Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 6. júlí 1995 HíSBMÉWJ STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Samhljómur í málflutningi Þaö er áberandi betri samhljómur í málflutningi utan- ríkis- og sjávarútvegsráöherra núverandi ríkisstjórnar en var í síöustu ríkisstjórn. Því ber aö fagna án þess aö í því felist endilega áfellisc^ómur yfir fyrrverandi utanrík- isráðherra. Sannleikurinn er sá aö mikilvægi sjávarút- vegsmála í utanríkisstefnunni hefur farið vaxandi á síö- astliönum misserum og þaö eitt og sér krefst samræmds málflutnings ráðamanna út á við. Emma Bonino, sem fer meö sjávarútvegsmál fyrir ESB, lýsti því yfir í norskum blööum í gær aö Evrópu- sambandiö hlyti aö gera tilkall til veiöa í Síldarsmug- unni og aö sambandið liti á löndunarbann Norömanna (og íslendinga) á skip, sem eru aö veiðum í Síldarsmug- unni, sem ólöglega. Þorsteinn Pálsson hefur bent kurt- eislega á að um misskilning hljóti að vera aö ræöa hjá frú Bonino — kannski full kurteislega, miöaö viö gassa- ganginn í henni — því mjög skýrt sé kveðið á um rétt til löndunarbanns í alþjóðasamningum, ef um um- deilda fiskistofna er aö ræða. Þó talsmaður Evrópusambandsins fari fram af meira kappi en forsjá, er greinilegt aö pótentátarnir í Brussel eru búnir aö festa augun rækilega á Síldarsmuguna og norsk-íslenska síldarstofninn og hyggjast krefjast hlut- deildar í veiöinni. Slíkt er aö sjálfsögöu óviðunandi fyrir hefðbundnar nytjaþjóöir þessa stofns, og er nú að koma í ljós hversu slæmt mál þaö var aö Norðmenn skuli ekki hafa verið samvinnuþýðari, þegar viöræöur fóru fram um skipt- ingu kvótans í Reykjavík fyrir nokkrum mánuðum. Pólitísku sambandi um þetta mál hefur þó veriö haldiö af stjórnvöldum og engar yfirlýsingar eöa pólit- ískar keilur slegnar af hlutaðeigandi stjórnmálamönn- um, íslenskum eöa öörum, sem spillt gætu því aö sam- komulag náist í málinu. í viðtali viö Morgunblaðið um helgina sagöi Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra m.a.: „Ég veit ekki hvort orðiö hófsemi á viö í samningum, en ég get ekki neitað því aö ég tel aö þaö þjóni langtímahagsmunum íslend- inga aö leggja nokkuð á sig viö uppbyggingu síldar- stofnsins, eins og ég tel aö Norðmenn hafi gert á síö- ustu fimm til sex árum. Þeir hafa sýnt miklu meiri ábyrgö varöandi uppbyggingu síldarstofnsins heldur en nokkru sinni fyrr, og viö gerum miklar kröfur til þeirra aö þeir stilli veiðum í hóf þannig aö hann nái sér á nýj- an leik. Viö hljótum aö gera sambærilegar kröfur til okkar sjálfra, því langtímahagsmunirnir eru gífurlegir í þessu máli. Ég vona aö þjóðirnar allar hafi manndóm til að líta til þeirra, því aö komandi kynslóöir á íslandi þurfa virkilega á því aö halda. Ég hef um margra ára skeið haldið því fram aö þjóöirnar á noröurslóöum eigi aö byggja upp samstarf sem feli í sér gagnkvæmni í veiðum. íslendingar ættu þá veiðirétt í Barentshafi þeg- ar ástandið þar er gott, og Norömenn ættu hér inn- hlaup þegar illa áraöi hjá þeim." í þessum orðum utanríkisráöherra felast skýrar vís- bendingar um þær áherslur, sem ríkisstjórnin hyggst leggja gagnvart Síldarsmugunni og úthafsveiöum á Norðurhöfum í framtíöinni. Þetta er skynsöm stefna, sem tekin