Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.05.1995, Blaðsíða 7
Þri&judagur 30. maí 1995 7 Vinnueftirlit ríkisins lét gera rannsókn á íslensklim vélstjórum. Þar kom í Ijós meiri tíöni ýmissa krabbameina en búast mátti viö. Vilhjálmur Rafnsson yfirlœknir: Menn eru of sinnulausir um notkun hlífbarbúnaðar „Hér er verib aö einblína á efni sem koma ví&a fyrir í olíum al- mennt — bensíni, steinolíu, tjöruefnum og ö&ru þvílíku — svoköllu& PAH-efni. Þa& er vel þekkt me& dýratilraunum a& þessi efni geta hugsanlega ver- i& krabbameinsvaldandi hjá fólki," sag&i Vilhjálmur Rafns- son, yfirlæknir Vinnueftiriits ríkisins, í samtali viö Tímann um dönsku rannsóknina. Vinnueftirlitið geröi fyrir nokkrum árum rannsóknir á dánarmeinum og krabbameins- tíðni meðal vélstjóra, sem at- hy§li hljóta að vekja. „I dönsku rannsókninni er verið að tala um bifvélavirkja, en menn sem vinna til dæmis í vél- smiðjum við rennismíði eru í hættu, meðal annars af loft- mengun. Þessa menn þarf að passa mjög vel. Það er mengun á húðina sem skiptir máli. Það er ekki bara þaö að menn andi þessu að sér, heldur er veruleg snertihætta fyrir hendi. Tjöru- og olíuefni geta valdið húð- krabba," segir Vilhjálmur Rafns- son. Pungur karla hættu- svæbi Vilhjálmur segir að einn fyrsti atvinnusjúkdómur, sem sögur fara af, hafi fundist hjá sóturum. Rannsóknir hafi verið gerðar á þeim bæði í Danmörku og í Sví- þjóð. Hin óþrifalega atvinna þeirra hafi sýnt ab þeir voru í mikilli hættu vegna eiturefna, sem koma úr hálfbrunnum tjöruefnum sem bárust á húðina og þaðan inn í líkamann. Þab svæbi líkamans, sem við- kvæmast er og gegndræpast, er pungur karlmannsins. Segir Vil- hjálmur að þar sé snöggur blett- ur á mannslíkamanum. Erlendis hugi fyrirtæki vel að því að til dæmis rennismiðir skipti títt um nærbuxur í því skyni ab halda óæskilegum efnum frá þessum viðkvæmasta stab líkamans. Nýrri athuganir á sótarastétt- inni sýni að þeir séu mjög vib- kvæmir gagnvart lungnakrabba- meini. Varðandi menn, sem vinna Á smurstöbvum Esso eru menn á varbbergi og þar eru alltaf notabir hlífbarvettlingar í olíuvinnunni. vib smurolíur, sagði Vilhjálmur að menn ættu ab nota hlífðar- búnað sem ver húðina. Augljóst sé að menn séu almennt kæru- lausir og sinnulausir um notkun hanska og hlífðarbúnaðar við þessa vinnu. Óhugnanleg tíbni krabbameina mebal vélstjóra í áðurnefndri rannsókn á vél- stjórum vom kannaðir útskrifað- ir vélstjórar á árunum 1936 til 1955 og fylgst með afdrifum þeirra til ársloka 1982. Niöurstöburnar sýndu að af öllum dánarorsökum höfðu fleiri vélstjórar dáið af völdum lungnakrabbameins en búast mátti vib, og þær niðurstöður tölfræðilega marktækar. Fram kom að hætta á drukknun var tvöfalt meiri meðal vélstjóra en meðal íslenskra karlmanna í heild. Þá kom í ljós hjá þeim rann- sóknarhópi, sem starfað hafbi í 20 ár, að dánartíöni af völdum lungnakrabbameins var 1,95 sinnum meiri en almennt gerð- ist meðal íslenskra karla. Þvag- blöðrukrabbamein var 3,75 sinnum tíbara hjá vélstjórum en hjá öðrum karlmönnum, og heilablóðfall næstum tvöfalt tíð- ara en búast mátti við. í hópi þeirra vélstjóra, sem útskrifast höfðu fyrir 30 árum, var hættan á að deyja úr lungnakrabba 2,35 Dönsk vísindarannsókn leiöir í Ijós: Notub vélaolía eykur hættu á krabbameini Vélstjórar, bifvélavirkjar og starfsmenn smurstö&va eiga þa& á hættu a& missa heilsuna af völdum notaðrar vélaolíu, segja danskir vísindamenn. Þeir segja a& hætta sé á a& í ol- íunni séu krabbameinsvald- andi efni. Rannsókn var gerð á