Tíminn - 01.07.1995, Síða 19
Laugardagur 1. júlí 1994
19
Franskar kvikmyndir og
breskir jafnaðarmenn
Henri Langlois: First Citizen of Cinema,
eftir Clenn Mayrent og Georges P.
Langlois. Twayne, 346 bls., £ 10,95.
Fremst kvikmyndasafna
heims þykir Cinematheque
Francaise, en stofnandi þess og
forstöðumaður í fjóra áratugi
var Henri Langlois. „Hann hóf
söfnun filma kvikmynda á eigin
vegum. í síðari heimsstyrjöld-
inni lék hann tveim skjöldum
milli stjórnvalda í Vichy og
Frjálsra Frakka, tók listina fram
yfir smáræði sem föðurlands-
hyggju.... Hann kom á fót kvik-
myndasafni, sem enginn hafði
ráð á, síst hann sjálfur. Vinur
hans André Malraux, menning-
arráðherra í forsetatíð de
Gaulle, vék honum úr starfi for-
stöðumanns safnsins, en stúd-
entar og kvikmyndagerðar-
menn létu ekki af mótmælum
fyrr en hann hafði verið aftur
kvaddur til starfa." Svo sagði í
ritdómi í Financial Times, 27.-
28. maí 1995.
„Hann var hár maöur, fremur
feitlaginn, meö poka undir aug-
um og sýndist alltaf hafa sofið í
fötunum. ... Hann keðjureykti
og var matmaður mikill. ... Síð-
ustu 35 ár ævi sinnar átti hann í
ferðum á milli Frakklands og
Bandaríkjanna. ... í bók þessari
er saga Cinematheque rakin
ágætlega vel. Franska kvik-
myndasafnið var ekki hið
fyrsta: Söfnin í Berlín, Moskvu,
London og New York eru öll
eldri. En það var hið eina, sem
upp reis að frumkvæði eins
manns."
Saga franskra
kvikmynda
Republic of Images: A History of French
Filmmaking, eftir Alan Williams. Harvard
University Press, xiv + 458 bls.
„í þessari frásögn af franskri
kvikmyndagerö sem í fyrri til-
raunum til að gefa yfirlit yfir
svið hennar, er lögð áhersla á —
þótt ekki einvörðungu — kvik-
myndic, sem meira hefur verib
ætlab en ab veita áhorfendum
Fréttir af bókum
dálitla ánægju á kvöldstund. ...
Mesta umfjöllun á eftirfarandi
síðum hljóta kvikmyndir, sem
líkindi eru til að komið hafi fyr-
ir sjónir áhorfenda í öbrum en
frönskumælandi löndum. ... í
bókinni er af ýmsum ástæöum
sá dálítið gamaldags háttur á
hafður að tilgreina æviatriði
kvikmyndagerbarmanna. Varð-
andi nokkra þeirra eru þau ann-
álar og greining merks framlags
til framvindu franskrar kvik-
myndagerðar." Svo segir höf-
undur í inngangi.
Bók þessi er ítarleg og fróðleg,
en á stundum rík af smáatrið-
um. Og þótt sumir kapítular séu
ágætir, einkum upphafskapítul-
amir og 9. kapítuli, sem fjallar
um fjórða áratuginn, grípa aðrir
ekki mjög athygli lesandans.
Frelsi, jafnrétti
og ...?
Values, Visions and Voices: An Antho-
logy of Socialism, ritstýrb af Gordon
Brown og Tony Wright. Mainstream Pu-
blishing, 252 bls., £ 14,90.
Bók þessi er samsafn tilvitn-
ana í ræbur og rit breskra jafn-
aöarmanna, allt frá John Ball á
14. öld til Anthonys Crossland
á öld þessari. Eru þær sóttar til
nafnkunnra manna og ann-
arra, síbur kunnra af orðspori.
Á meðal hinna fyrrnefndu eru:
Á 16. öld Thomas More, á 17.
