Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 30. maí 1995 ttEMffmt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Náttúrufarið ræö- ur lífskjörunum íslendingum hefur tekist að vinna bug á gólfkulda og að mestu leyti á lekum húsþökum, sem þjakað hafa þjóðina frá upphafi byggðar. Efnahagur og tækni- framfarir samfara góðri heilbrigðisþjónustu valda því að fólki líður betur í landinu en áður í sögu þess. Hungur og húskuldi heyra sögunni til. En þótt búksorgum linni er afkoma fólks og at- vinnuvega mjög háð náttúrufari, og það í mun ríkara mæli en maður gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Veðurfar hefur verib heldur milt síðan fyrir miðja öldina. Hafísinn hefur rétt minnt á sig og fimbulvet- ur eru aðeins í barnsminni aldraðs fólks. Sjórinn fyrir Norðurlandi mælist nú kaldari en að minnsta kosti síðustu hálfa öldina og jafnvel þótt lengra sé leitað aftur í tímann. Óefað hefur kuldinn mikil áhrif á lífríki sjávarins, og þab er hald þeirra sem gerst til þekkja að kalda sjávartungan, sem nær langt suður með Austfjörðum, varni því að síldar- göngur norsk-íslenska stofnsins komist inn í íslenska lögsögu og alls ekki á gömlu góðu veiðislóðina úti fyrir öllu norðanverðu landinu. Breyting á hafstraumum getur valdið því að fiskur leggist frá og leiti þangað sem lífsskilyrði henta hon- um betur. Sjávarhitinn fyrir norðan er við frostmark- ið í sumarbyrjun og það kann ab hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir fiskgengd og viðkomu fiskistofnanna. Samhliða breyttum hafstraumum verða breytingar í lofthjúpnum og þarf ekki upp að telja hvernig veð- urfarið í vetur og vor leikur mannlífið og afkomu- möguleika, sérstaklega fyrir vestan og norðan. Fugl verpir í skafla og ær bera á húsi og leiðum milli byggða er haldiö opnum með snjóruðnings- tækjum. Allt þetta hlýtur að minna á að íslensk nátt- úra er óstöðug og að þrátt fyrir einangruð hús, hita- veitur, bíla og öfluga, rafeindastýrða veiðitækni, eru landsmenn enn háðari sjálfri náttúrunni og þeim breytingum sem hún tekur í sífellu, en látiö er í veðri vaka að öllu jöfnu. Ofurtæknivædd fiskiskip með ótrúlegan togkraft auka ekki fiskgengd og baggarúllur, sem hundrað- falda afkastagetu í heyskap, bæta ekki kjör bænda, en þeim fer ört hrakandi mitt í allri tæknivæöingunni. Þegar grannt er að gáð er það náttúrufarið, blítt eða strítt, til lands og sjávar, sem ræður lífskjörunum. Þjóðarbúskapur íslendinga byggist á náttúrlegum og endurnýjanlegum auðlindum og bregðist þær, er voðinn vís. Á framfaraskeiðum síðustu áratuga hefur þess ekki alltaf verið gætt sem skyldi að ofnýta ekki gæði lands og sjávar og að ganga að því sem vísu að náttúran sé óendanlega gjöful. En straumum hafs og gangi veð- urkerfa veröur ekki stjórnað. Er því skynsamlegra að reyna að vinna með náttúruöflunum, en ekki streit- ast í sífellu á móti þeim eða afneita lögmálum þeirra, þótt oft séu þau mannfólkinu andstæð. Ofveiði, offjárfestingar og offramleiðsla rýrir af- komumöguleikana og stríðir gegn vel þekktum lög- málum um jafnvægi í búskap og umgengni við nátt- úru. Ab hygla eba hygla ekki konum Landsþing sjálfstæðiskvenna í Hveragerði Konur óánægðar með rýrt hlutskipti í stöðuveitingum llvmffm. wrgv-vwv. KONUR i landsjiingi Undssam- bands sjálfstæðiskvenna, *em nú stendur yftr 1 Hvermgerði, eru ikaí- lega óánægðar með rýrt hluUkipli siU i sUiðveitingum f stjómarsam- Undsþinga ijilfstæðiskvenna i bands njilfatæðiakvenna við mynd- fostudagskvöld að tfmabært væri un siðustu ríkisstjóniar og rýn. fvrir kunur I Sjilfatæðisftokknum hluts sjilfstæðiskvenna mnan hcnn- aA staldra við og skoða milin I kjöl- ar myndi valda flokknuin fylgis- far rýrs hlutar kvenna innan Sjilf- UpL Nýju^u ^^sk^nakannjmir Landssamband sjálfstæðiskvenna hélt þing í Hveragerði um helg- ina, þar sem þær