Tíminn - 01.07.1995, Qupperneq 7

Tíminn - 01.07.1995, Qupperneq 7
Laugardagur 1. júlí 1995 7 Sigrún Eldjárn segir hneykslanlegt hvernig komib var fram gagnvart fólkinu í Mibhúsum: Fagnar niðurstöðunni „Eg fagna þessari niðurstöðu sem slíkri, en mér finnst hneykslanlegt hvemig þetta gekk allt fyrir sig, sérstaklega ásakanimar sem fólkið í Mið- húsum varð fyrir. Þær standa eftir, burtséð frá því hve silfrib er gamalt," sagbi Sigrún Eld- jám í gær, þegar Tíminn innti liana um vibbrögð við aldurs- greiningu silfursjóðsins. „Það virðist loks sem búið sé að ryðja úr vegi öllum gmnsemdum um að brögð hafi verið í tafli." Þórarinn Eldjám, bróðir Sig- rúnar, skrifaði á sínum tíma greinar, þar sem hann gagnrýndi ummæli ákveðinna aðila sem komu að rannsókninni, og fannst vegið að starfsheiðri föður síns. Ekki náðist í hann vegna málsins. ■ Kristján Eldjárn, þá forseti ísiands og fyrrverandi þjóöminjavöröur, skoöaöi uppgröftinn aö Miöhúsum í Egils- Staöahreppi. Tímamynd: IK Niöurstaöa danska þjóöminjasafnsins leiöir í Ijós aö silfursjóöurinn, sem fannst aö Miöhúsum áriö 7 980, er frá víkingatímabilinu: Miöhúsabóndi sýknaður Rannsókn danska þjóðminja- safnsins á silfursjóðnum í Mibhús- um hefur leitt það í Ijós ab efna- samsetning silfursins eigi sér hlið- stæbu í óvefengjanlegum silfur- sjóðum ffá víkingaöld og að allir gripimir utan einn beri skýr ein- kenni víkingaaldarsmíöar. Miklar deilur hafa veriö um þetta mál og mörg stór orb látinn falla sem koma til með ab hafa eftirmála. Aldurinn dreginn íefa Það var Þjóðminjaráð sem kynnti niðurstöðuna á blaðamannafundi í gær og lagði fram öll gögn í málinu, en rannsókn danska safnsins hefur staðið yfir frá áramótum. Ástæða þess að farið var út í rannsókn þessa var að einn af starfsmönnum Þjóð- minjasafnsins, Vilhjálmur Öm Vil- hjálmsson, dró í efa að sjóðurinn væri jafn gamall og menn vildu vera láta og taldi að um nútímasmíð væri að ræða. Guðmundur Magnússon, þáverandi þjóðminjavörður, fékk James Graham-Campbell, þekktan fomleifafræðing, til að rannsaka sjóöinn. Niðurstaða hans var að vís- bendingar séu um að Þjóöminja- safnið hafi verið blekkt vísvitandi og að um helmingur silfursins hafi ver- ið búinn til nýlega. Samkvæmt tilmælum frá menntamálaráðuneyti var óskað eftir því aö silfrið yrði rannsakað af sérfrcéðingum á Norðurlöndum og varð danska þjóðminjasafnið fýrir valinu, og liggur niöurstaða þess nú fýrir, en af hálfu þjóöminjaráðs vom jrað þau Iilja Árnadóttir safnvörður og Helgi Þorláksson dósent sem höfðu umsjón með rannsókninni. Brætt og smíbab ab nýju? Niðurstaðan gengur þvert á niður- stöðu Giahams-Campbells í öllum meginatriðum, nema hvað þennan eina hring varðar. Sérfræöingar danska safnsins segja þó að silfrið sé jafngamalt en leitt er að því líkum að silfrið hafi verib brætt niöur og smíö- ab úr því aö nýju á 17. eða 18. öld. Graham-Campbell fann heldur ekki þær jarðvegsleifar sem þessi síðasta rannsókn á silfursjóðnum leiddi í ljós. Þab kom fram á blaðamanna- fundinum ab lykillinn að þessari niðurstöðu er að einn sérfræðingana fann hliöstæðu við hluti úr silfur- sjóðnum á norsku safni, en það hafbi Graham-Campbell ekki tekist. Þá hefbi danska þjóðminasafnið haft mun meiri tíma en hann og að- stæður allar mun betri. Rannsóknin, sem framkvæmd var af sérfræðingum danska þjóð- minjasafnsins, verður greidd af þjóðminjaráði og samkvæmt