Tíminn - 27.05.1995, Qupperneq 11

Tíminn - 27.05.1995, Qupperneq 11
Laugardagur 27. maí 1995 WWWÍTO9 11 11:00, þar sem sérstaklega er vandaö til tónlistarflutnings, og orgeltónleikar Frangois- Henri Houbart kl. 20:00. Á efniskrá orgeltónleikanna er frönsk orgeltónlist frá fjórum öldum. Franfois-Henri Hou- bart er organisti hins víðfræga orgels Madeleinekirkjunnar í París, en forverar hans í því embætti voru meðal annars Saint-Saens og Fauré. Houbart er kunnur í Frakk- landi fyrir leik sinn í útvarps- og sjónvarpsþáttum, en er auk þess eftirsóttur sem einleikari á tónlistarhátíðum víða um heim. 1987 valdi New York Times geisladisk með leik Houbarts besta hljómdisk árs- ins. Fran^ois-Henri Houbart hef- ur mest dálæti á norrænni tónlist, svo og rómantískum og sinfónískum efnisskrám. Nýtt íslenskt leikrit til flutnings í kór kirkjunnar Annan dag hvítasunnu, mánudaginn 5. júní, og sunnudaginn 11. júní kl. 20:00 verður sýnt nýtt leik- verk eftir Steinunni Jóhannes- dóttur. „Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms" er skrifað að beiðni Kirkjulistahátíðar '95 til flutnings í kór Hallgríms- kirkju. í þessu nýja íslenska leikriti er fjallað um píslarsögu Guðríðar og ástir hennar og Hallgríms Péturssonar. Persónur eru Guðríður eldri og Guðríður yngri og Hall- grímur. Leikarar eru Helga Bachmann, Helga Elínborg Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Einnig kemur við sögu sonur Guðríðar, Söl- mundur, barnungur og á ung- lingsaldri, og fara Björn Brynj- úlfur Björnsson og Guðjón Davíð Karlsson með hlutverk hans. Leikmynd og búninga gerði Elín Edda Árnadóttir. Hörður Áskelsson hefur gert tónlist og leikur á orgel Hall- grímskirkju. Leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir. Hver var Gubríður Símonar- dóttir? Hvernig leit hún út? Hvað hugsaði hún? Hvað sagði hún? Hvaða áhrif hafði hún og hennar einstæði ævi- ferill á skáldið Hallgrím Pét- ursson? Hvaða þýðingu hafði hann fyrir hana? Spurningar af þessu tagi hafa vakað fyrir Steinunni Jó- hannesdóttur í þessu kirkju- verki. Schubertmessa og norræn kórtónlist Þriðjudaginn 6. júní kl. 20:00 leggja kirkjukórar Reykjavíkurprófastsdæmis eystra saman krafta sína í tón- leikum meb Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna. í samkórn- um eru kórfélagar úr Grafar- vogssókn, Árbæjarsókn, Breið- holtssókn, Hjallasókn, Selja- sókn og Digranessókn. Efnisskráin á þessum tón- leikum Samkórsins og Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna er messa í G-dúr eftir F. Schubert og norræn kórtón- list. Stjórnendur í norræna hluta tónleikanna eru org- anistarnir Smári Ólason, Odd- ný Þorsteinsdóttir og Sigrún Steingrímsdóttir. I G-dúr messunni stjórnar Kjartan Sig- urjónsson samkórnum, en stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna er Ingvar Jónasson. íslenski dansflokk- urinn og Sálumessa Mozarts Fimmtudag og föstudag 15. og 16. júní kl. 20:00 verða Sálumessa og Litanía KV 243 eftir W.A. Mozart flutt í Hall- grímskirkju. Litanían er ein af perlum höfundar og er hér frumflutt á dýradegi, 15. febr- úar. Litanían fjallar um heil- agt sakramenti og dýridagur er einmitt dagur hins heilaga sakramentis hjá kaþólskum. Sálumessa Mozarts er hér í flutningi Sólrúnar Bragadótt- ur, Hrafnhildar Guðmunds- dóttur, Gunnars Guðbjörns- sonar, Magnúsar Baldvinsson- ar, Mótettukórs Hallgríms- kirkju, Sinfóníuhljómsveitar íslands og íslenska dansflokks- ins. Stjórnandi er Hörður Ás- kelsson. Kirkjulistahátíð '95 pantaði dansverk við Sálumessuna hjá Nönnu Ólafsdóttur og hefur hún samið verk fyrir Islenska dansflokkinn, sem tilheyrir vissum þáttum messunnar. Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd og búninga. Hér er í mikið ráðist og er sætafjöldi í Hallgrímskirkju takmarkaður á þessum tón- og dansleikum til þess að hátíöar- gestir sjái sem best. Konunglega sænska hiröhljóm- sveitin og Óratór- íukór Gustavs Vasa meö „norrænt Ijós" Ottos Olson Síðast en ekki síst á dagskrá Kirkjulistahátíðar '95, sunnu- dag 18. júní kl. 20:00, er heimsókn góðra gesta frá Sví- þjób. Þar eru á ferðinni Óratóríukór Gustav Vasa kirkj- unnar í Stokkhólmi og Kon- unglega sænska hirðhljóm- sveitin undir stjórn Anders Ohlson. Á efnisskrá er Sálumessa og Te deum eftir Otto Olsson, en um tónlist hans hefur verið sagt að hún hafi til ab bera samskonar fegurð