starfsfólki Hovedstadens Trafikselskab — HT í Kaupmannahöfn, á vegum opinberra aðila og háskólans í Árhus á síðasta ári. Ætlunin var a& kanna áhrif útblásturs dísel- bíla, en þá kom í ljós að hættan af óhreinni olíu er enn meira vandamál. Per Sabro Nielsen, yfirlæknir, fullyrðir að hér sé um að ræða nýja vitneskju um eiturefni frá olíunni, sem komist gegnum húðina og út í blóðið og hafi þar óæskileg áhrif á erföavísana. Ni- elsen segir að það hafi komið mönnum í opna skjöldu í rann- sókninni að eiturefnin, fjölhring- laga arómatísk kolvetnissam- bönd, virtust hafa svo mikil áhrif á starfsmenn verkstæðanna, þeg- ar miðab var viö þá starfsmenn sem unnu önnur störf í fyrirtæk- inu. Ástæðuna segir hann ein- faldlega þá ab verkstæðismenn vinna með notaða vélaolíu og hlífa höndunum þá ekki sem skyldi. Hér á landi hefur Vinnueftirlit ríkisins gert rannsókn á vélstjór- um. Sú rannsókn leiddi ýmislegt í ljós. Meðal annars meiri krabba- meinstíbni meðal íslenskra vél- stjóra en annarra stétta. ■ sinnum meiri, þvagblöbru- krabbameini 7,41 sinnum meiri og heilablóðfalli 2,41 sinnum meiri en hjá íslenskum körlum í heild. Fjölmargir áhættuþættir voru sagðir í umhverfi vélstjóra. Þab eru asbestmengun, hávaði, málmgufur, olíur, lífræn leysi- efni, gasmengun og ertandi loft- tegundir, svo eitthvað sé nefnt. „Auðvitað er það aðalatriöi að Tímamynd CS gefa von i myrkrinu. Það á aö leggja áherslu á þaö hvernig menn haga sér við störf sín. Ab menn forðist snertingu við þessi eitruðu efni, útblástur og snert- ingu fyrir smurolíur og önnur efni sem geta skaðab líkamann," sagði Vilhjálmur Rafnsson. Hann sagði að margt mætti gera á hverjum vinnustað til að minnka hættuna á atvinnusjúk- dómum. ■ Kaup og sala útgerba á veibiheimildum breytir afstöbu sjómanna til skattlagningar ísjávarútvegi. Cubmundur Hallvarbsson alþingismabur: Skýrari leikreglur Gu&mundur Hallvarðsson, þingmabur sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði í utandag- skrárumræðu á Alþingi í vik- unni að meb kaupum og sölu útger&a á veiðiheimildum, stuðluðu útger&ir a& breyttu hugarfari meðal sjómanna og fulltrúa þeirra í átt til aub- lindaskatts. Hann tók fram að hann hefði til þessa ekki verib talsmabur au&lindaskatts í sjávarútvegi fremur en aðrir sjómenn og tals- menn þeirra. Hinsvegar yr&i ekki lengur unað við ríkjandi ástand þar sem 30 krónur af hverju þorskkílói koma til skipta hjá sjó- mönnum í stað 130 króna sam- kvæmt markaðsver&i. Af þeim sökum væri betra að fá 90-100 krónur til skipta af hverju þorsk- kílói og þar af fengi ríkissjóður 30-40 krónur af hverju kílói. Hann sagði að með þessum hætti yrðu leikreglumar í það minnsta skýrari. Þingmaðurinn sagði að í kjara- deilu sjómanna og útvegsmanna hefði berlega komið í ljós þau hagsmunatengsl, sem eru á milli Landssambands ísl. útvegs- manna og fiskvinnslunnar í landinu. Hann sagði þetta at- hyglisvert í ljósi þess að samtök útvegsmanna hefbu ætíð neitað því ab einhver hagsmunatengsl væru á milli þeirra og vinnslunn- ar. Guðmundur sagði að LÍÚ hefði endanlega svipt þessari hulu af sér með því að afneita hæsta gangverði fyrir fisk með markaðstengingu. Þingmaðurinn tók einnig fram að fiskverðskröfur sjómanna væru innan þeirra marka, sem samtök launafólks hafa verið að semja um ab undanförnu. Hann vék einnig athygli að uppsagnar- fresti sjómanna á fiskiskipum, sem er aðeins ein vika. Hann sagði að þetta væri meðal þeirra krafna, sem útgerðin væri ekki tilbúin að breyta. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.