Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 9
Þri&judagur 30. maí 1995 ÍBM’AMMrAiriMr RttlMjSlUiBLlBA 'SrTwW'W'w UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Ályktun þingmanna NATO-ríkja: Oryggisráö SÞ heimili friöargæslu- sveitunum aö bregöast viö árásum Búdapest — Reuter, Tíminn Norður-Atlantshafsþingið sam- þykkti í gær ályktun varðandi ástandið í Bosníu þar sem aðgerð- ir Bosníu-Serba eru fordæmdar og þess er meðal annars krafist að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna breyti umboði friðargæslusveit- anna þannig að þeim verði heim- ilt að bregðast við árásum sem á þær eru gerðar. Á Norður-Atlantshafsþinginu sitja þingmenn frá öllum 16 að- ildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins og 15 Mið- og Austur-Evr- ópuríkjum að auki. I gær var síð- asti dagurinn á fjögurra daga þingi sem haldið var í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Ályktunin var að sögn Jóns Kristjánssonar samþykkt með öll- um atkvæðum að undanskildum tveimur, en það voru atkvæði þýskra sósíaldemókrata og græn- ingja. Að sögn Jóns fylgir engin formleg ákvarðanataka af hálfu NATO ályktuninni, hún lýsir ein- ungis vilja þingfulltrúanna. Ákvörðunarvaldið er í höndum Noröur- Atlantshafsráðsins. ■ Tíminn birtir hér ályktun Noröur-Atlantshafsþingsins í heild sinni: Þingið, 1. fordæmir skilyrðislaust þá siölausu og villimannsiegu með- ferð sem óvopnaðir stríðseftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna hafa sætt af hálfu herliös Bosníu-Serba í fyrrum Júgóslavíu, þegar þeir eru notaöi sem mannlegir varnar- skildir, og telur hana andstæða öllum mannúölegum meginregl- um, aðþjóðlegum sáttmálum og stríðsvenjum; 2. krefst þess að óvopnaðir stríðseftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna og þeir hermenn úr Gæsluliði Sameinuðu þjóðanna (UNPROFOR) sem Bosníu-Serbar halda í gíslingu, verði tafarlaust og skilyrðislaust leystir úr haldi; 3. fer fram á að árásum, sér í lagi á óbreytta borgara í Bosníu verði þegar í stað hætt; 4. lýsir stuðningi sínum viö að áfram verði haldið viðleitni þeirra herafla sem starfa í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna til aö viðhalda friði og sinna líknar- starfi á ákveðnum svæðum í fyrr- um Júgóslavíu, og lýsir sérstakri viðurkenningu á framlagi Atl- antshafsbandalagsins til þessara verkefna; 5. styður eindregið viðleitni samvinnuhópsins til að ná fram samkomulagi í deilum stríðsaðila í fyrrum Júgóslavíu; 6. fer fram á þaö að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki til at- hugunar að breyta umboði Gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í þá veru að það geti brugöist við öllum árásum sem á það er gert. Samveldi sjálfstœöra ríkja: Árangurslítill leiðtogafundur Moskvu — Reuter Leiðtogafundur Samveldis sjálfstæðra ríkja, sem er banda- lag flestra þeirra ríkja sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, var haldinn í síðustu viku. Ætlun- in var að komast að einhverri niðurstöðu um hvert framhald Samveldisins yrði, gefa því ákveðnara hlutverk og efla samstarf ríkjanna 12 sem að því standa. Fundinum lauk þó án þess að nein eiginleg niður- staða fengist. Samveldið verður áfram frekar laust í reipunum og óljóst hvaða hlutverki því er ætlað að gegna. Boris Jeltsín Rússlandsforseti hefur lagt mikla áherslu á að efla Samveldið. „í framtíðinni gæti það orðið eins og Evrópu- sambandið, þannig að löndin hafi hvert um sig fullt sjálf- stæði en setji um leið öll sín VINNIN LAUGA (7)( (32 GSTÖLUR RDAGINN 27.5.1995 ^mYTí) (8§JjT VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5 al5 2 2.274.520 2.4P,aÁ5q w$~ 88.550 3. 4af5 308 2.470 4. 