Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.05.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 27. maí 1995 19 DAGBÓK Laugardagui* í 21 mai 147. dagur ársins - 218 dagar eftir. 21. vika Sólris kl. 3.37 sólarlag kl. 23.15 Dagurinn lengist um 6 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Brids, tvímenningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Risinu sunnu- dag. Meöan viðgerð stendur yfir í Goðheimum er dansað í Risinu á sunnudögum kl. 20. Sami stjórnandi. Margrét Thoroddsen er til viðtals um réttindi fólks í trygg- ingakerfinu, og lögfræðingur- inn er til viðtals á þriðjudag. Panta þarf tíma í s. 5528812. Skrásetning og miðaafhend- ing í Reykjanesferbina 31. maí er á skrifstofu félagsins, s. 5528812. Hana-nú, Kópavogi Mánudagskvöldið 29. maí kl. 20 er síðasta kleinukvöld vetrar- ins í Gjábakka. Bókmennta- klúbburinn flytur ljóðadagskrá með ljóöum eftir Jón úr Vör, Böðvar Guðlaugsson, Gylfa Gröndal og Hjört Pálsson. Arn- grímur og Ingibjörg spila. ITC-félagar, athugib! Skógræktarferð verður farin í Freyjulund í Heiðmörk mánu- daginn 29. maí kl. 18. Upplýs- ingar gefur Ása í síma 5541844. Feróafélag íslands Göngudagur Ferðafélagsins verður á morgun, sunnudaginn 28. maí. Farnar verða tvær gönguferðir: 1. Kl. 14 Fjölskylduganga: Heiðtnörk- Silungapollur. Létt ganga fyrir unga sem aldna, 1,5- 2 klst. Gengið meðfram hraun- jabri nyrst í Heiömörkinni að Silungapolli. Fjölbreytt náttúru- far, skógivaxnir hraunbollar og lautir, vatn og fuglalíf. Athugið breyttan brottfarar- tíma, þ.e. kl. 14. Brottför er með rútu frá BSÍ, austanmegin, og Ferðafélagshúsinu að Mörkinni 6 (austast við Suðurlandsbraut- ina). Kynningarverö: 300 kr., frítt fyrir börn 15 ára og yngri með fullorönum. Þátttakendur geta einnig komið á eigin farartækjum að Heiðmerkurhliði, nærri Sil- ungapolli (ekið af Suöurlands- vegi eftir að komiö er yfir Hólmsárbrú nærri Silungapolli). 2. Kl. 10.30 Sandfell-Silunga- pollur. Gengib af Bláfjallavegi um Sandfell og Selfjall að Sil- ungapolli. Kynningarverð: 500 kr. Brottför frá BSÍ, austanmeg- in, og Mörkinni 6. í lok göngu- ferðanna sameinast hóparnir við léttar veitingar, söng og gít- arspil vib Silungapoll. Feröafélagið hvetur alla til að vera með og kynnast hollri og skemmtilegri útiveru um svæði sem kemur á óvart. Allir fá merki þessa 17. göngudags F.í. Tónleikar í Hafnarborg Síöustu tónleikar vetrarins í tónleikaröð Tríós Hafnarfjaröar og Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verða á morgun, sunnudag, kl. 20. Sigrún Eðvaldsdóttir og Guð- ný Guömundsdóttir fibluleikar- ar munu flytja þekkta og vin- sæla dúetta fyrir tvær fiðlur. Peter Maté píanóleikari mun leika með þeim í nokkrum verk- anna. Á efnisskrá verða sónötur eftir Le Clair, Haydn og Prokofjev, dúettar eftir Bartók og Sarasate, og svíta fyrir tvær fiðlur og pí- anó eftir Moszkowsky. Miöasala verður í Hafnarborg á opnunartíma safnsins kl. 12- 18, laugardag og sunnudag. Ný sýning í Ásmundarsafni í dag, laugardag, kl. 16 verður formlega opnuð í Ásmundar- safni sýning á verkum Ásmund- ar Sveinssonar, sem ber yfir- skriftina „Stíllinn í list Ásmund- ar Sveinssonar". í fréttatilkynningu segir m.a.: „Alla tíð hafa íslenskir lista- menn verib opnir fyrir alþjóð- legum stefnum og straumum. Þeir hafa kunnað að tileinka sér ákveðnar myndgerðir og gert þær að sínum. Á þessari sýningu er ætlunin að gefa yfirlit yfir ólíkar myndgerðir í list Ás- mundar Sveinssonar og draga fram þau sérkenni sem ein- kenna list hans." Sýningin verbur opin fram á haust. Safnið er opið yfir sumar- tímann alla daga kl. 10-16. Yfir veturinn er opið alla daga kl. 13-16. Llstaklúbbur Leikhúskjallarans Síðasta dagskrá Listaklúbbs Leikhúskjallarans í vetur verður mánudaginn 29. maí og er hún helgub Hauki Morthens, einum af okkar ástsælustu dægurlaga- söngvurum fyrr og síðar. Sagt verður frá ferli Hauks og mörg af hans vinsælustu lögum sung- in: Bjössi á mjólkurbílnutn, Simbi sjómaður, Til eru frœ og fleiri góö. Flytjendur eru leikar- arnir Hinrik Ólafsson, Valgeir Skagfjörð og Vigdís Gunnars- dóttir ásamt Kormáki Geir- harðssyni. Starf