Tíminn - 01.07.1995, Side 15
Laugardagur 1. júlí 1995
15
David Whitehouse.
að nauðga Eileen og myrða, en
ekki tekist hiö fyrrnefnda vegna
mótþróa hennar. Aö því loknu
hefði hann brotið rúðuna í úti-
dyrahurðinni og hent innan-
stokksmunum til í stofunni til að
villa um fyrir lögreglunni. En
hann gerði tvenn mistök. Hann
gleymdi að „stela einhverju" og
hann gleymdi læsingunni að
innri dyrunum.
Allir ættingjar Eileen voru með
lykil að íbúðinni. Allir voru með
haldbæra fjarvistarsönnun nema
David Whitehouse.
Sönnub sekt
Gamanið kárnaði fljótt hjá hin-
um taugaveiklaöa Whitehouse.
Ekki síst eftir að þrjár sígarettur
sömu tegundar og hann reykti
fundust hjá fórnarlambinu. Eile-
en hafði sjálf aldrei reykt.
Til að gera langa sögu stutta,
hlóðust upp sannanir fyrir því að
Whitehouse væri morðinginn og
var hann handtekinn daginn eft-
ir. í ljós kom aö mjög slæmt sam-
band hafði verið milli hans og
tengdamóðurinnar, en það kom
öllum á óvart að afleiðingarnar*
yrðu tilraun til nauðgunar og
kaldrifjað morð.
Eileen hafði veriö óspör að láta
í ljósi vanþóknun sína á White-
house, ekki síst vegna atvinnu-
leysis hans. Hún lét hann óspart
heyra það, og það fór sérstaklega
illa í hann. Athygli vakti að hann
var með hreina sakaskrá fyrir
morðið.
Whitehouse breytti framburði
sínum eftir ákæruna og sagðist
ekki muna hluta kvöldsins vegna
drykkju.
Vörn lögmanna hans byggðist
á þessu, en hún tók á sig vafasama
mynd þegar lögmaöur hans gróf
upp gamlar læknaskýrslur, sem
sýndu að David Whitehouse
hafði gengið í svefni sem ungling-
ur. Verjandi hans hélt því fram að
það sama hefði gerst um kvöldið,
og morðið hefði verið framið í
svefni. Á það var ekki hlustað og
15. mars 1994 var Whitehouse
fundinn sekur um öll ákæruatriði
og dæmdur til lífstíðarfangavist-
ar. Hann heldur sig enn viö að
muna ekkert eftir atvikinu. ■
Lögreglan var agndofa yfir aökomunni. Fram til þessa höfbu aldraöir
íbúar ekki þótt í lífshœttu / West Bromwich, þótt innbrot vœru nokkuö al-
geng. Eöli innbrotsþjófa var aö foröa sér jafnhratt og auöiö varö, ef til
þeirra sást. Kynferöisglcepir voru jafnframt afar fátíöir:
Svefngengillinn"
Sex mílum norðvestur af Birm-
ingham í Englandi, stendur
borgin West Bromwich. Borgin
þykir lítt fyrir augað, enda hafa
íbúar hennar lengstum haft at-
vinnu af þungaiönaði, mest-
megnis stálbræðslu.
Uppgangur borgarinnar hófst
1960 og varð þá mikil íbúafjölgun
og byggt á litlu rými. En atvinn-
ustigið hélst ekki er fram liðu
stundir og nú er stór hluti íbúa at-
vinnulaus og glæpir vaxandi
vandamál.
Samt eru þeir glæpir, sem
framdir eru í borginni, yfirleitt
minni háttar. Þannig eru óvopn-
uð rán og fíkniefnadreifing al-
gengust, en morð harla fátíð. Það
skók því íbúa borgarinnar þegar
framið var kaldrifjað og að því er
virtist tilgangslaust morð á mið-
aldra konu í júní áriö 1993.
Líkiö finnst
Eileen Luke, 61 árs, bjó í blokk-
arþyrpingu, n.k. fátækrahverfi, í
NV-hluta West Bromvich. Sumar-
ið 1993 var hún búin að búa 21 ár
í sínu húsnæði, en eiginmaður-
inn hafði látist fyrir nokkrum ár-
um, lungun höfðu gefið sig eftir
mikla loftmengun í starfi hans
sem málmverkamanns.
Bill Morris, nágranni Eileen,
var á leið til vinnu einn morgun-
inn þegar hann tók eftir að rúða
var brotin á útihurð Eileen. Hann
vissi að hún bjó einsömul og því
ákvað hann aö kanna máliö frek-
ar. Þjófar höfðu rammt látið að
sér kveða í hverfinu. Eftir að hafa
kallaö nafn hennar og bankað á
hurðina án árangurs, ákvað hann
aö kanna máliö sjálfur. Hurðin
var ólæst og það var ekki síst til að
minnka áhyggjur Bills.
Nokkrum augnablikum síðar
fann Bill Eileen liggjandi á stofu-
gólfinu. Húsgögnin voru á tjái og
tundri og líklegt að átök hefðu átt
sér stað.