3al5 3.540 500 Heildarvinningsupphæð: 7.522.550 M i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR vandamál í eina körfu og greiði úr þeim í sameiningu," sagði hann í sjónvarpsviðtali fyrir leiðtogafundinn. Þrátt fyrir aö fundinum hafi lokið með litl- um árangri segist Jeltsín þó enn vera bjartsýnn á framhald- ið. Eins og staðan er virðist þó ólíklegt að þessi draumur Jelt- síns geti orðið að veruleika. Öll ríkin tólf, að Rússlandi e.t.v. undanskildu, eru aö berjast við að halda fullveldi sínu og erfitt gæti reynst að finna hæfilegt valdajafnvægi milli Samveldis- ins og ríkjanna. Vandinn er ekki síst sá aö Rússland myndi hafa slíka yfir- burðastöðu innan Samveldis- ins að það myndi verulega ógna sjálfstæði hinna ríkjanna. Óttast margir að staðan yrði þá ekki ósvipuð því sem var í Sov- étríkjunum sálugu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rúss- lands, sagði á föstudaginn: „Ég sakna stórveldisins sem liðið er undir lok, en Sovétríkin geta aldrei komið aftur." Þessi orð eru talin lýsa vel afstöðu flestra leiðtoganna. í röðum þeirra virðist tor- tryggni gagnvart Rússlandi fara heldur vaxandi en hitt, ekki síst eftir að Andrei Kozyrev, ut- anríkisráðherra Rússlands, lét svo um mælt ekki alls fyrir löngu að Rússland teldi sig hafa fullan rétt til að beita her- valdi til að vernda þær 25 milljónir Rússa sem búa utan Rússlands í lýöveldunum sem áöur tilheyrðu Sovétríkjunum. Aö sögn Lúkasjenkós höfðu sumir af leiðtogum Samveldis- ríkjanna vísað til þessara um- mæla Kozyrevs þegar þeir neit- uðu að styðja hugmynd Rússa um aö leggja niður innri landa- mæragæslu í Samveldinu. Enda þótt torvelt geti reynst að efla samstarf Samveldisríkj- anna af þessum ástæðum, er þó engin ástæða til að reikna með að Samveldið muni á næstunni liðast endanlega sundur og samstarfi ríkjanna verði form- lega slitið. Einn rússneskur sér- fræðingur sagöi: „Leiðtoga- fundir Samveldisins eru núna tiltölulega meinlaus klúbbur fyrir æðstu ráðamenn ríkjanna. Á þessu formi er framtíð Sam- veldisins tryggð." ■ Fyrir dögun í gœrmorgun fór fram sameiginleg jaröarför þeirra sem létust í sprengju- árásum Serba á borgina Tusla í Bosníu sl. fimmtudag. Alls voru 48 manns jarðabir í einu og var athöfnin haldin með leynd eldsnemma morguns til þess að hún vekti ekki athygli Serba, en serbneskir hermenn hafa skotið 70 óbreytta borg- ara til bana á síðustu dögum. Á myndinni má sjá tvo Bosníu- menn fara með bænir við at- höfnina. Reuter Hrefnuveiöar Norö- manna: Eru byggöar á reikniskekkju „Hvalveiðar Norðmanna byggja ekki á vísindalegum grunni. Að halda áfram slíkum veiöum brýtur gegn varúðarreglunni sem liggur til grundvallar nútíma náttúruvernd og nýtingu auðlinda," segir Árni Finnsson hjá Greenpeace í Gauta- borg. Norðmenn hafa undanfarin tvö ár veitt hvali í trássi við samþykktir hvalveiðiráðsins — þær hafa verið byggðar á reikniskekkju. Héldu norsk stjórnvöld því fram að hvalveiöar þeirra væru í sam- ræmi við stofnsáttmála Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Töldu þau að stofninn væri um 86.700 hrefnur. Á fundi vísindamanna Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Osló í janúar kom fram að alvarlegar villur væru í útreikningum Norömanna á fjölda hrefna í Norðaustur- Atlants- hafi. Þessu samsinntu norskir vís- indamenn en héldu því engu að síður fram að það breytti engu um mat á stofnstærð. Þeir halda því fram að hrefnustofninn sé 17 þús- und dýrum minni en upphaflega var áætlað. Kvótinn sem Norð- menn úthluta nú er 232 skepnur í stað 301. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Dublin kom fram að vísindamenn nefndarinnar séu á einu máli um að stofnmat hvalveiðiráðsins á hrefnum frá 1992 sé ekki rétt og að ómögulegt sé að leggja mat á stofn- stærðina í dag. Nefndin er þeirrar skoðunar að meðan ekki er hægt að meta stofnstærð sé ómögulegt að reikna út veiðikvóta í samræmi við endurskoðaðar stjórnunarreglur ráðsins. ■ Skattframtal lögaðila: Skilafrestur rennur út þann 31. maí Síðasti skiladagur skattframtals lögaðila er 31. maí. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI HVÍTA HÚSID / SlA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.