hann var ekki í ástandi til að ógna neinum. Þaö vantaði efri hlutann á 'höfuð hans og heila- slettur þöktu ildhúsveggina og gólfið. Þetta voru nöturleg en ekki óvænt endalok glæpafor- ingja. Grunnrannsókn leiddi í ljós aö Cook haföi látist eftir tvö haglabyssuskot. Annað hafði hæft hægri olnboga hans, en hitt farið í höfuðið. Skotfærið hafði verið mjög stutt og búið haföi verið aö saga framan af hlaupi byssunnar. Það reyndist auðvelt að hafa uppi á ágjörnu ekkjunni. Hún var ísköld fyrir, vissi upp á hár hver réttur henni væri og sagöi einungis: „Ég veit ekkert um það hvernig dauða Ronnies bar að. Ég var ekki viðstödd og hef ekki minnsta grun um hver gæti hafa verið að verki." Nýjar upplýsingar Fangi í Maidstone-fangelsinu kom með mikilvægar upplýs- ingar. Hann haföi orðiö vitni að nöturlegum samræðum skötu- hjúanna tveggja, aðeins tveim- ur mánuðum fyrir morðið. Sam- kvæmt frásögn hans hafði Cook hótað Lindu ýmsu og jafnaðar- geð hans hafði vikið fyrir mikl- um æsingi. Fanginn þóttist muna nokkrar beinar tilvitnan- ir, svo sem: „Ég verð annað hvort dauður fyrir jól, eða þá að ég verð kominn í annað fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði." Þetta voru mikilvægar upplýs- ingar, en varla nógu haldgóðar til að lögreglan hefði nokkur bitastæð sönnunargögn í hönd- unum. Ákveöið var að beina spjótunum að knæpum í grennd við heimili Lindu og voru ýmsir vafasamir menn yf- irheyrðir í nágrenninu, sem áttu lögreglunni skuld að gjalda. Lögreglumennirnir lofuðu sýknun fyrir smáafbrot þeirra í skiptum fyrir upplýsingar sem gætu leyst málið. Það reyndist vænleg ákvörðun. Einn þeirra þoldi ekki þrýstinginn og leysti frá skjóðunni. Hann var vel kunnugur bæði Lindu og Ronnie og byrjaði á að lýsa ferl- inu hjá þeim, áður en hann var handtekinn. í upphafi hafði ást Cooks ver- ið mikil og hann hafði gefið henni stórar gjafir, en ást Lindu óx ekki í samræmi við það. Þess í stað varö hún ágjörn og það líkaði Cook ekki. Eftir að Cook Ienti í grjótinu, haföi Linda gripið til varaforðans úr ráninu sem þýfið fannst ald: ei úr. Hann hafði orðið viti sínu fjær , er hún sagöi honum af þessu, skömmu áður en honum yrði sleppt úr haldi, og ætlaði að grípa til róttækra aðgerða gagn- vart henni. Þá hafði hún ákv^ð- ið að verða fyrri til. Og ljóst 'rar að hún var komin i tímahrak, þar sem örstutt var í að Cook hlyti reynslulausn. Mistök ekkjunnar Heimildarmaðurinn fullyrti þó að hún hefði ekki sjálr ráðiö hann af dögum. Til þess hefði hún ráðið maon aö nafni Danny Reed. Þetta kom lögregl- unni á óvart. Þeir höfðu haldið að til þess að ráða einn af fræg- ustu glæpamönnum Lundúna- borgar af dögum þyrfti þraut- þjálfaðan leigumorðingja. En það var Danny Reed ekki. Þeir þekktu til afbrotasögu hans, en hún beindist aöallega að minni háttar kynferðisbrotum og öðru slíku. Hann var talinn gera sér undarlegar hugmyndir um sjálf- an sig sem mikið kyntákn, en því miöur fyrir hann voru kon- urnar sem hann fór á fjörurnar við, ekki á sama máli. Hann hafði stundum gengið fulllangt í að reyna að sanna þetta fyrir hinu kyninu. Samt hafði hann aldrei veriö ákærður fyrir nauðgun eða þess háttar glæpi. Einungis áreitni. Hann var óstöðuglyndur og lögreglu- mennirnir vissu strax og þeir höfðu uppi á honum að Linda hefði gert mikil mistök með því að ráða hann til verksins. Málið leysist Það þurfti ekki að beita Danny Reed miklum þrýstingi til að hann leysti frá skjóðunni. „Ég gerði þaö ekki, hún geröi það. Þessi kona er djöfulleg, hún er morðinginn," sagði Re- ed. Bæði Linda og Reed sitja nú af sér lífstíðarfangelsisdóm. ■ Sauöajörö Leitum eftir góðri sauðajörb, gjarnan kvótalausri, í skipt- um fyrir góba 4ra herbergja íbúb meb fallegu útsýni í Fossvogsdal, Kópavogsmegin. Milligjöf gæti verib stab- greidd, ef um dýrari jörb er ab ræba. Allir möguleikar skobabir og um allt er hægt ab ræba. Vinsamlegast sendib nánari upplýsingar til Fasteigna- miblunarinnar, Suburlandsbraut 12, 108 Reykjavík, eba hafib samband vib Sverri í síma 553-1800, 5652224 eba 989-64489. Kaupama&ur Óska eftir ab komast á jörb sem kaupamaður, er meb konu og viljum við búa á bænum til lengri tíma. Er meb mikla reynslu af vélum og bústörfum. Upplýsingar gefur Heimir Arnar í síma 91 -650247.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.