öld Francis Bacon, á 19. öld
kröfuskrármenn (Chartists) og
skáldin Blake, Burns, Shelley
og Wordsworth, á 20. öld (svo
að fáeinir þeirra séu tilnefndir)
rithöfundar sem Bernard
Shaw, H.G. Wells, J.B. Priestl-
ey, fræöimenn sem Webb-
hjónin, R.H. Tawney og stjórn-
málamenn sem. Keir Hardie,
Ramsay MacDonald, Clement
Attlee og Tony Benn. Allir voru
þessir menn ekki jafnaðar-
menn, eins og kunnugt er, þótt
um skeib á ævi sinni settu fram
sjónarmið og hugsjónir jafnab-
arstefnunnar. — Ritstjórar
bókarinnar eru breskir þing-
menn.
DAGBÓK
IVAAyWUUVJVAJVAJUUI
T'
182. dagur ársins -183 dagar eftir.
26. vika
Sólris kl. 3.04
sólarlag kl. 23.57
Dagurinn styttist
um4mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Dansað í Goðheimum, Sigtúni 3,
á sunnudagskvöld kl. 20.
Félagsstarf í Risinu, Hverfisgötu
105, liggur niðri í júlí.
Fundur hjá SSH
SSH, Stuðnings- og sjálfshjálpar-
hópur hálshnykkssjúklinga, verbur
með fund mánudaginn 3. júlí kl. 20
í ÍSÍ- hótelinu í Laugardal.
Light Níghts ab byrja
Fyrsta sýning Light Nights á
þessu sumri verður mánudags-
kvöidið 3. júlí kl. 21, í Tjarnarbíói,
Tjarnargötu 12 (við Ráðhús Reykja-
víkur).
Leiknir þættir úr íslendingasög-
um og þjóðsögum, fluct á ensku.
Sýningar eru öll kvöld nema
sunnudaga.
Kvenréttindafélag íslands:
Heiömerkurferö
Hin árlega ferð í gróburreit KRFÍ í
Heiömörk verður farin þriðjudag-
inn 4. júlí. Reiturinn, sem er rétt
við gatnamót Hraunslóbar og Heib-
arvegs, verður merktur. Hittumst
og gróöursetjum tré frá klukkan 16
til kl. 20. Nánari uppiýsingar fást á
skrifstofu KRFÍ í síma 5518156. All-
ir hjartanlega velkomnir. Tilvalin
útivist fyrir fjölskyldufólk. P.s.
Gleymum ekki nestinu!
Enskur lístamaöur sýnir í
Gallerí Fold og Þrastalundi
í dag, laugardag, byrjar kynning á
verkum listmálarans Hugh Dunford
Wood í Gallerí Fold við Rauðarár-
stíg. Ennfremur stendur yfir sýning
á verkum hans í Prastalundi. Wood
er fæddur í Englandi árið 1949.
Hann nam myndlist við ýmsa skóla
í Bretlandi, m.a. hinn virta skóla
Ruskin School of Drawing and Fine
Art, svo og í Brasilíu, Frakklandi og
á Spáni.
Hann hefur haldið einkasýningar
og tekið þátt í samsýningum víða
um heim. Myndirnar, sem Wood
sýnir, eru landslagsmyndir gerðar
með acryllitum.
Opib er í Gallerí Fold virka daga
kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16.
Kynningunni þar lýkur 15. júlí, en
sýningunni í Þrastalundi 16. júlí.
Fræöslufundur í Odda
Mánudaginn 3. júlí kl. 20.30
verður haldinn opinber fræðslu-
fundur á vegum Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags í stofu 101 í Odda,
Hugvísindahúsi Háskóla íslands. A
fundinum flytur Alicia Warren,
starfsmaður Náttúruverndarrábs
Nýja-Sjálands, erindi sem hún
nefnir: „Áhrif Russell-lúpínu á
gróður og dýralíf á Nýja-Sjálandi".
Erindib verður flutt á ensku.
L.A. Café 6 ára
L.A. Café, Laugavegi 45, er um
þessar mundir 6 ára og af því tilefni
munum þeir brydda uppá mörgum
skemmtilegum hlutum.
Boðið verður uppá 50% afslátt af
matseðlinum og föstudaga og laug-
ardaga munu Anna Karen og Krist-
ján Guðmundsson leika fyrir mat-
argesti og svo verður diskótek á eft-
ir.
Nú verður byrjað á því í fyrsta
skipti að halda diskótek öll kvöld
vikunnar og kemur Vilhjálmur
Ástrábsson til með að sjá um það.
