Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 5
Þribjudagur 30. maí 1995
5
Vatnasvæði
Veibifélag
Arnesinga
Vib vatnasvæ&ið starfar
Veibifélag Árnesinga, sem er í
hópi elstu veibifélaga og meb
flestar jarbir innan sinna vé-
banda slíkra félaga vib straum-
vötn í landinu. Þab nær yfir
Ölfusá, Hvítá, Sogib, Brúará,
Tungufljót, að fossinum Faxa,
Litlu- og Stóru-Laxá. Laxgengi
hluti svæðisins mun vera um
200 km að lengd. í höfuðán-
um, Ölfusá og Hvítá, er veitt
bæði í net og á stöng, en í
bergvatnsánum eingöngu
stundub stangaveiði. Árleg
heildarveiði á svæðinu hefur
verið um 10.000 laxar að með-
altali, þegar til lengri tíma er
litiö.
Vatnasvæbi Ölfusár-Hvítár í
Árnessýslu er eitt öflugasta
laxveibisvæði landsins. Þar er
stundub laxveibi bæbi í net og
á stöng og hefur að því leyti
sérstöðu, ekki síst eftir að neta-
veiði var aflögð í Hvítá í Borg-
arfirði. Þar gerðu veiðifélögin
við stangaveiðiárnar samning
við netabændur um leigu fyrir
netaupptökuna, eins og kunn-
ugt er. Áð öðru leyti hefur net-
um fækkað í Ölfusá og Hvítá á
seinni tímum og stangaveiði
verið tekin upp í staðinn.
Þekktir leigutakar
Sterkust ítök um mjög langt
skeið sem leigutakar stanga-
veiði í ánum hafa verið
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
og Stangaveiðifélag Selfoss.
Fyrrnefnt félag hefur leigt
Laxalátur hjá Ölfusárbrú.
Ölfusár-Hvítár
Gjöfulustu
veiöistaöir
Af .augljósum ástæðum eru
veiðistaðir á Ölfusár-Hvítár-
svæðinu í hópi gjöfulustu
laxalagna og stangaveiöistaða
á landinu. Nægir þar að nefna
Óseyrarnes á ósasvæði Ölfusár
og Iðu, sem er veiðistaður neð-
an ármóta Stóru-Laxár og
Hvítár. Stærsti lax, sem veiðst
hefur á stöng hér á landi, er
38,5 punda fiskur, sem fékkst
1946 hjá Iðu. Þá eru á þessu
öfluga vatnakerfi veiðisvæði
þar sem stangaveibimenn
sækja mikið í sjóbirtingsveiði,
eins og á nebsta hluta Ölfusár.
C amla brúin yfir Sogib hjá Alvibru. Þrastaskógur íbaksýn.
Myndir Einar Hannesson
Laxalögn í Hvítá, fyrirstaba og net.
VEIÐIMÁL
EINAR HANNESSON
veiði í Soginu og í Stóru-Laxá,
en Selfossmenn hafa leigt
veiði í Ölfusá fyrir Hellislandi,
auk þess sem félögin hafa
bæði leigt veiði í Hvítá fyrir
landi Snæfoksstaða. Auk þess
hafa einstakir veiðieigendur
leigt einstaklingum eða hóp-
um stangaveiði fyrir sínu
landi. Og í sumum tilvikum
stunda eigendur að hluta til
sjálfir stangaveiði, eins og fyrir
landi Iðu, sem fyrr var nefnd.
Mörg veiðihús eru á svæð-
inu, misjöfn að stærð, gerð og
búnaði, og eru þau staðsett vib
árnar eða einstaka veiðistaði.
Þar geta veiðimenn yfirleitt
haft sína hentisemi meb gist-
ingu og fæði.
Þess má að Jokum geta, að
Ölfusá er 25 km að lengd, en
Hvítá 110 km og á upptök í
samnefndu vatni. Hún er lax-
geng að Gullfossi, sem er í 70
km fjarlægð frá þeim stað þar
sem Hvítá og Sogið mynda
Ölfusá gegnt Ingólfsfjalli.
Heimsmeistarakeppni í mannfyrirlitningu
Fúslega skal játað að ég legg
ekki stund á íþróttir, hvorki
sem spriklari né gónari. Þó sat
ég við imbakassann og horfði á
nokkra leiki heimsmeistara-
mótsins í handbolta.
