Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 11
Þri&judagur 30. maí 1995 11 Jón Amar í hóp þeirra langbestu Jón Arnar Magnússon stóð sig frábærlega á tugþrautarmóti, sem fór fram í Goetzis í Austur- ríki um helgina, og setti ís- landsmet. Hann fékk 8237 stig, sem dugði honum í fimmta sæti, og bætti eigið íslandsmet frá í fyrra, sem hann setti á sama stað, um 361 stig. Þessi frammistaða Jóns Arnars hefði dugað honum í 13. sæti yfir bestan árangur í tugþraut í fyrra. Sigurvegari á mótinu varð Erki Nool frá Eistlandi, en hann hlaut 8,575 stig. Árangur Jóns Arnars í grein- unum tíu var þessi: lOOm hlaup......10,77 sek. Langstökk............7,45 m Kúluvarp............15,37 m Hástökk..............2,02 m 400m hlaup......47,82 sek. HOm grindahlaup 14,32 sek. Kringlukast.........46,96 m Stangarstökk.........4,90 m Spjótkast...........58,94 m 1500 m hlaup .5:09,22 mín. Ef Jón Arnar hefði farið 1500 m hlaupið á 4:40,60 m, hefði NM-metið fallið. Hann er að- eins 166 stigum frá NM-metinu nú. Þjálfari Jóns Arnars er Gísli Sigurðsson og hefur samstarf þeirra gengib mjög vel og er að skila árangri. Það, sem er kannski merkilegt við undirbúning Jóns Arnars, er ab hann hefur nánast einungis æft á Sauðárkróki, utan móts í Bandaríkjunum fyrir stuttu. íslendingar fá að sjá til Jóns Arnars, þegar C-riðill EM fer fram í byrjun júlí í Reykjavík. ■ jón Arnar Magnússon sýndi flestar sínar bestu hliöar í Coetzis og setti Islandsmet í tugþraut. Tímamynd Pjetur Engin for- föll hjá íslandi í fyrsta skipti í langan tíma getur íslenskur landslibsþjálfari stillt upp sínu sterkasta liði, enda ekki um nein forföll að ræða, hvorki meiösli né leikbönn. Arnór Guð- johnsen var t.d. meiddur í leikn- um gegn Sviss og Sigurður Jóns- son var í leikbanni í sama leik. „Það má því segja aö það séu for- sendur fyrir því að ná góðum ár- angri," sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari. Þeir 18 leikmenn, sem fara til Svíþjóðar, eru eftirtaldir: Birkir Kristinsson Fram, Friðrik Frið- riksson ÍBV, Guðni Bergsson Bolton, Kristján Jónsson Fram, Daði Dervic KR, Sigursteinn Gíslason ÍA, Ólafur Adolfsson ÍA, Ólafur Þórðarson ÍA, Rúnar Kristinsson Örgryte, Þorvaldur Örlygsson Stoke, Sigurbur Jóns- son IA, Arnar Grétarsson Breiöa- blik, Hlynur Stefánsson Örebro, Haraldur Ingólfsson ÍA, Arnór Gubjohnsen Örebro, Eyjólfur Sverrisson Besiktas og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir frá Núrnberg. Leikið verður á fimmtudag og er leikurinn sýnd- ur beint í sjónvarpinu og hefst útsending kl. 16.55. ■ Æfir ekki en sigraöi samt Borgþór Þórhallsson, 12 ára nemandi í Fossvogsskóla, sigr- aði örugglega í skólaþrautar- keppni sem haldin var á laug- ardaginn á Laugardalsvelli. Keppt var í 60m hlaupi, há- stökki og boltakasti. Keppnin var fyrir 12-14 ára nemendur og eru flestir þeirra að æfa hjá einhverjum félögum, nema Borgþór sem ekki æfir neitt og er því ekki á mála hjá neinu fé- lagi. Það varö því uppi fótur og fit eftir mótið þegar þeir þjálf- arar sem fylgdust með mótinu gerðu sér ljóst að Borgþór er án félags og báru margir þeirra ví- urnar í hann enda um mikið efni að ræða. Fyrstu fjórir á mótinu tryggðu sér rétt til að keppa á þríþrautarmóti í Sví- þjóð í sumar. ■ Ásgeir Elíasson, landsliösþjálfari, um landsleik íslands og Svíþjóöar á fimmtudag: Sáttir vib jafntefli „Maður náttúrlega vonar ab okkur gangi svona sæmilega þarna úti, en við erum ab fara að spila við erfitt lið. En við munum leggja okkur fram í leiknum og svo er bara að sjá hvað það dugar," segir Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, en íslenska A- landsliðið mætir því sænska á útivelli á fimmtudag í undan- keppni Evrópukeppninnar. „Ég er nú oftast bjartsýnn og ég vona helst ab við skorum og náum stigi eða stigum úr þess- um leik. Líkurnar eru samt minni á því að við vinnum heldur en töpum og þannig séð förum við pressulausir í leik- inn. En auðvitað erum við bún- ir að tapa þremur leikjum í keppninni og ef við ætlum okk- ur að ná settum markmiðum, sem eru 50% árangur, þá er ekki seinna vænna en að fara að ná í einhver stig. Ef við töp- um fyrir Svíum, þá veröum við að vinna hina til að ná þessum 50%, sem er sami