Tíminn - 06.07.1995, Qupperneq 7

Tíminn - 06.07.1995, Qupperneq 7
Fimmtudagur 6. júlí 1995 7 vera alveg klárt á hverju ríkið ber ábyrgö og hvað er á ábyrgð sveitar- félaganna. Þetta vandamál birtist ekki sízt í atvinnumálunum. Atvinnuleysið skellur á sveitarfé- lögunum af fullum þunga og öll umræðan um atvinnuleysið snýr að meira eða minna leyti að sveit- arfélögunum. Þau eru kölluð til ábyrgðar. Þó er það alls ekki á færi sveitarfélaga að leysa þann vanda, ekki fremur en í löndunum í kring- um okkur, þar sem ríkisvaldið og stefna þess í atvinnu- og efnahags- málum vegur þyngst í umræðunni um atvinnuleysi. Verulega hefur hægt á skulda- söfnun Reykjavíkurborgar Hvernig munt þú standa að gerð næstu fjárhagsáætlunar með tilliti til þeirrar versnandi stöðu borgarsjóðs sem þú hefur verib ab lýsa? Gerö fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár var erfið, en vib vissum þó nokk- urn veginn hver staðan var. Þrátt fyrir allt tókst okkur að afgreiða fjárhagsáætlun þar sem ný lántaka var mjög óveruleg og það liggur fyrir nú að það hefur hægt veru- lega á skuldasöfnun Reykjavíkur- borgar. Vib treystum okkur hins vegar ekki að fara ab borga niður lán enn sem komið er en við höf- um verið ab skuldbreyta. Á þessu tvennu er reginmunur - skuld- breytingum og skuldasöfnun - eins og gefur að skilja. Sá árangur er ekki sízt mikilsverður með tilliti til þess ab á sama tíma erum við að halda uppi verulegum fram- kvæmdum. Við settum okkur markmiö sem vib höfum ekki horfiö frá og það eru einkum og sér í lagi fram- kvæmdir við leikskóla og grunn- skólann. Varöandi grunnskólann eigum viö reyndar lítið val því að lög kveða á um að grunnskólar skuli vera einsetnir upp úr alda- mótum og ef það á ab nást í Reykjavík verður um að ræða mjög verulegar fjárfestingar, eða á bilinu 800 milljónir til einn milljarbur á ári, ef að líkum lætur. Þar við bæt- ast svo leikskólarnir. Við höfum hingað til ekki viljað hækka útsvarib, þótt okkur sé það heimilt. Það er nú 8.4% en mörg sveitarfélög nýta sér heimildina til ab leggja á 9.2%. Okkur fannst að ríkisvaldið væri búið að hækka skatta á einstak- linga svo mikiö að við gætum ekki farið að höggva í sama knérunn. Þvi tókum við upp holræsagjaldið sem mæltist vægast sagt illa fyrir, en í rauninni áttum við ekki ann- arra kosta völ. Holræsafram- kvæmdirnar eru óhjákvæmilegar. Það er ekki boðlegt að hafa holræs- in hérna í fjöruborðinu. Ég er enn þeirrar skoðunar að betra hafi veriö að taka upp þetta gjald en að hækka útsvarið til að mæta þessum kostnaði, vegna þess að holræsa- gjaldið rennur aldrei í borgarsjóð heldur fer það beint í holræsafram- kvæmdimar. Á það er líka ab líta að við hér í Reykjavík hefðum aldrei komizt upp með þab sem sum önnur sveit- arfélög gerðu. Þau skáru fram- kvæmdir mjög mikið niður, nánast niður við trog, en það hefði verið ábyrgðarleysi að gera slíkt hér í Reykjavík í þessu bága atvinnu- ástandi. Þannig erum við í þeirri þröngu stöðu, að við megum helzt ekki hækka skatta, við getum ekki dreg- ið úr framkvæmdum vegna at- vinnuieysis og samt eru uppi kröf- ur um sparnað og niðurskurð. En við erum hvergi bangin. Vib höfum trú á því að okkur takist að spila úr þessari þröngu stöðu með hjálp fólksins í borginni. Við get- um sagt að það sé ákveðinn lasleiki í borgarkerfinu eftir valdatíð sjálf- stæðismanna, en að meöferð lok- inni verbur þab heilbrigðara eftir en ábur. Að gera eða gera ekki Þið ætlið þá ekki að fara út í einhverjar vinsælar og smart stórframkvæmdir? Byggja glæsihallir? Nei, ég á nú ekki von á því. Ég hef heyrt Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa það á orði að núverandi meirihluti sé bara ekki að gera neitt. Sjálfur stát- aði hann sig af því að standa í stór- ræðum og vera svo framkvæmda- samur. Ég get ekki skilið þetta öbru vísi en svo að honum þyki svona lítið koma til þeirrar