er viö þær aðstæður aö öflugir aðilar sunnan úr álfu eru farnir aö banka harkalega upp á. Þaö er ekki síður fagnaðarefni aö ríkisstjórnin talar einum rómi í þessum efnum. Wímimn Kalkúnalappir ganga aftur Kalkúnalappasápan er komin af stab á ný meb Jóhannes í Bónus í aðalhlutverki. Hver fréttatíminn á fætur öbrum er nú undirlagður af kalkúnalappainnflutningi og enn á ný hefur Jóhannesi tekist ab auglýsa sig og sína verslun sem einskonar Yfirneytendasamtök ís- lands. „Kalkúnalappirnar ganga aftur," var þab sem reykvískur góbborgari kallabi þessa uppá- komu. Ef dæma á út frá þeirri ímynd sem Jóhannes hefur kom- ib sér upp í fjölmiblum, þá mætti ætla að hann stæði aleinn með neytendum gegn herskara möppudýra og einhverra illfygla úr sveitum landsins, sem ættu þann draum stærstan að okra sem mest á neytendum og selja þeim fábreytt úrval landbúnaðarvara á uppsprengdu verbi. Ýmsir hafa orbib til ab stökkva upp á þennan áróbursvagn Jóhannesar í Bónus og viljað meb því slá sig til ridd- ara, en flestir þeirra meðreiðar- sveina koma þó úr hópi alþýðu- flokksmanna, sem jafnan lúta höfbi í lotningu sé nafn Jóhann- esar nefnt. Þegar Jóhannes vildi flytja inn kalkúnalappir síbast, tók enda Al- þýðuflokkurinn og Alþýðuflokks- rábherrarnir þab sem háheilagan erkibiskups bobskap og virtust á tímabili tilbúnir að slíta stjórnar- samstarfinu vib sjálfstæðismenn vegna málsins. Kalkúnalappadeil- an í ríkisstjórninni varb víbfræg og þá var eins og enginn nema auðvitað Jóhannes í Bónus áttaði sig á ab landsstjórn lýbveldisins riðabi tl falls vegna tiltölulega ódýrrar auglýsingabrellu hjá mat- vöruverslun. Kalkúnastjórnmála- fréttir Garri vill taka skýrt fram að Jó- hannes í Bónus hefur unnib mikib þrekvirki vib lækkun vöruverðs í landinu meb versl- unarrekstri sínum, og í sjálfu sér GARRI er ekki annað hægt en að dást ab því hversu útsjónarsamur hann er við ab halda Bónus í umræb- unni og losna þannig við dýran auglýsingakostnab. Þab sem vek- ur í raun furbu er hversu greiða leib kalkúnalappirnar hafa átt ab hjörtum stjórnmála- og fjöl- miðlamanna. Að vísu virðist nú- verandi ríkisstjórn ekki ætla að fara á taugum út af kalkúna- lappainnflutningnum eins og sú síðasta, enda erum við nú komin í GATT. Jóhannes passaði sig þó á ab láta eitthvert heilbrigbis- vottorð vanta, þannig ab tryggt væri ab hann gæti þrasab út af einhverju. Hins vegar er það spurning með fjölmiblamenn- ina, því þeir eru enn jafn spennt- ir fyrir þeim og fyrir ári síðan. Garri minnist þess ab í fjölmibla- fárinu á sínum tíma hafi verið rætt um að kalkúnalappirnar, sem komnar voru til landsins, hafi hreint ótrúlegt geymsluþol, enda hafi þær verið bæði niöur- soðnar, vakúmpakkaðar, geislað- ar og kældar. Tvær á verði eins Ekki kemur Garri því þó fyrir sig hvað varð á endanum um þessar lappirj en minnir þó að þær hafi veriö sendar út aftur. Ekki kæmi á óvart.eftir það, sem á undan er gengið, og hversu seigur Jóhannes hefur reynst í innkaupum, að hann hafi náð sér í „tvo auglýsingaskammta á verði eins" og væri nú að flytja inn sömu kalkúnalappirnar og hann kom með hingað í fyrra með svo góðum árangri. Geymsluþolið gæti bent til þessa og ef Jóhannes í Bónus er ekki að endurnýta