Aldrei fyrr hef ég séð menn
keppa í þessari íþrótt. Þótti mér
hún um margt merkileg.
Þrennt var það, sem mér
sýndist liðin keppa ab. Fyrir það
fyrsta, virtist mér það keppikefli
þeirra að henda lítilli kúlu eða
knetti inn í þorskanet. í öðru
lagi sýndist mér leikmenn
kappkosta aö slengja andstæð-
ingum sínum í gólfið, einkum
og sér í lagi ef þeir sýndust lík-
legir til að koma áðurnefndri
kúlu í þorskanetið. Færðist þá
gjarnan harka í leikinn og voru
menn ekkert að ómaka sig við
ab dylja ruddaskapinn. Loks gat
ég ekki betur séð en að þeir,
sem harðast gengu fram í leikn-
um, brygðu mjög geði til hins
betra, þegar síst varbi. Stukku
þeir þá á þann úr andskotaliði,
er að marki þeirra sótti, föðm-
uðu hann innilega og þrýstu
hans búk, svo engu var líkara
en þeir hefðu í hita leiksins far-
ið villur kyns.
Framganga íslenska liðsins
var að vonum. Hafði það sigur í
sumum leikjum, en tapaði öbr-
um, svo sem títt er. Hlaust þjóð-
arsorg af því síðarnefnda og því-
líkt hatur á leikmönnum ís-
lands og þjálfara þeirra, að þeir
fara nú huldu höfði. Er jafnvel
talib líklegt að þeir séu flúnir til
fjalla. Héðan í frá skal íslensk-
um íþróttamönnum vera það
ljóst ab menn, sem keppa fýrir
slíkt stórveldi sem ísland, geta
ekki lotið svo lágt ab tapa fyrir
fámennu kotungahyski eins og
t.d. Rússum.
Áratugum saman hefur
SPJALL
PjETUR
HAFSTEIN
LÁRUSSON
íþróttahreyfingin grenjað pen-
inga út úr þjóbinni, á þeim for-
sendum að hún reki blómlegt
æskulýbsstarf. M.a. hefur þeim
rökum verið beitt, til að sýna
fram á nauðsyn þessa æskulýðs-
starfs, að þab forbi ungu fólki
frá óreglu.
Svo er mál með vexti, ab fyrir
nokkrum árum lét Alþingi öfga-
fulla frjálshyggjumenn knýja
sig til að heimila bjórsölu á Is-
landi. Síðan hefur barna- og
unglingadrykkja tvöfaldast.
Samtímis hefur ásókn ung-
menna í sterk eiturlyf aukist
verulega. Sýnir það ótvírætt, að
bjórdrykkja er mörgum aðeins
fyrsta skrefið á heldur skugga-
legri helgöngu.
Þess hefði mátt vænta, að
íþróttahreyfingin brygðist hart
við svo válegum tíðindum. En
því fer fjarri. Með vesældarleg-
um barlómi vældi forysta
hennar út leyfi til bjórsöíu í
tengslum við leiki heimsmeist-
arakeppninnar, þvert á lands-
lög.
Þess utan var ekki nóg með að
bjór væri auglýstur á keppnis-
völlunum, heldur báru íþrótta-
mennirnir einnig bjórauglýs-
ingar á búningum sínum, aílir
upp til hópa! Einnig það brýtur
í bága við lög. En því miður
virðast lög ekki gilda þegar
íþróttamafían á í hlut.
Af framansögbu má ljóst vera
ab íslenska landsliðið í. hand-
knattleik þarf ekki ab skammast
sín eftir heimsmeistarakeppn-
ina, né heldur þjálfari þess.
Þessir menn gerðu einfaldlega
sem best þeir máttu og meira
verður ekki krafist. Aftur á móti
hygg ég að tímabært sé fyrir for-
ystumenn íþróttahreyfingar-
innar og þá stjórnmálamenn og
embættismenn, sem geröust
taglhnýtingar hennar í bjór-
málinu, að verða sér úti um
hauspoka.
Og ég held að þeir ættu ekkert
að vera ab taka þá ofan, fyrr en
skyggja fer með haustinu.
Vonandi verður íþróttamafí-
an látin gjalda þess grimmilega,
hvílíka mannfyrirlitningu hún
hefur nú sýnt æskufólki. Og
það er létt verk að velja þeim
mönnum refsingu, sem láta
stjórnast af græðgi. ■