lýstu megnri óánægju meö rýrt hlutskipti sitt í stöðuveitingum og embættum á vegum flokksins. Samkvæmt fréttum var Þorsteinn Pálsson sendur á fundinn til að róa kon- urnar niður og virðist hafa tekist þaö nokkuð vel. í það minnsta uröu engar meiri háttar óeirðir. Ljóst má vera að forustukonur flokksins hafa líka veriö teknar í skólun hjá karlrembunum í Val- höll og þær settar í einhvers kon- ar endurhæfingarprógram til að þær ættu auðveldara með að sætta sig við orðinn hlut. Árangur þessarar endurhæfing- ar birtist m.a. í því að formaður kvenfélagsins greindi frá þeirri niðurstöðu á þinginu, að eftir að Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að hunsa konur nær algerlega í eftirleik kosninganna og svipta þær þeim fáu póstum sem þær höfðu haft, jók flokkurinn fylgi sitt samkvæmt skoðanakönnun- um. Af einskærum vilja til að sætta sig við orðinn hlut, dró for- maðurinn þá ályktun af þessum skoöanakönnunum Valhaliar- manna að umræða og mótmæli sjálfstæðiskvenna „hafi ekki skað- að flokkinn". Farsælla a& flagga ekki konum Flestir aðrir skilja þessa niður- stöðu þannig, að augljóslega sé það líklegt til vinsælda fyrir stjórnmálaflokka að hunsa kon- ur! Ef menn minnast þess jafn- framt að Kvennalistinn var nán- ast dottinn út af þingi, þá er mjög freistandi að draga af þessu þá ályktun að kvennamálin eigi ekki upp á pallborðið hjá kjósendum þessar vikurnar. Það virðist því farsælla ab flagga konum ekkert sérstaklega í krafti kynferðis síns, heldur stilla þeim einfaldlega upp sem hverjum öðrum stjórnmála- manni vib hliöina á körlunum. Þannig voru framsóknarmenn í GARRI Reykjavík sagðir vondir við konur í prófkjöri sínu fyrir kosningar, fyrir það að taka ekkert sérstakt tillit til pípulagnanna í frambjóö- endum. Það virbist hafa gefist ágætlega, því flokkurinn er orð- inn næst stærstur í borginni. Hvert dæmið af öðru virðist því styðja þá kenningu að betra sé fyrir stjórnmálaflokkana að vera ekki of tillitssamir viö kvenpen- inginn. Jafnréttis-Páll í kvennafans Nú hefur Páll Pétursson skipab í Jafnréttisráð og er ráðið nú kvenna- ráð, því allir í rábinu eru konur. Tæplega er þessi kvennasamsetning þó tilviljun og líklegast aö Páll hafi ekki viljað stofna til ófriðar við kon- ur vítt og breitt um flokkakerfið og landið, fyrir nú utan það að Páll er mikill kavalér þegar konur eru ann- ars vegar. Hins vegar er þetta ekki skynsamleg pólitísk ákvörðun hjá Páli, ef marka má kenninguna að það sé pólitískt sterkara að hygla ekki konum. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvort Jafnréttisráð missir vinsældir sínar viö þaö að verða kvennaráö eða hvort skipan ráðsins á eftir að bitna pólitískt á Páli. Komi þessi kvensemi Páls honum í koll og hann uppskeri minni pólitískar vinsældir fyrir, má segja aö ekki ein- asta hafi sannast að breyta þarf um áherslur í kvennapólitík stjórn- málaflokkanna, heldur hafi sannast á Páli hið fornkveöna, að „köld séu kvennaráb"! Garri Heimsmeistarar í skipulagningu Tilbrigði um frægðina .... . •___m*. Vrini o« ilhif fynr luliu hiiiL Vtð fjleuma ai Þ«m ita haÍJ ttkut »* WO» undu heurunn » mí*»n V“ þykjumw noUtuö vta ua »ö Þ»ö etki rrtt. W> þurture tUd ini raerfci á KnMján. ctn» o« * villtu ilfUmar. viö vituin »ö hann myr aftur. fr»*ö ham ruerta i ottur. hann neyöist til þe»s ab Ul hatia Við t«um ttaðst »ö honum þvi hann stðlar á okXiu Bjori þarí ekki á okkur að halda. Hún er fr»«. 0« hvað gerir hun fyrtr okkur? Ekkert. Kjallaxirin gaasaatta? “sasssssss.