Tíminn - 01.07.1995, Page 10
10
Laugardagur 1. júlí 1995
Óbinn Albertsson, nemií
Vilnius í Litháen, rœddi
vib Birgi Cubmundsson
fréttastjóra Tímans sl.
haust þegar hann var ab
fara út, um ab þeir héldu
sambandi sín á milli og
ab Óbinn leyfbi Birgi ab
fylgjast meb því hvab
vœri um ab vera í Litháen.
Hér á eftir fer nýlegt
sendibréf frá Óbni, þar
sem hann segir tíbindi frá
Litháen. Þar sem bréf Ób-
ins er ab mörgu leyti frób-
legt og á erindi vib fleiri
en starfsmenn á ritstjórn
birtum vib þab hér á eftir:
Kæri Birgir,
Þegar viö raeddum saman í haust
nefndir þú aí> þiö hefðuð fyrst og
fremst áhuga á fréttum tengdum ís-
lendingum. Mabur hefur lítiö rekist
á landa á götum Vilníusar, en þó
hefur lengst af dvaliö hér lítill hóp-
ur íslendinga. í vetur var reist
myndarleg lyfjaverksmiðja í útjabri
Vilníusar og sáu íslendingar að öllu
leyti um bygginguna. Að minnsta
kosti þrír hópar iðnabarmanna
komu hingað til að byggja grunn-
inn, púsla saman húsinu, setja upp
loftræstikerfi og fleira. Eftir jól
komu tveir lyfjafræðingar sem
munu starfa við verksmiðjuna
næstu árin og búa í Vilníus ásamt
fjölskyldum sínum. Mér skilst að
það eigi að opna verksmiðjuna
formlega 1. júlí og að Davíð Odds-
son veröi á staönum. Okkur hefur
nú ekki verið boðið þangað.
Þú hefur örugglega heyrt um Isa-
sva, íslensk-litháenska hestabú-
garðinn sem er staðsettur í Krasu-
ona, rétt fyrir utan Utena-borg. Jör-
mundur Ingi Hansen allsherjargoði
er framkvæmdarstjóri búgarbsins
og dvaldi hann í Litháen mestallan
septembermánuö. Hann er væntan-
legur aftur á næstunni. í vetur
dvaldi á búgarðinum íslenskur
hrossatemjari, 23 ára strákur kallað-
ur Addi. Addi bjó í Krasuona í þrjá
mánuði við heldur frumstæðar að-
stæður. Hann var þar settur yfir hóp
manna og gengu samskiptin skraut-
lega á stundum þar sem útlensku-
kunnátta Litháanna var samasem
engin.
Einnig munu einhverjir fleiri ís-
lendingar standa í ýmsum viðskipt-
um í Litháen, innflutningi á timbri
til íslands o.fl.
í haust minntist þú einnig á ma-
fíuna. Starfsemi glæpaklíkanna
viröist vera orðin nokkuð rótgróin í
litháensku samfélagi og margir sem
ég hef talaö við hafa sætt sig við þab
sem eðlilegt ástand. ítölsk kona,
sem hefur í hyggju ab opna veit-
ingahús hér í bæ, sagði rólega að
hún þyrfti aö fresta opnuninni að-
eins á meban hún útvegaði pening
handa mafíunni.
Rita Dapkus, amerískur Lithái
sem á einn allra vinsælasta veit-
ingastaðinn í Vilníus, lætur hafa
þab eftir sér að hjálp mafíunnar sé
ómissandi við að halda uppi öryggi
og friði á veitingastaðnum, hún
geti ekki treyst lögreglunni til þess.
„They take less than the govern-
ment and work for their money" —
segir konan sem einu sinni var ráð-
gjafi Landsbergis forseta.
Mér finnst slíkt nú heldur sorg-
legt þar sem ljóst er að hér'er um að
ræða óprúttna og hættulega glæpa-
menn. Skemmst er að minnast
morðsins á blaðamanninum Vitas
Lingys og ekki fyrir löngu dó mabur
í bílasprengju í miðborg Vilníusar.
Rodion Kolomin, sem er Rússi og
ágætur vinur minn, spilar á gítar í
hljómsveit sem er smám saman ab
festa sig í sessi í músikbransanum.
Hann lenti fyrir stuttu í klónum á
einni klíkunni sem m.a. hefur ofan-
af fyrir sér við dreifingu fíkniefna.
J
Stórhertogakastalinn í Trakai.
Einn skúrkurinn ásakaði Rodion
fyrir að benda á sig í sambandi við
sölu á eiturlyfjum. Viðskiptavinur-
inn reyndist vera blaöamaður sem
var ab leita sér að marijuana. Það
næsta sem gerist er að mafíósinn
segir Rodion ab borga sér 200 doll-
ara daginn eftir fyrir ab láta málib
ekki ganga lengra (þetta eru mjög
miklir fjármunir fyrir fátækan tón-
listarmann, hann hefur sennilega
aldrei átt svo mikib fé í einu). Ef
greiöslan klikkabi átti ab senda ein-
hverja bola til ab ganga í skrokk á
gitarleikaranum og um leið myndi
upphæbin hækka í 5000 dollara
(sennilega til að borga bolunum
fyrir ómakið??). Rodion fer stoltur í
hljóðfæraverslun og leggur magn-
arann sinn í pant fyrir 200 dollara
og borgar glæponinum.
