Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. júlí 1995 13 I sól og sumaryl í Hornafirði Vel fór um áhorfendur í sólbakaöri brekkunni. Fyrir mibri mynd er fv. formabur Fáks, Sveinbjörn Dagfinnsson rábuneytisstjóri, og jón Þorsteinsson iœknir hœgra megin vib hann — þekktir garpar á hestbaki og víla ekki fyrir sér tamningar, þótt sprækt sé. Dóttursonur Sveinbjörns, 16 ára, sýndi jarpan foia, mikinn viljagamm. Þegar sá jarpi rauk í einu sýningaratribinu, heyrbist Sveinbjörn útskýra: „ Hún var svolítib hrabsobin, karlatamningin." Átta þúsund í Kringlukasti Ekki færri en átta þúsund manns tóku þátt í hraðbanka- leik Búnaöarbanka íslands og Eurocard á íslandi, Kringlukasti. Spurt var: Hvaða banki er með afgreiðslu í Kringlunni? Vinn- ingar voru sólarlandaferö fyrir tvo meö Samvinnuferðum- Landsýn, ævintýraferð fyrir tvo til Vestmannaeyja og vöruút- tekt í Kringlunni. Þær heppnu reyndust vera Guðrún Ósa Guð- mundsdóttir (10 ára), Halla Dóra Halldórsdóttir og Helga Hansdóttir. Tvær þær fyrr- nefndu eru á meðfylgjandi mynd, ásamt Höllu Guðrúnu Jónsdóttur (yst til vinstri) frá Eurocard og Halldóru Trausta- dóttur (yst til hægri) frá Búnað- arbankanum. jens Einarsson, hinn þekkti hesta- penni og forustumabur austfirskra hestamanna, var framkvœmda- stjóri mótsins. Ágúst Ólafsson, formabur Horn- firbings, var mótsstjóri og keppti líka til úrslita í töltinu. kunnum bættu Hornfirðingar áhorfendum upp með frábæru grilli, skemmtiatriöum ogyndislegu viðmóti. Afhjúpaöur var minnis- varði um Óðu- Rauðku á Stekkhól og sagði Egill á Seljavöllum, að hún hefði farið það á skeiði sem aðrir gæðingar varla hefðu á stökki. Egill haföi það eftir sr. Gunnlaugi í Hey- dölum, að Óða-Rauðka hefði afrek- að þaö á öld sem tók höfuðklerkinn í Heydölum, Einar Sigurðsson, fjór- ar aldir að afreka: að verða forfaöir allra íslendinga — af hestakyni. ■ Cubmundur jónsson, fv. formabur hestamannafélagsins Hornfirbings, var brosmildur ab vanda. Fjórðungsmót Austurlands var haldið ab Fomustekkum í Hornafirði í síðustu viku. Yfirbragð mótsins allt þótti næsta tignarlegt, því Homafjörðurinn sjálfur skartaði sínu fegursta í blíðunni alla dagana, en til nátt- úmfegurðar þar hefur löngum verið jafnað. Þá var sjálf framkvæmd mótsins Hornfirðingum til sóma og það sem Freyfaxamenn á Héraði hirtu af þeim í ein- Sveinn jónsson, sigurvegari í A-töltinu, og Vibar Halldórsson, fv. formabur Fáks, létu fara vel um sig í brekkunni ásamt eiginkonum. Verkstæöið á Rauða- læk í nýtt húsnæði gerða á öðrum vélum. Hús- næðiö var upphaflega teiknaö sem pakkhús fyrir kaupféiagið á Rauðalæk, en stjórn kaupfé- lagsins taldi aukna þjónustu við viðgerðirnar meira knýj- andi. Á myndinni er sjálfur forsprakki verkstæðisins, Hall- dór Eyjólfsson, yst til vinstri, en hann var verkstæðisfor- maður frá stofnun verkstæðis- ins 1948 til ársins 1964. Þá kemur Páll Hélgason, fv. verkstæðisformaður, og við hlið hans Þórður Pálmason, núverandi verkstæðisformað- ur, og yst til hægri er Ágúst Ingi Ólafsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Rangæinga. ■ Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk fékk nýtt og glæsilegt húsnæði ný- lega. Er þar hátt til lofts og vítt til veggja og öll nýjustu tæki til bifreiöaviðgerba og til við- Mann- líffs- spegill GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.