| ■ffsr'Síisar- Vilduð hiö kaupa æviminingar konu 'iem hefur alltaT verið falleg, gafuð. úu tl^^aðandloeaukbessnðp, Voðalega skapvondur Frakki skrif- ar í DV í gær um íslenska frægð og frama og er að reyna að halda því fram að heimsbyggðin standi ekki á öndinni ár og tíð, fyrr og síð yf- ir íslenskum frægðarkonum og - mönnum. Maðurinn er svo blindaður af frönskum menningarhroka að hann heldur því jafnvel fram að flestir landa sinna viti ekki einu sinni að Frakkar urðu heims- meistarar í göfugustu íþróttagrein allra tíma, handboltanum, í frá- bærlega vel skipulagðri keppni í fremsta boltaleikja- og kraftlyft- ingamannalandi heims. Frakkar vilja náttúrlega ekkert af þessari upphefð sinni vita, vegna þess að keppnin var haldin á Islandi, og eftir að heimamenn lentu einhvers staðar í 11.-16. sæti (hver veit í hvaöa?) stóð keppnin ekki lengur um að slá hina út í handbolta, heldur um skipulagningu handboltaleikja. Þar slógu íslendingar alla keppinautana út af laginu og var ekki talað um annað í heims- pressunni og tugum sjónvarps- stöðva, sem nábu til hundraða milljóna manna, um hve íslensku skipuleggjendurnir væru rosalega góðir og betri en allir aðrir í heimi hér. Þetta sögðu allir og fréttamiðl- un ríkisins oftar og betur en nokkur annar. Mestir og bestir Svo fer Frakkinn að tala um bestu dægurlagasöngvara í heimi og svei manni þá ef hann er ekki að reyna aö halda því fram ab Bjöggi, Bo og Björk hafi ekki lagt heiminn kylliflatan að fótum sér, eins og hver mabur veit. Af hverju hafa Frakkar svo sem að státa í dægurlagaheiminum? Nokkrum körlum og kerlingum, sumum dauðum, sem syngja vísur án að- stoðar nokkurra tonna af græjum og eru svo púkó að kunna ekki einu sinni að syngja á ensku. Svo sér maðurinn ofsjónum yf- ir því hve vel kvikmyndafólkinu á Fróni tekst ab sópa að sér verð- launum á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum og þykist hafa veriö kortér að leita að þorpi á landakorti, sem vann sér það til frægðar ab þar var sýnd íslensk kvikmynd sem fékk verblaun. Svo lætur Frakkinn að því liggja að það séu fleiri kvikmyndajöfrar en hann Sigurjón okkar sem fram- leiða bíó sem kosta milljónir doll- ara. Um hetjusöngvara okkar og keppnisglaðar fegurðardísir er far- Á víbavangi ib orðum sem ekki eiga að sjást í fjölmiðlum, hvorki heima né heiman. Allt er best og glæsilegast sem frá íslandi kemur og hananú. Frægðargöngur Frægbarganga íslendinga í út- löndum hófst ekki meb skipu- lagningu handboltakeppni eða grjótburöi og staurakasti. Ekki einu sinni með fegurðardísum á sundbolum. Hún er jafngömul Garðari Hólm, sem söng „Kindur jarma í kofunum" í höll Múham- eðs Ben Ali, og frægt varð meðal menningarþjóða. Og af því að Mörlandinn er meiri og betri kostum búinn en annað fólk, er eölilegra ab halda afrekum okkar á lofti en annarra þjóða mönnum. Þessu áttar Frakkinn, sem býr á íslandi, sig ekki á og sér ekki að það er öld- ungis óþarfi að halda annars flokks afrekum á lofti. íslendingur, sem bjó lengi í út- landinu og var fréttaritari fyrir öflugan fjölmiðil, skrifaði nýverið grein um íslenskan áhuga á at- burðum í útlöndum. Hann sagð- ist oft hafa reynt að skrifa um fréttnæma atburöi sem skeðu í landinu sem hann bjó. Fyrir þeim var enginn áhugi í íslenska fjöl- miðlinum, hann vildi fá alvöru- fréttir. Fréttaritarinn var til dæmis áminntur sérstaklega um ab fylgj- ast vel með og senda heim ítar- lega frásögn af íslenskum kór, sem söng á torgi í úthverfi ein- hvern ágætan eftirmiðdag. Þetta er það sem vib viljum heyra og sjá. íslendingar að gera það gott mebal þjóðanna eru þær fréttir frá útlöndum sem vert er aö taka eftir. Einkanlega samt ef það er á einhverjum þeim sviðum sem heimurinn fylgist með af hvað mestum áhuga, svo sem feg- urðarsamkeppni stúlkna, dægur- lagaframa og skipulagningu handboltamóta. Það, sem Frakkinn í DV ekki skilur, er það að okkur kemur ekk- ert við hvaö Frakkar eru ab gera í Frakklandi eða hvort þeir vinna boltaleiki á íslandi. Við viljum frétta af aðalatriðunum, eins og hvaða íslendingar meika það í Frans og hverjir eru heimsmeist- arar í skipulagningu handbolta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.