Þegar hann segir mér þetta síöar
og ég æsi mig upp í hneykslan svar-
ar hann: „Óðinn, þú skilur ekki,
þetta er normal, það var ég sem
gerði mistök, við erum ekki á ís-
landi." Fyrir u.þ.b. ári síðan var
einn ungur og efnilegur trommu-
leikari barinn til ólífis eftir ekki
ósvipað atvik.
Svona fantar eru frekar áberandi í
götumynd Vilníusar. Þeir eru flestir
stórir ungir menn, stuttklipptir og
svartklæddir og oftar en ekki meb
bílasíma í hendinni (undarlegt, þar
sem almenningssímar eru á hverju
götuhorni og kosta ekkert, en ég
held að mínútan í bílasíma kosti
meira en 1 dollara). Þessir menn
láta sem heimurinn sé þeirra og
viröast ekki hika við að beita of-
beldi. Eitt kvöldið lenti ég í orða-
sennu vib eina týpu eftir að vin-
kona mín neitaöi að eiga samskipti
viö hann. Hann virtist ekki skilja að
hún gæti átt rétt á að segja nei. Ég
íslendingar í Litháen héldu þjóöhátíö í
Trakai þann 17. júní si. en Trakai hér-
oð er þjóbgaröur og gamlar söguslób-
ir, en þar stóö fyrrum höfuöborg lithá-
enska stórhertogadœmisins fram til
1323 er hún var flutt tii Vilniusar. I
dag er Trakai vinsæll útivistarstaöur,
eins konar Þingvellir Litháa, og nutu
íslendingarnir sín vel viö hátíöahöld
og gríll í skugga miöaldakastala stór-
hertoganna.
Um i 5 Islendingar eru um þessar
mundir búsettir í Vilnius ásamt fjöl-
skyldum sínum og er hluti þeirra á
þessari mynd. Bréfskrifari, Óöinn Al-
bertsson, er annar frá hœgri.
var orðinn heldur skelkaður á tíma-
bili en tókst loks að sannfæra dón-
ann um að best væri að öll værum
við vinir. í lok kvöldsins laumaöi
hann að okkur spjaldi meb farsíma-
númerinu sínu og sagði: „Ef þið
lendið einhverntíma í vandræðum
— hringið í þetta númer."
Einhvern veginn er ég smeykur
við að blanda gebi vib þessa ná-
unga. Betur líkar mér við heiðarlega
bófa eins og t.d. pólsku konuna
sem býr á fyrstu hæðinni í húsinu
okkar. Hún er svona 70 ára, stressub
og þybbin kona sem býr í þriggja
herbergja íbúð (alveg eins og okkar)
ásamt húðlötum eiginmanni, upp-
kominni dóttur og syni, konu hans
og tveimur dætrum þeirra. Konan
fær eftirlaun frá ríkinu, en þab þýð-
ir að hún þiggur um 2.000 krónur á
mánuði frá hinu opinbera. Til þess
ab drýgja tekjumar rekur gamla
konan einskonar landasjoppu, eða
totsjka („punktur") eins og fyrir-
bærið er kallað á rússnesku (eða
kannski öllu heldur sovésku, sama
nafn er örugglega notaö frá Vilníus
til Vladivostok).
Á öllum tímum sólarhringsins
laumast alls konar fólk inn í portið
okkar, bankar á gluggann hjá hinni
pólsku, hverfur þvínæst inn til
hennar og birtist síðan stuttu síðar
með grunsamlega bungu á jakkan-
um sínum. Síðasta mánuðinn
finnst mér ég verða var við aukn-
ingu í eftirspurn í landasölunni.
Það hlýtur að standa í samhengi við
ný litháensk áfengislög sem hækka
gjöld og takmarka sölutíma áfengis.
Þegar ríkið skrúfar fyrir kranann
spretta totsjkur útum allt, það sama
gerðist þegar Gorbatsjof kom með
sína bindindisstefnu. Seint í gær-
kvöldi bankaði hjá okkur ungur og
kurteis mabur og spurði hálf hvísl-
andi: „Góða kvöldið, seljið þið
vodka hér?" Ég beindi honum til
nágrannakonunnar og pilturinn
læddist feimnislega niður tröpp-
urnar.
Meb þessu bréfi sendum við í
gamni myndir frá þjóðhátíð íslend-
inga í Litháen. Hópmyndin er ekki
upp á marga fiska, tekin á tíma með
myndavélina uppá útigrillinu, svo
að ramminn skekktist eitthvað.
Litla stúlkan með Trakaikastala í
baksýn er Guðrún Ýr HalTUórsdóttir
(4 ára), en faðir hennar hefur haft
umsjón með byggingu lyfjaverk-
smiðjunnar undanfariö ár.
Bestu óskir og kveðjur frá Vilníus,
Óðinn Albertsson
íþjóöhátíöarskapi meö Trakaikastala
í baksýn. Guörún Ýr Halldórsdóttir, 4
ára, er meö pabba sínum í Litháen en
hann hefur umsjón meö byggingu
lyfjaverksmiöjunnar.