uppbyggingar sem nú á sér stað í skóla- og leik- skólamálum, þessum málum sem brenna á fólkinu hérna í borginni. Að byggja ráðhús og Perlu sem enginn bað um, það er að vera að gera eitthvað. Það er að vera stór- huga. En að leysa aðkallandi vanda fólksins í borginni - það er að gera ekki neitt, ef marka má forsætisráð- herrann, og þab er dálítið sérkenni- leg hugmyndafræði, að mér finnst. Hvab þá um tónlistarhús? Vib höfum alltaf haldið því fram ab það mál hljóti ab vera á forræði og ábyrgð ríkisins, og snúum ekki aftur með það. Hins vegar getum við lagt til lóö undir slíkt hús og komið að málinu með einhverjum slíkum hætti, en bygging hússins og rekstur þess verður ekki í okkar höndum. Við sitjum nú þegar uppi með ýmis mál sem eru í þágu allra landsmanna. Ég get nefnt íþrótta- mannvirkin í Laugardal. Þar er í rauninni þjóðarleikvangur sem þjónar þjóðinni allri en kemur íþróttafélögunum í Reykjavík, sem borgin hefur skyldur við, í raun- inni ekki við. Þó hefur Reykjavíkur- borg ein staðið undir fjárfestingum og rekstri á þessum velli og nú eru gerðar til okkur kröfur vegna stúkubyggingar þarna. Þab er í sjálfu sér eðlilegt að sem höfuðborg standi Reykjavíkurborg fyrir ýmsum framkvæmdum sem önnur sveitarfélög gera ekki, en vandamálið er að við höfum ekkert meira fjármagn til að standa undir slíku. Eftir ab aðstöðugjaldið var af- numið þá höfum við ekki abra tekjustofna en útsvar og fasteigna- gjöld, þ.e. nákvæmlega sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög, til að standa undir svona kröfum. Um þessar mundir eru t.d. uppi hugmyndir um ab vib komum að stofnun og rekstri Listaháskóla, en það er auðvitað ekki í verkahring Reykjavíkurborgar eða annarra sveitarfélaga að standa fyrir aka- demíu. Við getum komib að ein- stökum afmörkuöum verkefnum sem tengjast æbri menntastofnun- um en ekki bundið okkur bagga til framtíðar. Evrópumálin Svo vib víkjum að málum sem mjög varða atvinnumál og aðra afkomu þessarar þjóðar, Evrópu- málunum. Hver er þín afstaða til þeirra um þessar mundir? Ég hef ekki viljað skipta mér af þeim málum með einhverjum op- inberum eða formlegum hætti síð- an ég sat á þingi. Mér er auðvitað ljóst að þetta er mál sem skiptar skoðanir.eru um og varðar kannski ekki mína stöðu eba mitt starf hér sem borgarstjóri. Sú er ástæðan fyr- ir því að ég hef ekki viljað skipta mér af þessu með opinberum hætti, en auðvitað hef ég mínar skoðanir á þessum málum. Ég hef auðvitab fullt leyfi til að hafa þær, hvort sem mönnum líka þær svo betur eða verr. Því leiddist mér ræða forsætis- ráðherra 17. júní, sem fræg er orð- in. Mér finnst mjög hvimleitt, hvort sem um er að ræða Evrópu- mál eða önnur mál, þegar menn draga alla hluti upp í svart-hvítu og segja: Þeir sem eru ekki með mér og sammála mér, þeir eru á móti mér og þeir eru óvinir mínir. Mér finnst slíkur málflutningur svo óábyrgur og til þess eins fallinn að negla umræbuna niður, þannig að fólk verður hrætt við að tala og hrætt vib að hafa skoðanir. Mér er alveg sama hvaba afstöbu fólk hefur, út af fyrir sig, svo lengi sem það er reiðubúið að ræða mál- in opinskátt og án þess að for- dæma þá sem eru andstæðrar skob- unar en það sjálft. Hvab fannst þér þessi ræba for- sætisráðherrans þá leiða í ljós? Hann hafbi orb á því ab hugsan- leg abild okkar ab Evrópusam- bandinu gæti orbib til þess ab staba Alþingis yrbi mjög áþekk því sem var á fyrstu dögum hins endurreista þings, fyrir 150 ár- um, þannig að okkar forræði í okkar eigi málum yrbi fyrir borb borib. Þetta er náttúrlega umræða sem fram fór í kringum EES-samning- inn, eins og menn hafa bent á. Það lá alveg fyrir þá að á öllum þeim sviðum sem snúa að EES-samn- ingnum, og bundin eru í honum, höfum við skuldbundið okkur til að undirgangast löggjöf frá Evrópu- sambandinu í mjög mörgum grein- um. Við eigum í sjálfu sér ekkert val um það, en það vill