Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 6. júlí 1995 LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Lausar stöður dýralækna Eftirtalin embætti hérabsdýralækna eru laus til umsóknar: 1. Embætti hérabsdýralæknis í Barbastrandarumdæmi. 2. Embætti hérabsdýralæknis í ísafjarbarumdæmi. 3. Embætti hérabsdýralæknis í Strandaumdæmi. Einnig eru lausar til umsóknar eftirgreindar stöbur dýra- lækna hjá embætti yfirdýralæknis: Staba dýralæknis fisksjúkdóma og staba dýralæknis júgur- sjúkdóma. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnabarrábuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk. Landbúnabarrábuneytib, 3. júlí 1995. r RAUTT UÓS RAUTT ÚUMFERÐAR RÁÐ r--------------------------------------------------------------> Útför Jóns Gíslasonar fyrrv. póstfulltrúa og fræbimanns frá Stóru-Reykjum í Flóa sem andabist 25. júní sl., fer fram frá Hraun- gerbiskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.00. A&standendur ' ............................... ^ Eiginmaöur minn og faóir okkar Þorsteinn Jónsson Eystri-Sólheimum, Mýrdal anda&ist a& heimili sínu a& morgni 4. júlí. Valger&ur Sigrí&ur Ólafsdóttir og börn UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Palestínumenn á Gaza-svœöinu. Rammasamkomulag ísraelsmanna og PLO: Fjöldamörg atriöi enn ófrágengin Jerúsalem — Reuter ísraelsmenn og Palestínumenn hafa sem kunnugt er gert ramma- samkomulag um víötækari sjálf- stjórn Palestínumanna á Vestur- bakkanum, kosningar Palestínu- manna og flutning ísraelsks herliðs frá svæðinu. Ákveðið var að undir- rita endanlegan samning þ. 25. júlí nk. ísraelskir embættismenn vildu ekkert tjá sig um efnisatriði sam- komulagsins í gær, en talsmenn Palestínumanna segja að enn séu margir lausir endar. Verður hér far- ið yfir helstu atriðin, eins og Palest- ínumenn skýrðu frá þeim í gær. Flutningur ísraelshers Samkomulag náðist um að ísra- elskir hermenn verði fluttir frá svæðum Palestínumanna í tveim megináföngum. Fyrri áfanginn hefst fjórum vikum eftir að samn- ingurinn verður undirritaður og lýkur 22 til 25 dögum áður en kosn- ingar verða haldnar í Palestínu. Seinni áfanginn hefst skömmu eftir að Palestínuráðið kemur saman í fyrsta sinn og lýkur snemma á ár- inu 1997. í fyrsta áfanga verða hermenn smám saman frá sjö stærstu borg- unum: Jenin, Qalqilya, Tulkarm, Nablus, Ramalla, Betlehem og Hebron. í Ramalla og Betlehem, sem báðar eru í næsta nágrenni Jerúsalemborgar, munu Palestínu- menn sjá um almenna löggæslu, en sameiginlegar sveitir ísraels og PLO halda uppi eftirliti á helstu vegum þangað til lagðir hafa verib nýir tengivegir fyrir ísraelsmenn. í mið- borg Hebron, þar sem 400 ísraels- menn búa innan um 100.000 Pal- estínumenn, þarf ab gera sérstakar öryggisráðstafanir sem enn hefur ekki verið samið um. Enn er deilt um öryggisrábstafan- ir í minni borgum og þorpum. Sam- ib var um ab sameiginlegar sveitir sjái um öryggisgæslu á helstu veg- um milli þorpa og borga. ísraels- menn hafa heimild til að fara aftur inn í þcpin, en aöeins til þess ab elta uppi skæruliða eba vernda ísra- elsmenn. Enn hefur ekki verib gengið frá fyrirkomulagi á sam- vinnu milli palestínsku lögreglunn- Shimon Peres, utanríkisrábherra ísraels, og Jasser Arafat, leiötogi Palestínumanna. ar og ísraelskra hermanna. ísrael hefur fallist á að 12.000 manna lögreglulið Palestínumanna verbi sett á laggirnar í Palestínu, og komi 7.000 þeirra frá svæðum Pal- estínumanna en 5.000 komi frá út- löndum. Fyrir eru 18.000 palest- ínskir lögreglumenn á Gaza- svæð- inu og í Jeríkó-borg. Kosningar í Palestínu Enn hefur ekki verið ákvebið hvenær kosningar til Palestínuráðs- ins og leiðtoga þess eiga að fara fram. Enn er deilt um það hvort Palest- ínumenn búsettir í Jerúsalem megi taka þátt í kosningum í borginni og hvort þeir mega bjóða sig fram til kjörs. Ekki hefur náðst samkomulag um það hversu margir eigi að sitja í Palestínuráðinu, Palestínumenn vilja ab fulltrúar verði 100, en ísra- elar vilja að þeir verði 50. Framsal á völdum ísrael hefur þegar afhent Palést- ínumönnum á Vesturbakkanum völd yfir fimm málaflokkum. Við- ræbum um afhendingu valda yfir átta málaflokkum í viðbót skal lok- ið áður en samningarnir verða und- irritaöir þ. 25. júlí. Fallist var á að Palestínumenn sem sitja í fangelsum í ísrael, en þeir eru milli 5 og 6 þúsund, verði látnir lausir í áföngum, en enn hefur ekki veriö samið um hve mörgum þeirra verbur sleppt úr haldi. ■ Mannréttindaskrá Evrópusambandsins? Carlos Westendorp, Evrópumála- rá&herra Spánar, sagði í vikunni að verið væri að athuga hvort Evrópusambandib samþykkti mannréttindaskrá sem gilda mundi í ríkjum ESB. Einnig kæmi til greina ab ESB tæki upp í lög sín Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta hefði komið til umræðu í „hugleiðingahópnum" svonefnda, þar sem verið er að móta tillögur um framtíðarskipu- lag ESB, og hefði hugmyndin fengið jákvæðar undirtektir. Friðargæsluliöar áfram í Bosníu Boutros Boutros-Ghali, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær munu gera allt sem í sínu valdi stæði til að tryggja að frið- argæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna yrðu áfram í Bosníu. Hann sagði að „hraðliðinu" sem sent var til landsins væri ætlað að vera friðargæsluliðunum til stuðnings en ekki til að undirbúa brottför þess. Yfirmaður í franska hernum sagði í gær að nú um helgina yrði hraðliðið tilbúið til átaka og það gæti opnað veg til Sarajevo, með valdi ef Bosníu-Serbar létta ekki á umsátri sínu um borgina. Sjálfsmorbsensím í frumum fundiö Kanadískir og bandarískir vís- indamenn skýrðu frá því í gær að þeir hefðu fundið efnasamband í frumum sem hrindir af stað sjálfseyðingarferli þeirra. Um er að ræða ensímið CPP32, og gæti þessi uppgötvun orðið lykillinn að því að hægt verði að finna lækningu við sjúkdómum á borö við krabbamein, alzheimer og al- næmi. Kosningar ákve&nar í Georgíu Þingið í Georgíu samþykkti í gær að þing- og forsetakosningar fari fram þ. 5. nóvember nk., auk þess sem kosið verði um nýja stjórnarskrá fyrir landið á miðju næsta ári. Þetta er taliö mikill sig- ur fyrir Edúard Sjevardnase, for- seta Georgíu, en hann hefur lengi barist fyrir því að staða for- setaembættisins verði betur skil- greind.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.