L.A. Café verður eini dansstaðurinn
sem býöur uppá uppákomu sem
þessa í miðri viku. Diskótekið hefst
kl. 22.30 og stendur til 01 virka
daga.
I hádeginu verða skemmtileg til-
boð á léttum mat, auk þess sem öl
verður boðið á enn betra verði.
Gísli og Þórir lelka í Ölkjall-
aranum
Gísli Helgason og Þórir Baldurs-
son leika í Ölkjallaranum viö Skóla-
brú sunnudagskvöldiö 2. júlí frá kl.
22. Þeir félagar munu spila frum-
samda tónlist og ýmis vinsæl lög
með djass-ívafi.
Þórir og Gísli hafa iítið leikiö
tveir saman opinberlega hér á
landi.
Þriöjudagstónleikar í Lista-
safni Sigurjóns
Elisabeth Zeuthen Schneider.
Á þriöjudagstónleikunum í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar þann 4.
júlí kl. 20.30 verbur flutt tónlist fyr-
ir fiðlu og píanó. Flytjendur eru
danski fibluleikarinn Elisabeth
Zeuthen Schneider og Halldór Har-
aldsson píanóleikari.
Á efnisskrá eru eftirtalin verk: lög
eftir sænska tónskáldið Tor Aulin,
Diptychon opus 11 eftir danska
tónskáldið Per Nargárd, verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, G-suite, sem
var samið 1976 fyrir Guönýju Guð-
mundsdóttur. Tónleikunum lýkur
meö tveimur verkum eftir Antonin
Dvorák, Romance opus 11 og
Mazurek opus 49, bæði samin árið
1879.
Fréttir í vikulok
Verkfallib leystist
Verkfall yfirmanna innan Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins leystist í fyrrinótt eftir að samgöngur höfðu lamast í
nokkra daga. Samið var um 11% launahækkun.
Banaslys í Víkurskarbi
Maður á fertugsaldri og 6 ára gamall sonur hans fórust í bíl-
slysi í Víkurskarði í vikunni. Flutningabíll sem maðurinn ók
fór út af veginum og steyptist niður bratta hlíð, með þeim af-
leiöingum að feðgarnir biðu bana.
Dýrbítur í Grímsnesi
Bóndinn á Hömrum í Grírnsnesi hefur misst a.m.k. 7 kindur
af völdum scháferhunds sem beit kindurnar. Bóndinn segir
slíkt hafa gerst áður.
Enn ósamiö í Hafnarfirbinum
Enn er ekki búið að mynda meirihluta í Hafnarfirðinum. Bú-
ist er þó við að það verði á næstu dögum. Viðræður standa yf-
ir, þar sem alþýðuflokksfulltrúar eru í oddaaðstööu.
Víkingahátíb í Hafnarfirbi
Undirbúningur fyrir alþjóðlega víkingahátíð í Hafnarfirði
gengur vel, en hún verður sett í næstu viku. Alls munu um 600
erlendir víkingar koma til landsins af þessu tilefni, og haldið
verður uppi fjörugri dagskrá í Hafnarfirði í þrjá daga.
Akæra á hendur eiganda Gýmis
Ákæra hefur verið lögð fram á hendur Hinriki Bragasyni og
Helga Sigurbssyni dýralækni, vegna Gýmismálsins svokallaða.
Þeir eru kæröir fyrir brot á dýraverndunarlögum og lítur Hesta-
íþróttasamband íslands málið mjög alvarlegum augum. Rætt
hefur verið um að setja Hinrik í keppnisbann.
Metframleibsla hjá íslenska
álfélaginu
Hagnaður íslenska álfélagsins nam á síðasta ári 967 milljón-
um króna. Hreinn hagnaður eftir greiöslu á 245 milljón króna
framleiðslugjaldi nam því 721,7 milljónum króna. Meira var
framleitt af áli en nokkru sinni fyrr.
Seybisfjörbur 100 ára
Seyðfirðingar fagna 100 ára afmæli kaupstaðarréttinda bæj-
arins með tilkomumiklum hætti um helgina. Meðal annars em
sett upp leikrit í tilefni afmælisins og myndlistarsýningar, af-
hjúpun minnismerkis og fjölbreytt skemmtidagskrá verður í
boöi.