og sú mál- aralist sem einkennd hefur verið með orðunum „norrænt ljós". Otto Olsson var organisti í Gustav Vasa kirkjunni í 48 ár. Hann samdi Sálumessuna 1906, en hún lá óhreyfð í sjö- tíu ár og var ekki frumflutt fyrr en 1976, 12 árum eftir dauða höfundar. Hitt verkið á efnisskránni, Te deum, var hinsvegar frumflutt 1910. Óratóríukór Gustav Vasa kirkjunnar var stofnaður 1988 og tekur jöfnum höndum fyrir verk frá þeirri öld, sem nú er ab líða, sem fyrri öldum. Kór- stjórinn Anders Ohlson hefur verið organisti við Gustav Vasa kirkjuna frá 1982 og er kunnur í heimalandi sínu, bæbi sem söngvari og hljóm- sveitarstjóri. Konunglega sænska hirð- hljómsveitin (Kungliga Hovkapellet) er ein virtasta tónlistarstofnun í Svíþjóð og er mikill heiður að hingað- komu hennar fyrir íslendinga. Mibasala á atriði á Kirkju- listahátíð '95 er í Hallgríms- kirkju. Upplýsingar og miða- pantanir eru í síma 551 99,18. Framkvæmdastjórn Kirkju- listahátíðar '95 skipa Einar Karl Haraldsson, Hörður Ás- kelsson sem er formaður, Jó- hann E. Björnsson, Valgerður Bergsdóttir og Þóra Kristjáns- dóttir. Framkvæmdastjóri er Jóhanna Árnadóttir. Frangois-Henri Houbart, organisti. Edgar Krapp. Örvar englanna hitta beint í mark Örvar englanna (Engleskyts) er konsert þar sem Nils Henrik Asheim og Anne-Lise Berntsen túlka norska alþýðusálma á ó- viðjafnanlegan hátt. Konsert- inn, sem hér verður fluttur fimmtudaginn 8. júní kl. 20:00 í Hallgrímskirkju, hefur vakið mikla athygli og þau As- heim og Berntsen flytja hann á þessu ári í Noregi, Dan- mörku, á íslandi, Orkneyjum og í Bandaríkjunum. Nils Henrik Asheim, fæddur árið 1960, er afkastamikið tónskáld og hefur hlotið fjöl- mörg verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir verk sín. Hann er nú tónskáld ársins hjá Sinfón- íuhljómsveit Þrándheims og vinnur jafnframt að Turba, stóru verki fyrir Fílharmóníu- sveit Björgvinjar. Þekktust verka Asheims eru óratorían Upprisa Martins Luthers King (1992) og kynningarlag Vetr- arólympíuleikana í Lille- hammer (1994). Nils Henrik Asheim leikur alls kyns verk á orgel og píanó, sígild jafnt sem nútímaverk. í Örvum englanna leikur hann af fingr- um fram á orgelið, þannig að áheyrendur verða frá sér numdir, ef marka má skrif í norræn blöð um konsertinn. Anne-Lise Berntsen er sópransöngkona, sem hefur farið meb stór hlutverk í flest- um óperuhúsum á Norður- löndum. Hún lagði stund á söngnám í Haag, Salzburg og Stokkhólmi. Hún er jafnvíg á eldri músík sem nútímatónlist og hefur sungið inn á margar hljómplötur. Snillingurinn Edgar Krapp leikur Bach Föstudaginn 9. júní kl. 20 leikur prófessor Edgar Krapp frá Þýskalandi á orgel Hall- grímskirkju, Bach og róman- tísk orgelverk frá Þýskalandi. Edgar Krapp hefur í mörg ár verið einn af þekktustu org- anistum Þýskalands. Hann fæddist í Bamberg árið 1947 og nam orgelleik í Munchen og París. Hann vann fyrstu verðlaun í keppni útvarps- stöðvarinnar í Munchen 1971 og upp frá því hefur hann far- ið margar tónleikaferðir innan Evrópu, til Bandaríkjanna og til Japans. Leikur hans þykir sameina mikla snilligáfu, stíl- tilfinningu og sterk einstak- lingseinkenni. Hann hefur leikið inn á marga hljóm- diska, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og lagt sig eftir að leika á gömul hljóðfæri. Krapp hefur þrisvar unnið til verð- launa fyrir leik á hljómplöt- um. Edgar Krapp kennir við Tónlistarháskólann í Múnchen. „Þá hefur þú ekkl heyrt Gillian Weir spila" Sunnudaginn 11. júní kl. 17:00 gefst gestum Kirkjulista- Cillian Weir. hátíðar '95 tækifæri til þess ab hlýða á breska orgelleikarann Gillian Weir í Hallgrímskirkju. Allt frá því að hún vann al- þjóblegu orgelsamkeppnina, sem kennd er við St. Alban, árið 1964 hefur hún verið konsertorganisti á heimsmæli- kvarða, leikið eirileikskonserta um allan heim, spilab með frægum hljómsveitum og ver- ib eftirsóttur kennari og sjón- varpsmaður. Þættir hennar í bresku sjónvarpi um „drottn- ingu hljóöfæranna" vöktu mikla athygli árið 1989. Það ár var hún fyrst kvenna úr röðum tónlistarmanna sæmd CBE-orðunni. Hljómplötur með leik henn- ar á öllum verkum Messiaens þykja mikil gersemi. Danska blaðið Politiken hefur einu sinni sagt: „Ef þér fellur ekki við org- eltónlist, þá er þab vegna þess ab þú hefúr ekki heyrt Gillian Weir spila."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.