Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. maí 1995 3 Sjálfstœöiskonur enn bálillar yfir rýrum hlut: Ástandið er óvibunandi og niburlægjandi fyrir flokkinn „í stærsta stjórnmálaflokki landsins ríkir augljóst misrétti milli kynja. Sú staöreynd er óþolandi og henni þarf að breyta," segir í ályktun 20. landsþings Landssambands sjálfstæðiskvenna, sem haldið var að Hótel Örk um helgina. Sjálfstæðiskonur eru bálillar. Þeim var víða hafnaö í próf- kjörum flokksins, og aðeins fjórar konur sitja í 25 manna þingflokki. Konur innan Sjálf- stæöisflokksins fengu sáralítil völd þegar ríkisstjórnin var mynduð. Landsþingið ályktaði um kröfur til jafnræðisreglu, sem þingið segir að verði aö gæta í hvívetna í starfi Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðiskonur segjast sannfærðar um að auk- in áhrif kvenna séu til heilla fyrir þjóðfélagið í heild, karlar og konur eigi að vinna saman og ekkert þjóðfélag hafi efni á að vannýta menntun og reynslu kvenna. Landssamband sjálfstæðis- kvenna hefur fram til þessa hafnað kvótakerfi kynjanna, ef frá er talin tillaga til mið- stjórnar fyrir nokkrum árum. En nú er þolinmæðin brostin. „Reynsla síðustu ára sýnir aö hógvær afstaða sambandsins hefur ekki skilað árangri sem skyldi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Umræöa um þessi mál getur aldrei skaðað. Hún er nauðsynleg. Núverandi ástand er óviðunandi og niðurlægj- andi fyrir flokkinn," segir í ályktun þings sjálfstæöis- kvenna. Felur landsþingið ný- kjörinni stjórn að fylgja eftir kröfu þingsins um að jafnræði ríki í forystusveit, þingflokki og sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins og þannig sé í raun fylgt eftir landsfund- arsamþykktum hans til margra ára. Arndís Jónsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæöis- kvenna sagði í ræðu sinni á fundinum að heit umræða sjálfstæðiskvenna um rýran hlut kvenna í landstjórninni hefði ekki skaðað flokkinn. Nýjustu skoðanakannanir hafi þvert á móti sýnt 4% fylgis- aukningu við flokkinn. Bolton, liö Cubna Bergssonar, lék í gœr á Wembley um sœtl í Úrvalsdeildinni í ensku knattspyrnunnni: Gubni í úr- valsdeild Bolton, lið Guðna Bergssonar, tryggði sér í gær sæti í úrvals- deildinni í knattspyrnu, með 4- 3 sigri á Reading á framlengdum leik á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Staðan í hálfleik var 0-2, Reading í hag, en liö Bolton náði að jafna áður en leiktíminn rann út. Bolton hafði betur í framlengingunni, skoraði tvö mörk gegn einu marki Reading. Guðni var ekki meðal marka- skorara og í fréttaskeytum kom ekki fram hverjir léku fyrir hönd liðanna og því ekki vitað hvort Guðni var í leikmannahópi Bolton. Það voru 64 þúsund manns sem fylgdust meö leik liöanna í gær. ■ Akureyri: Glerárkirkja stórskemmist í eldsvoba Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tfm- ans á Akureyri: Miklar skemmdir urðu á Glerár- kirkju á Akureyri i eldsvoöa á sunnudag. Ekki er að fullu ljóst um upptök eldsins, en þau hafa verið rakin til þurrkskápa sem notaðir eru til þess að þurrka föt. Líkur benda til aö eldurinn hafi kraumað lengi í kjallaranum áður en hans varð vart, en hlutýaf kirkjukór Glerárkirkju var við æfingar í kirkjunni nokkru áður en eldsins varð vart og uröu kórfélagar einskis varir. Eldurinn virðist hafa komist í loftræstikerfi hússins og breiðst út um allan kjallarann þar sem flest brann sem brunnið gat. Þá uröu einnig miklar skemmdir af völdum reyks á sjálfu kirkjuskipinu, auk safnaðarheimilis og skrifstofu- og kennsluálmu. Ljóst er að innrétta þarf kjallara kirkjunnar frá grunni og miklar lagfæringar verða að fara fram í kirkjunni sjálfri. Að öllum líkindum verður að mála aliar vist- arverur á efri hæðinni að innan, auk þess sem hreinsa verður öll húsgögn