Misnotkun og morö
Eileen var látin þegar að var
komið. Lík hennar var í hræði-
legu ástandi. Á höfði voru ljótir
áverkar, líkt og eftir barsmíðar, og
band hafði verið reyrt um háls-
inn, svo þétt að það hafði skorist í
gegnum húöina. Eileen lá á bak-
inu, þegar að var komið, með
kjólinn upp að maga.
Bill þurfti ekki annaö en að líta
andlit hennar augum til að sjá að
hún var látin.
Krufningarskýrsla sýndi að Eile-
en hafði orðið fyrir kynferðislegri
áreitni, en samfarir höfðu ekki átt
sér stað. Dánarorsök var kyrking,
en áður haföi Eileen verið barin
mjög illa, m.a. höfðu tvö rifbein
brotnað og líffæri hennar voru
illa farin eftir þung högg.
Rannsóknin
Fyrsta skref rann«óknarinnar
beindist að öðrum íbúum blokk-
arinnar, en þeir skiptu hundruö-
um. Farið var í allar íbúðimar og
fólk tekið tali. í fyrsta lagi var
spurt hvort íbúar heföu orðið var-
ir við óvenjulega háreysti þessa
nótt og í öðm lagi var fjarvistar-
sönnun þeirra könnuð. Enginn
hafði orðið var við neitt.
Eileen var lýst sem lífsglaðri
gæðakonu, sem ekkert fékk hagg-
að. Helsta yndi hennar var heim-
Frá hverfinu þar sem morbib átti sér stab.
óhult á eigin heimili, eins og ör-
lögin sýndu.
Lögreglan velti upp þeirri hug-
mynd hvort alvarlega geðsjúkur
afbrotamaður gæti átt hlut að
máli. Ekki hafði frést af neinum
slíkum og þegar smáþjófar voru
teknir tali, sögðust þeir ekkert vita
um verknaðinn. Morðið hefði
haft slæm áhrif á lífsafkomu
þeirra, fólk herti öryggisvarnir og
minna var um tækifæri til grip-
deilda fyrir vikið.
Morðið virtist tilefnislaust,
engu hafði verið stolið.
Dæturnar voru svo slegnar fyrst
eftir fréttirnar að lögreglan gat
ekki haft tal af þeim um máliö.
SAKAMAL
að. Að því búnu hefði hann labb-
að heim og sofnað framan við
sjónvarpið. Þar hefði hann sofið í
um þaö bil þrjár klukkustundir
áður en hann vaknabi og hélt til
hvílu, þar sem kona hans var sof-
andi. Whitehouse neitaði að hafa
hitt tengdamóbur sína þetta
kvöld.
Mistökin
Á sama tíma komust rannsókn-
armenn í höfuðstöðvum lögregl-
unnar að því að þeim hafði yfir-
sést mikilvægt atriði. Þegar Bill
Morris fór inn í húsið, höfbu
innri útidyrnar verið ólæstar.
Eileen var með lás á báðum hurð-
um, þannig ab þótt innbrotsþjófi
tækist að komast í gegnum ytri
dyrnar var ómögulegt að brjótast
í gegnum innri dyrnar vegna
rammgerðrar læsingar. Ergó: Eile-
en hafði annab hvort hleypt
moröingja sínum sjálfviljug inn
eða þá að hann hafði haft lykil.
Hið síðarnefnda þótti líklegra, þar
sem mjög var áliðið kvölds þegar
Eileen lést.
Lögreglan ályktaði að morbing-
inn hefði komið í þeim ásetningi
Eileen Luke.
sókn barnabarnanna, en hún átti
átta slík og þrjár dætur. Þrátt fyrir
aldurinn var hún fílhraust, naut
mikillar útiveru og lifði heil-
brigðu lífi.
Eileen var varkár kona og var
aldrei á ferli eftir að skyggja tók.
Hún hafði lýst þeirri skoðun sinni
að hún teldi sig ekki óhulta á göt-
um borgarinnar á kvöldin, en ör-
yggisráðstafanir reyndust ekki
nægjanlegar. Hún reyndist ekki
Þannig varð lögreglan að láta sér
nægja að tala viö tengdasynina.
Einn þeirra var David White-
house, 41 árs. Hann bjó í Aca-
demia Avenue, aðeins 200 metr-
um frá heimili tengdamóður
sinnar.
David var atvinnulaus og bú-
inn ab vera um hríð. Hann bauð
lögreglumönnum til stofu, en
konan hans lá fyrir og treysti sér
ekki til að hitta lögreglumennina.
Whitehouse reykti sex sígarett-
ur á þeirri hálfu klukkustund sem
fór í yfirheyrsluna. David virtist
einhverra hluta vegna mjög
óstyrkur.
Þegar David var spurður um
gerðir sínar, kvöldib sem Eileen
var myrt, var svarið: „Ég var á
kránni. Ykkur að segja, þá fékk ég
mér fullhressilega neðan í því."
Whitehouse kvaðst hafa verið
allt kvöldið á kránni og fram yfir
lokunartíma. Hann sagðist hafa
áttað sig á hve drukkinn hann var
er hann yfirgaf krána, og því
hefði hann ákveöið að fara í
gönguferö eftir að henni var lok-