Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. júlí 1995 9 Hrafn Gunnlaugsson elur þrjá nafna sína viö heimili sitt: Fjórir hrafn- ar í Laugar- nesinu Hrafn Gunnlaugsson hefur tekih ástfóstri vib þrjá hrafnsunga sem hann elur í Laugarnesinu. Hrafn er frægur fyrir mikinn áhuga á nöfnum sínum, eins og kvik- myndir hans vitna m.a. um, og hann vonast eftir því aö hrafn- arnir verði heimilismeðlimir í framtíbinni, „fjölgun fjölskyldu- meðlima", eins og hann segir sjálfur. Tíminn heimsótti Hrafn í gær og spurði út í nýju gæludýr- in. menn hafi alið hrafna, segist Hrafn ekki þekkja nema einn, Hrafna- Flóka. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan það var." En hvað verður um fuglana, þeg- ar þeir fullorðnast og verða fleygir? „Hrafnamir sofa í búri, sem girt er í kringum, en samt geta þeir farið ferða sinna ef þeir vilja, enda er ekki meiningin að hefta frelsi þeirra. Einn krumminn er þegar farinn ab stökkva yfir girðinguna, en sá skilar sér alltaf aftur þegar degi hallar. Hús hrafnanna, girbing og sjór íkring. Undir bryggjunni svamla svo aligœsir en hús andanna er nebar í fjörunni. „Ég er með þrjá nafna mína hérna, sem komu úr hreiðrum sem átti aö steypa undan. Ég komst á snoðir um þab í gegnum refaskyttur og fékk aö taka ungana. Þeir eru hérna hjá mér í góðu yfirlæti." — Ertu aö bjarga lífi þessara fugla? „Ja, ég vil ekki gera sjálfan mig að neinum góðgerðapostula, en ég hugsa þó að þeir hefðu safnast til feðra sinna, ef ég hefði ekki tekið þá." — Hefiir nokkurt ónceði hlotist af vem þeirra? „Ég get ekki ímyndað mér það. Þeir eru engum til ama, þessi grey." — Vekur þetta ekki eftirtekt í Laug- amesinu? „Jú, þetta eru skemmtilegir fugl- ar, enda húsdýr til forna. Hrafninn var hinn heilagi fugl okkar íslend- inga áður en kristnin kom með hvítu dúfuna." Huginn, Muninn og Tási „Hrafnarnir heita Huginn, Mun- inn og Tási. Tveir heita mjög virðu- legum nöfnum, en þann þriðja skírði dóttir mín vegna þess að það vantar á hann eina tána. Hún tók eftir því." Hrafn segist vera búinn að ala nafna sína í rúmar tvær vikur og engin vandamál hafi komið upp meb fæbi þeirra. Hins vegar sé ekki sama hvernig þeim sé gefið. Þegar Tímann bar að garbi í gær- morgun var Hrafn að útbúa morg- unverðinn: kindahjörtu, nautahakk og rabarbara. Hrafn telur nauðsyn- legt að ala hrafnsungana á fjöl- breyttu fæbi og hefur auðsjáanlega gaman af að mata þá. Hrafnarnir taka hraustlega til matar síns. „Þeir vilja helst borða lifur og nýru og svo fá þeir stundum jógúrt, poppkorn og rabarbara. Þegar ég gerði Hrafninn flýgur fyrir tíu ár- um, þá voru einhverjir menn sem veiddu fyrir mig hrafna og fóru með þá í hlööu, en svo drápust þeir, greyin. Skýringin var sú að þeim var gefið á hlöðugólfið, en þeir þurfa sand til ab geta melt. Annars drep- ast þeir og þess vegna gef ég þeim á sandi." Partur af fjölskyld- unni Hrafn segir að Huginn, Muninn og Tási séu mjög frískir, sérstaklega á morgnana. „Þeir vakna klukkan fimm á morgnana og heimta þá mat sinn og engar refjar. Það er hins vegar ekkert hægt að tala við þá eft- ir klukkan 7 á kvöldin. Þeir eru mjög kvöldsvæfir og vanafastir." Aðspurður um fordæmi þess að Hrafnarnir virtust orbnir mjög hœndir ab fóstra sínum og átu úr lófa Hrafns, enda húsdýr til forna ab sögn Hrafns. Maður er náttúrlega ab láta sig dreyma um að þeir verbi partur af fjölskyldunni, en auðvitað fara þeir ef þeir vilja fara," segir Hrafn. Aligæsir, hrafnar og endur Blaðamann greip sú tilfinning í gær, er hann heimsótti Hrafn í Laugarnesið, að hann væri kominn á afskekkt býli langt upp til sveita. Nálægð borgarlífsins er óraunveru- leg. Trébryggja, sem upprunalega var í Hvalfirðinum, skagar fram út í fjöruna og liggja margar vinnu- stundir ab baki við ab koma bryggj- unni upp, ab sögn Hrafns. Undir henni elur hann hrafnana, en auk þess synda þar um aligæsir, því Hrafn er einnig með endur. Hann hefur lagt áherslu á að rækta hvönn og njóla á landareigninni og hvíta lúpínu, sem er mjög sjaldgæf hér á landi. Þab ríkti sérstakt andrúmsloft í Laugarnesinu í gær og stóísk ró, sem er kannski óvanalegt þegar Hrafn Gunnlaugsson, kvikmynda- gerðarmaður og hrafnavinur, á í hlut. ■ Hrafn undirbýr morgunverbinn kl. 8.45 í gærmorgun fyrir nafna sína og var hann ekki af slorlegra taginu. í gœr var bobib upp á kindalifur, nauta- hakk og rabarbara. Tímamyndir Pjetur Sigurbsson Post-it ...gulu minnismiðarnir sem tolla og tolla og tolla á meðan eftirlíkingarnar detta af. Fást í ritfanga- og bókaverslunum. ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.