og búnað. ■ Árni ísaksson veibimálastjóri um áhrif kulda á Norbur- landi á fískigengd í árnar og seibagengd til sjávar: Ekki áhrif í sumar Vegna mikils kulda á Norður- landi hafa vaknað spurningar um hvort hann gæti haft áhrif á fiskigengd í ámar og þar með á lax og silungsveiði í ánum í sumar. Ámi ísaksson veiði- málastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggju af sumrinu í sumar, en hins vegar geti kuld- inn haft áhrif þegar til lengri tíma er litiö. „Maður hefur í sjálfu sér ekki ástæðu til að ætla að kuldinn hafi áhrif á fiskigengdina í sum- ar, nema kannski í mesta lagi seinkað henni eitthvað. Það er hins vegar meiri ástæða til að hafa áhyggjur upp á framtíðina," sagði Árni. Hann segir að það geti verið erfitt fyrir seiðin að ganga út í svo kaldan sjó sem raun ber vitni. Það þurfi að hlýna mikið til að þau geti gengið út í sjó. Seiðin ganga ekki út fyrr en árnar hafa náð vissu hitastigi, sem miðast við 10 gráður. „Þegar það gerist er spurningin, hvernig ástand sjávar veröur á þeim tíma, sem líklega verður í júlí, eða jafn- vel í byrjun ágúst. Ef hann er kaldur er hann næringarsnauður og vanti í hann fæðu. Að auki er slíkur fimbulkuldi óhagstæður fyrir vöxt fiska," segir Arni að lokum. ■ jón Sigurbsson bóndi á Hánefsstöbum rekur iambær ígegnum snjógöng sem rudd voru ab fjárhúsinu. Litlu lömbin virbast einstaklega umkomulaus og mega sín lítils innan um snjóstálib. Mikill snjór ennþá í Seyöisfiröi. Svanbjörg Siguröardóttir, húsfreyja á Hánefsstööum: „Eins og ekkert annab sé til en norðanátt" Enn er mikill snjór víða um land og hafa Seyðfirðingar ekki síst oröiö fyrir barðinu á vetrar- hörkunum og köldu vori. Tala menn um aö aldrei hafi verið meiri snjór á þessum árstíma en nú og er ástandiö víöa erfitt af þeim sökum. Svanbjörg Siguröardóttir, hús- freyja á Hánefsstööum, Seyðis- firði, segir að snjóinn hafi lítillega tekið upp síðustu daga en ennþá sé allt hvítt og víða skaflar. Hún segist nýkomin úr reisu um Norö- urland og telur að hvergi sé þar jafnmikinn snjó að finna og í Seyðisfirði, nema e.t.v. í Kinninni og yst á Árskógsströndinni. Sumariö lcetur enn standa á sér noröanlands. Nánast ekkert veröur úr þeim hlýindum sem spáö haföi veriö. Ásdís Auöunsdóttir: Engar gleðifréttir fyrir Norölendingana „Viö erum eiginlega aö bakka með það, þetta verða lítil hlý- indi og lægðirnar hálfslapp- ar," svaraði Ásdís Auðunsdótt- ir, veðurfræöingur á spádeild í gær, þegar hún var spurð hvort loks hillti undir sumar- ið norðan heiða. Nokkurrar bjartsýni gætti hjá Norölendingum vegna lang- tímaspár Veðurstofunnar um helgina en þá benti margt til að sumarið færi loks að láta á sér kræla með sunnanátt og hlýind- um. Nú benda síöustu spár til að ekkert verði úr því: „Það hlýnar væntanlega frá miövikudegi til föstudags, en sennilega aðeins á Suður- og Vesturlandi. Áfram veröur norðaustanátt viö norðaustur- og austurströndina. Frá og með helginni verður trúlega kóln- andi veður." ■ „Við erum aö jafna þessu við ár- ið 1977 hvaö langstæðar vetrar- hörkur og vorkulda varðar, en þá hlýnaði verulega 20. maí en nú er ennnþá mikill kuldi," segir Svan- björg aðspurð um hvort vorið sé það versta í hennar minnum. Hún segist ekki sjá fyrir endann á þessu ástandi og óttast kal undir snjónum. „Sauðburðurinn hefur samt gengið ótrúlega vel en enn er enginn hagi fyrir búfénaö. Þetta er alltaf noröanátt og ekkert annað." Svanbjörg hefur ekki heyrt um að bændur í héraðinu séu komnir í þrot meö hey en nefnir þó aö heykaup séu miklum takmörkun- um háö vegna riðunnar. Sjálf þurfti hún og Jón Sigurösson, bóndi hennar, að skera allt fé fyr- ir nokkrum árum en þau eru sæmilega birg með heyfeng enn- þá, eftir góða tíð síöasta sumar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.