þessar sömu gömlu kalkúnalappir, heföi hann átt að gera það, auglýsingagildið er al- veg það sama. Garri Sumartíðin Nú fer í hönd sá tími ársins sem landinn fer í sumarfrí og leggur land undir fót. í júlí er hámark hinnar margumtölubu ferða- mannavertíbar. íslensk veðrátta er óútreiknan- leg. Þótt sólin skíni glatt einn daginn, er komin rigning þann næsta og það gránar jafnvel í fjöll í öllum mánuðum. Þessar stað- reyndir setja sitt mark á ferðalög um landið og þetta er veruleik- inn, sem við þeim sem ferðast, blasir. Ferðalög um landið út- heimta góban búnað á hvaða tíma árs sem er. Stuttur feröamanna- tíml Við heyrum um það á góbum stundum aö feröamál séu vaxtar- broddur í atvinnulífinu. Æ fleiri hlýða þessu kalli og ætla sér að lifa á þjónustu viö ferðamenn. Það er hins vegar ískyggilegt hvað ferðamannatíminn er stuttur. Að- alþunginn í umferð um landiö er í einn og hálfan mánuð, en utan þess tíma er umferð bundin vib afmarkaða hópa og fundi og ráð- stefnur. Þótt júlímánuður sé sumar- mánuðurinn hérlendis, er langt í frá að hann sé eini mánuðurinn sem hægt er aö njóta náttúru landsins. Júní, ágúst og septem- ber bjóða upp á mikla náttúrufeg- urb þegar vebur er gott. Hins veg- ar hefur þróunin orðið sú að yfir- gnæfandi meirihluti íslendinga ferðast um landið í júlí, einmitt á sama tíma og umferö erlendra ferðamanna er í hámarki. Afleið- ingin verður sú að ferðamanna- tíminn er afar stuttur, og það veldur og mun valda ferðaþjón- ustuaðilum erfibleikum. Mér er það mjög til efs að mikill árangur hafi náðst í því að lengja ferða- mannatímann. Ástand sumar- daganna Júlímánuður er vegna sumar- leyfa að verða nokkurs konar frí- mánuður þar sem samfélagiö er meira og minna óvirkt. Fyrirtæki eru lokub eða rekin með lágmarks mannskap. Forsvarsmenn stofn- ana eru ekki við í þessum mánuði og þjóðin er öll í einhverju annar- legu ástandi sumardagana. Þab er gúrkutíb á blöðunum, sem aub- Á vfoavangi vitab stafar af þessu einkennilega ástandi. Ég held ab það sé mjög athug- andi að staldra við og hugleiba hvort þab sé ekki mögulegt að dreifa sumarleyfum landsmanna á lengri tíma. Þaö væri áreiöan- lega til góðs fyrir feröamannaiön- aðinn í landinu, en hann er fyrir löngu orbinn stóratvinnuvegur. Það hefur verið mjög áberandi upp á síðkastið að hugkvæmnin hefur vaxið mjög í því að efna til tilbreytinga og hátíða víða um land til að laða ab fólk. Margar slíkar samkomur hafa unnib sér sess. Þarna má nefna tónlistarvib- burði, bæjarhátíöir og fleira. Um þetta er allt gott að segja. Slíkt starf ýtir undir ýmsa menningar- og félagsstarfsemi, en hún er hluti af sjálfsmynd hvers byggðarlags. Hestar Hestamennskan er vaxandi þáttur í ferðamennsku innlendra og erlendra manna, en áreiðan- lega jafnast fátt á við að upplifa landið á hestbaki. Gífurleg að- sókn að hestamannamótum hvarvetna vitnar um áhugann á þeirri makalausu skepnu, íslenska hestinum. Um 6000 útlendingar eru taldir hafa sótt hestamanna- mótið á Hellu á síðasta ári. Þetta er ótrúleg tala, sem sýnir hve feikilegt aðdráttarafl íslenski hest- urinn hefur. Þannig liggja möguleikarnir víða, en vandinn er að nýta þá sem allra best. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.