svo til að þessi umræöa hefur þegar farið fram og Davíð Oddsson samþykkti EES-samninginn með þeim ann- mörkum sem á honum eru. Þessir annmarkar voru auðvitab það sem stóð helzt í mönnum á sínum tíma, og þar á meðal var ég, en eft- ir að hafa velt því fyrir mér, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það yrði ekki undan þessu vikizt. Við erum hluti af Evrópu og þurf- um að treysta á viðskipti okkar við Evrópu, þannig að við þurfum ab taka þessi lög upp að meira eða minna Ieyti, þó ekki sé nema til þess að eiga aðgang að þessum markaði og vera tengd honum. En umræðan hefur farið fram. Hún tengdist EES-samningnum sem for- sætisráðherra samþykkti þannig að hann er búinn að gangast undir þetta. Forsætisráðherra hefði þurft að átta sig á þessu áður en Alþingi af- greiddi EEs-samninginn. Hefði hann verið sjálfum sér samkvæm- ur, miðað við það sem hann sagði í 17. júní- ræðu sinni, þá hefði hann aldrei átt að samþykkja þann samning, en þaö gerði hann. í honum felst auðvitað valdaframsal. Ekki valdaafsal, heldur valdafram- sal. Það er tvennt ólíkt. Síðan er þab bara spumingin hvernig menn ætla að tryggja hlutdeild sína í þessu valdi. Hver sérbu þá fyrir þér ab þró- unin verbi hér hjá okkur á næstu árum? Ég veit það ekki, en fyrst og fremst verðum viö að fylgjast mjög vel meb framvindu Evrópumála. Það á við mig eins og marga abra, að hún stendur í mér þessi sameig- inlega sjávarútvegsstefna Evrópu- sambandsins, vegna þess að ekkert aðildarríkja sambandsins býr við þá sérstöðu að yfir 70% af útflutn- ingsverðmætum kemur úr sjávar- afla. Annars staðar er sjávarútvegur bundinn við afmörkuð svæði og hann er víkjandi stærð í þjóðarbú- skapnum. Við höfum þessa sér- stöðu og fram hjá henni verður ekki gengið. Við getum ekki afsalað okkur yfirráðum yfir þeirri auðlind. Ekki á leiðinni eitt eða neitt í slúöurdálkum blaba má ann- ab slagib sjá klausur þar sem lát- ib er ab því liggja ab þú sért á leibinni í Alþýbuflokkinn. Hvab er hæft í því? Ekkert. Ég er ekki á leiðinni þangab frekar en annaö. Ég hef ekki verið á leiðinni eitt eða neitt í hálfan annan áratug, en samt hafa þessar getgátur verið settar fram, æ ofan í æ, alian þann tíma - hvort ég sé á leiðinni út úr Kvennalistan- um og hvert ég sé þá ab fara. Sam- kvæmt kjaftasögunum er ég alltaf á leiðinni eitthvert, en mér vitanlega er ég það ekki og hef ekki verið. Sérbu þá fyrir þér ab frambob Reykjavíkurlistans í sveitarstjórn- arkosningum eftir tæp þrjú ár verði með sama hætti og síbast? Miðab vib stöðuna í dag, þá finnst mér allt mæla með því að boðiö verði fram meb sama hætti og í fyrra. í samstarfi okkar er ekk- ert sem bendir til annars en að mjög ákjósanlegt sé að gera það. Samstarfið hefur gengið vonum framar og mér finnst andinn í hópnum sá að við getum unnið saman áfram. Hefur samvinnan þá gengib betur en þú bjóst vib í upphafi? Já, reyndar miklu betur en mað- ur þorði kannski að vona. Það eru samskipti einstaklinganna sem gera hér gæfumuninn og málin snúast um annað og meira en flokkapólit- ík. Mönnum hættir til að ofmeta hana í svona samstarfi. í fyrsta lagi hafa þeir einstakling- ar sem skipa meirihlutann náð mjög vel saman, en einnig kemur til að fólk er ekki að eltast við smátt og stórt sem það gæti búið til ágreining um ef það kærði sig um. Mér finnst sú innstilling áberandi að hér ætli menn að láta hlutina ganga án þess að eltast við hvern þann ágreining sem þeir gætu orð- ib sér úti um, ef þeir svo kysu. Þú sérð þá ekki fyrir þér að á grundvelli Reykjavíkurlistans verbi farib út í þab ab stofna hreinlega nýjan flokk sem síban léti kannski til sín taka á lands- vísu? Nei, ég held að þab mundi ekki ganga. Ég hef enga trú á því, þó að ég hafi lengi verið þeirrar skoðunar að flokkakerfið þurfi uppstokkunar við. Texti: Áslaug Ragnars Tímamynd: GS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.