árangur og vib náðum í síðustu keppni. Pressan er kannski mest þar," sagði Ásgeir. „Fyrirfram séð, þá held ég ab við getum verið sáttir við að ná jafntefli, en helst viljum við vinna leikinn," sagði Ásgeir. ■ Atli Eövaldsson tippar á 1-1 jafntefíi gegn Svíum: „Við eigum að vera veiði- mennimir, ekki bráðin" „Þetta veröur mjög erfitt fyrir okkur. Svíar eru byrjaðir að af- saka sig og segja að hinir og þess- ir séu meiddir. Þeir eru sem sagt ekki ab flagga sínum mönnum, heldur andstæbingunum, og búa „Ég ætla að bíba með það fram yfir landsleikinn að taka ákvörðun um mína framtíð hjá Besiktas og sjá þá til hvernig málin standa," segir Eyjólfur Sverrisson. „Ég lít alveg eins á þennan landsleik sem tæki- færi til ab koma mér á framfæri og hann gæti kannski orðið einhver stökkpallur fyrir mig. Það veröa einhverjir sem koma til með ab fylgjast sérstaklega með mér, en ég vil ekki nefna þau féiög sem er þarna um að ræða," sagði Eyjólfur. þannig til einskonar mínuspressu á sænska landsliðið og láta þann- ig fólk halda að ísland sé með verulega sterkt lið. Við fáum því meiri jákvæða umfjöllun í blöb- um og því meiri pressu en við er- Hann sagði Svíaleikinn mundu verða mjög erfiðan. „Þetta er lífs- spursmál fyrir Svíana og þeir eiga heldur betur eftir að taka hressilega á móti okkur," sagbi Eyjólfur, sem reiknaði með því að spila í framlín- unni. Besiktas spilabi um helgina gegn Trabzonspor í leik milli deildar- meistaranna og bikarmeistaranna og tapabi Besiktas 0-2, en Eyjólfur spilaði aðeins einn hálfleik vegna landsleiksins. ■ um vanir, og ég held aö það sé það sem vib þurfum að vara okk- ur á," segir Atli Eðvaldsson, þjálf- ari ÍBV, um landsleikinn á fimmtudag. „Þó allir séu heilir, þá verðum vib að hafa markmiö- in innan vissra marka. Við eigum ab vera veiðimennirnir en ekki bráðin," segir Atli, sem spáir jafntefli 1-1. ■ Körfuknattleikur: íslendingar í aukakeppni íslendingar náðu ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppninni á EM og mæta því ekki stórlibum heima og heiman, sem hefði fært KKÍ miljónatekur. ísland lenti í 4. sæti í sínum riöli og spilar næsta vor ásamt fimm öðrum liðum um tvö laus sæti í þarnæstu riðlakeppni Evrópukeppninnar, sem hefst 1997 en úrslitin eru 1999. Ef ísland veröur í tveimur af efstu sætunum, þá losnar liðið við að keppa í undankeppni líkri þeirri og ísland var að keppa í í síbustu viku. Ef annað sætið næst ekki, þá verður ferlið þab sama. ■ „Tækifæri til aö koma mér á framfæri" Molar... ... Þróttarar úr Reykjavík unnu HK 2-1 á sunnudag í 2. deild í knattspyrnu og það sem var merkilegt við þann leik var að sigurmarkið kom þegar 10 sekúndur voru liðn- ar af seinni hálfleik! ... Ágúst Gylfason lék ekki með Brann í 4-1 sigurleik gegn Ham Kam í norsku 1. deildinni vegna meibsla. ... Raufoss, liði þeirra Val- geirs Baldurssonar og Einar Páls Tómassonar, gengur vel í 3. deildinni í norsku knatt- spyrnunni. Eftir fimm um- ferðir er Raufoss með 15 stig og markatöluna 14-2 og hef- ur Valgeir gert tvö mark- anna. ... Þorsteinn Halldórsson, FH-ingur í knattspyrnu, er mesti handboltaspekingur ís- landssögunnar. Hann vakti athygli rétt fyrir HM f hand- bolta þegar hann var spurð- ur að því í sjónvarpi hvar ís- lenska liðið myndi lenda. „14 sæti," sagbi Þorsteinn á meðan allir aðrir spáðu ís- lenska liðinu Ól-sæti. Margir hringdu í Þorstein eftir ab spá hans kom í sjónvarpinu og lýstu furðu sinni á svart- sýni hans en þjóbin veit nú ab þessi spá var alls engin svartsýni heldur raunsönn spá. ... Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fram í handbolta, var ekki mjög bjartsýn fyrir HM og benti á ab reynsluleysi ungu strákana myndi há lið- inu. Þab kom á daginn því ungu strákarnir spiluðu illa. Þess má geta að ofangreind- ur Þorsteinn er mágur Guð- ríðar! ... Daniele Massaro hjá AC Milan er á leib til japanska fé- lagsins Shimuzu S-Pulse og fær 1,2 miljónir dala á ári fyr- ir ab sparka f boltann þar. ... Chile sigrabi Kanada 1-2 á 3ja liða móti í Kanada um helgina og tryggbi sér efsta sætið. Þribja libið var N.-ír- land. Chile gerði 1 -1 jafntefli vib Island í vor eins og kunn- ugt er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.