Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 1
79. árgangur Fimmtudagur 6. júlí 1995 123. tölublað 1995 SIMI 563 1600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 Heildarsparnaöur 200 miljónir af nýrri reglu- gerö um lyfjasölu: Sjúklingar fá mest til sín Heildarsparnabur af nýrri reglugerö um lyfsölu, sem heilbrigöisrábuneyti& hefur sent frá sér, er áætlaöur allt ab 200 miljónir. Þar af er hlutur neytandans u.þ.b. 120 miljón- ir en ríkissjóbs 80 miijónir. Þessar tölur eru hábar því aö alltaf sé notaöur ódýrasti kosturinn miðaö viö reglu- geröirnar tvær sem komnar eru út. „Við bíöum bara eftir þeirri niöurstöðu sem þar kann að veröa og tökum á því þó við teljum þetta vera í samræmi viö lög," segir Þórir Haraldsson, aö- stoðarmaður heilbrigöisráö- herra, en eins og Tíminn greindi frá í gær hefur fyrirtæk- ið Stefán Thorarensen hf. kært reglugeröina til umboðsmanns Alþingis. „Ef umboðsmaöur Al- þingis kertist að annarri niður- stööu þá munum viö skoöa það þegar þar að kemur," segir Þórir. Utlit er fyrir aö ríkisútgjöld í ár muni veröa 3 miljörðum króna hærri en fjárlög gera ráö fyrir, þar af er hlutur heilbrigð- isráðuneytisins um 900 miljón- ir. Á móti kemur aö vegna auk- innar veltu í þjóðfélaginu og aukins hagvaxtar er gert ráö fyr- ir aö tekjur ríkisins aukist einn- ig um 3 miljarða króna, þannig aö endanleg niðurstaöa verði sú sem lagt var upp með við sam- þykkt fjárlaga, 7,5 miljaröa halli á ríkissjóði. Hins vegar er útlit fyrir veru- legar niðurskurðaraðgerðir á næsta ári ef halda á ríkisútgjöld- um í horfinu. TÞ Hlutur í Speli til sölu? Hugmyndir eru uppi um aö Skilmannahreppur láti hluta af eignarhlut sínum í Speli hf., hlutafélaginu sem stofnaö var um byggingu Hvalfjaröar- ganga, en engin sala hefur fariö fram ennþá. „Þaö eru engar hugmyndir uppi um að viö losum okkur út úr Speli," segir Marínó Tryggva- son, oddviti Skilmannahrepps. „Þaö má ekki auka hlutafé í Speli, samkvæmt ríkissamn- ingnum. Það hafa veriö ræddar hugmyndir um aö Skilmanna- hreppur léti hluta af sínum hlut, þá bara til áhugasamra að- ila sem höföu áhuga á aö koma inn, áöur en ríkissamningurinn var geröur. En þaö er ekkert sem er í hendi og ekkert sem er kom- iö á neitt viöræöustig." TÞ Fjórir hrafnar á Laugarnesinu Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndgeröarmabur hefur fundiö sér nýtt áhugamál viö heimili sitt á Laugarnesinu. Hann hefur tekiö þrjá nafna sína í eldi og er meö því„gamall draumur aö rœtast" eins og hann segir sjálfur. Auk þess elur Hrafn bœöi endur og gœsir. Á myndinni er Hrafn aö gefa þeim Hugin, Munin og Tása morgunmat. Sjá umfjöllun á bls. 9. Heildarskuldir 30 stœrstu sveitarfélaga taldar hafa aukist um 6,1 miljarö i fyrra. Samband ísl. sveitarfélaga: Sparnabur og abhald kann ab leiba til minni vinnu Þórbur Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir aö aöhald og sparn- abur hjá stærstu sveitarfélögun- um á sviöi framkvæmda og hugs- anlegur samdráttur í þjónustu á þeirra vegum geti leitt til meira atvinnuleysis en nú er. Hann tel- ur aö mörg sveitarfélög hafi kannski gengib of langt í því að halda uppi atvinnustiginu í hér- abi og klárt ab sum hver hafa reist sér hurbarás um öxl í þeim efnum og safnab skuldum. Þótt einstök sveitarfélög eigi ónýttar heimild- ir til skattahækkana er talib ab þau muni fara varlega í þá hluti. Miöað við framkomnar upplýs- ingar í ársreikningum sveitarfélaga fyrir síðasta ár telur Samband ís- lenskra sveitarfélaga að heildar- skuldir þeirra 30 stærstu séu um 30 miljarðar króna og hafa aukist um 6,1 miljarð á sl. ári. Þórður leggur hinsvegar áherslu á að sambandinu hafi ekki borist allir ársreikningar sveitarfélaga fyrir sl. ár og því verb- ur að hafa nokkurn fyrirvara á þess- um fjárhagslegu stærðum. Miöað við markmið í fjárhagsáætlunum sömu sveitarfélaga fyrir þetta ár, þá stefna þau að því ab lækka heildar- skuldir sínar um 325 miljónir króna á yfirstandandi ári. Framkvæmdastjóri SÍS segir að þótt viðbúið sé ab sveitarfélögin verði ab draga saman seglin, þá kunni hægt batnandi staða at- vinnulífsins að vega það upp meb tilliti til atvinnu. Hann minnir jafn- framt á að þrátt fyrir erfiba fjárhags- stöðu margra sveitarfélaga þá séu þau eftir sem áður að leita að nýjum atvinnutækifærum í þeirri vibleitni að styrkja stoðir atvinnulífsins í héraði. Hinsvegar takmarkast geta þeirra til þessara þátta vegna skuldaaukningar á undanförnum árum. Þá má gera ráb fyrir því aö hin ýmsu átaksverkefnum verði haldib áfram í þeirri viðleitni að spyrna við atvinnuleysinu sem hef- ur verið í kringum 5%-6% undan- farin misseri. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri: Er ekki á leibinni úr Kvennalistanum „Ég er ekki á Ieibinni þangað frekar en annað. Ég hef ekki ver- ið á leiðinni eitt eba neitt í hálf- an annan áratug, en samt hafa þessar getgátur verið settar fram, æ ofan í æ, allan þann tíma — hvort ég sé á leiöinni út úr Kvennalistanum og hvert ég sé þá að fara. Samkvæmt kjaftasögunum er ég alltaf á leibinni eitthvert, en mér vitanlega er ég það ekki og hef ekki verib." Þannig svarar Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir spurningu Tímans um hvort hún sé á leiðinni yfir í Alþýðuflokkinn, en Ingibjörg er í ítarlegu viðtali við blaðið í dag. í viðtalinu kemur einnig fram hjá borgarstjóra að hún telur samstarf- ið í R-listanum hafa heppnast svo vel að allt mæli með því að boðið verði fram með sama hætti í næstu kosningum í Reykjavík. Hún er þó ekki tilbúin til að yfirfæra R-lista formúluna yfir á íandsmálin og kveðst ekki hafa trú á því að á grundvelli Reykjavíkurlistans verði farið út í að stofna nýjan stjórn- málafiokk. „Ég hef enga trú á því, þó aö ég hafi lengi verið þeirrar skoðunar að flokkakerfið þurfi uppstokkunar við," segir borgar- stjórinn. I viötalinu fjallar Ingibjörg einn- ig um fjárhagsstööu borgarinnar og um Evrópumálin og segir m.a. að sér hafi leiöst þjóðhátíöarræöa Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Sjá viðtal bls. 6-7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.