Listaklúbbsins hefur ver- ið mjög blómlegt í vetur; dag- skrárnar fjölbreyttar og skiptir fjöldi listamanna, sem komið hafa fram á vegum klúbbsins, hundruðum. Þab þótti ekki fýsi- Afmælistónleikar Kórs Öldutúnsskóla Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá stofnun Kórs Öldu- túnsskóla. Af því tilefni heldur kórinn afmælistónleika í Víði- staðakirkju í dag, laugardag, kl. 17. Þar koma fram hátt á annað hundrað kórfélagar, bæði nú- verandi og fyrrverandi. Þar syngja Kór Öldutúnsskóla, Litli kór Oldutúnsskóla, „Skot '92", Mömmukórinn undir stjórn Brynhildar Aubbjargardóttur, legt að standa fyrir uppákomum á mánudagskvöldum, en það er óhætt að segja að tilraunin hef- ur tekist og Listaklúbburinn er kominn til að vera. í vetur var Listaklúbburinn aðili að Sólstöfum, norrænu menningarhátíðinni sem hald- in var hér eftir áramót, og í haust hefst starfið ab nýju með Bókmenntahátíð í Reykjavík, sem haldin verður í Lista- klúbbnum dagana 11.-15. sept- ember. Dagskrár Listaklúbbsins hefj- ast um kl. 20.30 og er aðgangs- eyrir kr. 500, en kr. 300 fyrir fé- laga klúbbsins. Slæöudagar í Sneglu í dag, laugardag, kl. 15 verða slæðudagar opnabir í Sneglu Listhúsi við Klapparstíg. Slæð- urnar eru handmálaðar og þrykktar á silki og eru engar tvær eins. Að sýningunni standa sex af fimmtán listakonum Sneglu Listhúss: Björk Magnúsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hrafnhild- ur Sigurðardóttir, Ingiríður Óð- insdóttir, Jóna Sigríður Jóns- dóttir og Þuríður Dan Jónsdótt- ir. Slæðudagarnir standa til 16. júní og er opin á opnunartíma Sneglu mánudaga-föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. TIL HAMINGJU Gefin voru saman þann 13. maí 1995 í Bessastabakirkju á Álftanesi af séra Vigfúsi Þór Árnasyni, þau Helga Jóhannes- dóttir og Jóhannes Ingi Dav- íbsson. Þau eru til heimilis að Viðarrima 64, Reykjavík. MYND, Hafnarfirdi kvennakór undir stjórn Margr- étar Pálmadóttur, Hanna Björk Gubjónsdóttir syngur einsöng og Valgerður Andrésdóttir leik- ur á píanó. Undirleikari með kórnum er Ingunn Hildur Hauksdóttir. Allar eru þær fyrr- verandi kórfélagar og starfandi tónlistarmenn. Efnisskráin verður mjög fjöl- breytt með lögum allt frá 17. öld til okkar daga. Stofnandi og stjórnandi Kórs Öldutúns- skóla er Egill R. Friðleifsson. Kór Öldutúnsskóia. Fréttir í vikulok Ungir ólympíumeistarar íslendingar urðu ólympíumeistarar í hópi barna og unglinga yngri en 16 ára. Aukinn þorskkvóti Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra bindur vonir við ab hægt sé að auka þorskveiðarnar í 200 þúsund tonn á ársgrund- velli innan þriggja ára. Þetta telur hann árangur af ábyrgri fisk- veiðistjórnun sem fylgt hefur verið í sjávarútvegi. Dregib úr verbtryggingu Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram tillögur um að dregið verði úr verðtryggingu. Tillögurnar fela m.a. í sér að ríkisstjórnin leggi auknar áherslur á að bjóða óverðtryggð ríkisbréf og lengi smám saman binditíma þeirra. Verkfall hjá Sleipni Verkfall Sleipnis hefur haft mikil áhrif í samgöngulífinu og hefur ferðaþjónustan ekki síst orðiö fyrir áföllum. Ekkert geng- ur í lausn deilunnar, en Sleipnismenn krefjast m.a. að byrjun- arlaun þeirra hækki um 13 þús. kr. Stutt humarvertíb vegna verkfalls Humarveiðimenn urðu aö láta sér nægja þriggja daga vertíö, þar sem verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum skall á þegar vertíöin var nýhafin. Frestun á veiðunum um viku hefur vakið miklar deilur útgerðarmanna á Höfn í Hornafirði. Þórey hlaut Barnabókaverblaunin Þórey Friðbjörnsdóttir, kennari við Hlíbaskóla í Reykjavík, hlaut íslensku barnabókaverðlaunin í vikunni. Verölaunin hlaut Þórey fyrir bókina Eyrnasneplar, sem byggist upp á bréf- um frá aðalpersónunni til afa síns. Ný tækifæri í vatnsútflutningi Þórsbrunnur hf. hefur gert samning um dreifingú á lindarvatni í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Fyrirhugab er að reisa átöpp- unarverksmiðju nærri Gvendarbrunnum, en þab svæði er nú friöaö. ■f) ajitíx froLte. lamut vatn! IUMFERÐAR 'RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.