kostn- aðaráætlun mun hún kosta tæpar 18 þúsund danskar krónur. Eitt af því sem sagt hefúr verið er að silfursjóðnum hafi verið komið fyrir í jörðu vegna ferðar Kristjáns Eldjáms, fýrrverandi foreeta og þjóð- minjavarðar, á Hérab. í greinargerð Lilju og Helga segir ab niðurstöðum- ar bendi til að svo hafi ekki verib. Sýknabur í samþykkt þjóðminjaráðs frá því á fundi sínum í gær kemur fram að rannsók á sjóðnum gefi ekki tilefni til að álykta ab blekkingum hafi ver- ið beitt í tengslum við fund hans og er Hlynur því hér með sýknaður. Ráðið lítur nú svo á að með þeim skýrslum sem nú hafi verið lagðar fram sé lokið þeirri rannsókn sem menntamálaráöuneytið lagði til að yrði gerð þann 12. september síðast- liðnum. Mun ekki skaba safnib Sturla Böðvarsson, formaöur þjóðminjarábs óttast ekki að þetta mál muni skaða safriiö út á við. Þab sé mjög gott að búið sé að skera úr um aldur silfursjóðsins og þab sé mikill styrkur fýrir safnið að hafa þessa hluti innan sinna veggja. Hvað málshöfðun varðar, sagbi Sturla að Þjóðminjaráð muni taka á því máli þegar þar ab kemur. Þór Magnússon, þjóðminjavörb- ur sagði ab ekkert hefði verið rætt um hvort breytingar yrðu á starfs- mannahaldi í kjölfar þessarar niður- stöðu. Hlynur Halldórsson, bóndi og silfursmiöur í Miöhúsum: „Málshöföun á leiðinni þrátt fyr- ir niðurstööuna" Hlynur Halldórsson, bóndi og silfursmibur í Mibhúsum, seg- ist vera mjög feginn, en hótun- in um málshöfbun standi."Þab er fyrst og fremst Iéttir að þetta mál skuli vera komið á hreint. Sem sannur íslendingur hlýt ég að telja þab jákvætt að hér sé ekkert fals á ferðinni eins og haldið hefur verib fram," segir Hlynur. Hann segir niðurstöbuna engu breyta um framhaldib. „Það hafa stór orö fallið enda er líka málshöfðun á leiðinni. Orð- in hafa verið sögð. Málshöfðun- inni verður ekki beint gegn Þjóð- minjasafninu sjálfu, en því verö- ur sjálfsagt hegnt fyrir þetta mál. Þetta em fyrst og fremst starfs- menn innan þessa geira, fyrrver- andi formaður þjóöminjaráðs, Olafur Asgeirsson, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og Guömund- ur Magnússon, fyrrverandi þjóð- minjavörður." Hlynur segir að málshöfðun þessi muni líta dagsins ljós á næstunni. Varðandi þá spurningu, hvort þetta hafi haft einhver áhrif á þeirra líf, segir Hlynur: „Það er ekki þægilegt að vinna þessa vinnu sem vib stundum hér með þetta á bakinu. Maður er í svo persónulegu sambandi við viðskiptavininn, þar sem maður er að smíða svo persónulega hluti. Einhverjir hafa trúaö þessu upp á okkur og aðrir ekki, en maður hefur hins vegar fundið þaö síðustu daga að það hefur í auknum mæli verið staöið með manni." Bændur Við erum á leiðinni Búvélasýningar um allt land Nýjasti Ferguson mætir á svæðið Laugard. 1. júlí Laugard. 1. júlí Sunnud. 2. júlí Mánud. 3. júlí Mánud. 3. júlí Þriójud. 4. júlí Þriðjud. 4. júlí Mióvikud. 5. júlí Fimmtud. 6. júlí Fimmtud. 6. júlí Föstud. 7. júlí Föstud. 7. júlí Laugard. 8. júlí Blönduós, Vélsm. Húnv. 10-14 Varmahlíð, Kf. Skagf. 16-20 Akureyri, Þórshamar 10-19 Fosshóli 10-13 Húsavík, Kf. Þingeyinga 14-18 Ásbyrgi 10-13 Vopnafjöröur 17-21 Egilsstaðir, Bílarog tæki 10-19 Breiðdalsvík 10-14 Höfn, Bílverk 18- 22 Kirkjubæjarklaustur 10-14 Vík, Víkurskálinn 18-22 Hvolsvöllur, Hlíðarenda 10-14 Ingvar Helgason hf. véladeild Sævarhöföa 2, SÍMI 525-8000

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.